Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 VEÐUR Morgunblaðið/Ámi Sæberg >> Utför Vals Arnþórssonar Mikið fjölmenni var við útför Vals Arnþórssonar, bankastjóra Landsbankans, sem gerð var frá Dómkirkjunni í gær. Séra Bragi Friðriksson jarðsöng og séra Pálmi Matthíasson las guðspjall og flutti bæn. Líkmenn voru (f.v.): Sigurður Jóhannesson, Skúli Ágústsson, Pétur Valdimarsson, Áðalsteinn Júlíusson, Jón A. Stefánsson, Jóhann Ágústsson, Sigurður Bjömsson og Hjálmar Kjartansson. Heimild: (Byggtá VEÐURHORFUR í DAG, 20. OKTÓBER YRRLIT í GÆR: Milli íslands og Noregs er 1026 mb hæð, en 968 mb lægð á suðvestanverðu Grænlandshafi hreyfist norðnorðvestur. SPÁ: Fremur hæg suðaustlæg átt. Lítilsháttar súld við suðurströnd- ina en annars þurrt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUOAG: Suölæg átt og hlýtt. Súld við suðurströnd- ina en annars þurrt. Vlða lóttskýjað um norðanvert landið. HORFUR Á MÁNUDAG: Suðaustlæg átt og hlýtt þokusúld. Við suöur- og austurströndina en annars þurrt. Víða léttskýjað norð- vestan- og norðaniands. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Há|fskýiað Askýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r f f f f Rigning r f f * r * f * r * Slydda f * f * * * * * * * Snjókoma * * # 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * - V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður % H VEÐUR VÍÐA UM HEIM ía 4n.n/\ : ** ui Áímk*.*. K 1. It.UU 1 hiti au /o/> uuw veGur Akureyri 6 skýjað Reykjavik 10 skýjaö Bergen 9 léttskýjað Helsinki 6 rigningogsúld Kaupmannahöfn 11 þokumóða Narssarssuaq 'MZ skúr á sið.klst. Nuuk +2 skýjað Ostó 10 skýjað Stokkhólmur 8 súld Þórshöfn 9 skýjað Algarve vantar Amsterdam 15 þokumóða Barcelona 20 hálfskýjað Berlín 15 rignlngásíð.klst. Chicago Íí heiðskirt Feneyjar 21 þokumóða Frankfurt 18 iéttakýjað Glasgow 10 skýjað Hamborg 18 skýjaö Las Palmas 25 alskýjað tondon 16 mistur LosAngeles 19 alskýjað lúxemborg 16 skýjað Madnd 16 léttskýjað Malaga 22 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Montreal 8 skúrásíð.klst. NewYork 10 léttskýjað Orlando 23 skýjað Parfs 16 skýjað Róm 18 rlgning Vín 13 miatur Washíngton 10 lóttskýjað Wlnnipeg 0 alskýjað Forseti Islands og biskup í Finnlandi FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fór til Finnlands í gær, þar sem hún mun taka þátt í kynningu á íslenskri menningu í Tammerfors. Þá veitir forseti viðtöku heiðurs- doktorsnafnbót við Tammer- forsháskóla. Frá Tammerfors fer forseti til Ábo og flytur fyrirlestur við há- skólann þar. í Helsingfors tekur forseti þátt í umræðufundi um norræn málefni i Hanaholmen-menningarmiðstöð- inni. Ennfremur hittir forseti Koi- visto, Finnlandsforseta, að máli. Frá Finnlandi fer forseti til Gen- far í Sviss og verður þar í forsæti dómnefndar um besta sjónvarps- leikritið í samkeppni Evrópusam- taka útvarps- og sjónvarpsstöðva. Þá heimsækir forseti kantónuna Valais í boði kantónyfirvalda. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, er einnig staddur í Finn- landi vegna svonefndrar ísland- svikunnar. Biksup fór í boði Paalo Kortek- angas biskups í Tampere og mun hann predika og syngja messu í dómkirkjunni í Tampere á sunnu- dag. I næstu viku mun biskup svo eiga fund með finnskum prestum og kirkjuleiðtogum um kirkju og samfélagsmál. Ibúasamtök Grafarvogs: Aburðarverksmiðj - an verði lögð niður STJÓRN íbúasamtaka Grafar- vogs hefur sent frá sér ályktun vegna áhættumats á rekstri Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi. í ályktuninni er ítrekuð fyrri ályktun samtakanna, sem sam- þykkt var á borgarafundi í apríl síðastliðnum um starfsemi verk- smiðjunnar. Telur stjórnin að ekk- ert hafi komið fram sem breyti þeirri afstöðu sem þá var tekin. „Eina ásættanlega lausnin er að starfsemi Áburðarverksmiðjunnar verði lögð niður á þessum stað. Stjórnin skorar á borgarstjóm, al- þingismenn Reykjavíkur og ríkis- stjórn að taka höndum saman og vinna ákveðið að lausn þessa máls, þannig að íbúar Grafarvogshverfa geti búið þar áhyggjulausir í fram- tíðinni." Stór loðna veið- ist út af Langanesi ÞÓRSHAMAR GK veiddi 450 tonn af stórri og feitri loðnu um 60 sjómílur norðaustur af Langanesi aðfaranótt föstudags og var aflanum landað á Þórs- höfn í gær. Þórshamar GK fékk aflann í fimm köstum. Skipið var eina loðnuskipið út af Langanesi í gær en þar virðist ekki vera umtalsvert magn af loðnu, að sögn skipverja á Þórshamri. Þórshamar landaði á Þórshöfn síðastliðinn mánudag rúmlega 200 tonnum af blandaðri loðnu, sem fengust við Kolbeinsey en skipið hefur leitað að loðnu síð- astliðnar þijár vikur. Fiðlutónleikar Evu Mjallar Ingólfsdóttur UNGUR íslenskur fiðluleikari, Eva M(jðll Ingólfsdóttir, heldur þrenna tónleika á næstunni, í Njarðvík, Seljakirkju og ís- lensku óperunni. Eva Mjöll er 28 ára, fædd í Reykjavík og hefur lagt stund á fiðluleik frá sjö ára aldri. Hún lærði hjá Gígju Jóhannsdóttur í Bamamúsíkskólanum og Rut Ing- ólfsdóttur í Tónlistarskólanum í Reykjavík, en þær eru hálfsystur. Eva Mjöll hefur stundað fram- haldsnám hjá frægum fiðlukennur- um erlendis síðustu 9 árin, við tón- listarháskólana í Brassel, Genf og Amsterdam og auk þess sótt meist- aranámskeið á sumrin í Sviss, Spáni og Bandaríkjunum. Meðaí kennara hennar hafa verið Spán- veijinn Leon Ara, Rúmeninn Step- han Gheorghiu, Rússinn Viktor Picaizen og Ungveijamir Tibor Varga bg István Parkanyi. Síðast- liðið ár dvaldist Eva Mjöll í Banda- ríkjunum, þar sem hún naut hand- leiðslu próf. James Glazebrooks og hélt tónleika við ágætar undirtekt- ir ásamt píanóleikaranum Douglas Poggioli, sem kominn er til íslands til að leika með henni á þrennum Eva Mjöll Ingólfsdóttir tónleikum. Hinir fyrstu era á morg- un, sunnudaginn 21. október kl. 16.00 í Ytri Njarðvíkurkirkju, aðrir í Seljakirkju í Breiðholti fimmtu- daginn 25. október kl. 20.30 og hinir síðustu í íslenzku Óperanni sunnudaginn 28. október kl. 16.00. Efnisskrá tónleikanna er mjög fjöl- breytt með vinsælum verkum eftir J.S. Bach, J. Brahms, Wieniawsky, Bartók, Ravel og Kreisler. Fullyrða má, að tónleikar hinna ungu lista- manna^munu vekja athygli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.