Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 27
bæði strengja- og lúðrasveit sem
hafa komið fram fyrir skólans hönd
við ýmis hátíðleg tækifæri í bænum.
Strengjasveitin hefur einnig boðið
til sín nemendum úr öðrum skólum
hér á suðvesturhorninu og stilltu
þessir nemendur saman strengi sína
á aðventunni í fyrra undir nafninu
Suðvesturstrengir. Ákveðið er að
framhald verði á þessari samvinnu
og heimsóknum strengjaleikara í
tónlistarskólunum.
Næsta vor ætlar lúðrasveit skól-
ans að hleypa heimdraganum og
heimsækja frændur okkar í Noregi
og Danmörku, en í sveitinni eru nú
23 hljóðfæraleikarar. Að lúðrasveit-
inni stendur mjög öflugt foreldrafé-
lag sem hefur veitt skólanum ómet-
anlega aðstoð við uppbyggingu
sveitarinnar. Það er ómetanlegt fyr-
ir nemendur skólans að taka þátt
í samspili og þegar leikið er í stórri
hljómsveit læra nemendur að taka
tillit til annarra og vera í takt við
félaga sína.
Tónlistarskólinn
í nýtt húsnæði!
Þrátt fyrir að starfsemi tónlistar-
skólans hafi vaxið með slíkum hætti
sem raun ber vitni verður því ekki
neitað að hann hefur ávallt átt við
erfiða starfsaðstöðu að glíma og
nánast hrakist úr einu húsnæði í
annað í gegnum tíðina. Því var það
kenhurum og nemendum skólans
mikil gleðifregn þegar núverandi
bæjarstjórn samþykkti 25. apríl
1989 erindi skipulagsnefndar þess
efnis að efna til samkeppni um
hönnun safnaðarheimilis og tónlist-
arskóla sem verði staðsettur í ná-
grenni Hafnarfjarðarkirkju. Sér-
stök dómnefnd sem fjallar um ágæti
tillagnanna mun senn skila niður-
stöðum.
Bæjarstjórnin hyggst ekki láta
þar við sitja því hlerað hefur verið
að hafist verði handa við byggingu
skólans strax og allri nauðsynlegri
undirbúningsvinnu er lokið. Engan
þarf því að undra þótt meðal kenn-
ara og nemenda gæti nú bjartsýni
og eftirvæntingar þar sem núver-
andi bæjarstjórn er þekkt að öðru
en að láta sitja við orðin tóm.
Hvers virði er þá góður
tónlistarskóli?
Eflaust eru einhveijir þeirrar
skoðunar að tónlistarskólinn sé að-
eins skóli fyrir „tónlistarséní" og
að þar leyfist aðeins að spila verk
gömlu meistaranna. Svo er alls
ekki. Miklu heldur er reynt að
kynna fyrir nemendum hinar marg-
víslegu stíltegundir tónlistarinnar
og vekja hjá þeim löngun til að njóta
þess sem þar hefur best verið gert.
Það er heldur ekki hlutverk tón-
listarskólans að steypa alla nem-
endur í eitt mót né njörva þá niður
í sama plógfarið. Hlutverk skólans
er miklu heldur að gera nemendur
færa um að dæma hvað sé góð tón-
list og slæm, greina kjamann frá
hisminu.
I grein í afmælisriti skólans sem
Egill Rúnar Friðleifsson skrifar seg-
ir á einum stað: „Faguruppeldi er
mikilvægur en því miður vanræktur
þáttur í skólakerfinu. Börn og ungl-
ingar eru opin og áhrifagjöm fyrir
tískusveiflum, jafnt í tónlist sem
öðra. Músíkiðnaðurinn, sem háður
er hörðum lögmálum markaðarins,
hefur lengi af þessu vitað og beitir
kænlegum brögðum til að heija á
viðkvæmar sálir og gera þær háðar
sljóvgandi lágkúru síbyljunnar.
Tónlistarkennsla er því mótafl gegn
þeirri óvirkni sem svo mjög ein-
kennir samtímann.“
Orð Egils eru þörf áminning til
þeirra sem að þessum málum
standa.
Tónlistin er eitt göfugasta list-
form sem maðurinn hefur tileinkað
sér. Allt frá upphafi hefur hann
nýtt sér tónlistina sem leið til tján-
ingar og í aldanna rás skapað slík
meistaraverk að ekkert fær á
skyggt. Það er því einlæg von mín
að Tónlistarskóli Hafnarfjarðar sé
og verði þess megnugur að leiða
nemendur sína til þess þroska að
þeir fái þeirra notið.
Höfundur er skólastjóri
Tóntístarskólans í Hafnarfirði.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990
„Frá torfbæ til tölvu
aldar“ eftir Stefán
Bjarnason frá Flögii
Egilssiöðum.
FRÁ torfbæ til tölvualdar á 50
árum nefnist nýútkomin bók eft-
ir Stefán Bjarnason bónda í
Flögu í Skriðudal á Fljótsdals-
héraði.
Stefán hefur um langt skeið hald-
ið dagbækur um markverða atburði
í sínu lífi og á Héraði. Einnig hefur
hann skrifað þætti í Múlaþing, rit
sem Múlasýslur gefa út, og frétta-
bréf úr Skriðdal sem um langt skeið
hafa birst í vikublaðinu Austra. Auk
þessa hefur Stefán skrifað fjöldann
allan af minningar- og afmælis-
greinum um samferðarfólk sitt.
Stefán gefur sjálfur út bókina sem
prentuð er í Héraðsprenti á Egils-
stöðum. Bókin er 253 blaðsíður
prýdd fjölda mynda.
Stefán Bjarnason fyrrum bóndi
í Flögu er nú aldurhniginn en ljón-
frískur maður. Hann var sveitar-
höfðingi sem gegndi fjölmörgum
trúnaðarstörfum fyrir sveitunga
sína. Stefán skrifar látlaust og gott
mál og á þessu máli skýrir hann
frá reynslu sinni, vonum og störfum
á 50 ára búskaparferli. Á síðunum
Stefán Bjarnason
birtist einnig fjölskylda hans og fjöl-
margir sveitungar og samferðar-
menn við störf og skemmtan.
Stundum berst sagan út fyrir
Skriðdalinn niður til Reyðarfjarðar
suður á land og til Svíþjóðar.
í bókinni er rakin þróunarsaga
af vænu býli austur á Héraði. Fram-
faraskref eru tímasett og skýrt með
hveijum hætti þau voru stigin.
Einnig er áhugavert að fylgjast með
höfundi, fólki hans og sveitungum
á þessum siðum. Þarna segir frá
fólki sem skapar sér sjálft lífsnautn-
ir og gagnsemdir. Gerir vísur, leikur
og syngur, snýst við sauðkindur,
kýr og hesta. Einnig segir frá inn-
reið tækninnar í íslenskan landbún-
að. Frá torfbæ til tölvualdar er því
búskaparsinfónía með upplyftingu.
Bókin frá torfbæ til tölvuualdar
er seld í bókaverslunum á Austur-
landi frá Þórshöfn til Hafnar. Einn-
ig fæst hún í Hagkaupum og versl-
unum Máls og menningar í
Reykjavík.
- Björn
ÍSLENSKT TAL
Það eru leikararnir Magnús Ólafsson,
Þórhallur (Laddi) Sigurðsson, Eria Ruth
Harðardóttir og Sigurður Sigurjónsson
sem Ijá persónunum raddir sínar.
Myndin er tekin er upptökur fóru fram.
Vandaðar og bráðskemmtilegar
teiknimyndir. Pantið strax
í dag. Greiðsluskilmálar.
ISLENSKT TAL
míkur
GALLVASKI
6
mmmm
FÁST EINNIG HJÁ:
HAGKAUP
DREIFING
— S A F N I Ð —
© 1990 Frón-Vídeó
Allir muna eftir Ástríki gallvaska, Steinríki og, honum Sjóðríki
seiðkarli eða þá hinum sívinsæla Lukku Láka. Nú eru komin út
5 ný barnamyndbönd með þessum vinum okkar og eru þau öll
með íslensku tali og söng. Fylgist með þeim lenda í hinum
ótrúlegustu ævintýrum. Hver mynd er um 70 mín. eða samtals
um sex klukkustunda skemmtun. Þessi frábæru myndbönd
verða aðeins seld beint til heimila, en verða ekki til útleigu á
myndbandaleigum eða sýnd í sjónvarpi.
Tilvalin gjöf í jólapakka barnanna.