Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTOBER 1990 -+ fTOLLURT © 1990 Universal Press Syndicate „ ÉO er'eJdci a/veg i/iss um && éej se mc& fíttcc tös ku " Ást er , .jsm. 9-t. . löiiff kvedjustund. TM Rog U.S. Pat Off —•« nght* rasorvod © 1990 Los Angolos Timos Syndtcato Með morgunkaffinu íii o.wÍO' Ég hef lengi beðið tæki- færisins að gera gæjann einu sinni afbrýðisam- an ...! HOGNI HREKKVISI Fargjöld S VR eru of há Til Velvakanda. Fyrir nokkru var talað um nauð- syn þess í fjölmiðlum að hækka fargjald Strætisvagna Reykjavíkur þrátt fyrir þjóðarsáttina svokölluðu. Það þykir reyndar nauðsynlegt að hækka flest annað en launin. En hvað strætisvagnana áhrærir þá ættu ráðamenn að hafa það í huga að það eru þeir sem verst hafa kjör- in sem nota strætisvagnana mest. Fargjöldin eru of há. Þess vegna ætti að lækka fargjöld með strætis- vögnum en ekki hækka þau. Nær væri að leggja skatt á einkabíla og bflastæði því þeir sem hafa efni á að eiga og reka bíl hljóta að vera aflögufærir. Almenningssamgöngur hér í Reykjavík verða að teljast mjög vanþróaðar enda lítið í þær lagt. Hér eru engar neðanjarðatjárn- brautir eins og í borgum erlendis og hefur borgin sparað sér milljarða með því að sleppa þessari fjárfest- ingu. Aftur hefur mikið verið lagt í að byggja upp vegakerfi fyrir einkabílinn en það eru bara því miður ekki nærri allir sem geta notað sér það. Nú er stórum fjár- hæðum kastað í að byggja bíla- stæði, jafnvel yfírbyggð, og þá virð- ast til nógir peningar. Væri ekki skynsamlegra að nota þetta fé til að greiða niður kostnaðinn af út- gerð strætisvagnanna - þannig kæmi það fleirum til góða. Strætisvagnar eru ekki nýttir til skemmtiferða eins og einkabíllinn. Fólk notar þá til að komast í vinnu og skóla, til að koma börnum á barnaheimili o.s.frv. Það er því mik- il mótsögn í því að ætla að hækka fargjöld á sama tíma og talað er um verðstöðvun og þjóðarsátt. Eg vil að lokum gera það að tillögu minni að fargjöld með strætisvögn- um verði lögð niður og fólk fái að ferðast frítt með vögnunum. Þannig myndu þeir nýtast mun betur og eflaust myndi þá draga eitthvað úr umferð einkabíla og þar með um- ferðarslysum. Kostnaður af þessu fyrir borgina yrði alls ekki óviðráð- anlegur, það er að segja ef einhver vilji er fyrir hendi. Einstæð móðir Bágborin fj ármálasij órn Til Velvakanda. Oft er talað um ábyrgð eða ábyrgðarleysi stjórnmálamanna en satt að segja virðist sú ábyrgð ekki mikils virði þegar til kastanna kem- ur. Þessi fullyrðing er ekki úr lausu lofti gripin, þeir sem vilja gera at- hugasemdir við hana ættu að líta á fjármálastjórnun íslenska lýðveld- isins síðustu áratugina. Til skamms tíma brenndi verðbólgan úþp spari- fé landsmanna ár eftir ár þrátt fyr- ir fagurgala stjórnmálamanna fyrir kosningar ár eftir ár. En hvar var ábyrgð stjórnmálamanna? Með því að verðtryggja hveija krónu hefur nú tekist að skapa þolanlegt ástand. En ekki hefur þessu marki fyrr verið náð en ein- stakir „hugsjónamenn" fara að hrópa um það að nú beri að afnema vísitölubindingar á lánum, líklega í þeim tilgangi að hægt verði að hefja sömu vitleysuna á ný. Vel má skoða hvað gerðist ef vísitölubinding yrði afnumin. Ekki er að spyija á því að verðbólgan færi af stað á ný og yrði svona hundrað til tvöhundruð prósent á ári eins og þegar best lét á árunum. Fólk myndi að sjálfsögðu keppast við að forða sparifé sínu úr bönkum og veðbréfum, fjárfesta í stein- steypu, drífa sig í sólarlandaferðir eða sanka að sér alls konar inn- fluttu drasli. Þetta myndi að sjálf- sögðu skapa tímabundna þenslu sem einhveijir myndu græða á en þegar fram í sækti færi málið að vandast. Það er ekki sama hvernig farið er með peninga en það lærist sumum fyrst þegar komið er á von- arvöl. Eins og dæmin sanna er illa far- ið með fjármuni þegar slík ringul- reið myndast. Ekki er nóg með að peningum sé ausið í hreina vitleysu af einstaklingum heldur hafa fyrir- tæki tilhneigingu til hins sama hvort sem þau eru' ríkisrekin eða rekin af einstaklingum. Þegar vext- ir af lánum eru neikvæðir keppast allir við að taka lán en hugsa minna um hvort atvinnustarfsemin sem þau ganga tfl sé arðbær eður ei. Um þetta höfum við fjölmörg dæmi frá verðbólguárunum þegar mikil verðmæti fóru í súginn af þessum sökum. Því hefur verið velt upp að ef til vill væri endanlega lausnin að leggja niður íslensku krónuna, íslenskir stjórnmálamenn séu ein- faldlega ekki færir um að stjórna efnahagslífinu. Nú er rætt um sam- eiginlega Evrópumynt og satt að segja yrði hún himnasending fyrir okkur íslendinga. Þá væri hægt að leggja niður Seðlabanka, Þjóðhags- stofnun og allar þessar dýru en óskilvirku peningastofnanir sem hafa alls ekki staðið sig sem skyldi. Sparifáreigendur hefðu þá sín mál á hreinu og gætu notið sambæri- legra kjara og gerist í nágranna- löndunum. Þetta væri fullkomin lausn en þangað til hún næst verða sparifjáreigendur að veita stjórn- málamönnum aðhald og gæta sinna hagsmuna. Sparifjáreigandi Víkveiji skrifar Gagnrýni á verkmenntakerfíð fer vaxandi meðal ráðamanna í iðnaði hér á landi. Fyrir skömmu hlustaði Víkveiji á mann sem vinn- ur að verkmenntamálum sjálfur lýsa skoðunum sínum á skólunum. Hann sagði eitthvað á þá leið, að í fyrstu hefðu skólarnir verið fyrir nemendur, síðan fyrir kennara og núna væru þeir fyrir sjálfa sig. Svipaða lýsingu heyrði Víkveiji hjá öðrum menntamáiafrömuði. Hann nefndi sem dæmi tungumála- kennslu sem hann sagði ekki upp- fylla þær kröfur sem atvinnulífíð gerði til nemenda sem búnir væru að Ijúka námi. Nemendur í verk- námi þurfa að loknu námi að lesa alls kyns tæknilegar bókmenntir, en í skólanum er þeim kennt á allt öðrum nótum. Þar gengur tungu- málakennslan meira út á sígildar bókmenntir, t.d. skáldsögur og smásögur. Þetta sagði viðmælandi Víkveija benda til þess að kennslan mótaðist fremur af kunáttu kenn- ara en þeirri þörf sem fyrir hendi vséri. Sagði hann að víðar mætti fínna þess merki að kennsla væri fyrst og fremst miðuð það nám sem kennarar hafa sjálfir lagt að baki. Bílastæðivandinn í miðbænum er orðinnyfirþyrmandi. Fram- kvæmdir standa yfír í Gijótaþorpi, þannig að bílastæðahúsið við Vest- urgötu er lokað um þessar mundir. Það veldur því að fleiri slást um þau fáu stæði sem í boði eru þarna í nágrenninu. Hitt fínnst Víkveija, að framkvæmdimar í Gijótaþorpi, lagning hellusteina um Mjóstræti, veldur því að bílastæðum í Gijóta- þorpi fækkar til frambúðar. Víkverji leitaði að stæði um daginn, ók nokkra hringi í miðbænum, fann ekkert stæði fyrr en vestur á Granda. Leitin að stæði og gangan að vinnustað við Aðalstræti tók lengri tíma en akstur úr Breiðholti niður í miðbæ. Næsta dag tók Víkveiji því strætó og var helmingi fljótari í vinnuna. Músa- og rottugangur er plága víða um heim. Mýs er auð vit- að hægt að veiða á hefðbundinn hátt í gildrur, en mörgum hrýs hugur við aðferðinni, sem er heldur ruddaleg. Músavinafélagið hefur jafnvel séð ástæðu til að mótmæla ómannúðlegu drápi músa og gott ef Grænfriðungar hafa ekki einnig látið málið til sín taka. En nú er þetta vandamál úr sögunni. Dansk- ur verkfræðingur hefur hannað nýja gerð af músagildrum, sem hann selur nú um allan heim undir vörumerkinu Combi-Cat. Gildran- er þannig gerð, að plaststykki er skrúfað framan á venjulega sultukrukku og stendur stykki þetta á tveimur fótum, þannig að krukkan liggur. Inn í krukkuna er settur ostur (hvað annað!), en um leið og músin gengur inn í krukkuna skell- ur aftur lok, sem er þannig að ómögulegt er að opna það innanfrá. Eigandi gildrunnar getur síðan ákveðið hvað hann gerir við mús- ina, auðveldast er ad sieppa henni út í guðs græna náttúruna (að sum- arlagi). Þá ber þess að geta að danski verkfræðingurinn hefur hannað með svipaðri tækni sérstak- ar gildrur fyrir slöngur. í stað sultukrukkunar kemur 1 metra langt rör með hurðum á báðum endum. « I « « « « «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.