Morgunblaðið - 29.11.1990, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 29.11.1990, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 23 Aage Haugland bassasöngvari Hann fæddist í Tallin og hlaut þar tónlistarmenntun sína eins og Arvo Part. Fyrst nam hann hjá foreldrum sínum, en faðir hans var sellóleik- ari og móðir hans velþekktur píanó- leikari og kennari. Einnig hlaut hann ríkulega tilsögn hjá fölskyldu- vininum Davíð Oistrach fiðluleik- ara. Að loknu námi í hljóðfæraleik og hljómsveitarstjórn við Tónlistar- háskólann í Leningrad starfaði Eri Klas með Útvarpshljómsveit eist- lenska útvarpsins um tíma. Hann var síðan aðstoðarstjórnandi við Bolshoi-leikhúsið í Moskvu og hljómsveitarstjóri á tónleikum víða í Austur-Evrópu. Síðustu fimm ár hefur hann verið tónlistarstjóri Konunglegu óperunnar í Stokk- hólmi og gestastjórnandi í Finnsku þjóðaróperunni og óperunni í Ham- • borg. Eri Klas stjórnaði Fílharm- óníuhljómsveit Berlínar í fyrra við frábærar undirtektir og á næsta ári mun hann í fyrsta sinn stjórna meiriháttar hljómsveit í Banda- ríkjunum, þegar hann stjórnar Sin- fóníuhljómsveit Baltimore á tónleik- um þar. Aage Haugland verður einsöngv- ari á tónleikunum. Hann fæddist í Kaupmannahöfn og hóf snemma söngferil sinn með því að syngja einsöng í Drengjakór Kaupmanna- hafnar. Hann stundaði nám í lækn- isfræði og söng við Kaupmanna- hafnarháskóla en helgaði sig síðan söngnum. Hann hefur víða komið fram og starfað að tónlistarmálum og sungið öll helstu bassahlutverk söngbókmenntanna. Auk þess að syngja víða um lönd er hann fast- <\ ráðinn fyrsti bassi við Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn. Meðal flytjenda á tónleikunum verður um 40 manna bassakór, sem syngur í 13. sinfóníu Sjostakovítsj. Þetta eru félagar úr Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræðrum ásamt 10 breskum bassasöngvur- um, eins og áður er getið. Þeir munu syngja á rússnesku, en íslensk þýðing ljóðsins um Babí Jar fylgir efnisskrá kvöldsins. Kórstjór- ar eru Peter Locke og Paul Rosen- baum. Miðasala á tónleikana er á skrif- stofu hljómsveitarinnar í Há- skólabíói og í miðasölunni við upp- haf tónleikanna. Ilöfundur er kynningarfulltrúi Sinfóníuhljómsveitar ístands. Pennavinir Pólskur 42 ára verkfræðingur með áhuga á íþróttum, tónlist, kvik- myndum, ferðalögum, útivist. Safn- ar frímerkjum, mynt, póstkortum og hljómplötum: Edward Cichowski, woj. Krosno, ul. Sikorskiego 8/54, Pl-38200 Jasto, Poland. • IITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • SQMMEggj^ GÓLFEFNI Ný barnabók eftir Þóri S. Guðbergsson ÞÓRIR S. Guðbergsson, félagsráðgjafi og kennari, hefur sent frá sér nýja barnabók sem ber heitið Fiddi ber á bumbuna. En langt er síðan Þórir skrifaði síðustu barnabók sína, Kátir krakk- ar. Sagan Fiddi ber á bumbuna segir frá skemmtilegum bernsku- brekum, leikjum og íþróttum barna eftir stríð í Reykjavík, sam- skiptum þeirra við fullorðna eins og Fidda feita, gömlu nornina í álögum, lögregluna, stranga kenn- arann og ekki síst spennandi ævin- týrum í sumarbúðum og vanga- veltum yfir því hvort englar guðs gætu verið njósnarar. Söguna um Fidda hefur Hlynur Örn Þórisson myndskreytt á nokk- uð sérstæðan hátt, en þar birtist forvitin og skemmtileg býfluga, sem er til frásagnar með höfundi og fylgist grannt með öllum uppá- tækjum barnanna. Hún hugsar sitt bæði úti á spássíu og í lok kaflanna, veltir vöngum yfír lífi og tilveru barnanna og virðist ekki alltaf sátt við gang mála. Þórir S. Guðbergsson Höfundur bókarinnar, Þórir S. Guðbergsson, hefur áður ritað á annan tug barna- og unglinga- bóka. Hann stundaði sjálfur íþrótt- ir á æskuárum og tók þátt í sumar- búðastarfi fyrir börn og unglinga. Fyrsta bók hans, Knattyspyrnu- drengurinn, sem kom út fyrir rúm- um tveimur áratugum, naut óvenju mikilla vinsælda á sínum tíma meðal íslenskra barna. Höfundur er útgefandi bókar- innar um Fidda, sem er 110 siður, unglingaráð Knattspyrnufélagsins Vals annast alla dreifingu og sölu bókarinnar. (Fréttatilkynning) Þú svalar lestrarþörf dagsins ástóum Moggans' Fjórar ólíkar Sparileiðir - fyrir fólk sem fer sínar eigin leiðir í sparnaði! Sparileiðir íslandsbanka eru fjórar því engir tveir sparifjáreigendur eru eins. Þeir búa við mismunandi aðstœður og hafa mismunandi óskir. Sparileiðirnar taka mið af því og mœta ólíkum þörfum sparifjáreigenda eins og best verður á kosið. Sparileið 1 er mjög aðgengileg leið til að ávaxta sparifé í skamman tíma, minnst þrjá mánuði. Sparileið 2 gefur kost á góðri ávöxtun þar sem upphœð innstæðunnar hefur áhrif á vextina. Sparileið 3 er leið þar sem sparnaðar- tíminn ákveður vextina að vissu marki og ríkuleg ávöxtun fœst strax að 12 mánuðum liðnum. Sparileið 4 býður vaxtatryggingu á bundið fé, því þar eru vextir ákvarðaðir til 6 mánaða í senn. Innstœðan er bundin ía.m.k. 24 mánuði. Kynntu þér nánar Sparileiðir íslandsbanka. Leiðarvísir liggur frammi á öllum afgreiðslustöð- um bankans. ÍSLANDSBANKI -í takt við nýja tíma! ÍSLANDSBANKA • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • YDDA F.26.53 / SÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.