Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 15 Símon ívarsson ekki of dýrt. Svarið er nei. Ekki ef við erum virk og hlúum vel að tónleikahaldinu. Annars konar fyrirkomulag tónleika Hins vegar þarf að athuga hvort ekki er ástæða til að endurskoða það tónleikaform sem hingað til hefur viðgengist. T.d. væri hugsan- legt að tónlistarfólk á viðkomandi stað taki þátt í einu eða fleiri verk- um tónleikanna. Nemendurviðkom- andi hljófæris gætu spilað í lok tón- leikanna. Tónleikar gætu verið f formi „kaffikonserts" o.s.frv. Stjórn TBÍ hefur lýst sig reiðubúna til að veita aðstoð við stofnun tónlistarfé- laga, en tóninum hefur verið varpað yfir til bspjar- og sveitarfélaga. Hér þarf að snúa vöm í sókn. Kjörorðið er: „Stofnum tónlistarfélög og efl- um þau sem eru starfrækt nú þeg- ar.“ Höfundur er gítarleikari og formaður Tónlistarbandalags íslands. STÆRSTA BUDDAN eftirLilju Hallgrímsdóttur Það er ef til vill ekki tilviljun að á sl. tveimur áram hefur félags- mönnum Neytendafélags höfuð- borgarsvæðisins (NH) fjölgað úr fimm þúsund í fjórtán þúsund með- limi. Kaupmáttur atvinnutekna á mann hér á landi hefur aðeins auk- ist um 0,5% á árunum 1980-’90 og kaupmáttur heildarlauna um 0,3% á sama tíma. Hins vegar hefur kaupmáttur launa í OECD-löndum aukist um 11,3% 1980-’90. Hlutfall óbeinna skatta er einnig hærra hér og kemur það fram í verðlaginu. Neytendur gera kröfu um afnám hafta. Neytendur gera kröfu um lífskjör, sem ekki eru síðri en í þeim löndum sem við höfum hingað til getað míðað okkur við. Neytendur munu ekki láta bjóða sér áfram- haidandi rýrnun kaupmáttar miðað við önnur lönd. Miklu varðar að við sem sjáum um stærstu buddu lands- ins (heimilisbudduna) séum vel á verði og nýtum mátt okkar til að hafa áhrif á verðlagið. Þrýstum á fijálsan innflutning, hagkvæmni og afnám einokunar. Neytendur beij- ast fyrir lækkun vöruverðs, vegna þess að þeim finnst ekki eðlilegt að fjölskyldur þurfi að eyða stórum hluta af launum í mat svo dæmi sé tekið og að þeim finnst að við eigum að sitja við sama borð og aðrar þjóðir með tilliti til vöruverðs. Öryggi, upplýsingar, val, áheyrn, bætur, fræðsla og umhverfi eru þær sjö lágmarkskröfur sem neytendur hafa sett fram. Neytendur geta haft áhrif, ef þeir láta að sér kveða. Ég hef setið í stjórn NH í nokkur ár og verið formaður þess sl. tvö ár. Við munum kjósa nýjan formann á aðalfundi félagsins í kvöld þar sem ég gef ekki kost á mér áfram. Ég þakka ánægjulegt samstarf undanfarin ár og óska næstu stjóm allra heilla. Ég hef gefið kost á mér „Miklu varðar að við sem sjáum um stærstu buddu landsins (heimil- isbudduna) séum vel á verði og nýtum mátt okkar til að hafa áhrif á verðlagið.“ í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Ég vona að ég fái brautargengi í þeim kosningum svo ég megi halda frammi kröfum neytenda á Alþingi. Höfundur er fráfarandi formaður NH, á sæti í miðstjórn SjálfstæðisHokksins og tekur þátt í prófkjöri flokksins í Reykjaneskjördæmi. Skrifstofa stuöningsmanna ÓLAFS ÍSLEIFSSONAR er d BergstaÖastrœti 86, símar 20994 og 13260. Opið frá hádegi alla daga. Allir velkomnir. Ótafí öruggt sæti, 7. sætið Lilja Hallgrímsdóttir Metsölublað á hvetjum degi! Bómullarpeysur fré ■bw irtlMfete dgnffi-v.. z :a- Síís 1 'Síl HHIH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.