Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 Framsóknarmennska í heilbrigðiskerfinu eftirBjörn Bjarnason I fyrsta sinn síðan heilbrigðis- ráðuneytið var formlega stofnað með stjórnarráðslögunum er tóku gildi í ársbyijun 1970 situr fram- sóknarmaður þar á ráðherrastóli. Guðmundur Bjarnason hefur ekki verið atkvæðamikill sem ráðherra og skilur ekki eftir sig markverða pólitíska stefnumörkun í heilbrigð- ismálum. Hins vegar hefur oftar en einu sinni komið til deilna vegna ákvarðana í heilbrigðismálum í ráð- herratíð hans og rekja menn þær einkum til Finns Ingólfssonar, að- stoðarmanns ráðherrans, sem sæk- ist eftir pólitískum áhrifum í Fram- sóknarflokknum. Þegar um þessar deilur hefur verið rætt benda menn á að ekki sé nýmæli að ófriður sé í kringum Finn og minna meðal annars á þátttöku hans í stúdenta- pólitíkinni og afskipti af málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Framsóknarmennskan í heil- brigðtsmálunum hefur birst í ýms- um myndum en þó skýrast í tilraun- um aðstoðarmanns ráðherrans og væntanlega ráðherrans sjálfs til að sölsa undir sig og ríkið yfirstjóm heilbrigðismála í Reykjavík. Davíð Oddsson borgarstjóri benti á það í ágætri ræðu á þingi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á dög- unum, hvernig ríkið er að seilast til áhrifa í stjórnum heilsugæslu- stöðva án þess að hafa til þess laga- legar forsendur. Borgarstjóri sagði meðal annars: „Við sjáum enn nýtt dæmi um með hvaða hætti ríkis- valdið leyfir sér að koma fram við sveitarfélögin varðandi stjómir heilsugæslustöðva til að mynda hér í Reykjavík. Þar eru settar niður fjórar stjórnir heilsugæslustöðva og í þær er tilnefnt með ákveðnum hætti, m.a. tilnefnir sveitarfélagið tvo kjörna fulltrúa. Ráðherra skipar síðan einn formann í hverri stjórn. Síðan er skyndilega án samráðs við viðkomandi sveitarfélag búin til ný yfirstjórn allra þessara stjórna og þá yfirstjórn skipa formenn allra þessara fjögurra nefnda, sem auð- vitað eru allir skipaðir af ráðherran- um og reyndar allir samflokksmenn ráðherrans og síðan bætt við tveim- ur embættismönnum úr ráðuneyt- inu. Þarna er bersýnilega reynt að skerða þann atbeina og þau áhrif, sem sveitarfélagið átti þó að hafa á stjórnir þessara heilsugæslu- stöðva og fyrir þessari skipan er engin lagastoð." Þarna lýsir borgarstjóri afdrátt- arlaust yfir því, að án stuðnings í lögum séu framsóknarmenn að sölsa undir sig yfirstjórn heilsu- gæslustöðva í Reykjavík. Hvorki borgaryfirvöld né Reykvíkingar geta við það unað. Með því að gera starfsemi heilsugæslustöðva háða ríkisvaldinu á þennan hátt eykst hættan á því að starfsemi stöðv- anna taki mið af öðru en þjónustu við borgarbúa. Reykvíkingar eiga að standa fast á rétti sínum í þessu efni og sporna gegn miðstýringar- áráttunni sem þarna kemur fram og strax lýsir sér í því að deilt er út pólitískum bitlingum. Hlutverk samstarfsráðs Þessi vinnubrögð framsóknar- mannanna í heilbrigðisráðuneytinu eru forkastanleg. Hi’ð sama er að segja um nýjasta deilumál Reykjavíkurborgar og heilbrigðis- ráðuneytisins. Um nokkurt skeið hefur verið starfandi nefnd á vegum ráðuneytisins undir formennsku Finns Ingólfssonar. í nefndinni sátu fulltrúar sjúkrahúsanna þriggja í Reykjavík, Borgarspítala, Landa- kotsspítala og Landspítala. Nefndin ræddi um samstarf spítalanna og vildi að sett yrði á laggirnar sam- starfsráð þeirra í því skyni að vinna að samræmingu í störfum og verka- skiptingu. Nefndin hafnaði hins vegar hugmyndum Finns Ingólfs- sonar um að samstarfsráðið hefði Ijárráð spítalanna í sínum höndum, enda lúta þeir hver og einn eigin stjórn. í frumvarpi til ljárlaga fýrir árið 1991 er vikið að því með óbeinum hætti að samstarfsráðið deili út fjár- veitingu til sjúkrahúsanna í Reykjavík, sem nemur um 10 millj- örðum á næsta ári samkvæmt frum- varpinu. Er þessi fjárhæð nú í fyrsta sinn sett á ósundurliðaðan fjárlaga- lið, en hingað til hefur Ijárveitingum verið skipt niður á hvert sjúkrahús- anna þriggja. Tilkynnti heilbrigðis- ráðherra á blaðamannafundi ný- lega, að hlutverk samstarfsráðsins yrði einkum að skipta þessu fé og „Framsóknarmennskan í heilbrigðismálunum hefur birst í ýmsum myndum en þó skýrast í tilraunum aðstoðar- manns ráðherrans og væntanlega ráðherrans sjálfs til að sölsa undir sig og ríkið yfirstjórn heilbrigðismála í Reykjavík.“ sagði jafnframt að þetta mál hefði verið í vinnslu um nokkurn tíma á vegum ráðuneytisins með aðild „fulltrúa frá sjúkrahúsunum þrem- ur, en frumkvæðið sagði hann vera frá fulltrúum Landakots og Borg- arspítala," eins og segir í frétt Morgunblaðsins síðastliðinn mið- vikudag. Í blaðinu á fimmtudag bera þeir þessa staðhæfíngu til baka, Arni Sigfússon, borgarfulltrúi og formaður stjórnar Borgarspítal- ans, Jóhannes Pálmason, fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans, og Logi Guðbrandsson, framkvæmda- stjóri Landakotsspítala. Segja þeir allir, að það sé alrangt hjá ráðherr- anum, að nefndin hafi samþykkt að samstarfsráðið skipti peningum á milli spítalanna og hvað þá heldur eftirSímon * Ivarsson Stjórn Tónlistarbandalags ís- lands hefur sent Sambandi íslenskra sveitarfélaga og bæjar- og sveitarstjórnum bréf þar sem hvatt er til þess að stuðla að stofn- un tónlistarfélaga og efla starfsemi þeirra sem eru starfrækt nú þegar. Sams konar bréf hefur verið sent til allra tónlistarskóla og starfandi tónlistarfélaga. hitt, að frumkvæðið hafi komið frá Landakoti og Borgarspítala. Rekstur sjúkrahúsa er flókinn og viðkvæmur. Ekki er aðeins nauð- synlegt að gæta þar ýtrustu spar- semi undir eftirliti rétt kjörinna stjórnvalda heldur þurfa þau einnig að halda þannig á málum, að ábyrgðin á ráðstöfun Ijármuna sé skýr og ótvíræð. Hljóta að gilda þar sömu lögmál og í öðrum rekstri, að leiðin sé sem styst á milli 'þess sem aflar fjármunanna og ráðstafar þeim. Með því að fela samstarfsráð- inu að útdeila Ijármagni er verið að hverfa frá þessari meginstéfnu. A blaðamannafundinum tók heil- brigðisráðherra jafnframt fram, að yrði ekki samstaða innan sam- starfsráðsins myndi ráðherra úr- skurða um ágreining. Þannig er verið að færa úthlutunarvaldið beint inn á borð ráðherrans — eða aðstoð- armanns hans. Er það í samræmi við framsóknaráráttuna, að stjórn- málamenn eða gæðingar þeirra eigi að vera að vasast í öllu, stóru og smáu. Laumuspil ráðherrans og aðstoð- armanns hans við málatilbúnaðinn er til skammar. Hvers vegna er reynt að koma þeirri ranghugmynd á framfæri, að Landakotsspítali og Borgarspítali hafi óskað eftir þess- um miklu völdum samstarfsráðsins? Hvers vegna er úthlutunarvald ráðsins kynnt fyrst í frumvarpi til fjárlaga? Hefur ráðherrann tryggt sér þingmeirihluta fyrir því að gera stjórnir sjúkrahúsanna ófjárráða? Helsta ástæða þess, að TBÍ telur brýnt að stofnuð verði tónlistarfé- lög, er tvíþætt. í fyrsta lagi til að efla tónlistarlífið um landið svo að almenningur geti þroskað og aukið 'þekkingu sína á tónlist og fengið notið hennar. í öðru lagi eru fjöl- margir tónlistarskólar starfræktir út um land allt og er sú starfsemi til mikillar fyrirmyndar. Margir tón- listarmenn hafa lokið námi hér heima, að viðbættu framhaldsnámi erlendis. Við höfum eignast marga frábæra tónlistarmenn sem við get- um verið stolt af. Þessi hópur fer sífellt stækkandi en hefur sáralítið starf við tónlistarflutning hér á landi. Á sama tíma fær almenning- ur ekki notið ávaxta af kunnáttu og hæfni þeirra. Stjórn TBÍ telur því mjög biýnt að gert verði átak í stofnun og eflingu tónlistarfélaga á íslandi með áskriftarmeðlimum og stuðningi bæjar- og sveitarfé- laga. Hvers vegna tónlistarfélag? Með þessu formi tel ég að best sé hægt að halda uppi öflugu og skipulegu tónleikahaldi. Til þess að læra að meta tónlist þarf langa og reglubundna þjálfun í að hlusta. Síðan kemur skilningurinn og vitn- eskjan. Til að öðlast næmleika skynfæranna á tónlist, er ekki nægjanlegt að sækja eina, tvenna eða þrenna tónleika á ári. Þeir þurfa að vera fleiri. Til þess að tónlistar- menning okkar fái að eflast enn frekar, þurfum við virk tónlistarfé- lög um land allt. Öðruvísi getur tónleikahald ekki náð markvissri uPPbyggingu og verður aðeins hálfkák. Hvernig er staðan í dag? Byggð hafa verið félagsheimili út um land allt sem hugsuð voru til eflingar menningarstarfsemi. Björn Bjarnason Hvað veldur því að ráðherrann seg- ir það höfuðatriði í tillögum nefnd- arinnar um framtíðarsamstarf sjúkrahúsanna í Reykjavík, sem beinlínis var hafnað í nefndinni? Er það í samræmi við stjórnar- skrána að afhenda jafnstóran sjpð og hér um ræðir, 10 milljarði króna, til úthlutunar í nefnd? Á ekki Al- þingi sjálft að hlutast til um skipt- ingu á þessari fúlgu? Að nauðsyn- legt sé að bera fram spurningar af þessu tagi sýnir, hve illa hefur ver- ið staðið hér að verki á vegum fram- sóknarmannanna í heilbrigðisráðu- neytinu. Þeir komast ekki einungis að röngum niðurstöðum heldur standa þannig að málum, að ófriður um þau er óhjákvæmilegur og ástæða til að efast um lögmætið. Höfundur er aðstoðarritstjóri Morgvnblaðsins ogíframboði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. „Stjórn TBÍ telur því mjög brýnt að gert verði átak í stofnun og eflingu tónlistarfélaga á Islandi með áskriftar- meðlimum og stuðningi bæjar- og sveitarfé- laga.“ Einnig hafa tónleikar verið haldnir í kirkjum vegna góðs hljómburðar sem margar þeirra hafa. Þá hefur verið mikil gróska I tónlistarskólun- um, eins og áður segir og kórstarf- semi er í blóma. Mikilvægur þáttur hefur þó gleymt. Markviss upp- bygging tónlistarflutnings hefur orðið útundan í skipulagi um tón- list, sem er einn mikilvægasti þátt- urinn. Tónlistarskólar hafa útskrif- að tónlistarmenn sem kenna svo í tónlistarskóla nemendum sem verða síðan kennarar. Myndast hefur hringrás þar sem sköpunin hefur ekki fengið notið sín sem skyldi. Tónlistarnemi sem er búsettur á landsbyggðinni hefur litla og oft enga möguleika á að öðlast nauð- synlega víðsýni og þroska í tónlist- arnámi, sem tónleikar gætu veitt honum. Þó eru til ánægjulegar und- antekningar, t.d. á Isafirði. Hér erum við miklir eftirbátar ná- grannaþjóða okkar, og eiga þær erfitt með að skilja það aðgerða- og skipulagsleysi sem hér ríkir. Við verðum að sætta okkur við þá stað- reynd að tónleikar standa ekki und- ir sér ijárhagslega. Ef við krefj- umst þess af tónlistarmanninum að hann leggi sig allan fram við tónlist- arflutning, verðum við að skapa honum skilyrði til þess. Ef til vill vaknar sú spurning hvort þetta sé RENAULT 21NEVADA 4x4 FJÓRHJÓIADRIFINN í FULLRI STÆRÐ. Rúmgóður ferðabíll fyrir þá sem gera miklar kröfur: öflug og sparneytin 120 hestafla vél, fimm gírar, framdrif/aldrif með læsanlegu afturdrifi og sjálfstæð, slaglöng fjöðrun, vökvastýri, fjarstýrðar samlæsingar, litað gler, rafdrifnar rúður, fullkomlega stillanlegt bílstjórasæti, tvískipt og fellanleg aftursæti (V3-2/3), farangursgrind. Renault 21 Nevada 4x4 er traustur ferðabíll allt árið, hvernig sem viðrar. Reynsluakstursbíll bíður þess að þú takir hann til kostanna. staðgreiðsluverð frá 1.495.000.- kr. skv. tollgengi í september 1990. 3ja ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á ryðvörn Bilaumboðið hf KRÓKHÁLSI 1, REYKJAVlK, SlMI 686633 RENAULT Ferá kostum ~1 Hvað hefur gleymst? Tilgangur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.