Morgunblaðið - 25.10.1990, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990
Hrunamanna-
hreppur:
Góð uppskera
grænmetis
Syðra-Langholti.
UPPSKERA grænmetis hjá
garðyrkjubændum var með
betra móti í sumar, að sögn
Arnars Einarssonar garðyrkju-
bónda í Silfurtúni, formanns
Sölufélags garðyrkjubænda.
Enda var veðrátta hagstæð
mestan hluta sumarsins en eitt-
hvað töfðu miklir þurrkar fyrir
sprettu í júlíbyrjun, einkum þar
sem ekki voru fyrir hendi vökv-
unarkerfi í garðlöndunum.
Þá tjáði Öm fréttaritara að
sala grænmetis hefði verið með
besta móti enda hefði verðið verið
hlutfallslega lágt, sem eðililegt
væri í vemlegu offramleiðsluári.
í fyrra var fyrst tekin í notkun
hér á landi ný tegund af græn-
metiskæli, svonefndur votkælir.
Þar er lofti blásið gegnum 0 gráðu
heitt vatn og er raki í geymslunum
þá um 95% og er notaður svokall-
aður ísbanki til að halda vatninu
köldu. Aðeins þrír slíkir græn-
metiskælar hafa verið teknir í
notkun.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Þorleifur Jóhannesson garðyrkjubóndi á Hverabakka II við nýja
grænmetiskælinn.
Fréttaritari skoðaði einn slíkan
kæli á dögunum. Hann er hjá
Þorieifi Jóhannessyni á Hvera-
bakka II og er nýlega kominn í
notkun. Þorleifur kvaðst hiklaust
geta geymt hvítkál sem nýtt fram
til febrúarloka, kínakál og blóm-
kál fram um miðjan desember.
Það væri að vísu dýr framkvæmd
að setja upp slíkan kæli, en von-
andi yrði þetta arðbær fjárfesting
með tímanum. Mjög mikilvægt
væri að vera með ferskt íslenskt
grænmeti á boðstólum mikinn
hluta ársins.
- Sig. Sigm.
Alþýðuflokkurinn á Reykjanesi:
Jón Sigurðsson
verður í efsta sæti
Keflavik.
KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðu-
flokksins í Suðurnesjakjördæmi
ákvað á fundi í gærkvöldi að
falla frá áður ákveðnu próf-
kjöri. Jafnframt var ákveðið að
Jón Sigurðsson ráðherra skipi
1. sæti framboðslistans við
næstu þingkosningar, Karl
Steinar Guðnason 2. sæti, Rann-
veig Guðmundsdóttir 3. sæti og
Guðmundur Arni Stefánsson 4.
Guðmundur Ámi sagði eftir
fundinn að hann væri maður kapps
en jafnframt sátta. „Ég met ein-
hug og samvinnu meira en röðun
á lista og læt mig einu varða hvort
ég næ kosningu í 1. eða 4. sætið.“
Fundinn sóttu um 100 manns.
Hörður Zóphaníasson formaður
fulltrúaráðsins bar fram tillögu um
að þessi háttur yrði hafður á. Til-
lagan var semþykkt með þorra
atkvæða, 11 voru á móti því að
falla frá prófkjöri. Ákvörðun um
skipan annarra sæta en fjögurra
Samningaviðræður EFTA og EB:
Utanríkisráðheira ræðir við þijú
ráðuneyti um fækkun fyrirvara
efstu verður í höndum kjördæmis-
ráðs í samráði við fjóra efstu menn
listans og einn fulltrúa frá hveiju
Alþýðuflokksfélagi í kjördæminu.
___________ B.B.
Rúmlega 200
hafa kosið ut-
an kjörstaðar
RÚMLEGA 200 manns höfðu í gær
greitt atkvæði utankjörstaðar í
próflgöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Að auki höfðu nokkrir
tugir manna úr öðrum kjördæm-
um greitt atkvæði í Valhöll.
Utankjörstaðaratkvæðagreiðsla
heldur áfram í Valhöll og á skrifstof-
um Sjálfstæðisflokksins í öðrum kjör-
dæmum, þar sem prófkjör er við-
haft, í dag. í Reykjavík hefst próf-
kjör á morgun og verður kosið í
Valhöll. Á laugardag verður kosið á
fimm kjörstöðum. Þeir eru Valhöll,
Hótel Saga, Gerðuberg, Hraunbær
102 og Hverafold 1-3.
Þeir sem ekki eru flokksbundnir
og hyggjast taka þátt i prófkjörinu
sækja um inngöngu í Sjálfstæðis-
flokkinn um leið og þeir greiða at-
kvæði. Þá greiða þeir atkvæði utan-
kjörstaðar og verður sá háttur hafð-
ur á báða prófkjörsdagana, föstudag
og laugardag.
JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segist ætla að ræða við
aðila í ráðuneytum samgöngumála, landbúnaðar og menntamála um
möguleika á því að draga úr fyrirvörum þeim sem Islendingar gera
við samninga Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópubanda-
lagsins (EB) um Evrópskt efnahagssvæði.
Utanríkisráðherrar EFTA lýstu
því yfir á fundi sínum í Genf fyrr
í vikunni að þeir gerðu sér grein
fyrir nauðsyn þess að fækka undan-
þágum þeim sem ríkin vilja fá frá
reglum EB við framkvæmd samn-
ingsins um Evrópskt efnahags-
svæði. í staðinn yrði EB að fallast
á að ákvarðanir sem vörðuðu efna-
hagssvæðið allt yrðu teknar sameig-
inlega.
Fyrirvarar EFTA voru lagðir
fram fyrr á árinu og voru allviða-
miklir en hafa ekki verið birtir opin-
berlega. í skýrslu utanríkisráðherra
til Alþingis um samningaviðræðum-
ar segir að grundvöllur þeirra séu
samþykktir Evrópubandalagsins
Um 4.000 kr. greidd-
ar fyrir tonnið af loðnu
Afurðaverð svipað og í fyrrahaust
með fáum og afmörkuðum undan-
tekningum. Samkvæmt þeirri
skýrslu eru meginundanþágur þær
sem gerðar eru að kröfu íslendinga
að fjárfestingar erlendra aðila,
tengdar náttúruauðlindunum, verði
takmarkaðar og sett verði inn var-
naglaákvæði varðandi fijálsan at-
vinnurétt.
Að sögn Jóns Baldvins er mis-
jafnt hvað aðildarríki EFTA sjá sér
fært að skera niður af undan-
þágukröfum til að koma til móts
við EB. íslendingar séu þar ekki til
vandræða. Hann muni ræða þau
mál sérstaklega við aðila í fyrr-
greindum ráðuneytum. Utanríkis-
ráðherra vildi ekki segja hvaða und-
anþágur væri þama um að ræða.
Að sögn Jóns Baldvins eru sjávar-
útvegsmálin þriðja meginatriðið sem
eftir er að útkljá í samningaviðræð-
unum til viðbótar við undanþágum-
ar og ákvarðanatökuna. Það er
krafa EFTA og jafnframt megin-
áhersluatriði, íslendinga að reglan
um fijáls vöruskipti taki til físks og
annarra sjávarafurða án tengsla við
sjávarútvegsstefnu EB að öðm leyti.
Spánveijar hafa sýnt þessari kröfu
hvað mesta mótspymu af EB-ríkj-
um. Um fyrirhugaðar tvíhliða við-
ræður við Spánveija um sjávarút-
vegsmál hafði Jón Baldvin þetta að
segja: „Þetta er vandræðamál. Sjáv-
arútvegsdeildin innan fram-
kvæmdastjómar Evrópubandalags-
ins er nánast ekki til viðtals. Það
hefur verið leitað eftir samtölum við
hana og ekki tekist. Ég hef metið
það svo að það sé nauðsynlegt að
ræða þessi mál við þá aðila sem
þeim stýra á Spáni allavega til þess
að upplýsingar liggi fyrir milliliða-
laust.“
Kosning um
kjarasamn-
ing er hafin
Farmanna- og fiskimanna-
samband íslands hefur sent
hátt í tvö þúsund atkvæða-
seðla til féiagsmanna, en
kosningu um nýgerðan
kjarasamning FFSI og
Landssambands íslenskra út-
vegsmanna skal vera lokið
fyrir 3. nóvember.
Atkvæðaseðlar þurfa að ber-
ast aftur til sambandsins í
síðasta lagi 2. nóvember. Taln-
ing hefst á hádegi 3. nóvember
og er reiknað með að henni ljúki
um kl. 16 þann dag.
Borgarleikhúsið:
UM 4 ÞÚSUND krónur eru nú greiddar fyrir tonnið af loðnu, að sögn
Hilmars Þórs Hilmarssonar verksmiðjustjóra Hraðfrystihúss Þórshafn-
ar. Verðið komst hæst í um 4 þúsund krónur fyrir tonnið á síðustu
vertíð en fór niður í 3.200-3.300 krónur eftir áramótin þegar framboð
var mikið. Um 31 þúsund krónur hafa fengist fyrir tonnið af loðnu-
mjöli og 15.400-15.900 krónur fyrir tonnið af loðnulýsi.
Þögn í stað Alparósar
„Þetta er þokkalegt meðalverð og
það er svipað og fékkst fyrir þessar
afurðir í fyrrahaust," segir Jón Ól-
afsson framkvæmdastjóri Félags
íslenskra fískmjölsframleiðenda. Jón
segir að hins vegar bendi ekkert til
annars en að Norðmenn og Sovét-
menn muni veiða milljón tonn af
loðnu í Barentshafí eftir áramótin
og ekki sé komið jafnvægi á mjöl-
og lýsismarkaðinn eftir þær fréttir.
Súlan EA landaði loðnu á Vopna-
firði á miðvikudag en það er í fyrsta
skipti, sem loðnu er landað þar á
Lýst eftir bíl
Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir
bifreiðinni X-486. Bíllinn er af
gerðinni Subaru Justy J 12.
Bifreiðin er grá að lit og sást
síðast til hennar í Reykjavík á
þriðjudagsmorgun, en hennar hefur
og ökumanns verið saknað síðan.
Þeir sem upplýsingar geta gefíð eru
beðnir að snúa sér til lögreglunnar.
þessari vertíð. Loðnu hefur einnig
verið landað á Raufarhöfn, Þórs-
höfn, Neskaupstað og Eskifirði und-
anfama daga.
Útibú Rannsóknastofnunar físk-
iðnaðarins á Neskaupstað hefur
rannsakað loðnu, sem Guðrún Þor-
kelsdóttir SU og Börkur NK lönduðu
nýlega. Loðnan er mjög blönduð og
frekar rýr miðað við árstíma, fítu-
innihald hennar er 13-14,7% og
þurrefnisinnihald 14,3-14,5%. Úti-
búið á Neskaupstað fékk fyrstu loðn-
una 7. nóvember í fyrra og fituinni-
hald hennar var 14-15% og þurrefni-
sinnihald 14-14,5%. Loðnan er aftur
á móti feitust í lok nóvember og
fram í desember.
Loðnuveiði var léleg aðfaranótt
miðvikudags, þar sem mikill straum-
ur var og loðnan dreifð. Veiðamar
gengu hins vegar þokkalega aðfara-
nótt þriðjudags og Hólmaborg SU
fékk 500 tonn í einu kasti á þriðju-
dagsmorgun. Börkur NK, Hilmir SU,
Guðrún Þorkelsdóttir SU, Þórsham-
ar GK og Súlan EA hafa einnig
verið á loðnuveiðum um 40 sjómílur
norðaustur af Langanesi.
LAGIÐ Alparós úr söngleikn-
um Sound of Music hefur verið
fellt niður úr sýningu Leikfé-
lags Reykjavíkur á leikritinu
Ég er hættur! Farinn, eftir
Guðrúnu Kristínu Magnúsdótt-
ur. í svari Norræna leikhúsfor-
lagsins, er gætir höfundarrétt-
ar lagsins á Norðurlöndum, til
Leikfélags Reykjavíkur, er far-
ið fram á að það verði tafar-
laust fellt niður úr sýningunni
vegna óánægju Þjóðleikhússins
með flutning þess. Á sýningu
leikritsins í gærkvöldi var at-
riðið leikið í þögn.
Hallmar Sigurðsson leikhús-
stjóri sagði, að við nánari skoðun
á samningi Leikfélags Reykjavík-
ur við STEF komi í ljós að vafa-
samt sé að hann heimili flutning
á lögum með þeim hætti sem gert
er í sýningunni en þannig hafi
hann verið túlkaður hingað til.
„Ég reikna með að Þjóðleikhúsið
hafí hingað til túlkað samninginn
á sama veg og við,“ sagði hann.
„En þegar þetta liggur á borðinu
viljum við ekki standa í heims-
styijöld vegna þessa litla lags og
viljum ekki bijóta á einum eða
neinum. Þess vegna er lagið dreg-
ið til baka. Sýningin stendur eng-
an veginn né fellur með þessu litla
lagi.“
Að sögn Hallmars hefur ekki
verið tekin ákvörðun um hvernig
atriðinu verði breytt, það kæmi
síðar í ljós. Atriðið yrði leikið í
„tregaþögn“, þar til annað hefur
verið ákveðið.
í svari Norræna leikhúsforlags-
ins við bréfí Hallmars fyrir hönd
Leikfélags Reykjavíkur, þar sem
kynnt er sjónarmið félagsins, fer
forlagið fram á að lagið verði
þegar í stað fellt úr sýningunni,
þar sem Þjóðleikhúsið sé óánægt
með notkun þess þar og telji að
það muni geta eyðilagt síðari upp-
færslu þeirra á Sound of Music.