Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTOBER 1990 27 Minning: Kjartan Björgvin Jónsson verksljóri Fæddur 22. júní 1921 Dáinn 12. október 1990 í dag verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju Kjartan Björgvin Jónsson fyrrverandi verkstjóri, hann andaðist 12. október sl. eftir langvarandi veikindi. Kjartan Björgvin var fæddur að Hafnar- hólma við Steingrímsfjörð, sonur hjónanna Jóns Konráðssonar smiðs og bónda og konu hans, Guðbjargar Gestsdóttur, Kjartan var fjórði í aldursröð af tólf börnum þeirra hjónanna í Hafnarhólma. Ungur að aldri fór Kjartan í fóst- ur til Ingibjargar Jónsdóttur og Kjartans Ólafssonar frænda síns og nafna í Kaldrananesi við Steingrímsfjörð, þar var hann síðan sín uppvaxtarár og vann að búi fósturforeldra sinna. Sem ungur maður flyst Kjartan til Holmavíkur og starfaði þar við sjósókn og önnur algeng störf. Á Hólmavík var lagður grunnur að farsælli framtíð því þar festir hann ráð sitt og gengur að eiga Sigríði Ingim'undardóttur, hina merkustu konu, sem var honum traustur lífsförunautur þar til ævi hans lauk. Sigríður er dóttir hjón- anna Svanfríðar Guðmundsdóttur og Ingimundar Guðmundssonar skipstjóra. Ungu hjónin bjuggu fyrstu árin á Holmavík en fluttu síðan búferlum til Akraness þar sem þau áttu heima um níu ára skeið, þar stundaði Kjartan einkum smíðar enda eftir- sóttur til þess starfa, því hann var afburða laghentur og vandvirkur. Frá Akranesi fara þau svo til Keflavíkur þar sem heimili þeirra var alla tíð síðan. Þar starfaði hann lengst af sem verkstjóri og fiski- matsmaður og fórst það sem annað vel úr hendi. Kjartan hafði margt til að bera sem góðum verkstjóra er nauðsynlegt, hann var traustur maður og sanngjarn svo þeir sem unnu undir hans stjórn gátu ætíð treyst því að verkstjórinn gætti hagsmuna starfsfólksins ekki síður en vinnuveitandans. Þeim Kjartani og Sigríði varð sjö barna auðið sem öll komust til full- orðinsára. Elst er Ingibjörg Jóney, faédd 3. júlí 1943; Ulfar, fæddur 19. mars 1945, dáinn 10. mars 1984; Ingimundur, fæddur 6. des- ember 1946; Svanfríður, fædd 2. janúar 1948; Jon Konráð, fæddur 3. ágúst 1949; Hulda Rós, fædd 9. febrúar 1954; Kjartan Hafsteinn, fæddur 6. júní 1956. Þetta var myndarlegur systkina- hópur en það var þungt áfall þegar elsti sonurinn, Úlfar, féll frá í blóma lífsins. Úlfar heitinn var prúðmenni og hinn besti drengur, það er vand- fundinn betri félagi og trúrri vinur en hann var, hjálpsemi og góðvild voru sterkir þættirí skapgerð hans. Ári eftir fráfall Úlfars verður fjöl- skyldan fyrir öðru áfalli þegar yngsti sonurinn og kona hans missa ungt bam er þau áttu, þessa at- burði tók Kjartan heitinn mjög næm sér og hrakaði heilsu hans mjög síðustu árin. Það voru sterk böndin sem tengdu saman fjölskyldu Kjartans heitins, hann var traustur fjöl- skyldufaðir sem ásamt konu sinni veitti börnum þeirra það besta sem í þeirra valdi stóð. Þó oft væru all- miklar vegalengdir milli fjölskyldu- meðlima er voru langdvölum erlend- is, þá var fylgst vei með og reynt að aðstoða eins og hægt var í lífsbaráttunni, enda mátu bömin foreldra sína að verðleikum og sýndu það á margan hátt. Kjartan Björgvin var Ijölhæfur maður, þó margir minnist hans sem góðs smiðs og verkstjóra, þá munu ekki síður hæfileikar hans sem söngvara verða minnisstæðir, hann hafði hljómfagra söngrödd og tók þátt í starfsemi kóra og söng í kvartett, einnig söng hann einsöng við mörg tækifæri. Þá starfaði hann sem áhugamaður við leiklist með góðum árangri. Það er ljúft að minnast mannsins Kjartans B. Jonssonar, hann var maður sem hafði bætandi áhrif á umhverfi sitt, hann var hlýr og traustur, vildi gera öðrum gott, af góðvild gaf hann oft þau ráð sem vel reyndust, minning slíkra manna geymist í þakklátum huga þeirra sem nutu samfylgdar hans. Ég sendi eftirlifandi eiginkonu og afkomendum hans innilegar samúðarkveðjur, missir þeirra er mikill, því þau áttu mikið að eiga slíkan föður og afa. Blessuð sé minning hans. Ari Sigurðsson SICUNCASKOUNN Námskeið TIL 30 TONNA RÉTTINDA hefjast 29. og 30. október. Kennt er mánudags- og miðvikudags- kvöld eða þriðjudags- og fimmtudags- kvöld kl. 7-11. Próf um miðjan desember. Innrltun og upplýsingar í dag og næstu daga í símum 689885 og 985-53232. Öll kennslugögn fáanleg í skólanum. V/SA SICUNCASKÓUNN - meðlimur i Alþjóðasambandl siglingaskóla, ISSA. ÞAÐ MA MIKIÐ GANGA A GÓLFUNUM FRÁ OKKUR Sem dæmi ma nefna: Herragarbinn, Kringlunni • Hótel ísland, dansgólf • Hótel Sögu, róbstefnu- sali • Listasafn íslands, sýningarsali • Pelsinn, Kirkjuhvoli • Stjórnarróö íslands, fundah. ríkisstj. • Oscar Woolens Ltd., sýningarsali í London • Aö ógleymdum þúsundum einkaheimila. Öll þessi gólf eru að sjálfsögöu lögb af fagmönnum PARKETGÓLFA HF. Viðskiptavinum er bent á að snúa sér til okkar eða beint til eftirtalinna manna úti á landi sem hafa hlotið þjálfun í meðferð efna frá PARKETGÓLFUM HF: • Halldór Pólmason, Borgarnesi. S: 93-71426 • Pétur Helgason, Sauöárkróki. S: 95-36764 • Gestur Björnsson, Akureyri. S: 96-26806 • Eyþór Ólafsson, Egilsstööum. S: 97-11116 • Ingibergur Einarsson, Vestm.eyjum. S: 98-12595 Vib bjóbum alla velkomna á parketsýningu um helgina. Opiö á laugardag frá kl. 1 000-1 600 Opið á sunnudag frá kl. 1 300‘1700 SKÚTUVOGI 11 • SÍMI: 67 17 17 Þetta harðsnúna lið veitir viðskiptavinum PARKETGÓLFA HF. lipra og góða þjónustu. , ■fi Tj _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.