Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 31 Arni Ragnar Lúð- víksson - Minning Fæddur 30. desember 1966 Dáinn 11. október 1990 Það er með miklum trega í hjarta að ég kveð ástkæran bróður minn, Árna Ragnar. Skyndilega verður veröldin önnur og eftir stöndum við bjarglaus án hans. Það er svo stutt síðan við sátum saman í sum- ar og ræddum framtíðardrauma hvors annars og ekkert virtist skyggja þar á. Hugur hans stefndi til framhaldsnáms og þá helst í tungumálum, en hann var einstak- lega fljótur að tileinka sér þau. Fyrst ætlaði hann að vinna sér inn einhver pening og í starfi sínu hjá Flugleiðum var hann þegar búinn að afla sér trausts og virðingar sem ákaflega þægilegur og góður starfsfélagi. Alltaf var eitthvað á pijónunum hjá honum og nú síðast ætlaði hann að reyna að fá styrk hjá Fulbright-stofnuninni til fram- haldsnáms. Auk þess voru íbúðar- kaup honum ofarlega í huga. Þrátt fyrir að við skyldum ekki alast upp saman var samband okk- ar náið og fór vaxandi með hveiju ári. Fátt var ánægjulegra en að fá Árna í heimsókn með sitt létta yfir- bragð og spjalla fram eftir kvöldi. í þeim samtölum kom glöggt í ljós sú væntumþykja sem hann bar til fjölskyldunnar og þá sérstaklega til Ellu Dóru systur. Guð einn getur svarað þeirri spurningu af hveiju ungir menn eru kallaðir burt svo snöggt. Eftir stendur minningin um góðan vin og bróður sem með sinni ljúfu fram- komu og hrekklausu lund gerir okkur rík af ljúfsárum myndbrotum liðinnar tíðar. Elsku Ella Dóra, pabbi, Dísa, afi og amma, Guð gefí okkur styrk og trú nú á þesari sorgarstund og megi hann gefa Árna eilífan frið á þeim stað sem hann er nú. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Spámaðurinn) Björn Rúnar Lúðvíksson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. (Vald. Briem) í dag kveðjum við í hinsta sinn vin okkar, Árna Ragnar. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Við systurnar þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Árna þó að þau kynni hafi verið styttri en nokkurn grunaði. Alltaf var hann boðinn og búinn að hjálpa til og reyndist sann- ur vinur. Djúpt skarð er höggvið í vinahóp Árna Ragnars sem seint verður fyllt. Þeim okkar sem störf- uðu undir handleiðslu hans reyndist hann sem besti bróðir og mikill er söknuðurinn að slíku ljúfmenni. Við trúum því að hans góðu sálar hafi verið þörf annars staðar, handan móðunnar miklu. Foreldrum Árna Ragnars, systkinum og . vanda- mönnum vottum við okkar dýpstu samúð. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, — líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Helga Sigrún, Jóa, Brynja og Harpa Okkar ástkæri Árni Ragnar er dáinn. Eftir standa bjartar og ánægju- legar minningar um hann sem við eigum áfram og geymum með okk- ur. Hann var ekki hár á loftinu þeg- ar hann fyrst fór að banka upp á hjá ömmu sinni í Reykjavík. Alltaf var jafn ánægjulegt að taka á móti honum þegar hann kom ,með sína léttu lund og brennandi áhuga á að kynnast einhveiju nýju eða læra eitthvað nýtt. Verkefnin voru ótæmandi, alltaf hafði hann eitt- hvað á pijónunum. Hann starfaði hjá Flugleiðum en þar hafði hann möguleika á að nýta sína hæfileika og orku; hjálp- semi, hjartahlýju og létta lund. Hugur hans stóð einnig til að vinna við fjölmiðla sem hann hafði öðlast lítillega reynslu við. Guð styrki Dísu, Lúlla, Ellu Dóru og Bjössa í þeirra miklu sorg. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Lát opnast augu mín, minn ástvin himnum á, svo ástarundur þín mér auðnist skýrt að sjá: hið fríða foldarskraut, hinn fagra stjamaher á loftsins ljómabraut og ljóssins dýrð hjá þér. (V. Briem) Kristín Guðmundsdóttir og fjölskylda. „Dauðinn og ástin eru vængirnir sem bera góðan mann til himins.“ (Michelangelo) Mikil harmafregn barst okkur samstarfsfólki Árna Ragnars að morgni 12. október sl. er við fregn- uðum andlát trausts starfsmanns. Hann hafði á nokkrum árum unnið sér traust og virðingu okkar allra sem hreinn og beinn ungur maður er kom til dyranna eins og hann var klæddur. I Störf sín vann hann af trú- mennsku og samviskusemi. Árni Ragnar var vel gefinn og fljótur að tileinka sér hin ýmsu störf er sinna þurfti við almenna flugaf- greiðslu. I starfi sínu hafði hann sam- skipti við mjög marga og voru þau samskipti öll á besta veg. Einlægt var hann léttur í lund og hafði bætandi áhrif á umhverfi sitt. Mikiil missir er að góðum dreng, og kveðjum við Árna Ragnar með miklum trega. Að leiðarlokum viljum við þakka samfylgdina, sem varð allt of stutt. Foreldrum hans, systur, bróður, ömmu hans og afa, er einlægt reyndust honum svo vel, vottum við okkar innilegustu samúð. Megi Guð gefa þeim styrk á mikilli sorgarstundu. „Þegar ein hurðin lokast opnast önnur." (Cervantes) Starfsfólk farþega- afgreiðslu Flugleiða, Kefiavík. Innréttinga- sýning um helgina. Danica 1991, fj öldi efna, I _______________________________________________________________________________________________ nýir litir °g ferskar hugmyndir. Sýningarsalur Gása í Ármúla 7 er nú gjörbreyttur, þar höfum við sett upp nýjar Danica innréttingar, tréstiga og útihurðir. Þessa helgi höfum við opið bæði á laugardag og sunnudag frá klukkan 10 til 16. Komið og sjáið nýju „línuna“ frá Danica. Gásar Ármúla 7, Reykjavík, sími 30 500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.