Morgunblaðið - 25.10.1990, Síða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990
SUND
Þrefaldur sigur
hjá Ragnheiði
í Edmonton
Ragnheiður Runólfsdóttir stóð sig vel á
sundmóti í Edmonton í Kanada um helg-
ina. Hún sigraði í þremur greinum, varð í þriðja
sæti í einni og í fimmta sæti í annarri.
Ragnheiður sigraði í 100 m bringusundi á
1.15,40, í 200 m bringusundi á 2.40,20 og í
200 m ijórsundi á 2.30,62. Hún synti 400 m
fjórsund 'a5.16,48 og varð í þriðja sæti og
fékk tímann 34,9 í 50 m bringusundi.
Ragnheiður.
KNATTSPYRNA / FRAKKLAND
Amór líklega með
Bordeaux gegn Nancy
Arnór Guðjohnsen, sem skrif-
aði undir fjögurra ára samn-
ing við franska liðið Bordeaux sl.
mánudagskvöld, spilar líklega
með liðinu gegn
Nancy í frönsku
1. deildinni í
Bordeaux á laug-
ardaginn.
Frá
Bernharöi
Valssyni
í Frakkiandi
Gérard Gili, þjálfari Bordeaux,
sagði við franska fréttamenn í
vikunni að Arnór yrði líklega í
byrjunarliði Bordeaux gegn Nan-
cy. Það eykur enn á möguleika
Arnórs að landsliðsmaðurinn í liði
Bordeaux, Jean-Philippe Durand,
meiddist í Evrópuleiknum gegn
Magdeburg í fyrra kvöld og verð-
ur frá í minnst tvær vikur. Dur-
and, sem var í franska landsliðs-
hópnum sem kom til íslands í
sumar, er tengiliður og ætti Arnór
því að geta tekið stöðu hans á
miðjunni.
HANDKNATTLEIKUR
Varnar
barátta
Hvor verður sterkari Vals- eða Víkingsvörnin?
Stórleikur í Laugardalshöll í kvöld
VÍKINGSLIÐIÐ hefur tekið
miklum stakkaskiptum frá því
að það var ífallbaráttu ífyrra.
Víkingar hafa ekki tapað leik í
1. deildarkeppninni í vetur og
hafa fengið fjórtán stig, en það
er einu stigi meira en þeir
fengu allt sl. keppnistímabil.
„Það er nú mun léttara yfir
mönnum en þegar við vorum í
öldudalnum þá,“ sagði Guð-
mundur Guðmundsson, þjálf-
ari Víkinga, sem verða í eldlín-
unni í Laugardalshöllinni í
kvöld, en þá mæta þeir Vals-
mönnum sem hafa heldur ekki
tapað leik.
Breytingarnar hafa verið ótrú-
legar hjá Víkingum. „Það mun-
ar mest um að við höfum breytt
vamarleik okkar - erum byijaðir
að leika fimm plús einn vörn, eða
svipaðan varnarleik og Sovétmenn
leika. Lykilmaður okkar í vörninni
er Sovétmaðurinn Alexej Trúfan og
þá fengum við hinn eitilharða varn-
armann Hilmar Sighvatsson aftur
til okkar frá Vestmannaeyjum,“
sagði Guðmundur, sem tók við lið-
inu á miðju sl. keppnistímabili af
Slavko Bambir. „Það var erfitt að
taka við liðinu eins og þá var. Leik-
menn vom í lélegri líkamlegri æf-
ingu og engin leikkerfi voru notuð.
Það tók langan tíma að ná okkur
upp úr miklum öldudal. Aftur á
móti höfum við getað undirbúið
okkur vel fyrir þetta keppnistíma-
bil og þá sérstaklega varnarleikað-
ferðina sem er ný hér á landi.“
„Þurfum ýmislegt að lagfæra11
„Auðvitað eru menn ánægðir
þessa dagana, en við munum ekk-
ert slaka á þó að vel hafi gengið.
Við vitum að ýmislegt þarf að bæta
og lagfæra í leik okkar. Við eigum
eftir að verða sterkari,“ sagði Guð-
mundur.
Þrír nýir leikmenn eru í herbúð-
um Víkinga frá sl. keppnistímabili.
Trúfan, Hilmar og Björgvin Rún-
arsson, sem kom frá Eyjum eins
og Hilmar. „Við erum með sterkan
hóp og það er alltaf mjög mikil-
vægt að hafa tvo góða leikmenn í
hverri stöðu. Þegar Bjarki Sigurðs-
son meiddist tók Rúnar stöðu hans
og hann hefur staðið sig mjög vel,“
sagði Guðmundur.
„Hörkuleikur“
Hvað segir Guðmundur um mót-
heijana - Valsmenn: „Það sem
Valsmenn hafa fram yfir okkur er
að þeir eru með sama mannskap og
í fyrra. Þeir hafa reynslumikla leik-
menn, sem hafa verið lengur saman
og eiga því auðveldara með að vinna
úr hlutunum. Varnarleikur Vals er
sterkur og hraðupphlaup stór-
hættuleg. Við verðum því að vanda
okkur í sóknarleiknum. Þetta verð-
ur hörkuleikur tveggja liða sem
leika gjörólíkan varnarleik. Vals-
menn sex núll, en við fimm plús
einn. Spurningin er því hvor varnar-
leikaðferðin reynist betur í því að
loka leiðinni að markinu," sagði
Guðmundur.
Stórleikurinn hefst í Laugardals-
höllinni kl. 20.
Þrír þjálfarar aðstoða
landsliðsnefnd SSÍ
Búið að velia A-landslið og unglingalandslið
SUNDSAMBAND íslands hefur
fengið þrjá þjálfara til að að-
stoða landsliðsnefnd SSÍ til að
undirbúa sundlandslið íslands.
Þeir eru Albert Jakobsson frá
KR, Richard Kursch frá Ægi og
Martin Rademacher, SFS.
Iupphafi var áætlað að fá einn
þjálfara til að keyra þetta tíma-
bil, en vegna lélegrar fjárhagsstöðu
vildi stórn SSÍ reyna að fresta því
í lengstu lög að ráða landsliðsþjálf-
ara, en þess í stað finna tvo tií þijá
þjálfara sem væru tilbúnir að að-
stoða landsliðsnefnd við undirbún-
ing landsliðsins sem best. Nú hefur
tekist að fá þrjá þjálfara, frá KR,
Ægi og SFS til samstarfs. Fyrstu
æfingabúðirnar, sem þessir þrír of-
angreindu þjálfarar stjórnuuðu, fór
fram um síðustu helgi.
Eftirtaldir sundmenn hafa verið
valdir í A- og B-hóp auk A-lands-
liðs:
A-hópur:
Magnús Már Ólafsson, SFS, Ragn-
heiður Runólfsdóttir, ÍA, Ragnar
Guðmundsson, Ægi, Eðvarð Þór
Eðvarðsson, SFS og Arnþór Ragn-
arsson, SH.
B-hópur:
Bryndís Ólafsdóttir, Þór, Helga Sig-
urðardóttir, Vestra, Logi Kristjáns-
son, Ármanni, Ævar Örn Jónsson,
SFS, Arnar Freyr Ólafsson, Þór og
Gunnar Ársælsson, IA.
A-landslið, auk ofangreindra í
A- og B-hópi, eru:
Arnoddur Erlendsson, ÍBV, Arna
Þórey Sveinbjörnsdóttir, Ægi, Auð-
ur Ásgeirsdóttir, ÍBV, Birna Björns-
dóttir, SH, Davíð Jónsson, Ægi,
Elín Sigurðardóttir, SH, Elsa Guð-
mundsdóttir, Óðni, Eygló Trausta-
dóttir, Ármanni, Halldóra Dagný
Sveinbjörnsdóttir, UMFB/ÍA, Hörð-
ur Guðmundsson, Ægi, Ingibjörg
Arnardóttir, Ægi, Kristgerður
Garðarsdóttir, Selfossi, Óskar Guð-
brandsson, ÍA og Ævar Örn Jóns-
son.
Unglingalandslið hefur einnig
verið valið. Eftirtaldir skipa ungl-
ingalandslið SSÍ:
Dagný Kristjánsdóttir, Ármanni,
Erla Sigurðardóttir, SH, Erna Jóns-
dóttir, UMFB, Eygló A. Tómasdótt-
ir, SFS, Garðar Örn Þorvarðarson,
ÍA, Geir Birgisson, UMFA, Gísli
Pálsson, Óðni, Halldór Sigurðarson,
Vestra, Hlynur Tryggvi Magnús-
son, Vestra, Hlynur Túliníusson,
Óðni, Hrafnhildur Hákonardóttir,
UMFA, Hörður Guðmundsson,
Ægi, Ingibjörg ísaksen, Ægi,
Kristján Sigurðsson, UMFA, Magn-
ús Konráðsson, SFS og Þorgerður
Benediktsdóttir, Óðni.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Víkings.
Mim
FOLK
■ BARCELONAMENN voru
ekki ánægðir með leik sinn gegn
Fram. Þeir vildu kenna slæmum
velli um og að knötturinn hafi verið
illa pumpaður. Þetta kom fram í
blöðum á Spáni í gær.
■ SAMBANDSÞING íþróttfé-
lags fatlaðra var haldið á Horna-
firði fyrir skömmu. Alls sátu 44
fulltrúar þingið. Ný stjóm ÍF var
kjörin áJnnginu og skipa hana eftir-
taldir: Ólafur Jensson, formaður,
Ólafur Þ. Jónsson, Kamilla Th.
Hallgrímsson, Svava Árnadóttir
og Sigríður Sæland. í vara stjórn
voru kosnir: Sveinn Áki Lúðvíks-
son, Sigurður Björnsson og Þórð-
ur A. Hjaltesteð.
■ MARGRÉT Bjarnadóttir var
endurkjörinn formaður Fimleika-
sambands íslands á ársþingi sam-
bandsins í Aratungu fyrir skömmu.
Aðrir í stjórn voru kosnir: Elsa
Jónsdóttir, Heimir Gunnarsson,
Birna Björnsdóttir, Hanna Dóra
Márkúsdóttir, Gyða Kristmanns-
dóttir og Erla Lúðvíksdóttir.
■ JÓHANN Torfason, sem þjálf-
aði BÍ frá ísafirði í 3. deild knatt-
spyrnunnar síðasta keppnistímabil,
verður ekki með liðið næsta sumar.
Ekki hefur enn verið gegnið frá
ráðningu þjálfara hjá BI.
H EYJÓLFUR Jónsson, ungur
kylfingur úr Garðabæ, sigraði í
fyrstu firmakeppni golfklúbbs
Garðabæjar sem fram fór 22. sept-
ember. Leiknar voru níu holur og
keppt Eyjólfur fyrir Endurskoð-
unnarmiðstsöðina hf. N. Manscher.
Arangur er vinna
Vegna greinar Conrad’s Cowley
í Morgunblaðinu þann 18. okt.
síðastliðinn langar mig að eftirfar-
andi komi fram. Ut frá fyrirsögn
viðkomandi greinar má draga þá
ályktun, að ég hafi sagt að íslenskt
sundlíf væri í afturför. Staðreyndin
er í raun allt önnur, þó alltaf sé
erfitt að segja til um hvort að við
íslendingar munum í náinni framtíð
eignast sundmenn á alþjóðlegum
mælikvarða. Nú í dag eigum við
mjög frambærilega unga sundmenn
sem ég tel að með réttu hugarfari
og mikilli vinnu gætu náð langt.
Menn verða að gera sér grein fyrir
að sundmaður verður að eyða 5-6
klukkustundum á dag í æfingar til
að verulegur árangur náist. Þá er
allur stuðningur bæði frá íþróttafor-
ystunni og einnig skólum, bæjarfé-
lögum og fyrirtækjum mjög mikil-
vægur. Ef þessir þættir eru til stað-
ar getur allt gerst.
I greininni kemur einnig fram að
fyrrverandi þjálfari minn hafi breytt
tækni minni í baksundinu rétt fyrir
Ólympíuleikana 1988. Það rétta í
málinu er að ég og Friðrik, þjálfari
minn, ákváðum í sameiningu að
breyta tækninni í febrúar 1988,-en
sáum síðan í maí 1988 að þessi
breyting átti ekki við mig, tækniað-
ferðinni var því ekki breytt rétt fyr-
ir leikana eins og fram kemur í grein
Conrad’s.
Með sundkveðju.
Eðvarð Þór Eðvarðsson.
SUND