Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 33 bolta. Hann er horfinn okkur sjón- um. Ljósið slokknað. Eftir lifir minningin ein. Og hún lifir. Það er erfitt að sættast við dauð- ann, einkum þegar æskumenn falla frá. Örlögin megnar enginn að reikna. Þess vegna stöndum við hér og það eina sem við getum gert er að kveðja í huganum góðan dreng. Bróður sem er farinn langt, langt í burtu. Og biðja honum blessunar á ókunnum slóðum handan okkar lífs. Með. kveðju frá Menntaskólanum á Akureyri, Sverrir Páll. Elskulegur vinur okkar, hann Kalli, er dáinn. Hvernig eigum við nú að skilja og sætta okkur við þessa hörmulegu staðreynd? Kalli fæddist á Húsavík fyrir 20 árum og hefur alla tíð átt hér heima, utan þrjá vetur er hann stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri, en þaðan lauk hann stúd- entsprófi sl. vor. Foreldrar hans eru Svava Karls- dóttir og Hinrik Þórarinsson. Kalli var yngstur þriggja systkina; Pá- lína, systir hans, býr í Garðabæ ásamt Svavari, manni sínum, og börnum þeirra þrem; Þórarinn, bróðir hans, lést fyrir 6 árum, að- eins 23 ára gamall. Það var fyrir nokkrum árum að við í fjölskyldunni komumst að því að Ella, dóttir okkar, væri búin að eignast vin. Við vorum mjög forvit- in en fengum takmarkaðar upplýs- ingar og fyrstu mánuðina fór sam- bandið leynt. Við höfðum lúmskt gaman af að sjá þau sitja langtím- um saman á milli húsanna hér fyr- KRISTSKIRKJA, Landakoti: Lág- messa kl. 8.30. Stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18, nema á laugar- dögum þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. í október er lesin Rósakransbæn fyrir lágmess- una kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti. Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18, nema á fimmtu- dögum þá kl. 19.30. KAPELLA St. Josepssystra, Garðabæ. Hámessa kl. 10. KAPELLAN St. Jósepsspítala, Hafnarfirði. Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8. KAÞÓLSKA KAPELLAN, Hafnar- götu 71, Keflavík. Messa kl. 16 á sunnudag. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Hljómeyki syngur. Organisti Ferenc Utassy. Séra Gunnlaugur Garðarsson. Barnasamkoma er í Kirkjuhvoli kl. 13. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnsguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Einar Eyjólfs- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingar- börn aðstoða. Þórhildur Ólafs. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Frank Herlufsen. Séra Bragi Friðriksson. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. Kirkju- kórinn syngur undir stjórn Stein- ars Guðmundssonar organista. Þorvaldur Karl Helgason. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Kirkjukórinn syngur nokkra afríska trúarsöngva undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Þorvaldur Karl Helgason. KEFLAVÍKURKIRKJA: Kirkjudagur eldri borgara: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Messa kl. 14 (altarisganga). Kór Keflavíkur- kirkju syngur undir stjórn Einars Arnar Einarssonar, organista. Krist- ín Sædal Sigtryggsdóttir syngur einsöng. Systrafélagið býður eldri borgurum til kaffidrykkju í Kirkju- lundi eftir messu. Rúta fer að íbúð- um eldri borgara við Suðurgötu kl. ir neðan á kvöldin eftir að Kalli hafði haft fylgt Ellu heim. Það var frekar kalt á þessum árstíma og Ella var komin með kvef og hósta af þessum útisetum. Þá fannst okk- ur nú tími til kominn að hún byði Kalla heim og kynnti hann fyrir okkur. Það kom strax í ljós að þarna var á ferðinni föngulegur, og það sem er miklu meira virði, sérstak- lega aðlaðandi og hlýr strákur sem vann hug okkar við fyrstu kynni. Þá þótti strákunum okkar einsog þeir hefðu eignast eldri bróður því Kalli var alltaf til í leik eða að leyfa þeim að koma með sér og taka þátt í því sem hann var að gera. Nokkru eftir að Ella og Kalli fóru að vera saman var ákveðið að hún færi burt sem skiptinemi í eitt ár. Líklega hefur hann ekki verið hrifinn af þessari ráðstöfun og hefðu margir í hans sporum reynt að hafa áhrif á gang mála. Fannst okkur það sýna mikinn þroska hjá honum að láta það ógert. Ella fór burtu þetta ár þó svo örlögin tækju þar í taumana og dvöl hennar úti styttist um 6 vikur vegna óhapps, en allt fór þó vel. Mikið fannst ókkur gott hvað Kalli var duglegur að heimsækja okkur þennan tíma þrátt fyrir að Ella væri ekki heima. Það var síðan yndislegt að fara saman og taka á móti henni. Þau voru jafnástfangin þrátt fyrir langan aðskilnað og nú vorum við öll saman á ný. Alla sína tíð var Kalli mikill áhugamaður um útivist og íþróttir. Á yngri árum stundaði hann fijáls- ar íþróttir af kappi. Á námsárunum á Akureyri fékk hann svo sérstakan áhuga á blaki og lék þá með KA. 13.30 og síðan að Hlévangi við Faxabraut og sömu leið til baka að lokinni kaffidrykkju í Kirkjulundi. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJ A: Guðsþjónusta kl.11. Fermingarbörn taka þátt í athöfninni. Helgistund verður á Garðvangi, dvalarheimili aldraðra í Garði, kl. 15.30. Hjörtur Magni Jó- hannsson. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.14. Fermingarbörn taka þátt í athöfninni. Hjörtur Magni Jóhanns- son. GRINDAVIKURKIRKJA: Sunnudag- askóli kl. 11. Barnakórinn syngur. Messa kl. 14. Margrét Sighvats- dóttir syngur einsöng. Kór Grinda- víkurkirkju. Organisti Siguróli Geirs- son. Mussimbi Kanyoro fram- kvæmdastjóri Kvennavettvangs lút- herska heimssambandsins ávarpar kirkjugesti. Sóknarprestur. HVERAGERÐISPRESTAKALL: Barnaguðsþjónusta í Hveragerðis- kirkju kl. 11 í umsjá Kristínar Sigfús- dóttur. Kotstrandarkirkja. Messa kl. 13.30. Tómas Guðmundsson. ÞORLÁKSHAFNARPRESTAKALL: Barnamessa í Þorlákskirkju kl. 11. Sóknarnefnd. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprest- ur. GAULVERJARBÆJRKIRKJA: Laug- ardag 20. október. Messa kl. 11 við setningu Héraðsfundar Árnespróf- astsdæmis. Jónas Þórisson fram- kvæmdatjóri Hjálparstofnunar kirkj- unnar prédikar. Allir velkomnir. Sóknarprestur. LÁGAFELLSKIRKJA: Messa kl. 14. Kór aldraðra syngur. Jón M. Guð- mundsson á Reykjum flytur hug- vekju. Kirkjukaffi í safnaðarheimil- inu í Þverholti 3 eftir messu. Ath. að barnastarfið hefst í safnað- arheimilinu kl. 11 sama dag. Skóla- bíllinn fer venjulega leið og verður uppi í Dal kl. 10.25 og við Reykja- lund kl. 10.40. Sóknarprestur og sóknarnefnd. INNRA-Hólmskirkja: Guðsþjón- usta kl. 13.30 við upphaf héraðs- fundar. Séra Jón Einarsson. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu barnanna verður í safnað- arheimilinu Vinaminni laugardag kl. 13. Barnaguðsþjónusta sunnudag kl. 11. Börnin bjóða foreldrum sín- úm til þátttöku. Barnakórinn syng- ur. Organisti Jon Ólafur Sigurðsson. Björn Jónsson. Heima á Húsavík sóttist hann eftir að dvelja úti í óspilltri náttúrunni. Gönguferðir, útilegur, fjöruleið- angrar og ferðir um flóann á bátn- um, sem hann og Elli, vinur hans, áttu saman, voru algengar. Oft kom það fyrir að svona smátúr sem átti að verða 1-2 tímar, varð kannski 6-8 tímar. Þá gleymdi hann sér al- veg. Einnig fór Kalli oft á rjúpu með afa Tóta og skruppu þeir stundum saman á sjó eða fóru nið- ur á. stétt að skera hákarl eða græja net. Þetta var hans líf og. yndi. Eitt langar okkur að nefna sem gerði Kalla sérstakan í okkar aug- um. Hann var einstaklega hugsun- arsamur við mömmu sína þar sem pabbi hans var langdvölum á sjó. Hann kom flestar helgar heim úr skólanum, ekki síst veturinn sem Ella var að heiman. Það tók hann fram fyrir félagana. Margs er að minnast frá þessum árum, væri alltof lángt mál að rifja það upp hér en við geymum það saman í huganum og grípum til þegar okkur líður illa. Það er oft mikið hlegið og glatt á hjalla. En skyndilega dregur ský fyrir sólu. Eftir vel heppnað afmæliskvöld - allir vinir hans búnir að vera hér hjá honum - þá verður þetta hörm- ulega slys. Ó góði Guð, hvernig gat þetta gerst? Við reynum að standa þétt saman og veita hvert öðru styrk. Elsku Svava og Hinni, mikið er á ykkur lagt. Þið sem hafið fyrst misst Tóta og svo nú Kaiia. En Palla ykkar, Svavar og börnin þeirra þrjú munu hjálpa ykkur mik- ið. Elsku Ella, við vonum að ást okkar og hjálp vina ykkar Kalla verði þér stuðningur í þessari raun og lífið eigi eftir að brosa vð þér á ný- Ég leitaði blárra blóma að binda þér dálítinn sveig, en fölleit kom nóttin og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. Og ég gat ei handsamað heldur þá hljóma, sem flögruðu um mig, því það voru allt saman orðlausir draumar um ástina, vorið og þig. En bráðum fer sumar að sunnan og syngur þér öll þau ljóð, sem ég hefði kosið að kveða þér einn um kvöldin sólbjört og hljóð. Það varpar á veg þinn rósum og vakir við rúmið þitt, og leggur hóglátt að hjarta þínu hvítasta blómið sitt. Ég veit ég öfunda vorið, sem vekur þig sérhvern dag, sem syngur þér kvæði og kveður þig með kossi hvert sólarlag. Þó get ég ei annað en glaðzt við hvem geisla, er á veg þinn skín, og óskað, að söngur, ástir og rósir, sé alla tíð saga þín. (Tómas Guðmundsson) Við kveðjum elsku Kalla með söknuð í hjarta og þökkum honum ótai góðar samverustundir. Hann var okkur sem besti sonur. Guð geymi hann. Tóta, Bjarni, Siggi og Börkur. t Elskuleg systir okkar, frænka og stjúpmóðir, GUÐRÚN EIRÍKA GÍSLADÓTTIR, andaðist á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 12. október. Kveðjuathöfn verður frá Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19, Reykjavík, kl. 11.00 mánudaginn 22. október. Jarðsett verður sama dag kl. 14.30 að Borg á Mýrum. Fyrir hönd aðstandenda, Guðlaugur Gíslason. t Faðir okkar, JÓN EGILSSON vélstjóri frá (safirði, er látinn. Hulda Jónsdóttir, Egill Jónsson, Jón Ásgeir Jónsson. t Frænka mín, ÓLÖF JÓNSDÓTTIR frá Drangshlíðardal, Ánalandi 3, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 22. október kl. 13.30. Sigurlína María Gísladóttir. t Útför föður okkar, tengdaföður og afa, ALFREÐS GÍSLASONAR læknis, verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er góðfúslega bent á Krabbameins- félagið. Jón Hilmar Alfreðsson, Hrafnhildur Bogadóttir, Ragnhildur Alfreðsdóttir, Peter Appelros, Guðrún Alfreðsdóttir, og barnabörn. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi Kosningaskrifstofa stuðningsmanna E6GERTS HAUKDAL erá Suðurlandsvegi 2, Hellu. Dagana fram að kjðrdegi verður skrifstofan opin frá kl. 13.00-22.00. Sími 98-75433. Stuðningsmenn. svvi>yAj.\ji GCÞJR VJiYVVJ GOODfVEAR H HEKLA HF Laugavegi 170-174 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.