Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTOBER 1990 25 Minning: Valur Arnþórs- son, bankastjóri Fæddur 1. mars 1935 Dáinn 13. október 1990 Slys gera ekki boð á undan sér. Svo er einnig um brotthvarf bestu manna í blóma lífsins. Við Valur sáumst síðast í Borg- amesi 8. október sl., en þar var hann á fundi Byggðanefndar for- sætisráðherra, til að hlýða á 37 framsögumenn, að leggja í pott byggðarnefndarmanna úrræði til lausnar byggðavandans. Hann var ekki í hópi þeirra, sem opinberuðu sig á þessum fundi, en auðséð var að hann fylgdist með af eftirvænt- ingu því sem fram fór á fundinum. Þetta tók af öll tvímæli um að þrátt fyrir að hann hefði valið sér nýjan vettvang í Landsbankanum var hann enn sem áður sami lands- byggðarmaðurinn og þegar hann var á meðal okkar hér fyrir norðan. Ég tel mig ekki hafa tök á að rekja feril Vals Arnþórssonar svo margþættur var hann. Hvílíkt starf sem liggur eftir hann á miðjum aldri. Það er meira að umfangi en ég tel mér fært að rekja hér í stuttri minningargrein. Sá rithagi maður Helgi Sæ- mundsson sagði í minningargrein um Hauk Snorrason ritstjóra, sem lést af slysförum á sviplegan hátt á besta aldri, að hann hefði lokið slíku ævistarfi, sem taki aðra langa ævi og dugar ekki til. Svo var um Val Arnþórsson. Hann lauk ævi- starfí á við marga ágætismenn fyrir miðjan aldur. Kynni okkar Vals eru gömul, allt frá þeim dögum þegar við vor- um áhugasamir liðsmenn samtaka ungra framsóknarmanna. Hann var einn þeirra manna, sem lyfti félagi ungra framsóknarmanna í Reykjavík úr því að halda fundi sína í herbergi í fundarsal og á þann veg að eftir var tekið. Hlutskipti okkar beggja var að flytjast norður í land til ólíkra verk- efna. Báðir að framkvæma hug- sjónir sínar og takast á við kom- andi veruleika. Á Húsavíkurárum mínum hratt ég af stað umræðu um stóriðju og stórvirkjanir á Norðurlandi. Ljóst var að ekki voru möguleik- ar til að staðsetja stóriðju í ná- grenni Húsavíkur. Skilyrðin voru best við Eyjafjörð. Það var ekki fyrr en á fyrstu árum Vals Arn- þórssonar fyrir norðan og í sam- starfí við þáverandi bæjarstjóra, Bjarna Einarsson, og Lárus Jóns- son, sem þá vann að norðurlandsá- ætlun á vegum Efnahagsstofnun- ar, að Eyfirðingar fóru að gefa þessu gaum. Þrátt fyrir það að margir Eyfírð- ingar voru þungir í taumi og að þeir skildu ekki sinn vitjunartíma um að verða öfugt mótvægi á móti höfuðborginni, hélt Valur þessu máli vakandi og það í óþökk margra. Ég tel mér óhætt að fullyrða að ef ekki hefði notið atfylgis Vals í stóriðjumálum hefði Eyjaijörður aldrei í alvöru verið á borðunum varðandi staðarval fyrir stóriðju. Svo kunnugur þykist sá vera sem þessar línur ritar innviðum þeirra aðila, sem mestu hafa ráðið og ráða enn um stórvirkjunarröð og staðarval stóriðju á Islandi, að þetta er fullyrt hér. Nú er skarð fyrir skildi. Fallinn er frá sá maður sem gjörþekkti innviði þessara mála og gat veitt forystu til gagnsóknar. I starfi mínu sem framkvæmda- stjóri Fjórðungssambands Norð- lendinga, átti ég mjög góð sam- skipti við Val og mat mikils stuðn- ings hans. Hann mun hafa setið tvö fjórðungsþing, þegar fjallað var um orkumál og Norðurlands- virkjun. Ég er einn þeirra manna, sem hefur notið mikils í kynnum við Val Arnþórsson. Ég harma þau grimmu örlög að brottkalla frá okkur afburðamann í miðju ævistarfi. Svo fjölhæfur var Valur, að hann hefði sómt sér vel í fremstu röð stjórnmálaforingja þjóðarinn- ar. Ef til vill beið þetta hans, hefðu ævidagarnir orðið fleiri. Áskell Einarsson Hugurinn hvarflar áratugi aftur í tímann. Við tengdumst og bund- umst órofa vináttu. Valur eignaðist sinn góða lífsförunaut og vináttu- böndin treystust enn. Þegar svo vel er til stofnað sem hjá þeim hjónum verða ávextirnir ríkulegir. Börn þeirra, andi heimil- isins — allt — ber því svo fagurt vitni. Við gengum saman í gleði og sorg og í hugann koma ljóðlínur Göethes: Allt veita guðirnir, óendanlegir, ástvinum sínum til fulls: Gleðinnar ómæli öll, þrautanna ferlegu Qöll - til fulls. Þungur hanriur er nú kveðinn að allri ijölskyldunni og þjóðin hefur misst einn sinn mætasta son. Guð styrki konuna hans, börnin, öldungana tvo, systkini hans og íjölskyldur þeirra, okkur öll. Ég er gæfusöm og rík að hafa átt hann að vin — hann sem ávallt reyndist sem bróðir. Verði góður drengur vel kvadd- ur. Bobba Það tilheyrir sextugsaldrinum að vera farinn að venjast því að vinir hverfi fyrirvaralítið yfir móð- una miklu vegna bráðra sjúkdóma. Maður veit, að samkvæmt lögmál- inu hendir þetta ákveðinn hluta okkar og fyrir því beygir maður sig því alvaldur ræður. En þegar mikill hæfileikamaður á besta aldri er hrifínn á brott á lítt skiljanlegan hátt eins og Valur Arnþórsson kemur upg sterk löngun til að mótmæla. íslenska þjóðin þurfti á honum að halda miklu lengur því Valur hafði sérstæða og mikilvæga hæfileika, sem nýttust honum afar vel í hinu nýja starfi sem banka- stjóri Landsbanka íslands, eins og þeir nýttust honum í 'fyrri störfum. I bankanum vann hann að því að leysa vandamál sem eru brýn úr- lausnar og sem varða okkur öll, Sæti Vals er vandfyllt og tjón fá- mennrar þjóðar er mikið. Enn þyngra er þó áfall ijölskyldunnar sem fékk hina. óvæntu helfregn þegar enginn átti sér ills von. Árin framundan, sem áttu að verða svo góð, þegar uppskornir yrðu ávextir farsællar starfsævi og fjölskyldu- lífs, virðast allt í einu myrk og kvíðvænleg. Besti vinurinn, eigin- maður, faðir, afí, sonur og bróðir, er horfinn og allt verður að hugsa upp á nýtt. Leiðir okkar hjóna og Vals og Siggu lágu snemma saman. Ég man fyrst eftir þeim á fundum í FUF fyrir meira en 30 árum. Kynni konu minnar og þeirra voru þá nánari því hún lenti í vinahópi ungs fólks, þar sem þau voru með- al vinanna. Alltaf vissum við hvert af öðru en allt í einu lágu leiðirnar þétt saman norður á Akureyri. Valur fór til starfa hjá KEA og var þar að búa sig undir að taka við starfi kaupfélagsstjóra þegar ég fór þangað norður sem bæjar- stjóri. Valur og Sigga tóku okkur opnum örmum og mikið var auð- veldara að nema land á nýjum stað með þá hauka í horni. Síðan fluttu Lárus Jónsson og Rúna í bæinn og við, þessi þrenn hjón, héldum oft hópinn. Á þessum árum kynnt- umst við mannkostum þeirra Vals og Siggu. Minnisstæð var hugul- semin, það að muna eftir manni og gera svolítið meira fyrir mann en maður átti von á. Aldrei gleym- um við því, þegar við vorum fjögur að koma heim úr jólaferð til ætt- ingja syðra með fimmta fjölskyldu- meðliminn rétt ófæddan. Það var kalsaleg tilhugsun að fara ferðalú- inn beint í dimma íbúðina á jólun- um og fara síðan að undirbúa kvöldverð og sinna börnum. En Valur beið í flugstöðinni, að því að við töldum til að keyra okkur heim, og það var góður greiði. En hann ók ekki heim til okkar heldur heim til sín þar sem Sigga beið með dásamlega máltíð, og þar hvarf ferðalúinn og jólaskapið tók við. Þetta er eitt af gullkornum minninganna og þeir sem slíkum komum dreifa yfir líf annarra safna sjóðum þar sem vert er að eiga sjóði. Valur Arnþórsson tók störf sín mjög alvarlega og einnig hafði hann mikinn áhuga á málefnum bæjarins, landsbyggðarinnar og landsins alls. Oft voru þessi mál tekin til umræðu í tveggja eða þriggja manna hópi. Ég tók fljótt eftir því hve Valur hlustaði vel á það sem aðrir sögðu, hve auðvelt hann átti með að greina aðalatrið- in frá aukaatriðunum og hve fljót- ur hann var að átta sig á flóknu máli. Þetta eru grundvallar eigin- leikar þess sem ráða á miklu. Við þetta bættist svo fjölhæfnin og þessi gífurlega starfsorka, sem ég sáröfundaði hann af. Mér og öðrum á Akureyri var fljótt ljóst, að þar fór maður sem ná mundi langt og sem skila mundi miklu og góð ævistarfí. Og fyrir norðan kom hann víða við, ekki bara hjá KEA og fyrirtækjum þess og Sambands- ins heldur einnig hjá bænum, þar sem hann varð afbragðs bæjarfull- trúi, einstaklega farsæll nefndar- maður og aðsópsmikill og ákveðinn forseti bæjarstjórnar, sem um- gengist gat hvaða tignarmann sem að garði bar á einfaldan, látlausan en virðulegan hátt. Valur var gæfumaður í starfi og í einkalífi. Þau Sigríður lögðu snemma hugi saman og hófu bú- skap og eignuðust barn þegar aðr- ir voru að leika sér. Oft er sagt að hjónabönd sem stofnað er til snemma endist skammt. En þarna varð raunin önnur. Samstæðari hjón hef ég ekki þekkt, og víst er það ein skýringin á því hve Val vegnaði vel í starfí og á hinni enda- lausu starfsorku hans, hve gott heimili Sigríður bjó honum og hve dyggilega hún studdi hann. Valur unni fjölskyldu sinni og heimili, það var hans heilaga vé. Börnin urðu fimm á um tuttugu árum. í þeim öllum koma hæfíleikar foreldranna fram, ekki sist fjölhæfnin, því þeim er margt til lista lagt. Það er eðlilegt að staldrað sé við, ihugað og spurt hver tilgang- urinn sé með þvi að taka slíkan mann sem Val Arnþórsson frá okkur, einmitt þcgar við þurfum umfram allt á hæfileikamönnum eins og honum að halda. Störf hans voru einstaklega uppbyggileg og í þeim tilgangi unnin að bæta lífíð í landinu. Slík störf eru unnin í guðs þágu og í guðs nafni enda virti Valur guð af einlægni, var sáttur við hann og efaði ekki hjálp- ræði hans. Því er, samkvæmt mannlegum skilningi, rökrétt, að honum hefði verið tryggð sem lengst starfsævi. En okkur tjáir ekki að deila við hinn mikla dóm- ara, hann hlýtur að hafa þurft á Val að halda til enn mikilvægari verka. Við, sem söknum vinar, góðs drengs og mikilhæfs manns, höfum rétt til að harma. En sárari er sökn- uður eiginkonu og barna, aldraðs föður og annarra ástvina. Tjón þeirra verður aldrei bætt þótt ná verði sáttum við þann sem þessu réði. Við hjónin og börnin okkar vottum ykkur öllum dýpstu samúð og við biðjum guð að styrkja ykk- ur. Minningu Vals skulum Við öll bera í hjörtum okkar þar til við hittum hann aftur. Bjarni Einarsson Fjölskylduvinur okkar, Valur Arnþórsson, lést með sviplegum hætti laugardaginn 13. október síðastliðinn. Frétt sem erfitt var að átta sig á en var engu að síður staðreynd. Valur var jöngu orðinn þjóðkunnur maður. Ég ætla því ekki að fara út í það að telja upp öll þau störf þar sem hann lagði hönd á plóginn. Það gera eflaust margir aðrir. Mig langar aðeins að minnast á fyrstu kynni okkar hjónanna af Val. Við fórum niður í KEA til að panta okkur nýjan bíl. Okkur var vísað inn til Vals sem tók okkur með vinsemd og hlýju sem hélt síðan alla tíð eftir það. Valur var mikill listunnandi og cftir að hann heyrði Kristján Jó- hannsson syngja í fyrsta sinn var hann ekki í vafa um þá hæfileika sem hann hafði frá náttúrunnar hendi. Hann kallaði Kristján á sinn fund og bauðst til að hjálpa honum eins og hann gæti við námið er- lendis og lét Kristján finna að hann hefði óbilandi trú á honum. Valur kom með konu sinni til Ítalíu til þess að vera viðstaddur frumraun Kristjáns í Scala-óperunni og var bæði stoltur og glaður yfír árangr- inum. Eftir að Valur flutti til Reykjavíkur hringdi hann með stuttu millibili til þess að fá fréttir af Kristjáni og var alltaf jafn áhugasamur. Ég hitti Val í síðasta sinn fyrir frama Hótel KEA í maí síðastliðið vor. Hann spurði mig um Kristján eins og hann var van- ur og ég sagði honum frá öllum samningunum, sem búið væri að undirrita. Hann brosti glaðlega og sagði: „Þetta er alveg stórglæsi- legt. Hef ég ekki alltaf sagt þér að ég veðja aldrei á rangan hest.“ Ég minnist Vals Arnþórssonar með þakklæti og virðingu og ég vona að árangur Kristjáns, sonar míns, á listabrautinni verði verðug- ur minnisvarði um framsýnan og bjartsýnan mann. Kæra Sigríður, ég votta þér og börnunum mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur. Fanney Oddgeirsdóttir Fáein kveðjuorð um Val Arn- þórsson. Ég átti því láni að fagná' að kynnast þessu góða heimili þeg- ar þau áttu heima á Eskifírði. Þá var ég í næsta húsi við þau og daglega heima hjá þeim og aldrei fór ég þaðan út öðruvísi en að þiggja góðgerðir enda voru þau hjón bæði gestrisin. Þá kynnist ég bæði Val og Gauta, elskulegum drengjum, og vel gerðum, enda kom það í ljós þegar þeir uxu úr grasi, þeir urðu báðir frammámenn þjóðarinnar, annar læknir og hinn bankastjóri. Nú er Valur sem guð gaf okkur komin til guðs og umvaf- in englum hans og er laus við þenn- an synduga heim. Hans verður saknað af mörgum. Hann var ung- ur að árum þegar hann kvaddi þenna heim. Svona er lífíð, enginn veit hver næstur er. Ég hef mikla samúð með vini mínum Arnþóri og konu Vals við þetta sviplega slys. Guð styrki þau í þessari miklu sorg. Ég vil votta öllum aðstand- endum hans samúð mína. Fari vinur minn Valur í friði, friður guðs hann blessi. Megi minningin um Val lifa, hafi hann þökk fyrir allt. Jóhann Þórólfsson Kveðja frá Félagi ís- lenskra einkaflugmanna í gær var jarðsettur Valur Arn- þórsson, bankastjóri Landsbank- ans, sem fórst með flugvél sinni í Skerjafirði 13. október sl. Valur Arnþórsson öðlaðist flugréttindi árið 1985 og gekk hann þá til liðs við félag okkar sem hann studdi dyggilega í starfi þess að hags- munamálum íslenskra einkaflug- manna. Sat Valur á tímabili í vara- stjórn félagsins, en flugöryggis- málin áttu hug hans sérstaklega. Valur Arnþórsson naut fyllsta trausts kennara sinna sem af- burðanemandi. Hann var vinmarg- ur á meðal einkaflugmanna um allt land sem kunnu vel að meta einstaka persónuhæfíleika hans og hlýtt viðmót. Þeir þakka nú fyrir samfylgdina, en minningin um Val Ai-nþórsson mun lifa áfram á með- al okkar. Eiginkonu og börnum vottum við okkar dýpstu samúð. Siguijón Ásbjörnsson, form. Félags íslenskra einkaflugmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.