Morgunblaðið - 29.11.1990, Side 22

Morgunblaðið - 29.11.1990, Side 22
GRAFÍT 22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER 1990 v&rðíækkun ÁLAMBA- • MMMMMM B WJ til MÁNAÐA- ILL ii/_Lr_i Nú gefst þér tækifæri til að spara, svo um munar, í matar- innkaupum til heimilisins. Um er að ræða takmarkað magn af fyrsta flokks lambakjöti úr A-flokki frá haustinu ’89. Notaðu tækifærið -áður en það verður um seinan SAMSTARFSHOPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS Aukatónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands: Minningar úr heimsstyrjöld eftir Rafn Jónsson Nú er loksins komið að þvfl Fimmtudaginn 29. nóvember flytur Sinfóníuhljómsveit íslands ásamt bassasöngvurunum úr Fóstbræðr- um, Karlakór Reykjavíkur og bresk- um bassasöngvurum 13. sinfóníu Sjostakóvítsj, auk tveggja annarra verka, í minningu Benjamins Britt- en fyrir hljómsveit og klukkuspil eftir eistlenska tónskáldið Arvo Párt og Söngva og dansa dauðans eftir Modest Mussorgskí. Þessir tónleikar koma í stað áskriftartón- leika, sem fella vað niður í fyrra af óviðráðanlegum orsökum. Tón- listarunnendur hafa beðið þessara tónleika og áskrifendur frá fyrra ári hafa fengið senda miða á þá. Flytjendur og stjórnandi eru þeir sömu og áður: Einsöngvari verður Aage Hauland og hljómsveitarstjóri Eri Klas. Babí Jar Stærsta verkið á tónleikunum er tvímælalaust 13. sinfónía Sjost- akovítsj, Babí Jar, sem nú verður frumflutt hérlendis. Þetta er eins konar kórakantata, byggð á ljóðum Évgénis Évtúsjekos. Þau fjalla með- al annars um fjöldamorð nasista á rússneskum gyðingum í seinni heimsstyijöldinni, við Babí Jar, sem er gil í nágrenni Kíevborgar, þar sem nasistar myrtu nokkrar tug- þúsundir gyðinga á meðan umsátrið um Kiev stóð. Efnið er drungalegt. Tónlistin kallar fram andrúmsloft þess tíma, þar sem eyðileggingin ein ræður ríkjum, en einnig vonina sem lifir með fólkinu um betri tíma. I Ijóðinu um Babí Jar segir m.a. í þýðingu Geirs Kristjánssonar: Yfir Babí Jar þýtur í óræktargrasi. Trén horfa ógnandi á svip, horfa einsog dómarar Og alit er eitt þögult óp. Þegar ég tek ofan hattinn, finn ég hár mitt smám saman grána. Og ég er eitt þögult óp ýfir þeim þúsundmðigu sem hér liggja grafnir; ég er sérhver öldunpr sem var drepinn hér, sérhvert bam sem var drepið hér. 13. sinfónían var frumflutt í Len- ingrad 1962. Khrústsjov gagnrýndi verkið óvænt og kvartaði yfír því að athyglinni væri um of beint að gyðingum sem fórnarlömbum nas- ista, en gleymst hefði að geta Úkra- ínubúa, sem urðu einnig fyrir barð- inu á nasistum. Texta verksins var breytt til að koma Úkraínubúunum að. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Sjostakovítsj var gagnrýndur af sovésku valdhöfunum; hann átti f eilífri baráttu við Stalín og óttað- ist um tíma að verða hreinsunum hans að bráð. Klukkuspil Önnur verk á tónleikunum eru í minningu Benjamins Britten fyrir hljómsveit og klukkuspil eftir eistlenska tónskáldið Arvo Párt. Hann fæddist í bænum Paide 1935 og hlaut tónlistarmenntun sfna í Tallin í Eistlandi. Hann var um árabil starfsmaður tónlistardeildar Eri Klas hljómsveitarstjóri eistlenska útvarpsins, uns hann fluttist til Vestur-Berlínar, þar sem hann býr nú í sameinaðri Berlín. Klukkuspil, eða Glockenspiel, eins og hljóðfærið heitir á frummálinu, er hljóðfæri með misstórum stál- plötum, sem slegið er á með trésleglum, ekki óáþekkt sílafón. Þriðja verkið á tónleikunum er söngvaflokkurinn Söngvar og dans- ar dauðans eftir rússneska 19. aldar tónskáldið Modest Mussorgskí og syngur Aage Haugland einnig einsöng í þessu verki. Þetta verk er einn þriggja söngvaflokka sem tónskáldið skrifaði, og eru merkileg dæmi um geysilega frumlegan stíl þess og hæfileikann til að tjá trega í tónlist. Eins og títt er um marga listamenn hlaut Mussorgskí ekki verðskuldaða viðurkenningu fyrr en eftir lát sitt 1881 og flestir þekkja tónverk hans í útsetningu Rimskíj-Korsakovs og Ravels. Þó gætir þeirrar tilhneigingar nú að flytja verk hans í eigin útsetningu. Stjórnandinn og einsöngvarinn Hljómsveitarstjóri á tónleikunum verður Eistlendingurinn Eri Klas. Það er orðið jjólalegt á Strikinu Komdu til Kaupmannahafnar fyrir jólin og upplifðu jólastemmninguna á Strikinu. Flogið er út á laugardagsmorgni og aftur heim eftir kvöldmat á mánudegi. Þú nýtir báða dagana vel til innkaupa og skoðunarferða. Gisting á hóteli í sérflokki. SAS ROYAL HOTEL kr. 29.970 SAS FALKONER kr. 27.530 SAS SCANDINAVIA kr. 28.370 SAS GLOBETROTTER kr. 27.310 Verö miðast viö tvo í herbergi. Innifalið í veröi er flug og gisting I tvær nætur ásamt morgunverði. Flugvallaskattur er ekki innifalinn. Allar nánari upplýsingar veitir SAS og ferðaskrifstofurnar. M/S4S Laugavegi 3, sími 62 22 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.