Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990
25
Vandaður gæðagripur
Hljómplötur
Guðjón Guðmundsson
POINT Blank er fyrsta sólóplata
Friðriks Karlssonar og er skemmst
frá því að segja að allir gömlu félag-
arnir úr Mezzoforte fylgja honum á
frumsmíð hans. Ef til vill er það af
þeim sökum sem platan ber töluverð-
an keim af fyrri afrekum félaganna.
Tónsmíðamar eru allar eftir Friðrik,
vönduð tónlist í rómantískum anda,
eins og t.d. Sin Ti og Savannah
Colada, en síðara lagið réttlætir eitt
og sér að fullu að menn festi kaup
á Point Blank, en þar er einnig að
finna harðan blús og fönk í anda
Mezzoforte.
Friðrik hefur fengið til liðs við sig
slagverksleikarana Manolo Badrena,
sem um skeið lék með Weather Rep-
ort, Jeroen De Rijk og Danny Gottli-
eb, auk Marks Egans bassaleikara,
en þeir tveir síðastnefndu hafa leikið
með sveit Pats Methenys. Þá leggja
Sigurður Flosason og Kjartan Valdi-
marsson sitt af mörkum á þessum
gæðagrip, sem er vitnisburður vinnu-
brögð á heimsmælikvarða.
Road to Salsa er fönkuð tónlist og
í anda fyrri tónsmíða Friðriks, með
sterkri laglínu og vel uppbyggðum
einleiksköflum. Hrynsveitin stendur
þétt að baki eins og á öllum lögum
plötunnar. Back to Basics er raf-
magnaður blús með þungu slagverki
þar sem Badrena klappar á kongot-
rommur. Eyþór skapar stórsveit-
arblæ með synthesizernum og
keyrslan er hröð. Cloud er létt og
þægileg melódía líkt og skýjaslæða
að vorkvöldi á Esjunni þar sem bass-
inn tiplar í ómstríðum hljómagangi
meðfram laglínunni.
Skemmtilega á óvart kemur lagleg
útsetning á Hvert liggur þín leið?
Ellen Kristjánsdóttir syngur spænsk-
an texta sem Tómas R. Einarsson
hefur gert við lagið sem nefnist nú
Sin Ti. Grípandi og falleg tónsmíð
undir latínskum áhrifum og söngur
Ellenar er smekklegur. Synthesizer
Eyþórs hljómar eins og trompet méð
mút og hrein unun er að hlusta að
einleikskafla Friðriks.
Titillag plötunnar Point Blank er
hugljúf ballaða af Pat Metheny-skó-
lanum. Intróið hefst á synthesizer
Eyþórs sem nú hljómar eigi ólíkt
rödd Pedro Aznar og fjarlægt gítar-
sánd Friðriks vekur upp minningar
um Letters from Home. Þá er ógetið
einnar perlunnar, Savannah Colada,
undurfallegrar melódíu sem hljómar
lengi í vitundinni eftir að armurinn
hefur yfirgefið vinylinn.
Á Point Blank gætir áhrifa úr
ýmsum áttum, einkum í „sándi“, og
skýtur áhrifavöldum eins og Pat
Metheny og Lee Ritenour upp í hug-
ann, en þetta er tónlist Friðriks sem
hann virðist hafa lagt mikið upp úr
að kæmist sem best til skila, enda
árangurinn eftir því. Þetta er sóló-
plata Friðriks í bókstaflegri merk-
ingu því gítarinn er í hásessi og ekk-
ert annað hljóðfæri heyrist í einleik.
Point Blank hefur allt til að bera til
að spjara sig á innlendum sem er-
lendum tónlistarmarkaði.
Greiðir þú
eignaskatt
Ýmsar eignir eru undanþegnar eignaskatti,
t.d. innstœða á BAKHJARLI sparisjóðsins.
BAKHJARL sparisjóðsins hentar þeim mjög vel sem vilja njóta
hagstæðustu ávöxtunarkjara hjá sparisjóðnum. BAKHJARL
ber háa vexti umfram verðtryggingu, nú 6.5%, og er aðeins
bundinn í 24 mánuði. Með BAKHJARLI opnast einnig
ýmsar leiðir hjá sparisjóðnum til hagsbóta fyrir þig og þína.
Jafnframt er vert að hafa í huga að talsverður munur
getur orðið á skattbyrði þeirra sem eiga um áramót
inneign á BAKHJARLI, og hinna sem eiga á sama tíma
álíka fjárhæð í verðbréfum og svipuðum eignum.
Athugaðu kostina sem fylgja því
að ávaxta fé þitt á BAKHJARLI sparisjóðsins.
Hafðu sparisjóðinn að bakhjarli
SPARISJÖÐURINN
SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR, SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS,
SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS, SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA.
af sparifé þínu
Sjónvarpstœki
Sjónvarps-
myndavélar
Hljómtœkja-
samstϚur
Ferðaviðtœki
Útvarpsvekjarar
Gœðatœki fyrir
þig og þína!
SMITH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
Ásklifhlisiiw'llll iT {iMW