Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 - Stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, frá vinstri: Hjörtur Her- mannsson, Sigurður Einarsson, Hilmar Rósmundsson, Leifur Arsæls- son, Þórður Rafn Sigurðsson, Oskar Matthíasson og Magnús Kristins- son. Á myndina vantar Gísla Val Einarsson. * Utvegsbændafélag Vestmannaeyja 70 ára: k...... Oft sviptingasamt Morgunblaðið/Sigurgeir Jónason Séð yfir hluta Vestmannaeyjahafnar þar sem siglutrén eru eins og þéttur skógur. í útgerð í stærstu verstöð landsins 10,43% af öllum kvóta landsins 1 Eyjum Útvegsbændafélag Vestmannaéyja var stofnað 20. október 1920 en hét um árabil Útvegs- og atvinnurekendafélag Vestmannaeyja. Fyrsti formaður var Viggó Björnsson bankastjóri en félagið var fyrsta félag útvegsmanna á landinu. 153 voru í félaginu 1927 og greiddu þá 5 krónur í árgjald, sama árgjald var 1937 en þá voru 153 í félaginu. Hlutverk félagsins hefur alla tíð verið að gæta hagsmun- ar og hagræðingar í útgerð í Vestmannaeyjum, stærstu verstöð lands- ins. I tilefni afmælisins ræddi Morgunblaðið við nokkra útvegsbænd- ur í Eyjum. „í upphafí félagstofnuparinnar voru menn sendir utan til að kanna hagræðingu í útgerð m.a. í Noregi“ sagði Hilmar Rósmundsson formað- ur Útvegsbændafélags Vestmanna- eyja, „en hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna útgerðarinnar, halda félögum saman og mynda félagsskap um öll þau mál sem á brenna“. Nú eru í félaginu 60 bátar og 56 útgerðarmenn sem eiga flota upp á alls 12.198 tonn á móti nokkr- um hundnið tonnum í upphafi fé- lagsins. Á síðustu þremur árum hefur floti Eyjamanna stækkað um 20% og Vestmannaeyjar eru óum- deilanlega stærsta verstöð landsins með 10,43% af öllum kvóta lands- ins. Næst stærsta verstöðin, Reykjavík, er með 8,15%. Auk Viggós Bjömssonar hafa eftirtaldir menn verið formenn út- vegsmanna í Eyjum: Jónas Jónsson til 1954 eftir að Viggó lét af for- mennsku, Björn Guðmundsson til 1962, Jóhann Pálsson til 1966, Björn Guðmundsson aftur og þá til 1979, Kristinn Pálsson til 1986 og Hilmar Rósmundsson síðan. Út- vegsbændafélag Vestmanneyja hafa alla tíð verið með öflugustu útvegsmannafélugum landsips en það er 20 árum eldra en L.Í.Ú. sem átti hálfrar alda afmæli í fyrra. „Víst eru menn uggandi um framhaldið það er mikið áhyggju- efni að allir helstu nytjastofnar við landið eru fullnýttir og útlitið er t.d. mjög dökkt með loðnuna“ sagði Hilmar Rósmundsson í sambandi við Morgunblaðið, „en Vestmanna- eyjar njóta hins vegar sterkrar stöðu og hlutfall verðmæta úr sjó hefur um langt árabil verið á bilinu 10-15% frá Vestmannaeyjum“. „Við stjórnarmenn höfum verið að undirbúa afmælishátíð" sagði Magnús Kristinsson -útvegsbóndi í samtali við Morgunblaðið. „Aðal- fundur er á afmælisdaginn og hóf um kvöldið. Margir góðir gestir munu koma þeirra á meðal Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, Kristján Ragnarsson, form. L.Í.Ú og Björn Jósnson frá sjávarútvegs- ráðuneytinu“. í tilefni afmælisins ætlar félagið að gefa Byggðarsafni Vestmannaeyjar fimm glerkassa til að varðveita skipslíkön sem safnið á. Baráttumál Útvegsbændafélags Vestmannaeyja hefur alla tíð verið að berjast fyrir bættum hagsmun- um útvegsmanna og oft hefur félag- ið verið s.tefnumarkandi í sjávarút- vegsmálum. Þá hefur félagið alla tíð verið frumheiji í bættum örygg- ismálum sjómanna. Oft á tíðum hefur gustað verulega um útgerð í Eyjum og skemmst að minnast þess þegar 20 bátar voru auglýstir til sölu í Vestmannaeyjum. Þannig hafa gífurlegar sviptingar átt sér stað á löngu árabili en menn halda ótrauðir áfram. - á.j. Vestmannaeyjar: Nú er ekki nóg að vera dug’legnr Vestmannaeyjum. AFLASKIPIÐ Gullborg hefur gegnum árin skilað mörgum tonnum á land í Eyjum. Aflakóngurinn Binni í Gröf átti bátinn ásamt Ein- ari ríka Sigurðssyni og var skipstjóri á honum. Nú eiga synir Binna, Friðrik og Benóný, Gullborgina og hafa gert hana út í áraraðir. Morgunblaðið hitti þá bræður um borð í Gullborginni og spjallaði við Benóní. Bræðurnir Friðrik og Benóný Benónýssynir, synir Binna í Gröf. „Ég byijaði til sjós 14 ára með pabba og var mest megnis með honum þar til ég fór í stýrimanna- skólann. Árið 1970, þegar ég var í 2. stigi Stýrimannaskólans, létum við Friðrik bróðir smíða fyrir okkur 10 tonna bát í Bátalóni. Þann bát gerðum við út í þijú ár og var það upphafíð að útgerðarmennsku okk- ar. Árið 1973 seldum við Bátalóns- bátinn og keyptum Gullborgina af dánarbúi pabba og Einari ríka og höfum gert hana út síðan," segir Binni um útgerðarferil þeirra bræðra. Hann segir að fyrstu árin hafí þeir gert bátinn út á troll en síðan hafi þeir skipt yfir í netaveiði og verið á henni allt árið að undan- skildum tveim síðustu sumrum er þeir stunduðu lúðulínu. Binni segir kvótakerfið vera mestu breytinguna varðandi útgerð síðan hann byijaði í henni. „Aður var keppni um að fiska sem mest en nú verða menn að treina sér kvótann svo þeir verði ekki hrein- lega atvinnulausir seinni hluta árs- ins. Þá er einnig meira spáð í gæði fisksins og það verð sem fæst fyrir hann. Við á Gullborginni erum að fara á línu núna til þess að treina kvótann en helmingur þess sem veiðist á línu frá nóvember og fram í febrúar er utan kvóta,“ segir hann. Binni segir að það hafi alla tíð verið erfitt að gera út en þó væri það líklega enn erfiðara með til- komu kvótans. Sérstaklega ætti þetta við um þá sem væru með ný og afkastamikil skip í höndunum en hefðu kvóta af gömlum bátum sínum. „Það er örugglega mjög er- fitt að gera ný skip út í dag og nú dugar mönnum ekki að vera dugleg- ir og sækja stíft til að hala inn fyr- ir ijárfestingunni. Allt er bundið í kvótanum." Hann segist þokkalega sáttur við kvótakerfið en auðvitað megi um það deila hvort ekki hefði verið rétt að hafa sóknarmarkið áfram eins og verið hefur. Hann segist hlynnt- ur takmörkunum á útflutningi ferskfisks því hann óttist offramboð á mörkuðunum ef útflutningur verður gefinn fijáls. „Ég hef þá trú að útgerð geti blómgast hér áfram eins og hingað til en til að svo megi verða þurfa menn að nota alla sénsa. Drýgja kvótann sem mest og fá sem best verð fyrir fiskinn. Ef mönnum tekst það þá þarf engu að kvíða um framtíð útgerðar í Eyjum. Grímur Ingólfur Kristins- son - Afmæliskveðja Frændi minn og fóstri, Ingólfur Kristinsson frá Akureyri, er áttatíu ára í dag. Fyrstu kynni mín af „Údda“ eins og við litla systir mín kölluðum hann, voru í Kópavogi fyrir meira en 30 árum er hann tók okkur „í kleinu“ úti í kálgarði. Þá var mikið hlegið og skríkt af þeirri kátínu og gleði er ætíð hafa fylgt „kleinukarl- inum“ frá Akureyri. Og enn hlær þessi áttræði unglingur. Ég stend alltaf í mikilli þakkar- skuld við Ingólf og Grétu konu hans heitna fyrir að hafa tekið við mér á heimili þeirra að Helga- magrastræti 34 á Akureyri, hýst mig og fætt í fimm vetur árin 1963 til 1968. Það lýsir og greiðvikni Ingólfs og frændrækni að taka við villuráfandi unglingi að sunnan og hjartagæsku hans að ganga hönum í raun í föður stað. Ingólfur Kristinsson fæddist á Akureyri 20. október 1910. Foreldr- ar hans voru Kristinn Jósfesson (fæddur 1. ágúst 1863) á Krónu- stöðum, í Saurbæjarsókn og Guð- laug Stefanía Benjamínsdóttir (fædd 12. ágúst 1870) á Stekkjar- flötum í sömu sveit. Systur Ingólfs voru þrjár: Helga Sigríður fædd 27. júní í Samkomu- gerði. Magnúsína fædd 1. janúar 1900 á Æsustöðum og Guðrún fædd 24. október 1904, en hún dó 22. maí 1915. Ingólfur ólst upp á Akureyri en missti föður sinn ungur að aldri og þurfti snemma að byija að vinna fyrir sér. Hann vann m.a. við ullar- þvott og fleira á Gefjun og síðar á skrifstofu póstbátsins Drangs, en lengst vann hann hjá Akureyrarbæ í Sundlauginni eða í 25 ár. Á yngri árum stundaði hann íþróttir með íþróttafélaginu Þór og Leikfimifélagi Akureyrar og fór m.a. í sýningarferð til Reykjavíkur og víðar. Þá starfaði hann og lék með Leikfélagi Akureyrar og söng í mörg ár með Karlakórnum Geysi. 26. nóvember árið 1932 kvæntist Ingólfur Grétu Jónsdóttur (fædd 3. október 1910, dó 25. aprí! 1982) og eignuðust þau 6 mannvænleg börn. Þau eru: Hildur, maður henn- ar er Guðlaugur Tómasson og eiga þau 5 börn og 8 barnabörn. Örn, hans kona er Elsa Valgarðsdóttir og eiga þau 3 börn og 4 barna- börn. Örlygur, kona hans er Ása Jónsdóttir og eiga þau 4 börn og 4 barnabörn. Ingólfur, kona hans er Sigrún Valdimarsdóttii1 og eiga þau 5 börn og 4 barnabörn, Gréta, maður hennar er Sigurður Hall- grímsson og eiga þau 4 börn og 2 barnabörn, og Oi’var, kona hans er Erla Ólafsdóttir og eiga þau 2 börn. Eru barnabörnin því orðin 23 að tölu og barnabarnabörnin 22. Öll börn Ingólfs búa fyrir sunnan, nema

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.