Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Millilandaflug’ án samkeppni Stj ómarsamstarf án ábyrgðar Dauðastríð Arnarflugs hefur verið langvinnt. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að halda því lengur á lífi og nú hefur Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra svipt það helstu eign sinni, það er flug- leiðunum. Flugleiðir sitja nú að öllu áætlunarflugi í íslenskum höndum til út- landa. Helsta ástæðan fyrir stuðningi manna við starf- semi Amarflugs hefur verið óskin um að samkeppni næði að þróast í. millilandaflugi. Öllum er ljóst, að heilbrigð samkeppni tryggir góða þjón- ustu en einokun leiðir auð- veldlega til hins gagnstæða. Sá háttur að stjórnvöld hafi í hendi sér að skapa verðmæti með því að úthluta flugleiðum er á undanhaldi. Skýrasta dæmið um það er frá Bandaríkjunum en innan Evrópubandalagsins eru einnig að mótast reglur, sem setja flugfélög undir agavald neytenda í stað þess að starf- semi þeirra sé háð opinberum leyfisveitingum. Hér er nauð- synlegt að auka þetta aga- vald neytenda og halda þann- ig á málum að flugfélög og aðrir telji sig eiga meira und- ir viðskiptavinina að sækja en opinbera valdsmenn. Þótt samgönguráðherra segi, að stjórnvöld muni gera allt sem í þeirra valdi standi til að tryggja að hagur farþega og viðskiptavina flugfélaganna versni ekki við hina nýju skip- an, vita allir að slíkt opinbert eftirlit kemur aldrei í stað viðbragða viðskiptavinanna sjálfra og málum er best komið, fái þeir tækifæri til að sýna þau í verki. Hitt er rétt hjá Steingrími J. Sigfús- syni að það verða að vera forsendur fyrir samkeppni, rekstrargrundvöllur og ekki síst fjármagn til að tryggja starfsemi fleiri en eins milli- landaflugfélags. Eins og Flugleiðir hafa reynt á Norður-Atlantshafi er hörð alþjóðleg samkeppni í fluginu. Þar hefur félagið orðið að lækka farmiðaverð mikið til að ná í erlenda við- skiptavini. Kröfur markaðar- ins hafa ýtt undir hag- kvæmni og hvatt til þess að allra arðbærustu leiða sé leit- að. Er ekki að efa að þessi samkeppni hefur almennt haft góð heildaráhrif á starf- semi Flugleiða. Sú spurning vaknar, hvort skortur á sam- keppni á Evrópuflugleiðum geti ekki verið hættulegur fyrir Flugleiðir. Einokunar- fyrirtæki hafa aldrei verið talin til fyrirmyndar, þegar rætt er um góð og vel rekin fyrirtæki. Samkeppnin hefur ekki síður áhrif fyrir stjórn- endur en neytendur. Flugleiðir búa að sjálf- sögðu við það, að þrettán erlend flugfélög eiga rétt á að fljúga hingað til lands bæði frá Norður-Ameríku og Evrópu. Samstarf tókst ekki á milli SAS og Flugleiða, kæmi til þess yrði um algjöra einokun á flugleiðum til Norðurlanda að ræða. Hefur Morgunblaðið vakið máls á því, að við slíkar aðstæður eigi að gefa flug frjálst, með öðrum orðum það eigi að af- nema einkaleyfi ríkisins til að úthluta flugleiðum. Er eðlilegt að umræður um slíka almenna stefnumörkun vakni nú eftir að samgönguráð- herra hefur svipt innlendan keppinaut Flugleiða réttinum til að stunda áætlunarflug til útlanda. Þar að auki er beinlínis nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnvöld að flugfé- lög búi sig undir að ríkisein- okunin á úthlutun flugleiða breytist eða hverfi jafnvel úr sögunni. Flugleiðir standa í miklum stórræðum um þessar mund- ir. Fyrirtækið sækist eftir auknu hlutafé og hefur fjár- fest mikið í nýjum flugvélum, sem hafa reynst félaginu hagkvæm fjárfesting á tímum olíuverðhækkana. Það sýndi framsýni ráðamanna félagsins að fjárfesta í nýjum tækjum á réttum tíma. Ákvörðun samgönguráð- herra um að félagið geti stundað reglulegt áætlunar- flug til Amsterdam og Ham- borgar styrkir rekstrarfor- sendur þess og auðveldar því að takast á við ijárhagslegan vanda sinn. Vonandi á einok- unaraðstaðan ekki eftir að verða stjórnendum fyrirtæk- isins fjötur um fót. eftir Þorstein Pálsson Þegar núverandi ríkisstjóm var mynduð haustið 1988 tóku forystu- menn Framsóknarflokksins að þvo hendur sínar af öllu því sem gert hafði verið í tíð þeirra tveggja ríkis- stjórna sem á undan höfðu setið. Þetta þóttu ekki tíðindi enda í fullu samræmi við vinnubrögð framsókn- armanna bæði fyrr og síðar. Með því að hafa ekki stjómmála- stefnu heldur byggja allar ákvarð- anir á viðbrögðum við því sem ger- ist í umhverfinu hefur Framsóknar- flokknum tekist að sitja í ríkisstjórn án ábyrgðar í samfleytt tuttugu ár. Veikleiki í stjórnarfari Fæstum blandast hugur um að einn helsti veikleiki í stjórnarfari á Islandi eru fjölflokka samsteypu- stjórnir þar sem hver aðili vísar ábyrgð yfir á hina. Það hefur verið hlutverk allra íslenskra stjórnmála- flokka að taka þátt í slíku sam- starfi. En Framsóknarflokknum hefur tekist að nýta sér þennan veikleika í stjórnarháttum til þess að tryggja sér viðvarandi valdasetu. Með sama hætti og þetta stjórn- arsamstarf hófst sýnast stjómar- flokkamir ætla að nota síðustu mánuði kjörtímabilsins til þess að þvo hendur sínar og varpa ábyrgð yfir á samstarfsmennina. A afmæhstónleikum Skagf- irsku söngsveitarinnar verða ein- göngu flutt verk eftir Skagfirð- inga. Tónleikarnir verða haldnir í dag, laugardag, í Langholts- kirkju og hefjast kl. 16. í tilefni afmælisins var gefið út sérstakt afmælisrit, sem greinir frá sögu kórsins, og hljómplata sem ber nafnið „Ljómar heimur“. Það er fimmta hljómplata kórsins. Af- mælishóf verður haldið í Borg- artúni 6 í kvöld þar sem hljóm- sveitin Gömlu brýnin leikur fyrir dansi. Dansleikurinn er opinn öllum velunnurum kórsins. Það voru 50 Skagfirðingar, áhugamenn um söng og tónlist, sem mættu á stofnfund Skagfirsku söngsveitarinnar fyrir 20 árum. Umræður á Alþingi síðustu daga og á flokksþingi Alþýðuflokksins, sem nýlega er lokið, bera glöggt vitni um þetta ábyrgðarleysisástand í íslenskum stjómmálum. Talsmenn stjórnarflokkanna keppast nú við að þvo hendur sína af öllu því sem gert hefur verið, nema hvað þeir vilja eigna sér annarra verk. Þar má nefna þjóðarsáttina sem aðilar vinnumarkaðarins stóðu að og margs konar löggjöf sem unnin var í tíð fyrri ríkisstjóma. Þingmenn stjórnarflokkanna gagnrýna ríkisstjórnina í umræðum utan dagskrár síðustu viku hafa þingmenn ríkis- stjórnarflokkanna deilt harkalega á einstaka ráðherra varðandi fram- kvæmd mála, ýmist þeirra sem Al- þingi hefur þegar fjallað um og samþykkt eða em nú á undirbún- ingsstigi og ætlunin er að leggja fyrir þingið. Dæmi um þetta eru umræður sem þingmenn Framsóknarflokks- ins hófu með árásum og harðri gagnrýni á samgönguráðherra fyrir að breyta í veigamiklum atriðum samþykktum Alþingis og flug- málaáætlun. Rétt er að Alþingi á að hafa úrslitaáhrif í þessu efni og framkvæmdavaldinu er óheimilt að breyta út frá ákvörðunum þess. A hinn bóginn ber Framsóknar- Fundurinn var haldinn að tilstuðlan Sigmars Jónssonar formanns Skag- fírðingafélagsins í Reykjavík og Gunnars Björnssonar. Skagfirð- ingafélagið var stofnað í Reykjavík fyrir 54 árum. Markmið félagsins var og er meðal annars að efla tengsl Skagfírðinga búsettra á höf- uðborgarsvæðinu og þeirra sem búa í Skagafirði. Félagar söngsveitarinnar eru nú rúmlega 60, þar af um helmingur Skagfirðingar. Auk þess er annar starfandi kór með skagfirsku söng- fólki, Drangey, sem telur um 20 félaga. Margir þeirra eru fyrrver- andi félagar Skagfirsku söngsveit- arinnar. A tónleikunum í dag verður blönduð dagskrá, og flutt lög eftir Eyþór Stefánsson, Jón Björnsson, flokkurinn fulla pólitíska ábyrgð á verkum samgönguráðherra. Hann situr í skjóli og trausti Framsóknar- flokksins. Gagnrýni af þessu tagi er því skinhelgi og flutt í þeim til- gangi að losa sig undan ábyrgð sem flokkurinn hefur tekist á hendur. Sama var uppi á teningnum þeg- ar gagnrýni úr röðum stjómarþing- manna kom fram í utandagskrár- umræðum um bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar gegn BHMR. Ríkis- stjórnin gekk á bak orða sinna í því máli og þeir stjórnarþingmenn era til, sem augljóslega ætla í orði kveðnu að þvo hendur sínar. Hlaupist undan ábyrgð í álsamningum I utandagskrárumræðum um ál- málið svonefnda gerðist það sama. Þingmenn Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins hafa gagn- rýnt málsmeðferð iðnaðarráðherr- ans í ýmsum efnum mjög harka- lega. Þetta á við um staðarvalið sjálft, ráðstafanir til þess að varna mengun frá álverinu og orkusamn- inginn. I þessu efni sem öðrum bera stjórnarflokkarnir þó einn fýrir alla og allir fyrir einn pólitíska ábyrgð. Hjörleifur Guttormsson ber til að mynda jafn mikla ábyrgð á stöðu álsamninganna í dag eins og Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra. Ráð- herrann situr í embætti sínu vegna Pétur Sigurðsson og Geirmund Valtýsson, sem allir eru Skagfirð- ingar. Auk kórsöngsins verða flutt- ir dúettar, og einnig munu Fríður Sigurðardóttir, Guðmundur Sig- urðsson, Halla Jónsdóttir, María K. Einarsdóttir, Óskar Pétursson og Svanhildur Sveinbjörnsdóttir syngja einsöng. Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir, sem stjómaði Skagf- irsku söngsveitinni frá stofnun og þar til Björgvin Valdimarsson tók við, mun stjórna með Björgvini á tónleikunum í dag. Skagfirska söngsveitin hefur far- ið í tónleikaferðir innan lands og utan, meðal annars til Spánar, ít- alíu, Kanada og Luxemburgar. Síðar í þessum mánuði er fyrirhug- að að halda tónleika í Njarðvíkum og á Selfossi. Frá æfingu Skagfirsku söngsveitarinnar sem heldur afmælistónleika í Langholtskirkju í dag. Skagfirska söngsveitin 20 ára: Blönduð dagskrá á afmælistónleikum Texti: Brynja Tomer l^ORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 þess eins að Hjörleifur Guttormsson og aðrir þingmenn stjórnarflokk- anna hafa veitt honum atfylgi til þess. Sérstaklega er athyglisvert hvernig framsóknarþingmenn og alþýðubandalagsþingmenn ætla að þvo hendur sínar af allri ábyrgð varðandi staðarvalið. En báðir þess- ir flokkar höfðu áður gefið mjög skýr fyrirheit um að nýju álveri yrði valinn staður á landsbyggð- inni. Kemur þar glöggt fram að öll loforð og fyrirheit eru gefin í trausti þess að ábyrgðinni megi koma yfir á aðra þegar ekkert verður úr að við þau verði staðið. Kratar þvo hendur sínar af samstarfi við Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið heldur álmál- inu enn í þeirri spennu að hugsan- legt geti verið að þingmenn þess samþykki ekki á endanum samn- inga vegna skorts á fullkomnustu mengunarvörnum og ófullnægjandi ákvæða í orkusamningi. Ýmsir telja þó líklegra að hér sé um að ræða hefðbundnar leikfléttur af hálfu forystumanna Alþýðubandalagsins fremur en raunverulega fyrirvara. En athygli hefur vakið að for- ystumenn Alþýðuflokksins hafa reynt að þvo hendur sínar af sam- starfinu við Alþýðubandalagið og ábyrgð Alþýðuflokksins á veru Al- þýðubandalagsins í ríkisstjórn. Þeirri ábyrgð hafa þeir reynt að koma yfir á Sjálfstæðisflokkinn í stjómarandstöðu. En rétt er að minna á að Alþýðu- flokkurinn samdi við myndun nú- verandi ríkisstjórnar um það að Alþýðubandalagið gæti beitt neit- unarvaldi um framkvæmd álmálsins meðan núverandi ríkisstjóm situr. Af því leiðir að það getur aðeins komið til kasta Sjálfstæðisflokksins að ráða úrslitum um framgang þess að ríkisstjómin hafi áður farið frá. „En rétt er að minna á að Alþýðuflokkurinn samdi við myndun nú- verandi ríkisstjórnar um það að Alþýðubandalag- ið gæti beitt neitunar- valdi um framkvæmd álmálsins meðan núver- andi ríkisstjórn situr. Af því leiðir að það getur aðeins komið til kasta Sjálfstæðisflokksins að ráða úrslitum um fram- gang þess að ríkisstjórn- in hafi áður farið frá.“ Forsætisráðherra hefur margsinnis lýst því yfir að undir þessi skilyrði hafi Alþýðuflokkurinn gengist. En nú keppast talsmenn hans við að leysa sig undan þeirri ábyrgð. Hlaupist undan ábyrgð í húsnæðismálum Ágreiningur á flokksþingi Al- þýðuflokksins snerist fyrst og fremst um það að þvo hendur al- þýðuflokksmanna af óraunhæfri fjárlagagerð. Sáttagerð flokksfor- ystunnar fólst í því að gera kröfur um aukinn íjárlagahalla. Formaður Framsóknarflokksins gerði í embætti forsætisráðherra árið 1986 þjóðarsátt við aðila vinnu- markaðarins. Hún fólst meðal ann- ars í stofnun nýs húsnæðislánakerf- is. Nú segir formaður Framsóknar- flokksins sem forsætisráðherra í annarri ríkisstjórn að þarna hafi átt sér stað meiriháttar mistök sem Framsóknarflokkurinn beri að sjálf- sögðu enga ábyrgð á. Gjaldþrot þessa húsnæðislána- kerfís byggist á tveimur megin ástæðum. í- fyrsta lagi þeirri ákvörðun núverandi ríkisstjórnar að hætta með öllu líkisframlagi til þess og í öðru lagi þeirri ákvörðun núverandi félagsmálaráðherra að hafna með öllu að vextir af almenn- um húsnæðislánum taki mið af al- mennum vöxtum. Ríkisstjórnarflokkarnir eru sam- mála um að leggja þetta kerfí niður í þeim tilgangi að spara ríkissjóði peninga. En á móti vilja þeir stór- auka útlán í félagslega kerfinu. Kostnaður ríkissjóðs af þessari stefnubreytingu verður því miklu meiri en verið hefur á undanförnum árum. En hér vísar hver á annan um ábyrgð. Hver mótar stjórnarstefnuna í Evrópumálum? Athygli vakti á hversu jákvæðan hátt alþýðuflokksmenn tóku á samningum við Evrópubandalagið. Augljóst er af samþykktum flokks- þingsins að í því efni eru engir kostir útilokaðir og alþýðuflokks- menn em reiðubúnir að ganga for- dómalaust til samvinnu og sam- starfs við Evrópubandalagsþjóðirn- ar. Á hinn bóginn sýnist Framsókn- arflokkurinn vera að þrengja af- stöðu sína og í ýmsum efnum að hlaupast undan ábyrgð á því að hafa samþykkt að ganga til við- ræðna um að gera löggjöf Evrópu- bandalagsins um innri markað að lögum sem einnig skulu gilda um íslenskt efnahags- og atvinnulíf. Verulegur munur er því á stefnu þessara tveggja ríkisstjórnarflokka í þessu mikilvæga máli. Spurningin er hins vegar sú, hvort Alþýðuflokk- urinn varpar þegar til kastanna kemur af sér ábyrgð og lætur þröngsýni Framsóknar ráða. Lofa sjálfa sig með annarra verkum Athyglisvert er að það sem Al- þýðuflokkurinn telur sér til tekna eru fyrst og fremst mál sem að meira eða minna leyti hafa verið unnin af öðrum. Nefna má stað- greiðslukerfi skatta, sem unnið var og lögfest fyrir forgöngu sjálfstæð- ismanna í ríkisstjórn. Einu afskipti Alþýðuflokksins af þessari mestu skattabyltingu í sögu landsins voru þau að reyna að tefja afgreiðslu málsins og fá því skotið á frest. Ný tollalög voru sett í tíð sjálf- stæðismanna í fjármálaráðuneytinu og einföldun og nýskipan tollskrár var að fullu unnin í tíð sjálfstæðis- manna í fjármálaráðuneytinu, en var lögfest í samstarfi Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Framsókn- ar. Sú mikla skattkerfísbreyting sem fólst í virðisaukaskatti var unnin í tíð sjálfstæðismanna í fjármála- 23 ráðuneytinu en lögfest eftir að Al- þýðuflokkurinn tók við Iyklavöldum í því ráðuneyti. En Sjálfstæðisflokk- urinn hafði þá forystu í ríkisstjórn. Nýja bankalöggjöfín, bæði að því er varðar viðskiptabanka og seðla- banka, var undirbúin, unnin og samþykkt meðan Sjálfstæðisflokkt urinn fór með viðskiptaráðuneytið. Breyting á Útvegsbankanum úr ríkisbanka í hlutafélagabanka fór fram meðan Sjálfstæðisflokkurinn hafði viðskiptaráðuneytið með höndum. Heimildin til þess að selja bankann var lögfest meðan Sjálf- stæðisfiokkurinn fór með það ráðu- neyti. En einkabankanir þrír létu fyrst verða af því að kaupa útvegs- bankann og sameinast á grundvelli þeirrar löggjafar sem sett hafði verið eftir að Alþýðuflokkurinn tók við viðskiptaráðuneytinu. f - Verður samstarfi án ábyrgðar haldið áfram eftir kosningar? Af þessu má ráða að það sem stjórnarflokkarnir hrósa sér helst af em að mestu verk annarra. En á hinn bóginn keppast þeir nú við að koma ábyrgð hver á annan og þvo hendur sínar af núverandi stjórnarsamstarfí. Á þann veg ætla þeir að reyna að viðhalda trausti kjósenda. En ýmsir forystumanna þeirra em þó á bak við tjöldin að vinna að því að framlengja líf ríkisstjórn- arinnar eftir næstu kosningar með því að kippa Kvennalistanum upþ í ráðherrastóla hrossakaupanna sem Borgaraflokkurinn situr í nú. Verði þau áform að veruleika er víst að stjórnarhættir ábyrgðarleys- isins munu magnast með augljósum afleiðingum fyrir íslenskan þjóðar- búskap og heimilin í landinu. Höfundur er formadur Sjálfstæðisflokksins. * Olafur Sveinsson, formaður: „Við erum metnaðarfull“ „EG KANNAÐIST við fólk í kórnum, þar sem ég er sjálfur úr Skagafirði. Eg hafði líka heyrt í honum á tónleikum og þótti hann mjög góður. Þess vegna ákvað ég fyrir fimm árum að sækja um inngöngu,“ segir Ólaf- ur Sveinsson formaður Skag- firsku söngsveitarinnar. Þetta er þriðja árið sem Ólafur er formað- ur kórsins, en áður hafði hann sungið með kór Verslunarskóla íslands. Ólafur segir að það hafi verið stefna kórsins frá upphafi að leyfa góðu söngfólki að syngja með, þó það væri ekki ættað úr Skagafírði. „Fyrstu tvö eða þijú árin vom ein- göngu Skagfírðingar í kórnum, en síðan fóm vinir og vandamenn Skagfírðinga að bætast í hópinn. Við auglýsum eftir nýju söngfólki á hverju hausti, en gemm miklar kröfur til þeirra sem syngja með okkur. Við erum metnaðarfull bæði hvað varðar val á verkefnum og tónlistarflutning. Ég hef orðið var við að nafn kórsins gefur þeim sem ekki þekkja til rangar hugmyndir um gæðin. Við erum fyllilega sam- bærileg við gamla Pólýfónkórinn og Fílharmoníuna, enda hefur það komið fram í tónlistargagnrýni. Ég flutti frá Skagafírði til Reykjavíkur fýrir tíu árum og hef fylgst töluvert með tónlistarlífi í bænum þann tíma sem ég hef búið hér. Mér fínnst það tiltölulega öflugt og fjölbreytt, en hins vegar finnst mér að það mætti dreifast betur yfír árið. Á sumrin er tónlist- arlíf í lægð, en síðla veturs er svo mikið að gerast að maður hefur ekki tíma til að fara á nema hluta af tónleikum og uppfærslum sem eru í boði.“ Dagskrá afmælistónleikanna í dag verður blönduð, en öll lögin eiga það sammerkt að vera eftir Skagfirska höfunda. „Við höfum í gegnum tíðina reynt að hafa sem mesta fjölbreytni í dagskránni og höfum ekki einblínt á klassísk verk eða átthagasöngva. Við syngjum sitt lítið af hverju og eitt og eitt dægurlag inn á milli til tilbreyting- ar. í fyrra settum við hins vegar upp stóra og mikla dagskrá með 20 manna hljómsveit. Þá sungum við tvo óperukóra eftir Verdi og G-dúr messu eftir Schubert." Ólafur segir að kórfélagar Skag- firsku söngsveitarinnar eigi það sameiginlegt að syngja ánægjunnar vegna. „Þegar fólk hittist og syngur saman gleymir það áhyggjum hins daglega amsturs. Þetta er góður og heilbrigður félagsskapur og það er einfaldlega svo gaman að syngja!“ Ólafur Sveinsson, formaður: „Það er einfaldlega svo gaman að syngja!“ Sigríður Sigurð- ardóttir, sópran; „Ómissandi í lífinu“ „MÉR FINNST söngurinn alveg ómissandi í lífinu. Andinn i kórn- um er góður og þetta er besti félagsskapur sem ég gæti hugsað mér,“ segir Sigríður Sigurðar- dóttir félagi í Skagfirsku söng- sveitinni. Sigríður byrjaði að syngja með Skagfírsku söngsveitinni haustið 1982, eða fyrir átta árum. „Ég er ekki Skagfírðingur, en systir mín, sem gift er manni frá Skagafírði kom mér í samband við kórinn og þannig hófst kórstarfíð hjá mér með Björgvin Þ. Valdimarsson, söngstjóri: Kórstarf reynir oft á þolrifin „ÞAÐ ER afskaplcga ánægjulegt að vinna að kórsriirfi þó það reyni oft á þolrifin. Eg hef stjórn- að kórnum í sjö ár og hef lagt áherslu á að fá fram bjarta og tæra höfuðtóna hjá söngfólkinu," segir Björgvin Þ. Valdimarsson söngsljóri. Björgvin stjómaði Samkór Sel- foss áður en hann tók við stjóm Skagfirsku söngsveitarinnar, en þetta er áttunda starfsár hans með söngsveitinni. Björgvin er píanó- og blásarakennari við Tónmennta- skóla Reykjavíkur, og stjórnar Skagfírsku söngsveitinni og Dran- geyjar-kórnum í hjáverkum. „Kór- starf á íslandi er í miklum blóma og hjá okkur hefur verið töluverð endurnýjun á undanförnum árum. Ungt fólk hefur bæst í hópinn og við höfum verið með kennslu í radd- beitingu. Ungar raddir eru oft bjart- ari en raddir eldra fólks, en þó seg- ir aldurinn ekki allt í þessu sam- Björgvin „Leggjum söng.“ Þ. Valdimarsson: áherslu á fágaðan bandi. Það skiptir miklu máli að raddbeiting sé rétt ef hljómurinn á að vera þéttur og góður. Við höfum boðið öllum nýliðum kórsins eink- atíma hjá söngkennumm, því við leggjum áherslu á fágaðan söng.“ Hvað varðar val á verkefnum söngsveitarinnar segist Björgvin yfírleitt annast það. „í þetta sinn ákvað stjórnin að í tilefni 20 ára afmælisins, yrðu eingöngu flutt verk eftir Skagfírðinga. Síðan valdi ég lögin og útsetti sum þeirra. Höfundar sumra lagapna höfðu hins vegar þegar útsett\þau fyrir kórsöng." Björgvin segir að sér þyki af- skaplega ánægjulegt að vinna að kórstarfi, „annars væri maður ekki að þessu“, segir hann.' „Kórstarf reynir oft á þolrifin, en þó maður geri kröfur til söngfólksins þýðir ekkert annað en reyna að vera þol- inmóður og ná því besta fram með lagni.“ Sigríður Sigurðardóttir: „Tón- leikaferðalögin eru hápunktur- inn á kórstarfinu.“ Skagfírsku söngsveitinni." Sigríður fór með kórnum í tónleikaferðalög til Spánar, Ítalíu og Luxemburg. „Það má segja að þessi tónleika- ferðalög séu hápunkturinn á kór- starfínu. Okkur hefur verið afskap- lega vel tekið í ferðunum og mér er sérstaklega minnisstæð tónleika- ferðin til Spánar. Spánverjarnir voru mjög áhugasamir og fjöl- menntu á tónleikana. Það var stór- kostlegt að syngja í þessum stóm kirkjum sem vom þéttsettnar af áhugasömum hlustendum. Þegar maður hefur lagt mikla vinnu í að æfa upp dagskrá er gaman að geta flutt hana fyrir sem flesta. Þess vegna leggjum við töluvert upp úr því að ferðast bæði um ísland og til útlanda til að halda tónleika." Sigríður hafði sungið með kirkju- kórum og skólakórum áður en hún byijaði að syngja með Skagfírsku söngsveitinni fyrir átta ámm. > „Söngstjórinn okkar er metnaðar- fullur og það sama má segja um okkur, hina aimennu kórfélaga. Allir gera sitt besta, enda er andinn í kórnum góður. Ég hugsa að söng- urinn veiti fólki tilfínningalega út- rás, mér fínnst hann allavega ómissandi í lífínu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.