Morgunblaðið - 29.11.1990, Síða 15

Morgunblaðið - 29.11.1990, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 15 Dýrasaga Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstœðisflokksins í Reykjavík __________Bækur_______________ Eðvarð Ingólfsson Margrét E. Jónsdóttir: Dýrin í garðinum. Teikningar: Anna V. Gunnars- dóttir. Selfjall 1990. Margréti E. Jónsdóttur er mjög umhugað um dýr. Að minnsta kosti velur hún sér það svið að skrifa sögur um þau fyrir börn. Tvær fyrstu bækur hennar fjölluðu um músina Skottu og nú hefur hún sent frá sér þriðju bókina með nýj- um sögupersónum, garðdýrum í húsagarði í Reykjavík. Aðalpersónur bókarinnar eru starrinn Trausti og auðnutittlingur- inn Depill en sá síðarnefndi er nokkru aðsópsmeiri en hinn, galsa- fenginn á köflum og spaugsamur. „Fram, fram fylking. Kettir oss vilja ráðast á,“ syngur hann inn í eyra veikrar lóu, sem liggur í garðinum hjá þeim, í von um að geta komið henni á fætur. Þrastarhjón tilheyra líka þessu dýrasamfélagi. Stundum eru þau ósammála hvort öðru og þá liggur þeim hátt rómur. „Við erum ekkert að rífast,“ svara þau þegar hinir fuglarnir finna að því. hnyttin samtöl styrkja góða en átakalitla sögu. Höfundurinn lýsir atferli og hegðun garðdýra af mik- illi kunnáttu. Fuglamir og Silli mús rata í nokkur ævintýri og við það myndast spenna og smáflækjur. Það veikir hins vegar söguna svolít- ið hve fljótt leysist úr þeim. Það hefði alveg mátt draga spennuna á langinn. En þó að ýjað sé að þessu atriði þá er hér um að ræða skemmtilega sögu sem óhætt er að mæla með handa ungum lesendum. Margar myndir eftir Önnu Vil- borgu Gunnarsdóttur prýða bókina. Kápumyndin er hins vegar fulldökk. Stór hrafn í forgrunni og myrkur himinn í bakgrunni renna næstum því saman. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum f vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 1. desember verða til viðtals Páll Gíslason, 1. varaforseti borgarstjórnar, formaður stjórnar veitustofnana, formaður byggingarnefndar aldraðra, og Ingólfur Sveinsson, í stjórn heilsu- ' gæsluumdæmis austurbæjar nyrðra, heilbrigðisnefnd. w W* S/- V ir 9* S1' 9' / y y y y Margrét E. Jónsdóttir „Við erum bara að skiptast á skoð- unum!“ Hér skírskotar höfundur skemmtilega til viðkvæða foreldra er börnin finna að þessu sama. Fuglarnir eru ekki lausir við ríg fremur en mannfólkið. Fljótlega kastast í kekki milli lóunnar og þrastarins því að þau telja sig bæði vera hinn eina, sanna vorboða og vitna í kunn kvæði máli sínu til stuðnings. Hver kannast ekki við hrepparíg í mannfélaginu? Silli hagamús, nýjasti íbúinn í garðinum, er eftirtektarverður. Hann hefur reynt margt um ævina og er óþreytandi að segja frá. Einn- ig fáum við að kynnast páfagaukn- um Rósalind. Hún á sér draum um frelsi en þegar hann rætist loks snýst henni hugur. Hún saknar ör- yggisins sem hún hafði í búrinu sínu; þar gátu stórir og ljótir fuglar ekki gert henni mein .og hún fékk alltaf svo góð korn að éta. Þegar allt kom til alls var best að vera á gkmla, góða staðnum og láta aðra hugsa um sig. Þar sannast hið forn- kveðna að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Sagan af dýrunum í garðinum er í raun dæmigerð fyrir mannlegan veruleika — eins og dýrasögur eru oft. Heimur dýranna er skoðaður með mennskum augum. Þess vegna á sjálfur ógnvaldurinn, kisan Bella, sér uppreisnar von í lokin. Fuglam- ir vorkenna henni í sorg hennar þegar kettlingar, sem hún á, eru teknir frá henni. Dýrin í garðinum er lipurlega rituð bók. Málfarið er vandað og MÝTT SÍMANIÚNAER PRENTMVNDAGERÐAR'- iHE33 fW#r0itsi&líí&ffr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.