Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUE 20. OKTÓBER 1990 Karl Jakob Hinriks- son - Minningarorð Fæddur 12. október 1970 Dáinn 13. október 1990 Við kynntumst Kalla fyrir tveim- ur árum þegar hann kom í bekkinn til okkar. Hann var með okkur í 3. og 4. bekk í Menntaskólanum á Akureyri. Þrátt fyrir að Kalli eyddi frístundum sínum mest með vinum utan bekkjarins blandaði hann mik- ið geði við okkur. Hann var opinn og hress og því var auðvelt að kynn- ast honum. Kalli átti stóran þátt í að lífga upp á kennslustundirnar með skemmtilegum bröndurum og dró þá jafnan athygli kennaranna frá námsefninu okkur til ánægju. Við sáum Kalla síðast 17. júní sl. þegar við útskrifuðumst úr MA. Þá blasti lífið við honum og í okkar huga lék enginn vafí á að hann ætti framtíðina fyrir sér. En enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Fréttin um andlát Kalla kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það er erfitt að trúa því að hann skuli vera farinn frá okkur og komi ekki aftur. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Kalla og minn- umst hans með sárum söknuði. Við viljum votta unnustu, fjölskyldu og hans nánustu kunningjum samúð okkar. Jesús sagði: Ég lifi og þér munuð lifa. Joh. 14-19. Bekkjarsystkin Okkur systur langar að minnast frænda okkar, Karls Jakobs Hin- rikssonar, sem lést af slysförum 13. október sl. og jarðsettur er á Húsa- vík í dag. Frændsystkini okkar, þau Palla, Tóti og Kalli, ólust upp á Húsavík og þangað komum við reglulega í heimsóknir sem börn og unglingar og áttum saman ævintýralegar stundir með þeim og fleira frænd- fólki okkar, svo að enn í dag er Húsavík alveg sérstakur staður í huga okkar. En margt hefur breyst á aðeins örfáum árum, mikið skarð verið höggvið í okkar litla frændsystkina- hóp. Bræðurnir Þórarinn og Karl eru nú báðir látnir, Þórarinn lést í febrúar 1984 aðeins 22 ára að aldri og nú Karl á svipuðu reki. Undarlegur er þessi heimur sem við lifum í og erfitt er að skilja af hveiju þeir bræður deyja báðir í blóma lífsins. Þó stundum hafi liðið ár á milli þess sem við hittumst var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Það var eitthvað alveg sérstakt við Kalla, kímnin í andlitinu og glettnin í augunum. Síðastliðið sumar í ágúst fór öll fjölskyldan saman til Húsavíkur og átti þar yndislega daga. Einn þeirra var með Kalla. Þá sýndi hann okk- ur glaður nýja bátinn sinn og fór með okkur í siglingu um flóann. Það var auðvelt að sjá hversu mik- ið hann unni náttúrunni. Húsavík og náttúran í kring var honum hugleikin. Hann lýsti fyrir okkur hinni undurfögru náttlausu veröld á sumrin á flóanum og við eyði- byggðirnar í víkunum, dalnum og fjörðum. Hve 'hægt væri að gleyma sér á slíkum stundum, og jafnan erfitt að hverfa frá til venjubund- innar vinnu á réttum tíma að morgni. Þessi dagur er okkur öllum ógleymanlegur og munum við geyma hann í minningunni um Kalla frænda okkar. Og skin ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinni tignu fegurð lifir? (Tómas Guðmundsson) Elsku Svava, Hinrik, Elín, Palla og Svavar. Það er skrítið hvernig lífið heldur áfram sinn vanagang allt í kring, þó að sorgin sé svo mikii að hver dagur er ykkur heil eilífð. En ykkar líf heldur áfram og megi Guð gefa ykkur styrk til að horfa fram á við og minnast fortíðarinnar með gleði yfir þeim árum sem þið áttu með Kalla. Björg og Guðrún Rósa t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi óg langafi, KJARTAN BJÖRGVIN JÓNSSON frá Hafnarhólmi, Ásabraut 5, Keflavík sem andaðist á Landspítalanum þann 12. októ.ber, verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 20. október kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á líknarstofnan- ir. Sigriður Ingimundardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURBJARTUR VILHJÁLMSSON húsasmíðameistari, Skúlaskeiði 10, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, fimmtudaginn 18. október. Þuríður Magnúsdóttir, Sigrún Sigurbjartsdóttir, Halldór Hjartarson, Ragnheiður Sigurbjartsdóttir, Ingólfur Halldór Ámundason og barnabörn. ERFISDRYKKJUR Tökum að okkur að sjá um erfisdrykkjur, stórar og smáar, í glænýjum og notalegum sal, Asbyrgi. Upplýsingar í síma 91-687111. Húm fe.LAND Öllum bregður við þegar þeim berast fregnir af ungu fólki sem hefur kvatt þetta líf. Það er svo sárt þegar hópur ungs fólks kemur saman og maður veit að það vantar einn. Þannig verður það 17. júní 1991 þegar eins árs stúdentar við MA koma saman því hann Kalli er horfínn frá okkur. Það er erfítt að missa góðan vin og hann Kalli var svo sannarlega góður og skemmti- legur vinur. Kalli var einn af strákunum okk- ar Gunnu sem voru heimagangar á herberginu okkar á heimavist MA seinasta vetur. Hvenær sem var gátum við átt von á honum í heim- sókn og þá var oft glatt á hjalla. Kalli var sprækur ungur strákur, glaðlyndur og dálítill prakkari. Nú þegar hann er ekki lengur á meðal okkar þá sækja minningarnar á mann og maður hugsar, hvað ég á eftir að sakna hans. Elsku Ella, Jonki og allir hinir. Megi styrk hönd leiða ykkur í ykk- ar miklu sorg. Tíminn einn getur læknað sárin, hlúð að þeim og gef- ið ykkur styrk. Fjölskyldu Kalla, vinum og vand- amönnum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Þegar sólin skín á morgunhimni er allt bjart. Allt umvafíð ferskri birtu, nærandi anda árdagsins. Og enginn á þess von að sólarljósið slokkni eins og hendi væri veifað. Myrkrið skelli á að morgni dags. Þannig á það ekki að vera. Einung- is eitt sjaldgæft fyrirbæri í gangi himintungla getur valdið þvílíku. Sólmyrkvi. Og hann varir jafnan stutt. Hann kemur þó aldrei á óvart, ekki í okkar heimi, nærfærn- islega kortlögðum og útreiknuðum af spekingum og vísindamönnum. Þess vegna vitum við að morgunn- inn er og á að vera bjartur. Það er reglan undantekningafáa. A morgni lífsins býr gleði í hjarta. Gáski og ferskur andi. Blóð rennur ört um æðar ungs fólks. Fólksins sem í óðaönn býr sig und- ir að erfa Iandið. Æskan er björt og hún líður ung og fjörleg. Éin- hvers staðar í órafjarlægð bíður hins vegar grá og hrörleg hin þunga elli. Hún á dauðann að vini. Þá fyrst er komið að kvöldi lífsins. Eilífðin er löng. Svo löng að í samanburði við hana er mannsævin eitt örstutt andartak. Þótt ungu fólki þyki tíminn á stundum æði lengi að líða, svona rétt a meðan hann silast hjá, er allt hið liðna ein örskotsstund. Sumarið sem beið okkar svo langt og bjart í vor var allt í einu liðið og enginn skildi hvernig það gat þotið hjá, næstum án þess að við tækjum eftir því. En það leið. Það er eins og það hafí verið í gær eða fyrradag sem hann stóð hér í Stefánslundi í hópi rúmlega hundrað vina sem voru að setja upp húfurnar og höfðu lokið stúdents- prófí frá Menntaskólanum á Akur- eyri. Lengst til vinstri í öftustu röð, með aðra höndina í vasanum, hall- aði örlítið undir flatt og var með draum í augum. Sjálfsagt að láta sér detta í hug einhveija sþaugilega mynd af umheiminum. Nítján ára" ungur maður við stóran þröskuld. Handan hans var lífíð sjálft. Nám og starf. Allt í einu, eins og hendi sé veif- að, myrkvast morgunsól. Fullkom- lega óvænt og án hins minnsta aðdraganda. Á tuttugu ára afmæl- inu, tímamótum gleðinnar, grípa örlögin í taumana. Hingað og ekki lengra. Endir er bundinn á ævi manns þegar lífið sjálft er rétt í þann veginn að hefjast. Eitt reiðar- slag - og þú ert allur. Karl Jakob Hinriksson frá Húsa- vík fæddist 12. október 1970, og lést nákvæmlega tuttugu árum síð- ar eftir að hafa fagnað þeim tíma- mótum í hópi vina heima á Húsa- vík. Hann var litríkur, tilfínninga- næmur og skemmtinn nemandi hér í Menntaskólanum á Akureyri og íþróttamaður ágætur. Hann segir okkur ekki fleiri sögur í þessu lífí. Hann hefur blakað sínum síðasta r JWtóéur r a morguti _ ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson messar. Miðvikudag: Fyrirbæna- stund kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Barnaguðsþjón- usta kl. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigur- björnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Daníel Jónasson. Kaff- isala kirkjukórsins verður að guðs- þjónustu lokinni. Þriðjudag: Bæna- guðsþjónusta kl. 18.30. Altaris- ganga. Sr. Gísli Jónsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðrún Eóba Ólafsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson. Guðsþjónusta kl. 14. Eiríkur Hreinn Helgason syngur einsöng. Sr. Pálmi Matthí- asson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorberg- ur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Messa kl. 14. Sr. Sigurður Pálsson predikar og þjónar fyrir altari. Félag fyrrver- andi sóknarpresta. FELLA- og Hólakirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón Jóhanna Guðjónsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Org- anisti Guðný M. Magnúsdóttir. Mið- vikudag: Guðsþjónusta kl. 20.30 kl. 20.30. Sönghópurinn „Án skilyrða" annast tónlist undir stjórn Þorvald- ar Halldórssonar. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Sóknarprestar. GRAFARVOGSSÓKN: Laugardag: Barnamessa kl. 11 í Félagsmiðstöð- inni Fjörgyn. Ath. breyttan messu- tíma vegna útvarpsguðsþjónustu kl. 11 á sunnudag. Rúna og Hjörtur koma í heimsókn. Aðstoðarmenn Katrín, Valgerður og Aðalbjörg. Skólabíllinn fer eins og venjulega frá Húsahverfi. Kl. 10.30 í Foklir og síðan í Hamrahverfi. Sunnudag: Útvarpsguðsþjónusta kl. 11. (Ath. breyttan messutíma) í Félagsmið- stöðinni Fjörgyn. Svanhildur Svein- björnsdóttir syngur einsöng. Gunn- ar Gunnarsson leikur einleik á flautu. Organisti Sigríður Jónsdótt- ir. Sr. Vigfús Þór Árnason. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarfið kl. 11. Eldri börnin uppi, yngri börnin niðri. Messa kl. 14. Sr. Gylfi Jóns- son. Organisti Ragnar Björnsson. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA:Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Messa með altar- isgöngu kl. 17. Sr. Ragnar Sigur- björnsson. Þriðjudag: Fyrirbæna- guðsjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugardag 27. október: Hallgrímsmessa kl. 14. Afmælis- hátíð. Dr. Sigurbjörn Einarsson prédikar. Davíð Oddsson borgar- stjóri flytur ávarp. Kirkjukaffi. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Arngrímur Jónsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjub- íllinn fer um Suðurhlíðar og Hlíðar fyrir og á eftir barnaguðsþjón- ustunni. Messa kl. 14. Heimsókn Gideonfélaga. Sigurbjörn Þorkels- son prédikar. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. Prest- arnir. HJALLAPRESTAKALL: Messusal- ur Hjallasóknar í Digranesskóla. Barnamessur kl.11, fyrir yngri og eldri börn. Húsið er opnað kl. 10.30. Allir velkomnir. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borg- um sunnudag kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Organisti Guðmundur Gilsson. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra í Borgum að lokinni guðs- þjónustu. Sóknarprestur. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barn- anna kl. 11. Söngur, sögur, leikir. Þór Hauksson guðfræðingur og Þóra Vigdís Guðmundsdóttir sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Pjetur Maack. Organisti Þóra Vigdís Guðmundsdóttir. Kór Langholtskirkju. Einsöngvari Þuríð- ur G. Sigurðardóttir. Sóknarnefnd- in. LAUGARNESKIRKJA: Kirkjuhátíð Laugarneskirkju. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Barnastarf. Hátíð- armessa, altarisganga kl. 14. Sr. Guðmundur Þorsteinsson dómpró- fastur prédikar, sr. Jónas Gíslason vígslubiskup, sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson og sr. Bjarni Karlsson annast altarisþjónustu. Organisti Ronald V. Turner. Flautuleik annast Guðrún Sigríður Birgisdóttir. Kaffi- veitingar í safnaðarheimilinu að lok- inni messu. Fimmtudag: Kyrrðar- stund í hádeginu. Orgelleikur, fyrir- bænir, altarisganga. Sóknarprest- ur. NESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Reynir Jónasson. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðvikudag: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Fimmtudag: Biblíulestur kl. 20. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Molasopi eftir guðsþjónustu. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Barnakórinn syngur. Organ- isti Gyða Halldórsdóttir. Sr. Guð- mundur Örn Ragnarsson. Safnað- arfundur verður haldinn mánudags- kvöld kl. 20. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- guðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Þriðjudag 23. októ- ber orgeltónleikar kl. 21.00. Mið- vikudag 24. október kl. 7.30 morg- unandakt. Cecil Haraldsson. NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háaleit- isbraut 58-60. Messa sd. kl. 11. KFUM og K. Almenn samkoma kl. 20.30 i Kristniboðssalnum, Háaleit- isbraut 58. Kristniboðsþáttur. Ræð- umaður Jónas Þórisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.