Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTOBER 1990 19 Opið alla daga frá kl. 9-21. Sími 689070. Blindur og fatlað- ur orgelleikari heldur tónleika FRANSKUR orgelleikari, Louis Thiry, er staddur iiérlendis um þess- ar mundir og mun á næstu dögum halda tónleika í Reykjavík og á Akureyri. Orgelleikarinn, sem er kominn hingað á vegum söngmála- stjóra Þjóðkirkjunnar, er bæði blindur og fatlaður. Thiry varð fyrir slysi sem barn er sprengja sprakk í höndum hans. Við það missti hann sjón og baugf- ingur vinstri handar auk þess sem hann missti framan af þeim fjórum fingrum vinstri handar sem eftir voru. Þrátt fyrir þetta hóf hann orgelnám og er nú virtur einleik- ari, auk þess að vera þátttakandi í kammertónlist bæði með hljóðfæra- leikurum og söngvurum og enn- fremur heiðursorgelleikari við kap- ellu í Rouen í Frakklandi. Fyrstu tónleikar Louis Thiry verða laugardaginn 20. október kl. 17.00 í Akureyrarkirkju en þriðju- daginn 23. október kl.21.00 heldur hann tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þriðju tónleikar Thiry verða í Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 26. október kl.21.00. A efnisskrá tónleikanna verða verk eftir César Franck, Mozart og Olivier Messiaen. <5^ Aðstandendur Brúðubílsins. Brúðuleikhúsið í Gerðubergi Brúðuleikhúshátíðin „Dagar leikbrúðunnar" verður haldin í Gerðubergi 20. október og 25. nóvember. Hátíðin verður opnuð kl. 15.00 í Gerðurbergi í dag, laugardag. Sýning íslenska brúðuleikhússins (leikhúss Jóns E. Guðmundsson- ar) á Rauðhettu er kl. 15.00 og sýning Brúðubílsins (leikhúss Helgu Steffensen) á leikritinu Bíbí og blaka er kl. 16.00. Sama dag- skrá verður sunndaginn 21. októ- ber. Malverkasýning i Listhúsinu Björg Þorsteinsdóttir við tvö verka sinna. Morgunblaðið/Sverrir Björg sýnir í Listasafni ASÍ SYNING á verkum Bjargar Þor- steinsdóttur verður opnuð laug- ardaginn 20. október kl. 14.00 í Listasafni ASÍ. Uppistaða sýn- ingarinnar eru stórar olíukrítar- myndir 120x150 cm. Þá eru einn- ig minni krítarmyndir og vatns- litamyndir á sýningunni. Myndirnar eru allar unnar á þessu ári, en þá naut Björg sex mánaða starsflauna frá íslenska ríkinu. Björg stundaði myndlistar- nám í Reykjavík, Stuttgart og París. Þetta er 15. einkasýning hennar. Sýningin ster.dur til 4. nóv- ember og verður opin frá kl. 14.00- 19.00 daglega. Listasafn ASÍ er við Grensásveg 16 í Reykjavík, gengið inn frá Fellsmúla. EINAR Þorláksson listmálari, opnar málverkasýningu í List- húsinu, Vesturgötu 17, laugar- daginn 20. október. Einar nam málaralist í Laren í Hollar.di og við listaháskólana í Kaupmannahöfn og Osló. Auk þess hefur hann kynnt sér grafík við list- iðnaðarskólann í Osló. Haldið í námsferðir um Evrópu og lengst dvalið í Flórens árið 1957. Einar hefur áður sýnt í Lista- mannaskálanum árið 1962, Unu- húsi 1969, Casa Nova 1971, Norr- æna húsinu 1975 og 1981, Gallerí Sólon íslandus 1977, Bókasafni ísa- fjarðar 1977, Gallerí íslensk list 1985. Einar hlaut starfslaun ríkisins árið 1974 og 1984 og eru verk eft- ir hann í Listasafni Islands, Lista- safni Reykjavíkur, Listasafni Kópa- vogs og Sigluíjarðar. Sýningin verður opin dag hvern frá kl. 14 til 18, fram til 4. nóvember. Einar Þorláksson listmálari við eitt verkanna á sýningunni í Listhús- inu við Vesturgötu. KAVIAR LAGERUTSALA RYMINGARSALA á pottaplöntum og keramlkpottum 20% afsláttur Nú rýmum við fyrir jólavörunum. Allar pottaplöntur og allir keramikpottar með 20% afslætti þessa helgi. IIÝTT SÍMANÚMER prentmyndagerðar-. ms&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.