Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 44
VOLVO TMrnr/| ■*« •JKLttÆ JB.. j£. uHL. Besti vinur sjómannsins! LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. SH og Sambandið: Samið um sölu á 14 þúsund tonn- um af frystri síld SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna og Sambandið hafa gert samninga um sölu á samtals um 14 þúsund tonnum af frystri síld til Japans og Evrópu á þessari vertíð, eða um 4 þúsund tonnum meira en SH og Sambandið seldu á þessa markaði í fyrra. Japanir greiða 75-80 króna fob- verð fyrir kílóið af flökum, 59 krón- ur fyrir kílóið af heilli síld yfir 300 grömm og 46 krónur fyrir 270-300 gramma heila síld. Bretar greiða 47 krónur fyrir kílóið af heilii síld og 71 krónu fyrir kílóið af flökum en Frakkar borga um 49 krónur fyrir kílóið af heilli síld og 57 krónur fyr- ir kílóið af flökum. Teitur Gylfason hjá sjávarafurða- deild Sambandsins segir að þetta sé í fyrsta skipti, sem Japanir sam- þykki að kaupa hejlfrysta síld undir 300 grömmum. „Ástæðan fyrir því að Japanir samþykkja þetta núna er sú að útlit er fyrir að mjög lítið verði af stórri síld á vertíðinni en þeir vilja þó fyrst og fremst fá stóra síld,“ segir Teitur. SH hefur gert samninga um sölu 4Ká tæplega 4 þúsund tonnum af frystri síld til Japans og 4.500-5.700 tonnum, þar af 1.300 tonn af heilli síld, til Evrópu á þessari vertíð. SH seldi hins vegar 1.300 tonn af frystri síld til Japans, þar af 160 tonn af flökum og 5.400 tonn til Evrópu, þar af 1.200 tonn af heilli síld, á síðustu vertíð. Japanir hafa keypt 300 gramma síld og yfir en kaupa nú einnig 270-300 gramma síld. Japanir kaupa allt að 500 tonn af flökum af' -SH í ár en þeir keyptu 160 tonn af flökum af SH í fyrra. Sjávarafurðadeild Sambandsins Álver á Keilisnesi: Tvöföldun Reykjanes- brautar er nauðsynleg hefur gert samninga um sölu á 1.800 tonnum af frystri síld til Japans, þar af 300 tonnum af flökum. Samband- ið seldi aftur á móti 1.140 tonn af síld til Japans í fyrra, þar af 80 tonn af flökum. Sambandið selur að minnsta kosti 2.400 tonn af síld til Evrópu í haust, þar af um 1.300 tonn af flökum. SH selur 1.000 tonn af roðlausum síldarflökum til Frakklands í ár, eða um 600 tonnum meira en í fyrra. Óvíst er hins vegar hvort SH selur síld til Tékkóslóvakíu í ár vegna gjaldeyrisskoits þar. Hlutafj árútboð hjá Eimskip: A annað þús. áskriftar- og tilboðsblöð YFIH eitt þúsund umslög með áskriftar- og tilboðsblöðum vegna hlutafjárútboðs Eimskips höfðu borist Verðbréfamarkaði Islands- banka (VIB) síðdegis í gær um það leyti sem skilafrestur rann út. Eins og komið hefur fram er hluta- fjárútboði Eimskips skipt í tvo hluta. I A hluta útboðsins eru skráð þau hlutabréf sem óskað er eftir á fasta genginu 5,6 og má nafnverð bréf- anna vera á bilinu 5-25 þúsund. í B hluta var unnt að gera tilboð í hærri fjárhæðir á gengi ekki lægra en 5,6. Engar niðurstöður lágu fyrir í gær um heildarfjárhæð tilboða og áskrifta. Að sögn Vilborgar Lofts, hjá VÍB verður unnið að því nú um helgina að yfirfara áskriftar- og til- boðsbiöðin og má reikna með að gíróseðlar verði sendir til væntan- legfa kaupenda á þriðjudag. Morgunblaðið/RAX Lauf á bíl ekið Suðurgötuna á miklum hraða og valdið því að laufið hrundi af trénu og lagðist á bílinn í haugum. Eiganda bifreiðarinnar brá í brún þegar hann vitj- aði hennar að loknum vinnudegi. Strætisvagn hafði Samningar tókust milli FFSÍ og LÍÚ: Hækkanir kaupliðanna eru í sanii’ærni við þjóðarsáttina Olíuverðstenging skiptahlutarins hækkuð um 8 dollara FARMANNA- og fiskimannasamband íslands og Landssamband íslenskra útvegsmanna sömdu í gær, með fyrirvara um samþykki aðildarfélaga. Helstu ákvæði samningsins eru, að kauptrygging og aðrir kaupliðir hækka í samræmi við þjóðarsáttarsamningana frá febr- úar síðastliðnum og að skiptahlutur byrjar ekki að skerðast vegna olíuverðs fyrr en það er orðið 165 dollarar í stað 157 nú. Gildistími samningsins er til 15. september 1991 og aðilar hafa frest til 3. nóvem- ber næstkomandi til að fjalla um hann. FFSÍ hafði boðað verkfall 20. nóvember, en staðfesti aðildarfélög samninginn verður ekki af því. ÓHJÁKVÆMILEGT er að bæta tveim akreinum við Reykjanes- brautina ef af byggingu álvers verður á Reykjanesi. Þetta er mat Óla H. Þórðarsonar, fram- kvæmdastjóra Umferðarráðs, en “"*greint var frá því í Tilliti, frétta- bréfi Umferðarráðs, nýlega. Vegagerðin áætlar að slíkar fram- kvæmdir kosti um einn milljarð. Breikkun Reykjanesbrautar yrði að gerast áður en bygging álvers hæfist, þannig að auðveldara yrði um alla aðdrætti til framkvæmda og þeir yllu ekki anriarri umferð truflun, segir í Tilliti. Ljóst sé að núverandi vegakerfi geti ekki tekið við nýju álveri á Suðurnesjum. í sama riti segir að kostnaður vegna endurnýjunar slitlags á —, Reykjanesbraut sé áætlaður tæp- lega 230 milljónir og gert sé ráð fyrir að þeim framkvæmdum ljúki 1993. Þá sé einnig fyrirhugað að lýsa upp gatnamót við Vogaveg og Grindavíkurveg og lagfæra gatna- mót við Straumsvík. Auk þess sé talið æskilegt að stefnugreina 11 gatnamót við Reykjanesbraut og gera framúrakstursreinar. Kostn- • aður yið slíkar lagfæringar er áætl- aður 300 milljónír kr. _ Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ segir olíuverðsviðmiðunina hækkaða vegna þess hve dollarinn hefur rýrnað. Samkvæmt samningn- um hafi olíuverð nú ekki áhrif á hlutaskiptin sem komi meðal annars fram í því að væntanleg olíuverðs- hækkun um næstu mánaðamót lendi einhliða á útgerðinni og skerði ekki kjör yfirmanna. Kristján segir líklegt að þessi samningur verði hafður að leiðarljósi í samningum við undirmenn á fiski- skiþum. Hann segist vera ánægður með þessar sættir. „Við væntum þess að þetta verkfall, sem átti sér að mínu mati engar forsendur, komi ekki til.“ Guðjón A. Kristjánsson, formaður FFSÍ, segir ekki hafa verið um ann- að að ræða en að undirrita samning- inn og fá álit félaganna á honum. „Þetta er bara spurning um stað- reyndir sem maður stendur frammi fyrir. Lengra varð ekki komist, það er búið að þæfa þetta mál fram og til baka í fleiri mánuði og samning- urinn laus og við svo búið getur ekki staðið. Þess vegna var þessi leið ósköp eðlileg, að við boðuðum til aðgerða sem mundu taka gildi eftir ákveðinn tírna." Hann segir félagsmenn meðvitaða um að búið er að boða verkfall og verði samningurinn felldur, þá taki verkfall gildi. „Að vísu höfum við ennþá tíma til að fara aftur í málið, það er það langur fyrirvari." Einar Oddur Kristjánsson, for- maður Vinnuveitendasambands ís- lands, segist fyrst og fremst vera ákaflega glaður og þakklátur fyrir að skyldi takast að ná samkomu- lagi. „Ég tel það alveg óskaplega mikils virði að sjómenn og útgerðar- menn standi fast saman núna þegar við eigum, einmitt þessi misserin, svona mikið undir því að tryggja frjálsa verðmyndun á fiski. Ég vildi aldrei trúa því að það kæmi til átaka og ég vona og er núna mjög bjart- sýnn á að það gerist ekki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.