Morgunblaðið - 29.11.1990, Page 2

Morgunblaðið - 29.11.1990, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 Manganfundurinn á Reykjaneshrygg; Leggja ber strax fé 1 frekari rannsóknir - segir Eyjólfur Konráð Jónsson EYJÓLFUR Konráð Jónsson alþingismaður segir að strax verði að veija nægilegu fé til rannsókna á því hvort manganfundurinn á Reykja- neshrygg geti haft hagnýtt gildi. „Ég tel það vera svo augljóst að það hljóti að verða gert, en ef stjórnvöld ætla sér ekki að gera þá flyt ég það sem þingmál með einhverjum hætti,“ segir hann. „Það er alveg ljóst að það verður að veija nægilegu fé til að ganga úr skugga um þetta, og ég ætla engum manni það að hann sé svo skammsýnn að leggja ekki í þetta nægilegt fé og gera það strax. í mínum huga er þetta errnþá meira spennandi heldur en að það séu möguleikar á að finna olíu hér við land. Þá má geta þess að unnið var að því að helga okkur 350 mílumar vegna þess meðal annars að vísinda- menn hafa talið hugsanlegt að þama væm málmar, og ef það er einn málmur þá em líkur á fleirum,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson. Eins og greint hefur verið frá eiga íslendingar samkvæmt hafréttar- Seðlabankinn: Geir Gunnars- son í bankaráð KOSIÐ var í bankaráð Seðla- banka íslands á Alþingi í gær. Var Geir Gunnarsson alþingis- maður kosinn fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í stað Þrastar Ólafssonar framkvæmda- sfjóra sem hefur sagt sig úr flokknum. Aðrir aðalmenn voru endurkjörnir. í bankaráðið vom kosnir fimm menn og jafnmargir varamenn. Stjómarliðar og stjómarand- stæðingar buðu fram sinn hvom lista og h'iutu allir kosningu. Kjörtímabil hins nýkosna bank- aráðs hófst 1. nóvember síðast- liðinn og var það ætlan manna að kjósa í ráðið fyrir mánaðar- mót október/nóvember en það fórst fyrir vegna ágreinings í hópi stjómarliða. Aðalmenn í bankaráð vom kosnir Davið Aðalsteinsson bóndi, Ólafur B. Thors forstjóri, Ágúst Einarsson prófessor, Guð- mundur Magnússon prófessor og Geir Gunnarsson alþingis- maður. Varamenn vom Iq'ömir Leo Löve lögfræðingur, Davíð Scheving Thorsteinsson for- stjóri, Margrét Heinreksdóttir„ lögfræðingur, Halldór Ibsen framkvæmdastjóri og Birgir Björn Siguijónsson hagfræðing-, ur. sáttmála Sameinuðu þjóðanna ótvíræðan eignar- og fullveldisrétt yfir hafsbotninum á Reykjaneshrygg og auðlindum hans allt út í 350 mílur frá gmnnlínu, en þau réttindi vom tryggð með samþykkt þingsályktun- artillögu, sem Eyjólfur Konráð Jóns- son flutti ásamt Pétri Sigurðssyni árið 1982. Þá vora samþykkt lög á Alþingi síðastliðið vor sem kveða á um eignarrétt ríkisins á auðlindum hafsbotnsins utan netalaga og svo langt til hafs sem fullveldisréttur íslands nær samkvæmt lögum, al- þjóðasamningum eða samningum við einstök ríki, en fyrsti flutningsmaður fmmvarps til þeirra laga var Hjörleif- ur Guttormsson alþingismaður. Að sögn Eyjólfs Konráðs var það mál búið að velkjast um í þinginu í fjölda- mörg ár, og efnislega hefði það enga þýðingu varðandi manganfundinn á Reykjaneshrygg. „Þessi lög segja ekkert annað en að íslendingar eigi það sem þeir eiga, en það var strax komið með útfærslunni í 200 mílur, og um leið og við helguðum okkur 350 mílumar þá áttum við þær auð- vitað líka eftir reglum 76. greinar hafréttarsáttmálans. Það er því al- gjörlega út í bláinn að nefna þetta í þessu sambandi," sagði hann. Fyrsti áfangi Vogabakka tekinn ínotkun Skipadeild Sambandsins tók í gær formlega í notkun fyrsta áfanga viðlegukants á Vogabakka í Kleppsvík sunnan Holtavegar, en þá lagðist Amarfellið þar að þegar það kom úr strandsiglingu. Viðlegukantur- inn sem tekin hefur verið I notkun er 120 metra langur, og fylgir honum 60 þúsund fermetra athafna- svæði, en fullbúinn verður Vogabakki 400 metra langur með um 100 þúsund fermetra athafnasvæði. Smábátar fá úthlutaðan kvóta í fyrsta skipti: Fá að veiða sama magn á næsta ári og þeir veiddu í ár Viss um að fleiri selja kvótann þegar þeir sjá hann, segir Haraldur Jóhannsson í Grímsey SMÁBÁTAR mega veiða samtals um 39.100 tonn af þorski, ýsu og ufsa á næsta kvótatímabili, sem er fyrstu 8 mánuðimir á næsta ári. Þetta er. sama magn og þeir veiddu af þessum tegundum fyrstu 8 mánuðina í ár, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands en smábátum verður í fyrsta skipti úthlutaður aflakvóti frá næstu áramótum. Smá- bátar mega veiða um 34.300 tonn af þorski á næsta kvótatímabili en þeir veiddu um 34.500 tonn af þorski fyrstu 8 mánuðina í ár, eða 6.400 tonnum (23%) meira en á sama tíma í fyrra. Þá mega smábátar veiða um 2.900 tonn af ýsu og um 1.900 tonn af ufsa á næsta kvótatímabili en þeir veiddu um 2.400 tonn af ýsu Og um 2.200 tonn af ufsa fyrstu 8 mánuðina í ár. Á næsta kvótatíma- Framsóknarflokkurinn í Reykjavík: Fulltrúaráðið mun taka afstöðu til sérframboðsins STJÓRN fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík ákvað á fundi sínum í gær að boða til fundar í fulltrúaráðinu þar sem tekin verði afstaða til beiðni Guðmundar G. Þórarinssonar alþingismanns um BB-lista í Reykjavík. Jafnframt lýsti stjórnin því að skoðanakönnun fulltrúaráðsins um uppstillingu á lista flokksins í Reykjavík, sem fram fór dagana 10.-11. nóvember sl., væri gild. Guðmundur bauð stjóm fulltrúa- ráðsins bréflega að draga til baka kæm um kosningasvik Finns Ing- ólfssonar í fyrrgreindri skoðana- könnun. Hann setti þau skilyrði að annaðhvort færi stjórn fulltrúaráðs- ins að hugmyndum Steingríms Her- mannssonar flokksformanns og efndi til nýs prófkjörs um 1. og 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík eða boðaði til fundar í fulltrúaráðinu þar sem fjallað væri um beiðni Guðmundar um sérframboð BB- lista í Reykjavík. í bókun sem gerð var á fundi stjómar fulltrúaráðsins í gær segir: „Stjóm fulltrúaráðs framsóknarfé- laganna í Reykjavík hefur borist bréf Guðmundar G. Þórarinssonar alþingismanns, dagsett 27. nóv- ember sl., þar sem hann óskar eftir að lagt verði fyrir fund í fulltrúaráð- inu að hann fái listabókstafina BB fyrir næstu alþingiskosningar. Jafnframt lýsir hann yfir að hann sé reiðubúinn að draga kæm sína til baka um ógildingu skoðanakönn- unar sem fram fór 10.-11. nóvem- ber sl. Stjórn fulltrúaráðsins telur ekki óeðlilegt að fundur í fulltrúa- ráðinu taki afstöðu til slíks erindis enda ekki á valdi stjórnar að fjalla um það. Með þessari afgreiðslu lítur stjóm fulltrúaráðsins svo á að kær- an hafi verið dregin til baka. Telst skoðanakönnunin fullgild." Á fund- inum var jafnframt gengið frá skip- un uppstillinganefndar. Helgi S. Guðmundsson, starfandi formaður stjómar fulltrúaráðsins, sagði að enn væri ekkert farið að ræða það hvenær ráðið kæmi sam- an til að ijalla um ósk Guðmundar. Helgi kvaðst ekkert vilja tjá sig um hvort vilji væri fyrir því innan full- trúaráðsins að heimila listabókstaf- inn BB. „Mér líst ekki á það sjálf- um, hvort sem það er hjá okkur eða öðrum flokkum. Ég tel að það eigi aðeins að vera einn listi,“ sagði Helgi. bili er þorskkvótinn 245 þúsund tonn, ýsukvótinn 40 þúsund tonn og ufsakvótinn 65 þúsund tonn. Samkvæmt lögum um stjóm fisk- veiða, sem taka gildi um næstu ára- mót, á hlutdeild smábáta í heildar- aflanum á næsta kvótatímabili að vera sú sama og allt síðastliðið ár en þá veiddu þeir 12,91% af heildar- aflanum. Við þetta hlutfall bætist síðan um 1% vegna nýrra smábáta, sem bættust í flotann á þessu ári. Hlutdeild smábáta í heildarþorskaf- lanum á næsta kvótatímabili verður því um 14%, að sögn Kristjáns Skarphéðinssonar hjá sjávarútvegs- ráðuneytinu. Smábátar fá hins vegar að veiða um 7,3% af ýsuaflanum og um 2,9% af ufsaafianum á næsta kvótatímabili. „Allt að 25% skerðing verður á þorskafla smábáta á öllu næsta ári miðað við meðalafla þeirra á tveimur bestu ámnum á tímabilinu 1987 til 1989, svo og hjá þeim, sem höfðu veiðiheimildir í ár, byggðar á afla þeirra 1985 til 1987. Þá reikna ég með að þorskaflinn verði 300 þúsund tonn á öllu næsta ári,“ segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda. Öm segir að með því að fara inn í kvótakerfið fái smábátamir öll þau réttindi, sem stórskipaflotinn hafi haft, til dæmis rétt til kvótafram- sals. „Það kann ef til vill að nýtast mönnum betur að geta sameinað aflakvóta á einn bát. Ég hef hins vegar miklar áhyggjur af því að búið er að selja þó nokkuð af smá- bátakvótanum. Það getur leitt til atvinnuleysis á mörgum stöðum, sérstaklega Austurlandi," segir Örn. í Grímsey, á Borgarfirði eystri og Bakkafirði er nær eingöngu smá- bátaútgerð. „Um 600 manns em búnir að selja triilukvóta sína og ég er viss um að fleiri smábátaeigendur selja veiðiheimildir sínar þegar þeir sjá hvaða kvóta þeir fá. Þá hafa tveir Grímseyingar fengið boð um pláss á togara gegn því að þeir selji útgerðinni trillukvóta sína,“ segir Haraldur Jóhannsson I Grímsey en hann er varaformaður Landssam- bands smábátaeigenda. Fj árfestingarfélagið: Fjölþjóða- sjóðurinn var fyrstur Fjölþjóðasjóður Fjárfestingar- félagsins var fyrsti verðbréfasjóð- urinn sem stofnaður var hérlendis til að ljárfesta í erlendum verð- bréfum, segir í fréttatilkynningu frá Verðbréfamarkaði Fjárfest- ingafélagsins, þar sem því er mót- mælt, að Landsbréf hf. hafi orðið fyrst til að stofna verðbréfasjóð sem fjárfestir í erlendum verð- bréfum, eins og sagði í fyrirsögn á baksiðu Morgunblaðsins í gær. Fjölþjóðasjóðurinn hf. var stofnað- ur í apríl 1987 og skráður hjá Hluta- félagaskrá 27. apríl 1987. Markmið hans er að fjárfesta í innlendum og erlendum hlutabréfum og skulda- bréfum. Fjárfestingarfélagið hefur gert samkomulag við Skandinaviska Enskilda Banken, sem mun annast kaup á verðbréfum. Fjölþjóðasjóðurinn hefur sölu hlut- deildarskírteina 15. desember 1990, en ekki er leyfilegt að fjárfesta í erlendum verðbréfum fyrr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.