Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990
Togaraútgerð Vest-
fjarða kaupir Hafþór
Sjávarútvegsráðuneytið og Togaraútgerð Vestfjarða hf. á Isafirði
undirrituðu á föstudag yfirlýsingu um samkomulag um kaup fyrir-
tækisins á Hafþóri RE, togara Hafrannsóknastofnunar, að sögn
Gylfa Gauts Péturssonar lögfræðings ráðuneytisins.
Togaraútgerðin bauð 200 millj-
ónir króna í skipið og 50 milljóna
króna útborgun en sjávarútvegs-
ráðuneytið samþykkir 100 milljóna
króna veð í skipinu sjálfu. Ráðu-
neytið krafðist hins vegar banka-
ábyrgðar fyrir mismuninum, 50
milljónum. Hafþór RE er með 660
tonna rækjukvóta og 165 tonna
þorskkvóta.
Samningur um kaup Togaraút-
gerðar Vestfjarða hf. á Hafþóri
RE verður undirritaður þegar eftir-
Trékyllisvík:
Fulltrúar
Gideonsfé-
lagsins kom-
ust yfir Veiði-
leysuháls
Trékyllisvík.
í HAUST hefur tíð hér fyrir
norðan verið frekar leiðinleg
þótt ekki hafi verið nein stórveð-
ur.
Undanfarna daga hefur vegur-
inn yfir Veiðileysuháls verið ófær
vegna snjókomu. Von var á tveim
tannfræðingum frá heilbrigðis-
ráðuneytinu í Finnbogastaðaskóla
en þeim var ráðlagt að snúa við í
Bjarnarfirði. Nokkrum dögum áður
höfðu tveir menn frá Gideonfélag-
inu komist yfir hálsinn með hjálp
Guðs og góðra manna til þess að
færa 10 ára bömum Nýja testa-
mentið. Miðvikudaginn 17. október
var síðan hálsinn ruddur og spáð
er góðri færð næstu daga.
- VHansen
farandi skilyrði hafa verið uppfyllt:
Bankastjórn íslandsbanka hefur
staðfest ábyrgð bankans fyrir 50
milljónum króna af kaupverði Haf-
þórs. Hins vegar er eftir að útbúa
bankaábyrgðarskjalið en afhenda
á það eftir helgi.
Frysti- og rækjuvinnslubúnaður
og fleiri tæki um borð, sem fylgja
eiga með í kaupunum, eru nú eign
útgerðar Hafþórs sf., sem tók skip-
ið á leigu, en seljandi og útgerðin
hafa gert samkomulag um að verð-
mæti tækjanna verði metið af
matsmönnum og innlausnarverð
seljanda miðist við það. Þetta mat
á að liggja fyrir í næstu viku.
í þriðja lagi verði fram að af-
hendingu skipsins sérstaklega
kannaðar af hálfu seljanda hugs-
anlegar lögveðs- og sjóveðskröfur
og þær verði greiddar sem allra
fyrst.
-------7-------------------------
Eldur laus í malbiki
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Tilkynnt var um eld í tveimur 80 tonna malbikstönk-
um við Malbikunarstöðina við Sævarhöfða 6 til 12
um hálfsjöleytið í gærmorgun. Slökkviliðið kom á
vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn, sem
var í einangrun og klæðningu utan um tankana.
Eldsupptök er ókunn. Reykjavíkurborg á tankana.
Stjórn Arnarflugs leitar til skiptaráðanda:
Bú Arnarflugs hf. verði
tekið til gjaldþrotaskipta
Skip Green-
peace vænt-
anlegt til
Reykjavíkur
GREENPEACE, skip sam-
nefndra samtaka, er væntanlegt
til Reykjavíkur og mun verða þar
dagana 23. til 25. október næst-
komandi, segir í fréttatilkynn-
ingn frá samtökunum.
Þetta sama skip hefur undan-
farnar vikur verið í Sovétríkjunum
og meðal annars fóru fjórir menn
í land í Novaja Zemlja til geislamæl-
inga.
STJÓRN Arnarflugs hf. óskaði eftir því við skiptaráðandann í
Reykjavík í gær að bú félagsins verði tekið til gjaldþrotaskipta og
er búist við úrskurði þar um eftir helgina. Á fundi með fréttamönn-
um í gær sögðu Geir Gunnarsson, stjórnarformaður félagsins, og
Kristinn Sigtryggsson, framkvæmdastjóri þess, að gjaldþrotið yrði
vissulega stórt, en afstaða ríkisvaldsins til félagsins og nokkurra
ára skuldabaggi væru helsta ástæða þess að áframhaldandi rekstur
væri ekki mögulegur, þrátt fyrir mikinn stuðning almennings. Þeir
sögðu einnig, að eignir félagsins væru metnar á 130-150 milljónir,
en skuldir umfram þær væru hundruð milljóna króna. Ekki væri
hægt að tilgreina skuldirnar nánar, þar sem bókhald félagsins væri
ekki uppgert að fullu.
í máli Geirs Gunnarssonar og
Kristins Sigtryggsonar kom fram,
að stærstu lánardrottnar Amar-
flugs hf. era ríkissjóður og hol-
lenska flugfélagið KLM. Þeir sögðu
að það væri bústjóra þrotabúsins
að finna út hvernig raunverulegt
uppgjör við ríkissjóð yrði, til dæmis
hvort ríkissjóði bæri að greiða sölu-
hagnað vegna þjóðarþotunnar svo-
kölluðu inn í búið. Þó væri ljóst að
um 100-120 milljónir féllu á ríkið
vegna gjaidþrotsins. Inni í þeirri
tölu væri mia. launaskuld félagsins,
sem næmi um 20 milljónum. Hugs-
anlega hefði mátt koma í veg fyrir
að ríkið sæti uppi með þetta með
því að veita Amarflugi greiðslu-
stöðvun og úthluta ísflugi flugleið-
um þeim, sem Arnarflug hafði í
millilandaflugi. „Greiðslustöðvun
hefði getað tryggt stöðu lánar-
drottna,“ sagði Geir. „Ef ísflug
hefði' fengið flugleiðir Arnarflugs
og þannig getað veitt starfsfólki
Amarflugs áframhaldandi atvinnu,
þá hefði verið hægt að forða ríkis-
sjóði frá þvi að greiða launaskuld
Arnarflugs.“
Geir og Kristinn sögðu að skuld-
ir við hollenska flugfélagið KLM
næmu um 100-110 milljónum
króna. Síðustu vikurnar störfuðu
rúmlega 20 manns á skrifstofum
Arnarflugs, en milli 40-50 manns
voru á launaskrá. Tap á rekstri
félagsins síðastliðin tvö ár nam um
430 milljónum og fyrir átta mánuði
þessa árs nam tapið um 120 milljón-
um. I ársreikningi fyrir síðasta ár
var eigið fé félagsins neikvætt um
680 milljónir króna, en samkomulag
við fjármálaráðherra um niðurfell-
ingu á skuldum og að söluhagnaður
af þjóðarþotunni svokölluðu rynni
til félagsins átti að bæta eiginfjár-
stöðu um 360 milljónir króna.
Hugmyndir um að ísflug keypti
éignir Arnarflugs og tæki við flugi
á flugleiðum þess fólu í sér að ís-
flug keypti húseignir, áhöld, vara-
hluti, vörabirgðir, tölvukerfi, fjar-
skiptakerfi og uppbyggingu á
mörkuðum. Undanfarna mánuði
hafa forsvarsmenn Arnarflugs átt
viðræður við írska flugfélagið
Emerald Air og í greinargerð Arn-
arflugs með ósk félagsins um
greiðslustöðvun kom fram, að sam-
vinna við írska flugfélagið myndi
færa Arnarflugi/ísflugi stóraukin
verkefni og gjörbreyttan rekstrar-
grundvöll. Þá hafði verið rætt við
stærstu lánardrottna félagsins um
hugsanlegar niðurfellingar skulda
eða breytinga í hlutafé. í greinar-
gerðinni era nefnd flugfélögin
KLM, Air Lingus í írlandi, Sabena
í Belgíu og Aviation Sales í Banda-
ríkjunum.
Breskt ferðaskrifstofufólk til ísiands:
200 þús. kr. demantur
í verðlaun í ratleik
HÓPUR sölufólks frá ferðaskrif-
stofum í Bretlandi mun dvelja
hér á landi um helgina. Fýrirhug-
að er að fólkið, sem hlotið hefur
íslandsferðina sem vinning fyrir
fjölda seldra ferða, fari í nokk-
urs konar ratleik í miðbæ
Reykjavíkur .þar sem það mun
leita uppi tiltekna staði og svara
spurningum um þá. Sigurvegari
leiksins fær demant í verðlaun,
að andvirði rúmlega 200.000
íslenskra króna.
Heimildir til innlends leignflugs:
Rýmkun virðist frekar þrengja
að markaðnum en opna hann
— segir formaður Félags ferðaskrifstofa
HELGI JÓHANNSSON formaður Félags ferðaskrifstofa segir,
að ef í þeirri fyrirætlun samgönguráðherra, að rýmka heimildir
innlendra flugfélaga til leiguflugs, felist að ekki megi semja við
erlenda aðila um leiguflug, sé í raun verið að þrengja markaðinn
og styrkja stöðu Flugleiða.
„Samvinnuferðir eru stærsti
einstaki viðskiptavinur Flugleiða
hvað leiguflug snertir, og þeir
hafa nú tilkynnt okkur að ekki
séu tök þar á bæ að sinna neinu
leiguflugi fyrir okkur á næsta
ári. Við verðum að leita fyrir okk-
ur annars staðar. Við vitum þá
eiginlega ekki hvert við eigum að
snúa okkur, ef það verða að vera
íslenskir aðilar. Þeir eru engir til,
og ég sé raunar engan íslenskan
aðila sem gæti stofnað flugfélag
sem lifír á að fljúga leiguflug fyr-
ir íslendinga á sumrin,“ sagði
Helgi, en hann er forstjóri Sam-
vinnuferða.
Hann sagði að samgönguráðu-
neytið yrði að skilgreina betur
hvað það ætti við með rýmkun
heimilda íslenskra félaga til leigu-
flugs. Ef það merki, að einskorða
eigi Ieiguflugsieyfí til íslenskra
félaga geti það m.a. þýtt að Flug-
leiðir fái vald til að stöðva leigu-
flug á íslandi.
„Eins og þetta hljómar, virðist
maður geta valið alla liti þama,
svo framarlega sem þeir séu allir
svartir. En ég trúi því ekki að það
sé meining samgönguráðherra að
leggja niður hið hefðbundna leigu-
flug íslensku ferðaskrifstofanna
til útlanda, með því að koma í veg
fyrir að erlendir aðilar fljúgi hing-
að leiguflug. Þetta er því vonandi
misskilningur minn, en ef ekki þá
værum við nánast komnir aftur í
miðaldir í þessum efnum,“ sagði
Helgi Jóhannsson.
„Tilgangur ferðarinnar og rat-
leiksins er að láta þetta fólk kynn-
ast Reykjavík, því það selur mjög
mikið af svokölluðum helgarpökk-
um til allra staða í Evrópu og
Reykjavík er þar tiltölulega nýkom-
in inn sem valmöguleiki," sagði
Steinn Lárasson yfirmaður skrif-
stofu Flugleiða í London, í samtali
við Morgunblaðið.
Lagt verður af stað í ratleikinn
eftir hádegi í dag við Hótel Sögu
og gengið í gegnum bæinn að Hót-
el Esju. A leiðinni þarf fólkið að
leita uppi tiltekna staði og svara
spumingum sem það hefur með sér
í gönguferðina á nokkurs konar
prófblöðum. Sigurvegari ferðarinn-
ar, sá sem flesta staði fínnur og
best getur svarað spurningunum
mun síðan fá að launum demant,
að andvirði rúmar 200.000 krónur. ’
Að sögn Steins er vonast til að
þessi kynning verði til þess að áhugi
sölufólksins á Islandi aukist og þá
um leið fjöldi ferða breskra ferða-
manna hingað.