Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 30
30 ' MOKGfNtíLAÐIÐ LAUGARDAGUR <20. OKTÓBKK 1990 Krislján Eldjárn Jó- hannesson fv. hrepp sijóri — Minning Fæddur 21. desember 1898 Dáinn 11. október 1990 Þegar almannatryggingalögin 1946 tóku gildi, auðnaðist mér að verða umsjár- og starfsmaður þeirra hjá sýslumannsembætti Eyjafjarðarsýslu um allmörg ár. Eramkvæmd þess starfs var árum saman svo hagað, að verulegt sam- starf var haft við hreppstjóra í héraði um greiðslur bóta, upplýs- ingar margs konar og fyrirgreiðslu. Var mér mikið hald og traust í nýju starfi að njóta samvinnu, leið- beininga og aðstoðar þeirra hæfu manna, sem skipuðu þar hrepp- stjórastöðurnar. Mér fannst þá og finnst ekki síður nú, er ég lít um öxl til þessara starfsára minna, að þar hafí öndvegismenn skipað hvert sæti, góðviljaðir, athugulir og traustir. Nú eru þessir mætu sam- starfsmenn horfnir allir úr héraði á aðrar strendur. Sá síðasti bar amboð í skemmu og lokaði bæ eft- ir langan ævidag hinn 11. þessa mánaðar." Kristján Jóhannesson, lengi hreppstjóri á Dalvík. Kiistján E. Jóhannesson var fæddur 2. desember 1898 að Ytra- Holti í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Þorkels- son og Guðrún Gísladóttir, er þar bjuggu árum saman, og þar ólst hann upp. Ekki var auður í búi foreldra hans fremur en títt var meðal þorra bænda á þessum árum, Ytra-Holt enda engin kostajörð, en marga að seðja, fæða og skæða í foreldrahúsum Kristjáns. Hann varð því snemma að taka höndum til og lítt mun honum hafa tjóað að ala með sér skólagöngudrauma, þótt hvorki skorti gáfur né náms- hneigð. En hann var líka lagvirkur í besta lagi og þegar hann fór að ráða sér sjálfur, nam hann mynda- smíð, þótt ekki gerði hann sér hana að iðn, og hann lærði vélstjórn og vélgæslu og lagði þau störf fyrir sig um mörg ár, fyrst á bátum, síðar í landi, uns hann gerðist frystihússtjóri mörg ár. Hann stundaði líka smábátaútgerð um skeið, sum ár alfarið, önnur sem hjástörf. Eftir að hann hætti sem frystihússtjóri, rak hann um skeið fiskbúð og stundaði fískverkun, en seinni starfsár hans tóku hrepp- stjórastörf og ýmis félagsleg fyrir- greiðsla, er hann annaðist meir og meir, upp starfstíma hans. Tuttugu og tveggja ára gamall kvæntist Kristján Jóhannesson eft- irlifandi konu sinni, Önnu Björgu Arngrímsdóttur, sveitunga sínum og nágranna. Hún var fædd 20. janúar 1898 og blessaði höfðings- klerkurinn Stefán Kristinsson, pró- fastur að Völlum í Svarfaðardal, heitorð þeirra 23. mars 1920. Fyrstu tvö árin bjuggu ungu hjónin að Ingvörum í Svarfaðardal, en síðan lá leiðin til Dalvíkur, þar sem Kristján og Anna áttu heimili æ síðan, nær öll árin að Hafnarbraut 21, uns þau tóku sér öldruð vist að Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík. Hafði Kristján þá lengi verið rúmfastur eða við rúm vegna sársaukafullra bakverkja, kölkunar í baki, og notið einstakrar umönn- unar konu sinnar og dætra. Upp úr þessari kröm fékk hann þó ris- ið, þegar kölkunin hafði unnið níðingsverk sín að mestu, og var síðustu ár sín svo á sig kominn, að hann gat fylgt fötum og borið sig um í göngugrind eða hjólastól. Skýrleik sínum og andlegu þreki hélt hann til efsta dags. Eins og fyrr getur var Kristján Jóhannesson árum saman hrepp- stjóri Dalvíkurhrepps. Hann var skipaður í það starf þegar Dalvík varð sérstakt hreppsfélag 1946. Það var sem slíkum, sem ég kynnt- ist Kristjáni mest og einnig sem samflokksmanni. Hann var að hug- sjón og sannfæringu sannur og staðfastur jafnaðarmaður, sem aldrei hvikaði þar í spori og vann ávallt sínum hljóðláta hætti að við- gangi stefnunnar, en leyfði heldur aldrei gagnrýni sinni að sofa yfir því eftirlæti. Sökum þess að Dalvíkurhreppur var stærstur af hreppum sýslunn- ar, var þar flestra upplýsinga að leita, flestum úrlausnum að sinna og mestar almannatryggingabætur fram að reiða í einum hreppi. Þar varð Kristján mér um allt betri höndin, meðan ég annaðist þau störf. Hann gjörþekkti aðstæður hreppsbúa sinna og góðvild hans og sannsýni kunni þar hverja götu að ganga fannst mér. Ég hafði þann háttinn á að greiða almanna- tryggingabætur á staðnum fjórum sinnum á ári og ætíð við nærveru hans og aðstoð. Allt vann hann þetta kauplaust, en ekki var nóg með það, heldur tók hann mig út- borgunardagana alltaf heim með sér í mát og kaffi, þar sem kona hans hafði allt til reiðu, þótt úti- vinnandi væri oftar en hitt. Þar var eins að koma og í foreldrahús. Kristján Jóhannesson var með hærri mönnum vexti og samsvaraði sér vel. Hann var höfðinglegur sýn- um. Ekki var hann fasmikill né yfirlætislegur, heldur stilltur og hljóðlátur í framsögu. Hann mun aldrei hafa sóst eftir að ganga fyr- ir, þótt það kæmi oft í hlut hans, því að samfylgdarmenn hans fundu, að þessum prúða og hóg- væra manni mátti treysta og greind Fædd 16. maí 1919 Dáin 10. október 1990 í dag, laugardaginn 20. október, fer fram frá Útskálakirkju útför Unnar Þorbjörnsdóttur, sem andað- ist að morgni 10. þ.m. í sjúkrahús- inu í Keflavík eftir baráttu við erfið- an sjúkdóm. Unnur fæddist 16. maí 1919 á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. For- eldrar hennar voru hjónin Guðleif Helga Þorsteinsdóttir og Þorbjörn Guðjónsson bóndi á Kirkjubæ. Þau Helga og Þorbjöm eignuðust fímm böm, §óra syni og eina dóttur og var Unnur elst þeirra systkina. Það kom því í hennar hlut að taka til hendinni við hin ýmsu störf sem til féllu á stóm sveitaheimili. Heim- ili þeirra Helgu og Þorbjörns var annálað menningarheimili þar sem margir áttu leið um, því þar var tekið vel á móti gestum. Húsbónd- inn í Kirkjubæ þótti sérstaklega ráðhollur maður og því áttu margir erindi til hans með margvísleg vandamál sem hann gerði sér far um að leysa úr hvetju sinni. Unnur giftist 17. september 1952, Ingvari Jóhannessyni, ættuð- um úr Staðarsveit á Snæfellsnesi. Þau eignuðust einn son, Jóhannes Þór, aðalbókara Búnaðarbanka ís- lands. Aður en Unnur giftist átti hún tvö börn, Ingibjörgu, húsmóður í Garðinum, og Þorstein, bifreiða- stjóra, búsettan í Vestmannaeyjum. Þau hjónin Unnur og Ingvar bjuggu á Kirkjubæ í 21 ár eða fram að eldgosinu 1973, en þá eyðilagðist heimilið á Kirkjubæ. Því verður ekki lýst með orðum þvílík reynsla það hefur venð. Eftir þennan at- burð fluttu þau hjónin í Garðinn, að tilstuðlan frænda Unnar, Guð- bergs Ingólfssonar, sem aðstoðaði þau á einstákan hátt. Eftir nokkum tíma fluttu þau síðan í eigið hús- hans og góðvild samfara festu mundi þoka málum betur fram en áhlaup hávaðamanna. Því átti hann ætíð margra traust og tiltrú. Hann var félagshyggjumaður að sann- færingu og þau hjón bæði. Voru þau frumheijar í Verkalýðsfélagi Dalvíkur á sínum tíma og hann formaður um skeið. í fjölmörgum málum, sem horfðu til heilla, voru þau fúsir þátttakendur um annas- ama ævi. Þessum mætu hjónum varð fjög- urra barna auðið. Elstur var sonur- inn Þórarinn. Hann er látinn fyrir mörgum árum. Þá dæturnar Hrönn, Ingunn og Birna. Hrönn, gift Jóhannesi Jónssyni, skipstjóra, og Birna, gift Helga Jakobssyni, skipstjóra og útvegsmanni, eru báðar búsettar á Dalvík, Ingunn er búsett á Akureyri, ekkja eftir Jóhannes Kristjánsson frá Hellu á Árskógsströnd, lengi fram- kvæmdastjóra Vélsmiðjunnar Odda á Akureyri. Þá ólu Kristján og Anna upp fósturdóttur frá bernsku, Guðlaugu Þorbergsdóttur. Bragi Sigurjónsson „Það skal fram, sem fram horf- ir, meðan rétt horfir," var orðtak Páls Vídalíns. Þetta orðtak hygg ég að spanni alla framgöngu og lífshlaup Kristjáns Eldjáms Jó- hannessonar, fyrrum hreppstjóra í Dalvíkurhreppi, sem í dag verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju. Kynni okkar hófust fyrir tólf árum, þegar ég steig mín fyrstu skref til Alþingis úr Norðurlands- kjördæmi eystra. Þá var þessi óþreytandi iðjumaður farinn að líkamlegum kröftum og að mestu rúmfastur. En andinn var óbugað- ur, áhuginn á landsmálum lifandi og trúin á markmið jafnaðarstefn- unnar jafn leiftrandi og skýr og hún var allt hans líf. næði í Eyjaholti 6a, þar sem þau undu hag sínum vel. Mann sinn missti Unnur fyrir fjórum árum eftir 34 ára farsælt hjónaband. Þau hjónin voru mjög samhent alla tíð og báru mikla virð- ingu hvort fyrir öðru. Heimilið var þeirra helgireitur og þar nutu þau sín best. Eftir lát eiginmanns síns fór heilsu Unnar að hraka, en það var ekki hennar háttur að kvarta þó svo að hún væri sárþjáð. Það var hennar lán að dóttir hennar Ingi- björg bjó í næsta nágrenni og þær höfðu daglega samband sem var þeim báðum mikils virði. Hugsun hennar snerist mest um börnin sín, barnabömin sem eru 11 og barna- bamabömin sem em 2, sem hún var mjög stolt af. Á kveðjustund minnast börnin, bamabömin og bamabamabömin góðrar og umhyggjusamrar móður og ömmu. Og hann það veit hve verður bjart um vinafund, hve gamall harmur gleymist fljótt þá gieðistund, hve létt mun verða að líta þá á liðna bið, er brautin nýja björt og heið oss brosir við. (Einar M. Jónsson) Ég og fjölskylda mín sendum innilegar samúðarkveðjur til barna og annarra aðstandenda Unnar Þorbjörnsdóttur. Kjartan Gíslason í dag verður jarðsungin frá Út- skálakirkju í Garði amma okkar, Unnur Þorbjömsdóttir, en hún and- aðist miðvikudaginn 10. október sl. eftir erfíða sjúkralegu. Unnur var fædd í Kirkjubæ í Vestmannaeyj- um, hún var elst af fímm börnum Minning: Unnur Þorbjöms- dóttirfrá Kirkjubæ Kristján fæddist að Ytra-Holti í Svarfaðardal. Ungur fluttist hann til Dalvíkur með eftirlifandi eigin- konu sinni, Önnu Björgu Arngríms- dóttur. Þetta var snemma á þess- ari öld, þegar undirokaðu^.verka- lýður var að hefja réttindabaráttu sína; hafnaði þrældómi og lúsar- launum og braut af sér hlekki fá- visku og miskunnarleysis. Kristján hafði tileinkað sér hug- sjónir nýrrar aldar og hafnaði öllu misrétti. Á þessum ámm hefur þurft mikið þrek og þor til að bjóða birginn þeirri valdastétt, sem hafði tökin á atvinnutækjunum og réð örlögum manna. Þessi þáttur í sögu þjóðarinnar er alltof mörgum gleymdur, a.m.k. þeim, sem halda að þróun til nútímalífs, góðrar af- komu og öryggis, hafí orðið átaka- laust. Kristján hlífði sér hvergi í bar- áttu fólksins á Dalvík fyrir betra lífí. Hann hafði forgöngu um stofn- un verkalýðsfélags, og fékk litlar þakkir fyrir hjá þeim, sem sögðu verkalýðinn hafa „rífandi tekjur og búa við sæmilegasta atlæti". Hann hefur vafalaust verið kallaður „bolsi". Hann beitti sér einnig fyrir stofnun sjúkrasamlags, merkum umbótum á sviði alþýðutrygginga. Þá gekkst hann fyrir stofnun Al- þýðuflokksfélags á Dalvík, sem hann hafði forystu fyrir um langt árabil. Þau Kristján og Anna eignuðust fjögur börn, einn son og þijár dæt- ur, og ólu upp eina fósturdóttur. Á stóra heimili fitnaði fólk ekki af verkalýðs- og félagsmálabaráttu. Kristján tók vélstjórapróf, var vél- stjóri á bátum og í frystihúsinu og síðar frystihússtjóri. — Fyrir störf sín og baráttu öðlaðist hann traust og virðingu og þegar Dalvík varð sérstakt hreppsfélag, Dalvíkur- hreppur, varð hann hreppstjóri og gegndi því starfí í fjöldamörg ár. Hann átti einnig sæti í sýslunefnd. Upptalning af þessu tagi segir ekki nema brot af mikilli sögu. Menn eins og Kristján era hverri þjóð dýrmætari en svo að verð- mæti þeirra verði reiknað í ein- hveijum einingum. Þeir hafa barist fyrir því, sem til framfara horfír og búið í haginn fyrir komandi kynslóðic. Ekki get ég dregið upp glögga mynd af Kristjáni, eins og hann var f fullu fjöri. En þegar ég sá hann ganga, með stuðningi af göngugi-ind, um Dalbæ, þar sem hann bjó síðustu árin, gerði ég mér nokkra grein fyrir því hve glæsileg- ur hann hefur verið á velli, hár og herðabreiður og fríður sýnum. Öll framganga hans einkenndist af mildi og manngæsku. Þessi foringi er nú fallinn, en verka hans sér víða stað. Guð blessi minningu Kristjáns Eldjárns Jóhannessonar. Árni Gunnarsson hjónanna Helgu Þorsteinsdóttur og Þorbjöms Guðjónssonar bónda á Kirkjubæ. Unnur ólst upp með for- eldram sínum á Kirkjubæ, þar var rekið stórt bú, þó slíkt þyki nú fremur ótrúlegt þar sem þykkt lag af ösku og hrauni liggur þar sem áður voru grösug tún, hún starfaði við búrekstur foreldra sinna sín uppvaxtarár og allt þar til að bú- rekstur lagðist niður vegna eld- gossins á Heimaey árið 1973. Árið 1952 giftist hún Yngvari Jóhannes- syni frá Glaumbæ í Staðarsveit á Snæfeilsnesi og 27. október 1953 fæðist þeim sonur, Jóhannes Þór, sem nú^er aðalbókari hjá Búnaðar- banka íslands. Áður hafði Unnur eignast dóttur 23. janúar 1941 með Braga Sig- jónssyni, sú dóttir er móðir okkar, Ingibjörg, gift Valdimar Halldórs- syni skipstjóra frá Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Með Árna Stefánssyni átti hún, 27. júní 1947, soninn Þorstein sem er búsettur í Vestmannaeyjum og starfar við vörubílaakstur. Þau amma og afi undu sér vel í Kirkjubæ og ekkert benti til ann- ars en þetta forna höfuðból yrði heimili þeirra framvegis. Síðan skeður hið óvænta að eld- gos eyðir byggðinni og heimili þeirra, svo þau eins og aðrir íbúar Vestmannaeyja urðu að hlíta því að nema land á nýjum slóðum. Vegna fjölskyldutengsla fór svo að fjölskyldan í Kirkjubæ flytur til Suðumesja og sest að í Garðinum. Málin þróuðust á þann veg að amma og afí ásamt foreldrum okk- ar setjast að í Garðinum til fram- búðar og eignast sitt hvort húsið við sömu götuna. Þó amma væri vönust starfí við landbúnaðinn í Kirkjubæ þá sneri hún sér að störf- um við fiskvinnslu og vann við físk- verkun áram saman meðan heilsan leyfði. Þó amma hafi eflaust saknað átthaga sinna í Vestmannaeyjum þá lét hún ekki á því bera, hún undi sér strax vel í Garðinum, eign- aðist þar. marga góða vini og ósk- aði ekki eftir því að fara þaðan aftur. Þau Yngvar undu sér vel í hús- inu sínu, ræktuðu garðinn sinn og fylltu húsið af blómum, þau voru bæði gestrisin og félagslynd. Amma var myndarleg húsmóðir og bar heimili þeirra henni fagurt vitni, hún var virðuleg og æðralaus í framkomu og tók öllu sem að höndum bar af þrautsegju og still- ingu. Þau voru mjög samhent amma og afí, þegar hann féll frá fyrir nokkrum áram varð það henni mik- ið áfall, eftir það fór heilsu hennar hrakandi og síðustu mánuðina hef- ur hún verið á sjúkrahúsum að mestu leyti, hún var mjög þjáð en bar sig vel og var mjög þakklát starfsfólki sjúkrahússins fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Nú þegar amma er farin héðan er okkur efst í huga þakklæti fyrir það ótalmarga sem hún gerði fyrir okkur systkinin á liðnum árum, hún bar hag allra í fjölskyldunni fyrir bijósti, hún vildi fullvissa sighvern dag um að allt væri í lagi, enginn væri veikur eða ætti erfitt, það var góð tilfinning að heyra rólegu rödd- ina hennar og hlusta á hana gefa góð ráð og leiðbeina þeim yngri fram hjá skeijum og boðum. Við minnumst hennar sem ást- ríkrar ömmu sem varði kröftum sínum til að gera fjölskyldu sinni og samferðamönnum lífið léttara. Það er birta og fegurð yfir minn- ingu þeirra sem þannig lifa. Blessuð sé minning hennar. Systkinin frá Eyjaholti 3 í Garði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.