Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990
Aukakosningar í Eastbourne:
íhaldsmenn tapa sætí
sem heir áttu frá 1906
London. Reuter.
BRESKI íhaldsflokkurinn beið hnekki í gær er hann tapaði einu
öruggusta þingsæti sínu í aukakosningum í Eastbourne á suður-
strönd Englands. Flokkurinn hefur haldið þessu kjördæmi frá 1906
en frambjóðandi Frjálslyndaflokksins, David Bellotti, vann það nú.
Efna varð tii aukakosninga í
Eastbourne vegna morðsins á Ian
Gow sem beið bana í sprengjutil-
ræði írska lýðveidishersins (IRA) í
júlí sl. Hann var einkavinur Margar-
et Thatcher forsætisráðherra.
Gow vann þingsæti Eastbourne
með 17.000 atkvæða meirihluta í
■ BERLÍN - Um 150 vopnaðir
lögreglumenn réðust til inngöngu í
höfuðstöðvar Flokks hins lýðræðis-
lega sósíalisma, áður kommúnista-
flokksins í Austur-Þýskalandi í
gær. Þrátt fyrir sex tíma leit fund-
ust engar sannanir fyrir því að
flokkurinn hefði dregið sér hundrað
milljónir marká, 3,6 milljarða ÍSK,
af almannafé eins og hann hefur
verið sakaður um.
■ PJONGJANG - Kínverjar
hyggjast beita neitunarvaldi gegn
einhliða umsókn Suður-Kóreu-
manna um aðild að Sameinuðu þjóð-
unum, að því er Kang Sok-ju, að-
stoðarutanríkisráðherra Norður-
Kóreu, sagði í gær. Norður-Kóreu-
menn vilja að kóresku ríkin sæki
um að fá einn sameiginlegan fasta-
fulltrúa hjá SÞ, sem greiði ekki
atkvæði ef ágreiningur kemur upp
á milli ríkjanná. Suður-Kóreumenn
Vilja hins vegar að hvort ríkið um
sig sæki sérstaklega um aðild
síðustu þingkosningum en í auka-
kosningunum nú vann Bellotti það
með 4.550 atkvæða mun. Verka-
mannaflokkurinn fékk aðeins rúm
2.000 atkvæði enda ekki haft telj-
andi fylgi í kjördæminu um langa
hríð.
Er litið á úrslitin sem einn versta
skell Thatcher frá því hún tók við
vöidum 1979. Þau þykja ekki gefa
henni tilefni til þess að boða til
kosninga á miðju næsta ári eða ári
fyrr en þörf er á. Telja íhaldsmenn
sig hafa haft pólitískan meðbyr síð-
ustu vikur eftir að ákveðin var að-
ild breska pundsins að evrópska
myntbandalaginu. í gær spáðu veð-
mangarar hins vegar öruggum sigri
Verkamannaflokksins í næstu
kosningum.
Ahrifamenn í íhaldsflokknum
gerðu lítið úr úrslitunum í gær og
sögðu að á annan veg myndi fara
í næstu kosningum. Hér væri um
ákveðin mótmæli að ræða gegn
réttmætum aðgerðum sem stjóm
Thatcher hefði orðið að grípa til að
undanfömu til þess að snúa verð-
bólguþróuninni við. Hefur verð-
bólga þrefaldast á undanfömum
tveimur áram og er nú 10,9%.
Thatcher var við vinnu í embætt-
isbústað sínum í Downingstræti er
úrslitin bárast klukkan eitt í fyrri-
STEIKAR-
HLBOÐ
föstudag, laugardag, sunnudag
N AUTAGRILLSTEIK
BÖKUÐ KARTAFLA, KÓK.
kr. 695.-
SVÍNAGRILLSTEIK
BÖKUÐ KARTAFLA, KÓK.
nótt. Venja er að leiðtogi íhalds-
flokksins sendi samúðarskeyti þeg-
ar liðsmaður tapar kosningu. Hún
breytti þó út af þeirri venju að
senda frambjóðanda flokksins í
Eastboume, Richard Híckmet, sam-
úðarkveðju. Hinn 42 ára gamli
Hickmet hefur verið gagnrýndur
fyrir hvassa framgöngu í kosninga-
baráttunni. Honum varð tíðrætt um
morðið á Gow og sagði m.a. í kosn-
ingabæklingi að ynni hann ekki
stórsigur bæri að skoða úrslitin sem
stuðningsyfirlýsingu við hryðju-
verkastarfsemi. Framganga hans
þótti í hróplegu ósamræmi við hóf-
semi Gows.
Eastboume hefur þótt eitt af 25
öruggustu kjördæmum íhalds-
flokksins og sætið heyrt flokknum
til síðan 1906. Þrátt fyrir úrslit
aukakosninganna hefur flokkurinn
100 sæta meirihluta í neðri mál-
stofu breska þingsins en þar sitja
650 þingmenn.
Reuter
Sprenging í tékkneskri kolanámu
Óttast er að allt að 30 námumenn hafi beðið bana í sprengingu í
1. maí-kolanámunum við borgina Ostraava í Tékkóslóvakíu í fyrra-
dag. í gær höfðu lík 21 fundist. Starf björgunarmanna hefur gengið
erfiðlega vegna gijóthruns neðanjarðar, Myndin var tekin er björgun-
armenn bjuggust til ferðar niður í.göngin í gær.
Viðskiptabanns SÞ farið að gæta í írak:
Bensínskömmtun tekin upp
Bagdad, Washington, Lundúnum. Reuter.
ÍRÖSK stjórnvöld tilkynntu í gær að bensín yrði skanimtað í landinu
frá og með næsta þriðjudegi og viðurkenndu þar með í fyrsta sinn
að viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna væri farið að hafa áhrif í
landinu. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði þó að
langan tíma gæti tekið að koma Saddam Hussein íraksforseta frá völd-
um með viðskiptabanninu einu. Hann kvað því Bandaríkjastjórn beita
sér fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun, sem
heimilaði að hervaldi yrði beitt gegn írökum.
Issam Abdul-Rahim al-Chalabi,
olíumálaráðherra íráks sagði að olíu-
framleiðsla Iraka hefði minnkað úr
2,8 milljónum fata á dag fyrir við-
skiptabannið 6. ágúst í 350-400.000.
Chalabi sagði að Irakar notfærðu sér
ekki olíulindirnar í Kúvæt.
Ráðherrann svaraði ekki spum-
ingum um hversu lengi írakar gætu
haldið áfram að vinna bensín og
neitaði að ræða hvaða áhrif bensín-
skorturinn í landinu hefði á her
landsins, sem er með eina milljón
manna undir vopnum og þar af er
tæpur helmingur í eða við Kúvæt.
Skorts á bensíni hafði tekið að
gæta víða í írak f síðustu viku. Lang-
ar bílaraðir mynduðust við bensín-
stöðvar í Bagdad í gær eftir að til-
kynnt hafði verið um skömmtunina.
Chalabi sagði að írökum yrðu út-
hlutaðir bensínkvótar um helgina og
byijað yrði að dreifa skömmtunar-
miðum til bílstjóra í dag. „Eina
ástæðan fyrir þessu er að við viljum
tryggja að birgðir okkar af aukaefn-
um, sem nauðsynleg era til að vinna
bensín, nægi eins lengi og hægt er.“
írakar hófu matarskömmtun í
september en vestrænir fréttaritarar
í landinu segjast ekki sjá nein merki
matarskorts í verslunum.
James Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, skýrði utanríkismál-
anefnd fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings frá því í gær að Bandaríkja-
menn hefðu hafið óformlegar viðræð-
ur við önnur ríki um möguleikann á
því að Sameinuðu þjóðirnar heimil-
uðu valdbeitingu gegn írökum. Hann
bætti við að sér hefði komið á óvart
hversu jákvæð viðbrögð þeirra hefðu
verið. Hann kvaðst telja að nokkur
arabaríki, svo sem Egyptaland, Sýr-
land og Saudi-Arabía, myndu taka
þátt í árás á írak ef Sameinuðu þjóð-
irnar heimiluðu hana. Nokkur Evrð-
príki væru hlynnt árás.
Edward Heath, fyrrverandi fór-
sætisráðherra Bretlands, fór í gær í
einkaheimsókn til íraks til að reyna
að fá Saddam Hussein til að sleppa
Vesturlandabúum, sem haldið er í
gíslingu í írak og Kúvæt.
Dana tekst
að flýja írak
Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
DÖNSKUM gísl, 61 árs tannlækni
og lækni, hefur tekist að flýja frá
Irak. Enn eru 34 Danir í landinu
og ekki er útlit fyrir að þeir kom-
ist úr landinu í bráð.
Danski sendiherrann í Bagdad,
Torben Dithmer, segir að írösk yfír-
völd hafi ekki svarað beiðnum sendi-
ráðsins um að Dönunum verði heimil-
að að fara úr landinu.
Markaðshagkerfi í 4 þrepum
HÉR á eftir verður stiklað á
stóru í efnahagsáætlun Míkhaíls
Gorbatsjovs, forseta Sovétríkj-
anna, sem samþykkt var í gær:
I — Neyðarráðstafanir
Fjárlagahallinn sem metinn er á
60 milljarða rúblna (5.400 milljarða
ÍSK) verður minnkaður með því
að draga úr útgjöldum ríkisins og
stjórna seðlaprentun. Komið verður
á fót nýju seðlabankakerfi þar sem
svigrúm er fyrir seðlabanka í
hveiju lýðveldi og banka sem hafa
hagnað að leiðarljósi. Vextir á
sparifé verða hækkaðir stórlega til
að fá einstaklinga til að leggja fé
sitt á banka en talið er að almenn-
ingur geymi gífurlegt fé í heima-
húsum. Talið er að ótti við verð-
bólgu í kjölfar þess að fijáls verð-
myndun verður leyfð styðji þessa
ráðstöfun. Stutt verður við fram-
leiðslu neysluvöru og reynt að
koma í veg fyrir að iðnframleiðsla
dragist saman. Verðlagseftirliti
með smásöluverði munaðarvöru
verður aflétt. Verð á eldsneyti verð-
ur hækkað í þrepum. Byijað verður
að bjóða fasteignir ríkisins til sölu
og eignarréttur á jarðnæði endur-
skipulagður. Komið verður „skikk“
á viðskipti við útlönd.
II — Fjármálastjórn
Nákvæmt eftirlit verður haft
með peningamagni í umferð meðan
fijáls álagning á flestum vörum
fyrir utan eldsneyti og nauðsynjar
verður innleidd. Laun verða tengd
við verðbólgu. Lítil ríkisfyrirtæki
verða boðin til sölu og gripið til
ráðstafana til að styrkja ramma
markaðskerfis. Lýðveldum og hér-
aðsstjórnum verður heimilað að
beita verðlagshöftum.
III — Myndun markaðar
Hraðað verður myndun eiginlegs
markaðar og áhersla lögð á að
fylla búðir af neysluvöra. Viðskipti
með húsnæði verða látin lúta mark-
aðslögmálum. Komið verður á fót
samtökum vinnuveitanda og verka-
lýðsfélög endurskipulögð. Forsend-
ur skapaðar fyrir vinnumarkaði.
Sett verða lög um lágmarkslaun
byggð á lágmarksframfærslu-
kostnaði. Ekkert þak verður á tekj-
um. Dregið verður úr hinni hörðu
peningastjórnun til þess að ýta við
framleiðslu og fjárfestingum.
IV — Stöðugleika náð
Neytendur ættu nú að verða
varir við aukið vöruframboð sem
hlýst af aukinni samkeppni. Einka-
væðingunni verður hraðað veru-
lega og markaðurinn styrktur enn
frekar, einkum í smáiðnaði, land-
búnaði og þjónustugreinum. Þegar
lögmálið um franiboð og eftirspum
er farið að verka ætti rúblan að
vera orðin alvöra gjaldmiðill innan-
lands. Fyrirtækjum, innlendum
sem erlendum, verður heimilað að
skipta rúblum fyrir gjaldeyri á
markaðsverði. Þetta mun laða að
erlenda fjárfestingu, þekkingu og
tækni. Litið er á það sem fjarlægt
markmið að rúblan verði gjaldgeng
á alþjóðamarkaði.