Morgunblaðið - 25.10.1990, Síða 64

Morgunblaðið - 25.10.1990, Síða 64
•IÝTT SMM'WMf® “uGlWGADBLD^ esnii tfgmiftbifeito FIMMTUDAGUR 25. OKTOBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Hætt við áætlanir um varaflugvöll NATO á íslandi VARAFLUGVÖLLUR Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi er ekki lengur á dagskrá samkvæmt bréfi til utanríkisráðherra frá yfirmanni Atlantshafsflota bandalagsins, sem hann sendi i júlímán- uði siðastliðnum. Þetta kemur fram í skriflegu svari utanríkisráð- herra við fyrirspurn Geirs H. Haarde og Halldórs Blöndal, þing- manna Sjálfstæðisflokks, sem þeir lögðu fram á Alþingi 11. október síðastliðinn. „Mér finnst mikilvægt að það liggi fyrir, formlega, eins og kemur fram í þessu svari, hver niðurstaða bandalagsins er, því að ekki hefur ráðherrann greint frá því eftir öðrum leiðum," sagði Geir H. Haarde í samtali við Morgunblaðið i gær. vamarframkvæmdum. Fyrirspurn þingmannanna hljóð- aði svo: „Liggur fyrir formleg niður- staða Atlantshafsbandalagsins varðandi ósk þess um varaflugvöll á íslandi?" Svar utanríkisráðherra hljóðar svo: „Vitað er að um nokkurt skeið hefur farið fram endurmat á varn- arviðbúnaði Atlantshafsbandalags- ins í ljósi atburða í Sovétríkjunum og ríkjum Mið- og Austur-Evrópu. Viðræður um takmörkun vígbúnað- ar hafa skilað umtalsverðum árangri og hafa aðildarríki banda- lagsins dregið saman seglin í varn- armálum að undanfömu. Við þessar aðstæður kemur vart á óvart að innan bandalagsins skuli þykja ástæða til að hægja á nýjum Utanríkisráðherra barst í júlí síðastliðnum bréf yfirmanns Atl- ahtshafsflota Atlantshafsbanda- lagsins, SACLANT, þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni um að hætt hefði verið við frekari áætlan- ir um varaflugvöll Atlantshafs- bandalagsins á Norður-Atlantshafi. í bréfinu kom fram að SACLANT mundi ekki óska eftir fjárstuðningi Mannvirkjasjóðs bandalagsins um framkvæmdir við slíkan varaflug- völl í framtíðinni. Formleg niðurstaða Atlantshafs- bandalagsins varðandi ósk þess um varaflugvöll á íslandi liggur því fyrir.“ Vatni safnað í miðlun- arlón Blönduvirkjunar PRÓFANIR á mælitækjum í stíflu aðalmiðlunarlóns Blöndu- Trillu leitað HAFIN var leit að þriggja tonna trillu frá Djúpavogi um klukkan 22 í gærkvöldi. Þá hafði ekkert til hennar spurst frá því á hádegi. Einn maður er um borð. Maðurinn hafði samband við Tilkynningaskylduna á hádegi, en þegar hann kom ekki að landi um kvöldið var hafin leit að honum. Tveir síldarbátar, ásamt þremur bátum frá Djúpavogi, tóku þátt í leitinni og varðskip hélt á leitarsvæðið frá Hornafirði. Trillan var vel búin, með talstöð og björgunar- bát. Logn var á leitarsvæðinu, en mikil þoka. virkjunar og vatnsborðsmæling- ar í grunnvatnsholum neðan stíflunnar standa nú yfir. Þetta er gert með því að safna nokk- urra metra djúpu vatni í lónið. Olafur Jensson yfirstaðarverk- fræðingur við Blönduvirkjun segir söfnun vatns í lónið hafa byijað í síðustu viku. „Við gerum þetta til að sjá hvaða viðbrögð við fáum á mælitækjum sem eru í stíflunni sjálfri og í grunnvatnsholum sem eru í kring um stífluna og neðan við hana til þess að sjá hversu fljótt vatnsborðshækkun kemur fram þar og hvernig það tengist vatnsborðinu í lóni.“ Mælingarnar fara fram með því móti að hægt er á vatnsrennsli um botnrás og þá safnast vatn fyrir í lóninu.. Ólafur sagði að ekki væri sett í lónið nema lítill hluti þess vatns sem endanlega verður í því. Á næstu dögum verður síðan hleypt úr lóninu aftur. Morgunblaðið/Birkir Fanndal • Kraftmesta borholan á Kröflusvæðinu blés duglega þegar Egill Sigurðsson, umsjónarmaður borholanna, vitjaði hennar. Ný borhola sú kraft- mesta við Kröflu 25. BORHOLAN var nýlega boruð á Kröflusvæðinu og þyk- ir lofa góðu um mikil afköst. Að sögn Asgríms Guðmunds- sonar jarðfræðings hjá Orku- stofnun stefnir í að holan verði sú kraftmesta á svæðinu til þessa og geti að óbreyttu af- kastað allt að 9-10 megawött- um. Ásgrímur sagði þó ekki unnt að fullyrða um afköstin fyrr en að liðnum nokkrum vik- um. Við borunina voru tekin sýni til rannsókna á efnainni- haldi þannig að meta megi hvernig svæðið sé fært til virkj- ana eftir eldsumbrot liðinna ára. Að sögn Ásgríms liggja niðurstöður úr þeim mælingum ekki fyrir en við eldsumbrotin gerði kvika það svæði sem fyr- irhugað hafði verið að yrði að- alvinnslusvæði Kröfluvirkjunar óvinnsluhæft. Til að Kröfluvirkjun nái.áætl- aðri 75 megavatta orkufram- leiðslu þarf að koma annarri véla- samstæðu virkjunarinnar í notkun en með henni er áætlað að fram- leiða um 30 megavött. Algengast er að borholur á svæðinu afkasti um það bil 5 megavöttum og má því búast við að 6 holur þurfi til að ná fullum afköstum en standi nýja holan undir björtustu vonum og skili 9-10 megavöttum og svæðið reynist hafa náð sér eftir umbrotin þarf minna að leggja í boranir en áætlað var og Kröflu- virkjun nær þá fullum afköstum fyrr og með minni tilkostnaði en áætlað hafði verið. Áhafnir Sléttaness og Framness á Þingeyri: Semja um allt að 37% heimalöndunarálag ÁHAFNIR togara Þingeyringa, Sléttaness og Framness, hafa samið við Kaupfélag Dýrfirð- Sovétmenn segja gjaldeyrisskort hamla síldarkaupum: Söltun hætt og framhald síldarvertíðarmnar óvíst SÖLTUN fyrir Rússlandsmarkað hefur nú alls staðar verið hætt og ríkir óvissa um framhald síldarvertíðarinnar, sökum þeirrar óskar Sovétmanna, að afgreiðsla upp í gildandi samninga um kaup þeirra á saltsíld héðan verði stöðvuð vegna gjaldeyrisskorts í Sovétríkjun- um. Síldarsaltendur segja þetta reiðarslag fyrir þá og atvinnulifið í heild. Nokkrir aðilar hafa flutt ferska síld á markað í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku og Hollandi og fengið mun hærra verð fyrir kilóið en greitt er hér á landi. Gunnar Jóakimsson, fulltrúi hjá Sfldarútvegsnefnd, sagði að væntan- lega verði þegar í stað farið fram á viðræður við sovéska fyrirtækið Sovrybflot, sem annast síldarkaup Sovétmanna, um efndir á gildandi samningi og um síldarsölu upp í samninga næsta árs. Hann sagði stöðvun þessara viðskipta hafa alvar- legar afleiðingar fyrir landverkafólk og sjómenn. Utflutningsverðmæti þeirra 50 þúsund tunna, sem á eftir að afgreiða upp í gildandi samning, nemur um 350 milljónum króna. Á þriðjudag seldu Gámavinir sf. 4,5 tonn af ferskri síld úr gámum í IIull í Englandi. Tæpar 45 krónur fengust fyrir kílóið að meðaltali. Þá voru 3 tonn seld í Grimsby, á um 34 króna meðalverði. Kostnaður við að koma síldinni á markað þar var um 22 krónur á kílóið. Hér á landi fást um 10 krónur fyrir kílóið af síld til söltunar og frystingar, 13,50 kr. fyrir stóra síld í frystingu á Japansmarkað og 4,50 til 5 kr. fyrir síld til bræðslu. Sjá fréttir á miðopnu. inga um verulega hækkun heimalöndunarálags. Viðræður aðilanna höfðu staðið yfir frá því á mánudag og tafðist boðuð brottför Framnessins frá klukk- an 14 í gær og þar til að loknum fundi í gærkvöldi þar sem áhafnirnar samþykktu nýtt fisk- verð kaupfélagsins, sem felur í sér allt að 37% heimalöndunar- álag á karfa, 30% á þorsk og grálúðu og 25% álag á ýsu og ufsa. Áður var greitt 15% á allar tegundir, að sögn Guðbjarts Jónssonar stýrimanns á Slétta- nesi. Guðbjartur sagði að áhafnir beggja togaranna hefðu staðið ein- huga að kröfugerð um úrbætur þar sem sjómenn á Þingeyri hefðu dregist aftur úr starfsbræðrum í nágrannabyggðunum á undan- förnum vikum en sá munur hefði verið jafnaður með hinu nýja fisk- verði. Magnús Guðjónsson kaupfélags- stjóri sagði að hann hefði talið að sjómenn á togurum Dýrfirðinga mættu vel við sinn hlut una enda hefði skiptaverð til þeirra hækkað um 48,8% fyrstu níu mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra og einungis þrír togarar á Vest- fjörðum hefðu skilað meira afla- verðmæti. Aðspurður hvort tilboð um hækkun fiskverðs með þessum hætti gæti samrýmst þjóðarsátt sagði Magnús að hér væri ekki um beina launahækkun að ræða heldur hækkað hráefnisverð. „Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera í sjálfu sér. Hins vegar eru laun sjó- manna tengd fiskverði og við rek- um fiskvinnslu og verðum að reyna að vera samkeppnisfærir við aðra um verð á fiski. Ef við borgum ekki svipað verð og aðrir fáum við ekki fisk. Við erum búnir að taka á okkur um 6 vikna atvinnuleysi í frystihúsinu á þessu ári. Það er búið að vera okkur erfitt og dýrt og ef við fáum ekki hráefni nema borga meira fyrir það þá neyðumst við til þess. Eg lít ekki á þetta sem kjarabaráttu, þetta snerist um hrá- efnisverð."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.