Morgunblaðið - 25.10.1990, Síða 23

Morgunblaðið - 25.10.1990, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 23 Orkubu Austurlands Auknar ráðstöfunartekjur íbúanna eftir Einar Rafn Haraldsson Á undanförnum árum hefur af og til skotið upp þeirri hugmynd, að sveitarfélög Áusturlandskjör- dæmis stofnuðu Orkubú Austur- lands og tækju innkaup og dreif- ingu orku í sínar hendur. Nú, þeg- ar fyrir liggur að byggja Fljótsdals- virkjun og selja orku hennar til álvers á Keilisnesi, hljóta menn að sjá þýðingu þess að fjórðungurinn verði sjálfráða í orkumálum. Orkubú Austurlands, í eigu sveit- arfélaganna, á að kaupa þá orku, sem fjórðungurinn þarfnast, af Landsvirkjun og selja síðan neyt- endum á Áusturlandi. Það er hverj- um manni ljóst, að úr því að stór- neytendum er selt rafmagn á nið- ursettu verði borgar sig að gerast stórneytandi. Það gerum við íbúar fjórðungsins með því að sameina innkaupin og gera þá kröfu, að væntanlegt orkubú njóti sömu kjara og kísiljárnverksmiðjan á Grundartanga, enda einungis um sanngirniskröfu að ræða. Með þessu móti mætti stórlækka raf- magnsverð til neytenda í fjórð- ungnum og styrkja bágan hag heimila og fyrirtækja. Eðlilegt væri að orkubúið yfir- tæki Fljótsdalsvirkjun og aðrar virkjanir í fjórðungnum, sem ekki eru í einkaeign, og réði sölu og dreifingu raforku frá þeim. Með þessu eina móti gætu Austfirðing- ar verið í stakk búnir til að laða til sín stóriðju, bjóðist fysilegur kostur í þeim efnum. Vaxi mönnum yfirtaka Fljótsdalsvirkjunar í aug- um er rétt að benda á arðsemisút- reikninga Landsvirkjunar, sem gefa til kynna að virkjunin borgi sig upp á aldarfjórðungi. Margur hefur orðið að sætta sig við lakari arðsemi af fjárfestingu en það. Eigi að halda fjórðungnum í Einar Rafn Haraldsson „Eigi að halda fjórð- ungnum í byggð verður hann að bæta sam- keppnisaðstöðu sína. Ein leiðin til þess er að tryggja næga og ódýra orku og full yfirráð yfir henni.“ byggð verður hann að bæta sam- keppnisaðstöðu sína. Ein leiðin til þess er að tryggja næga og ódýra orku og full yfirráð yfir henni. Höfundur er framkvæmdastjóri sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar á Egilsstöðum og tekur þáitt í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Austurlandi. HAGKAUP TIIBOfl VIKUNNAR ■J* I Ritz saltkex 69 Verð áðurj^ 200 gr. Myllu samlokubrauð - hveiti og heil- hveiti Verð áður yn 675 gr. cuifrið aóðcu V&iu/ ó Tryggjum framhald farsællar forystu í Reykjavík Reynslan er það bjarg sem við byggjum á þegar brýn verkefni krefjast skjótra úrlausna. Hún tryggir okkur víðsýni, ábyrgðartilfinningu og réttlætiskennd sem eru nauðsynlegir eiginleikar hjá traustum stjórnmálamanni. Stuðningsmenn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.