Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990
Órökstuddur dómur yfir
íslenskum ferðamálum
segir f er ðamálastj óri um ummæli Geoffrey Grey-Fortons
MAGNÚS Oddsson, settur fcrðamálastjóri, sagði að fullyrðingar
Geoffrey Grey-Fortons, framkvæmdastjóra samtaka sem hafa um-
sjón með alþjóðlegu ráðstefnuhaldi, seíh birtust í Morgunblaðinu á
miðvikudag væru harður dómur og órökstuddur. Magnús sagði að
Forton hefði víðtæka þekkingu af ráðstefnuhaldi víða um heim en
hann gæti ekki talist sérfræðingur um alla þætti íslenskra ferða-
mála eftir tveggja sólarhringa dvöl hér á landi.
„Hann leitaði ekki eftir upplýs- unnið saman við stofnun og rekstur
ingum frá Ferðamálaráði um at-
vinnugreinina áður en hann átti
þetta viðtal við Morgunblaðið. Hefði
hann gert það þá hefði hann fengið
upplýsingar um að þeir aðilar sem
hann efast um að hafí nokkru sinni
verið saman í herbergi hafa átt og
rekið sameiginlega skrifstofu í
Þýskalandi í fímm ár. Þá hafa aðil-
ar í ferðaþjónstunni sameinast og
upplýsingamiðstöðvar sem hefur
verið starfrækt í Reykjavík í þijú
ár,“ sagði Magnús.
Magnús sagði að í júní síðastliðn-
um hefði verið samþykkt í stjóm
Ferðamálaráðs að hefja undirbún-
ing að stofnun ráðstefnuskrifstofu
íslands og sagði Magnús að ætla
hefði mátt af blaðagreininni að það
hefði verið ný hugmynd Fortons.
Marta Guðrún Halldórsdótt-
ir syngur á ljóðatónleikum
ÞRIÐJA ljóðatónleikaröðin á
vegum menningarmiðstöðvar-
innar Gerðubergs hefst um helg-
ina.
Fyrstu tónleikar á þessum vetri
verða mánudaginn 22. október kl.
20.30. Á þessum tónleikum syngur
Marta Guðrún Halldórsdóttir, sópr-
an, við undirleik Jónasar Ingimund-
arsonar lög eftir Bizet, Rachmanin-
off svo og Poulenc, Barber og Ju-
aquu Niu. t
Marta Guðrún Halldórsdóttir er
fædd í Reykjavík 1967. Frá unga
aldri söng hún í Skólakór Garðabæj-
ar undir handleiðslu Guðfínnu Dóru
Ólafsdóttur, er lagði grunn að frek-
ara tónlistamámi. Marta stundaði
söngnám í Tónlistarskólanum í
Reykjavík hjá Sieglinde Kahman
og nú sl. tvö ár hefur hún lært
söng við Tónlistarskólann í Miinch-
en. Kennarar hennar þar hafa verið
próf. Adalbert Kraus og próf. Dap-
he Evengelatos. Marta Guðrún hef-
ur sótt námskeið í ljóðatúlkun hjá
Elly Amerling, Dalton Baldin og
Helmuth Deautch. Marta hefur
bæði komi fram sem einsöngvari
hér heima og í Þýskalandi.
Reynir Axelsson hefur annast
Marta G. Halldórsdóttir
þýðingu flestra ljóðanna úr frum-
texta og er vönduð efnisskrá inni-
falin í miðaverði.
Sólrún Bragadóttir, Signý Sæ-
mundsdóttir, Guðbjörn Guðbjöms-
son og Bergþór Pálsson munu
syngja á þeim tónleikum sem síðar
verður í vetur. Hægt er að kaupa
áskrift á Ijóðatónleikaröðina.
„Hins vegar er ég hjartanlega sam-
mála Forton í því að við eigum að
vinna meira saman og því nefni ég
þessi dæmi um aukna samvinnu í
þessari atvinnugrein. Einnig hefur
náðst vemleg samstaða um sameig-
inlega þátttöku í fimmtán sýningum
erlendis þar sem kynntur verður
einn bás sem heitir „ísland“. Það
er mitt mat að það sé að takast æ
meiri samvinna innan atvinnugrein-
arinnar sem er nauðsynleg, því með
samvinnu náum við mun betri ár-
angri en sundraðir. En slíkt gerist
ekki á einum eða tveimur sólar-
hringum í lífí Fortons og því síður
með einhvers konar innilokunar-
eða þvingunaraðferðum," sagði
Magnús.
„Það er mjög hart fyrir heila
atvinnugrein þegar Morgunblaðið
er opnað á miðvikudagsmorgni að
sjá þann dóm sem gefínn er í fýrir-
sögn, sérstaklega þegar þetta er
haft eftir aðila sem hefur ekki haft
aðstöðu eða tíma til að kynna sér
stöðu þessarar atvinnugreinar í
heild,“ sagði Magnús.
Valgerður Hauksdóttir við verk sín. Morgunbiaðið/Sverrír
Sýnir í Norræna húsinu
VALGERÐUR Hauksdóttir opnar sýningu sína Tileinkun í Nor-
ræna húsinu laugardaginn 20. október. A sýningunni verða teikn-
ingar unnar með blandaðri tækni og grafík. Verk þessi eru flest
öll unnin á síðastliðnu ári.
Valgerður hlaut myndlistar-
menntun í Bandaríkjunum. Val-
gerður var formaður félagsins ís-
lensk grafík 1987-1990. Hún hef-
ur verið yfírkennari grafíkdeildar
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands síðan 1987.
Valgerður hefur tekið þátt í
fjölda sýninga á íslandi og erlend-
is. Þetta er þriðja einkasýning
hennar.
Sýningin er sölusýning og er
opin daglega frá kl. 14.00-19.00.
Sýningunni lýkur 4. nóvember.
Hitaveita Reykjavíkur:
Samkeppni um hönnun húsa
yfir borholur í höfuðborginni
HITAVEITA Reykjavíkur hefur í samvinnu við Borgarskipulag
ákveðið að efna til samkeppni um hönnun húsa yfir borholur í
Reykjavík og Mosfellsbæ. Stefnt er að því að eitt eða fleiri hús-
anna verði einskonar sýningarhús þar sem almenningi verður
gert kleift að sjá utanfrá það sem þar fer fram.
Skilafrestur í samke_ppninni er
til 31. janúar 1991. I boði eru
verðlaun að Ijárhæð einni milljón
kr., þar af 500 þúsund kr. i fyrstu
verðlaun og heimild er til að kaupa
tillögur fyrir allt að 300 þúsund kr.
Markmið samkeppninnar er að
fá smekkleg og hagkvæm hús sem
eru þægileg við rekstur borhol-
anna og falla vel að umhverfinu á
hveijum stað. Leitað er eftir tveim
tegundum borholuhúsa, annars
vegar einföldum og hagkvæmum
húsum og hins vegar sýningarhús-
um þar sem hægt er utanfrá að
sjá búnað á borholunni.
Samkeppnissvæðin eru í Laug-
arnesi, Elliðaárdal óg við Reyki
og Mosfellsdal í Mosfellsbæ. Sam-
keppnin fer fram eftir reglum
Arkitektafélags íslands og heimild
til þátttöku hafa íslenskir ríkis-
borgarar og útlendingar með fasta
búsetu á Islandi með þeim tak-
mörkunum sem samkeppnisreglur
AÍ kveða á um.
Dómnefnd er skipuð fimm
mönnum og formaður hennar er
Ólafur Brynjar Halldórsson arki-
tekt. Aðrir sem sitja í dómnefnd
eru Hreinn Frímannsson verk-
fræðingur, Jósep Reynis arkitekt,
Margrét Harðardóttir arkitekt og
Árni Friðriksson arkitekt. Tránað-
armaður dómnefndar er Ólafur
Jensson framkvæmdastjóri.
Fulltrúafundur Þroska-
hjálpar stendur yfir
FULLTRÚAFUNDUR Landssamtaka Þroskahjálpar er haldinn í
Hótel Sögu 19. og 20. október. Viðfangsefni fundarins verður
aukin ábyrgð sveitarfélaga í þjónustu við aldraða.
Formaður samtakanna, Ásta
B. Þorsteinsdóttir, setti fundinn á
föstudagskvöld 19. október. Jó-
hanna Sigurðardóttir, félagsmála-
ráðherra, flutti ávarp og tónlistar-
flutningur var í höndum Jónasar
Ingimundarsonar píanóleikara og
Mörtu G. Halldórsdóttur, söng-
konu.
Laugardaginn 20. október
stendur fundurinn frá kl. 10.00-
18.00, þar sem verða fluttir fyrir-
lestrar um efnið frá sjónarhóli
stjórnmálamanna í sveitarstjórn-
um og á Alþingi. Einnig munu
fulltrúar foreldra kynna sín sjónar-
mið. Eftir fyrirlestrana verða pall-
borðsumræður og í lok dagsins
verður sjálfur fulltráafundurinn
haldinn, þar sem fulltrúar hinna
26 aðildarfélaga samtakanna hafa
tillögu- og atkvæðisrétt.
Fyrirlesarar um meginefni
fundarins verða alþingismennirnir
Birgir ísleifur Gunnarson,
Margrét Frímannsdóttir og Rann-
veig Guðmundsdóttir, en öll hafa
þau einnig reynslu af að starfa í
sveitarstjómum. Fulltrúar sveitar-
stjóma verða þau Guðrún Zoéga,
formaður félagsmálaráðs í
Reykjavík, Jóna Osk Guðjónsdótt-
ir, forseti bæjarstjórnar í Hafnar-
firði og Valgarður Hilmarsson,
oddviti Engihliðarhreppi A-Hún.
Fulltrúar foreldra verða Ellen
Andersen, þroskaþjálfanemi úr
Kópavogi og Gunnhildur Braga-
dóttir, sjúkraliði frá Akureyri.
(Fréttatilkynning)
Fundur um
borgaralega
fermingu
SIÐMENNT - félag áhugafólks
um borgaralegar athafnir mun
standa að borgaralegari ferm-
ingu vorið 1991.
Undirbúningsnámskeið hefst
með skálaferð fyrstu helgina í nóv-
ember en vikulegir fyrirlestrar og
umræðutímar byrja í janúarmánuði.
Til þess að kynna starfíð nánar
er boðið til opins fundar um borg-
aralega fermingu þriðjudaginn 23.
október. Fundurinn verður haldinn
í húsakynnum Félags bókagerðar-
manna, Hverfísgötu 21, við hliðina
á Þjóðleikhúsinu og hefst klukkan
20.00.
Tónleikar í Nor-
ræna húsinu
TÓNLEIKAR verða í fundarsal
Norræna hússins laugardaginn
20. október kl. 16.00.
Tveir ungir tónlistarmenn frá
Svíþjóð, Johan Eriksson og Kerstin
Bodin, leika verk fyrir flautu og
slagverk.
Á efnisskránni eru þrjár nýjar
tónsmíðar: Tango för Höns eftir
Jan Ferm, Konnbronntonneronn
eftir Torbjörn Engström og Fyra
Myter eftir Nicals Breman. Einnig
verður flutt verkið Sang eftir Keiko
Abe og Kassouga eftir Makoto
Shinohara.
Johan Eriksson og Kerstin Bodin
stunda nám við tónlistarskólann í
Pitea S N-Svíþjóð og taka lokapróf
í vor. Þau hafa dvalið á íslandi í
tvo mánuði og hafa kynnt sér tón-
Johan Eriksson og Kerstin Bodin. listarkennslu hér.
Sérstakur bjór bruggað-
ur fyrir Gauk á Stöng
Veitingahúsið Gaukur á Stöng
hóf nýlega að selja viðskiptavin-
um sínum bjór, sem Sanitas hefur
bruggað sérstaklega fyrir veit-
ingahúsið. Nefnist bjórinn
Gauksmjöður.
Að sögn Wilhelms G. Norðfjörð
framkvæmdastjóra Gauksins er ár
síðan sú hugmynd fæddist að láta
brugga sérstakan bjór fyrir húsið.
Alfreð Teufel bruggmeistari Sanit-
as bruggaði bjórinn sem svipar til
bjórs sem kallast „Wienna export
type“ og er vinsæll í Þýzkalandi og
Áusturríki. Þetta er ljós bjór með
örlitlu maltbragði. Styrkleikinn er
5,6 prósent.