Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 /\LÞ>JOOLEGT HÓTEL- & EEFSÐAIVIÁLANÁIVI I STFSÁSSBOUFtG , 1 ar sem lýkur með viðurkcnnintjarskjali / / / 2 ár sem iykur með proiskirteim /m| æJ * i Kennsia fer fram a cnsku. /###/•#/#/ Hægt er að hefja nám i september eða januar. MDi 6 / AUÉC DCIA ROBERWW 6700 STRASBOURC fRANCC SiMi 9033-88 25 79 4i FAX88 3738 15 MDi BAARERSTRASSE 43 6300 ZUC SWiTZCRLAND FAX 221352 TFIFX 862 656 Laugamessókn 50 ára r MMCFMÍHI DimOPMCHl mnmc 20. október eru liðin 50 ár frá því að Laugarnessókn var formlega stofnuð, en það var árið 1940. í til- efni af þessum tímamótum verða hátíðarmessur í Laugameskirkju sunnudaginn 21. október. Um morg- uninn kl. 11.00 verður fjölskyldu- guðsþjónusta eins og venjulega en kl. 14.00 verður hátíðarmessa. Sr. Guðmundur Þorsteinsson dómpró- fastur mun predika. Þá verður mik- ill söngur og hljóðfærasláttur. Eftir messuna verður öllum boðið að þiggja veitingar í safnaðarheimilinu. IMAKIi • l. ÍC » mRSSBBBmF ■ ■ ■ ALLT A EINUM STAD /1!Æ'Mu )Uii«T>. WHiSLllj tím wm Æ ;.? / SJOólVARP • UTVARP Aðra hverja viku Kr. 195 Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að halda upp á þetta af- mæli með okkur enda eru ailir vel- komir meðan húsrúm leyfír. Samkvæmt gömlum heimildum mun hafa verið kirkja í Laugarnesi um 1200 og stóð hún á Laugames- tanganum, en hún var lögð niður árið 1794 og sóknin sameinuð Dóm- kirkjusókn. Sr. Garðar Svavarsson hóf kirkjulegt starf í Laugamesi á vegum Dómkirkjusafnaðarins árið 1936 og var því búinn að starfa í Laugarnesi í 40 ár, er hann lét af störfum 1. desember 1976. Fyrsta sóknarnefndin í hinni nýju Laugar- nessókn var stofnuð 20. október 1940 og var hún skipuð þessum mönnum: Jón Ólafsson formaður, Kristján Þorgrímsson, Carl Olsen, Emil Rokstad og Tryggvi Guðmunds- son. A þessum ámm var Laugarnes- hverfíð að byggjast upp og fjölgaði því ört í sókninni. Hið kirkjulega starf kom því alveg á réttum tíma, því það varð til um leið og hverfið. Fyrstu árin var messa í Laugames- skólanum, en fljótlega var hafist handa við að byggja kirkju, og gekk sóknarpresturinn sr. Garðar Svav- arsson og sóknarnefndin vasklega fram í því. Strax 1. ágúst 1941 var byijað að grafa grunn kirkjunnar og var hún fullgerð í desember 1949 og var þá vígð við hátíðlega athöfn. Arkitekt kirkjunnar var Guðjón Samúelsson. Kvenfélag Laugarnessóknar var stofnað 1941 og verður því 50 ára á næsta ári, en starf þess kom mikið við sögu í tengslum við kirkju- bygginguna, því konurnar voru mjög iðnar við að safna peningum til bygg- ingarinnar. Kvenfélagið hefur starf- að óslitið fram á þennan dag og er samofið öllu safnaðarstarfínu. Nú á 50 ára afmæli Laugames- sóknar mun kvenfélagið gefa kirkj- unni grænan hökul. Hann er teiknað- ur af listakonunni Áslaugu Sverris- dóttur og ofínn af Sigríði Halldórs- dóttur. Hökullinn verður tekinn í notkun við hátíðarmessuna 21. októ- ber. Fljótt kom í ljós að litli salurinn í kjallara kirkjunnar var allt of lítill fyrir safnaðarstarfíð. Árið 1959 eða aðeins 10 árum eftir að kirkjan var vígð var farið að tala um byggingu safnaðarheimilisins við kirkjuna. Margar tillögur komu fram um bygg- ingu safnaðarheimilis en þær fengu misjafnar undirtektir. Það var ekki fyrr en haustið 1976 að komið var fram með hugmyndina að núverandi safnaðarheimili, en hún var sam- þykkt af öllum aðilum. Haustið 1978 var fyrsta skóflustungan tekin og á uppstigningardag 1983 var heimilið formlega opnað og tekið í notkun. Enn á eftir að byggja suðurálmu safnaðarheimilisins, en það er álma með skrifstofum og litlum fundarsal. Nú hefur starfíð vaxið svo mikið síð- ustu árin að mjög brýnt er að halda áfram að ljúka við safnaðarheimilið. Á undanförnum árum hefur Laug- arneskirkja verið lagfærð og end- umýjuð og var því að mestu lokið fyrir 40 ára afmæli kirkjunnar á sl. ári. Það verk var unnið undir stjórn húsameistara ríkisins. Þegar horft er yfír sögu safnaðar- ins í Laugameskirkju sl. 50 ár þá rís nafnið sr. Garðar þar hæst, því hann starfaði óslitið hér í 40 ár og vann mikið og gott starf. Við blessum minningu hans með mikilli virðingu og þökk. Á sama hátt þökkum við frú Vivan Svavarsson fyrir allt það starf sem hún vann við hlið eigin- manns síns. — Fjöldi annarra ein- staklinga hefur komið við sögu í safnaðarstarfinu öll þessi ár sem of langt yrði að telja upp hér. í því sambandi er bent á afmælisrit kirkj- unnar sem kom út í fyrra. En öllu þessu fólki er hér þakkað að nýju fyrir frábær störf í þágu kirkjunnar. Það fer vel á því að á 50 ára af- mæli sóknarinnar skuli vera ráðinn aðstoðarprestur við Laugames- kirkju. Þetta var ákveðið á sl. vori, en aðstoðarpresturinn heitir séra Bjarni Karlsson og lauk prófí frá guðfræðideild Háskóla íslands nú í haust. Sr. Bjarni hefur unnið mikið að kirkjulegu starfi og nú síðustu árin verið starfsmaður í barna- og unglingastarfí Laugarneskirkju, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.