Morgunblaðið - 29.11.1990, Side 28
MORGUNBLAÐÍD FIMMTUDAGÚR W NÓVEMBER 1990
28
Guðrún Guðlaugsdóttir
Þórarinn Tyrfingsson
Lífssaga Þórarins
Tyrfingssonar
ÖRN og Örlygur hafa gefið út lífssögu Þórarins Tyrfingssonar
yfirlæknis SAA sem nefnist Það hálfa væri nóg. Guðrún Guðlaugs-
dóttir blaðamaður skráði.
í kynningu útgefanda segir
m.a.: „Þórarinn Tyrfingsson er
mörgum kunnur. Hann var á árum
áður í hópi þekktustu handknatt-
leiksmanna okkar en hin síðari ár
er hann einkum þekktur fyrir störf
sín á vegum SÁÁ. Hann hefur
rétt mörgum illa stöddum drykkju-
manni hjálparhönd. Hann veit líka
af eigin raun hvert böl ofdrykkjan
er þeim sem í klóm hennar lendir.
Saga Þórarins er samofirt sögu
SÁÁ. Hann kom til liðs við sam-
tökin skömmu eftir að þau hófu
rekstur fyrstu sjúkrastöðvar
sinnar og hefur verið í fylkingar-
brjósti þessara samtaka um árabil.
Endurminningar Þórarins Tyrf-
ingssonar munu vafalaust kalla
fram kraftmikinn endurhljóm
meðal kynslóða eftirstríðsáranna.
íþróttamönnum eldri sem yngri
mun þykja fróðlegt að kynnast
íþróttaferli hans og síðast en ekki
síst munu allir þeir sem áhuga
hafa á áfengismálum sækja mik-
inn fróðleik í þessa bók.“
Bókin er 167 blaðsíður.
Ný unglingabók eft-
ir Eðvarð Ingólfsson
Eðvarð Ingólfsson
Auk Sextán ára í sambúð má
nefna metsölubækurnar Fimmtán
ára á föstu og Meiriháttar stefnu-
mót, en hún hlaut verðlaun Skóla-
málaráðs Reykjavíkur sem besta
frumsamda barnabókin 1988.
Bókin Haltu mér — slepptu
mér, er 197 bls. Hún er prentuð
í Prentsmiðjunni Odda hf. Al-
menna auglýsingastofan sá um
útlit bókarinnar og káputeikningu.
Útgefandi er Æskan.
(Úr fréttatilkynningu)
ÚT ER komin unglingabókin
Haltu mér — slepptu mér eftir
Eðvarð Ingólfsson.
Sagan er um Eddu og Hemma.
Hún er sextán, hann sautján. Þau
hafa kynnst nánast af tilviljun.
Það verður ást við fyrstu sýn.
í kynningu útgefanda segir
m.a.: „Edda verður ófrísk og þau
ákveða að hefja sambúð. Lífíð
brosir við þeim. En við nánari
kynni og fæðingu barnsins breyt-
ist margt. Þeim finnst' þau bundin
í báða skó og hafa glatað frelsi
unglingsáranna. Veikindi barns-
ins, peningaáhyggjur og ósam-
komulag setja mark sitt á sambúð-
ina. Sumir dagar eru góðir, aðrið'
slæmir. Stundum sjá þau ekki só-
lina hvort fyrir öðru, stundum tal-
ast þau ekki við. Þegar á reynir
kemur fyrst í ljós hve sterkt sam-
bandið er. Það verður ekki bæði
sleppt og haldið.“
Haltu mér — slepptu mér er
þrettánda bók Eðvarðs Ingólfsson-
ar og áttunda unglingabók hans.
V^terkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Erfidrykkjur í hlýlegu
og notalegu umhverfi
Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfidrykkjur fyrir
allt að 300 manns. I boði eru snittur með margvfslegu áleggi,
brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með
rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur,
rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fl.
Með virðingu,
FLUGLEIDIR
HÓTEL LOFTLEIÐIR
REYKJAVÍKURFLUGVELLI. 101 RFYKJAVlK
SlM1: 9 I ■ 2 2 3 2 2
Ný útgáfa á Innlöndum
eftir Hannes Pétursson
IÐUNN hefur gefið út að nýju
fjórðu Ijóðabók Hannesar Pét-
Gunnar Dal
urssonar skálds, Innlönd, sem
fyrst kom út árið 1968.
í kynningu útgefanda segir m.a.:
„Skáldið glímir markvisst við að
túlka þá skynjun sem dýpst og innst
stendur í persónuleikanum og á
rætur í æsku og heimkynnum.
Um Innlönd sagði Hjörtur Páls-
son í ritdómi að í heild væri bókin
skáldskapur „sprottinn úr og bak-
tryggður með nákominni, persónu-
legri reynslu og viðhorfum skálds
sem varðveitir upprunalegt eðli sitt
og tilfinningalíf í heimi nútímans,
sem er margt betur gefið en þyrma
slíku að fyrra bragði.“
Bókin er prentuð í Odda hf.
Hannes Pétursson
Verðmæti loðnu-
afians komið í 2,6
safn íjóða eft- milljarða króna í ár
ir Gunnar Dal
ÚT ER komin bókin, Raddir
morgunsins úrval ljóða eftir
Gunnar Dal, skáld og heimspek-
ing. Höfundur er þjóðkunnur
fyrir ljóð sín, frumsamin og
þýdd, skáldsögur og heimspeki-
rit. Eftir hann hefur komið út
fjöldi bóka. Hin fyrsta var ljóða-
bókin Vera, 1949.
Gunnar hefur ort jöfnum höndum
undir hefðbundnum hætti og órím-
að og lætur hvort tveggja vel.
í aðfararorðum segir Ólafur
Haukur Árnason: „Tíðum er
skammt milli heimspeki og skáld-
skapar og er ekki undarlegt. Gott
heimspekirit getur nálgast að vera
góður skáldskapur og góður skáld-
skapur, jafnvel vel ort ferskeytla,
getur verið_ ágæt og fullboðleg
heimspeki. Ég hygg að hvergi fall-
ist heimspeki Gunnars og skáld-
skapur hanns innilegar í faðma en
í ýmsum ljóðum hans órímuðum.
Af þeirri snertingu kviknar lifandi
skáldskapur þegar best lætur tær
og skýr og hefur yfir sér heiðríkju
heilbrigðrar lífssýnar."
Bókin Raddir morgunsins er 192
blaðsíður. Hún er prentuð í Prent-
smiðjunni Odda hf. Filmuvinnu ann-
aðist Offsetþjónustan hf. _ Sína
Gunnarsdóttir sá- um útlit. Útgef-
andi er Æskan.
■ / TILEFNI af 60 ára afmæli
Landspítalans verður opið hús
föstudaginn 30. nóvember kl. 14-17
e.h. í Lágmúla 9, 5. hæð, þar sem
göngudeild Landspítalans fyrir
blóðþrýstings- og blóðfitumælingar
er til húsa. Almenningi gefst þar
kostur á að kynna sér starfsemi
deildarinnar og fá blóðþrýstings-
og blóðfitumælingu. Deildin var
opnuð í apríl 1977 og auk þess að
sinna mælingum og meðferð á blóð-
þrýstingi og blóðfitu éí þar rekin
rannsóknarstarfsemi á þessum
sviðum.
Heildarverðmæti loðnuaflans á þessu ári er komið í 2,574 milljarð-
ar króna. Búið er að veiða um 60 þúsund tonn af loðnu á þessari
haustvertíð fyrir 252 milljónir króna en loðnuverksmiðjurnar hafa
greitt 4.200 krónur fyrir loðnutonnið á þessari vertíð.
Þar sem lítið hefur veiðst af loðnu
í haust bendir allt'til að heildarverð-
mæti loðnuaflans í ár verði mun
minna en meðalaflaverðmæti síð-
ustu fimm ára, miðað við fast verð-
lag. Mikið hefur verið af smáloðnu
í afla loðnuskipa út af Langanesi
undanfarið og því var svæði lokað
þar fyrir loðnuveiðum síðastliðinn
mánudag í eina viku.
íslensk skip veiddu um 610 þús-
und tonn af loðnu á síðustu vetrar-
vertíð fyrir 2,323 milljarða króna,
eða 3.808 króna meðalverð fyrir
tonnið. Þar af voru tæp 579 þúsund
tonn brædd og 2.553 tonn heilfryst
fyrir 2,225 milljarða og rúmlega
97 milljónir fengust fyrir 1.946 tonn
af loðnuhrognum, eða 50 þúsund
krónur að meðaltali fyrir tonnið.
Þá var 24.463 tonnum landað er-
lendis á vertíðinni fyrir um 120,8
milljónir króna, eða 4.937 króna
meðalverð fyrir tonnið, en 1.634
tonn af loðnu fóru í meltu.
Síldarverksmiðjur ríkisins
greiddu 3.736 .krónur að meðaltali
fyrir tonnið af loðnu til bræðslu á
síðustu vetrarvertíð. SR á Siglufirði
greiddi 3.910 krónur, SR á Raufar-
höfn 3.820, SR á Seyðisfirði 3.583
og SR á Reyðarfirði 3.533 krónur.
Á • vetrarvertíðinni árið 1989
greiddu SR að meðaltali 3.797
krónur fyrir tonnið. SR á Siglufirði
greiddi 4.243 krónur, SR á Raufar-
höfn 3.938, SR á Seyðisfirði 3.662
og SR á Reyðarfirði 3.648 krónur.
Um 2,6 milljarðar króna voru
greiddir fyrir um 667 þúsund tonn
af loðnu til bræðslu og frystingar,
svo og loðnuhrogn, árið 1989, eða
3.947 krónur fyrir tonnið, en 2,7
milljarðar fyrir 909 þúsund tonn
árið 1988, eða. 2.991 króna fyrir
tonnið, 1,9 milljarðar fyrir 803 þús-
und tonn 1987, eða 2.338 krónur
fyrir tonnið, 1,8 milljarðar fyrir 895
þúsund tonn 1986, eða 2.009 krón-
ur fyrir tonnið og 1,8 milljarðar
fyrir 993 þúsund tonn árið 1985,
eða 1.820 krónur fyrir tonnið.
I lögum um stjórn fískveiða, sem
taka gildi um áramótin, segir m.a.
að sé fyrirsjáanlegt að verulegar
breytingar verði á aflatekjum milli
veiðitímabila af veiðum á öðrum
tegundum, sem sæta ákvæðum um
leyfilegan heildarafla, en botnfiski
og úthafsrækju er ráðherra heimilt
að skerða eða auka tímabundið
botnfiskaflamark þeirra fiskiskipa,
sem aflahlutdeild hafa af þeirri teg-
und, sem breytingum sætir.
Verúleg telst breyting á aflatekj-
um af sérveiðum í þessu sambandi
ef hún veldur því að heildarverð-
mæti skipa, sem viðkomandi sér-
veiðar stunda, hefur að mati ráð-
herra vikið meira en 20% að meðal-
tali frá meðalaflaverðmæti síðustu
fimm ára, miðað við fast verðlag.
Tímabundin breyting botnfiskafla-
marks skal koma til hlutfallslegrar
hækkunar eða lækkunar á botnfisk-
veiðiheimildum annarra fiskiskipa.
Heildarverðmæti loðnu til
bræðslu og frystingar, svo og loðnu-
hrogna, var að meðaltali 3,368
milljarðar króna árin 1985-’89, mið-
að við verð á loðnu árið 1989. Verð-
mæti loðnuaflans var hins vegar
2,404 milljarðar á síðustu vetrar-
vertíð, miðað við verð á loðnu árið
1989. Þar sem nú eru greiddar
4.200 krónur fyrir tonnið af loðnu
til bræðslu þurfa loðnuskipin að
veiða um 230 þúsund tonn af loðnu
á þessari haustvertíð til að verð-
mæti loðnuaflans í ár verði 80% af
meðalaflaverðmæti síðustu 5 ára,
miðað við verð á loðnu 1989, eða
170 þúsund tonnum meira en þau
hafa þegar veitt á þessari vertíð.
Ný bók eftir Guð-
mund Olafsson
VAKA-Helgafell hefur gefið út barnabókina Emil, Skundi og Gústi
eftir Guðmund Ólafsson rithöfund og leikara og er þetta þriðja bók
Guðmundar.
í káputexta .segir m.a.: „Emil,
Skundi og Gústi er sjálfstætt fram-
hald hinnar geysivinsælu bókar um
Emil og Skunda sem fékk Islensku
barnabókaverðlaunin 1986, en
framhaldsmynd byggð á verðlauna-
bókinni verður sýnd á Stöð 2 um
næstu jól. Gústi er nýr vinur Emils
og Skunda og saman lenda þeir í
ýmsum skemmtilegum ævintýrum
í nýju bókinni. Þeir njóta lífsins uns
í ljós kemur að Gústi býr yfir hræði-
legum leyndardómi sem enginn
nema Emil fær vitneskju um. Emil
og Gústi taka höndum saman þegar
á móti blæs og Skundi hjálpar til á
sinn hátt. Sagah er fjörleg og hlý
en sýnir lesandanum jafnframt inn
í dapurlegri heim á áhrifamikinn
hátt.“
Kápumynd bókarinnar er eftir
Búa Kristjánsson en Ritsmiðjan sf.
sá um kápuhönnun. G. Ben. prent-
stofa prentaði og annaðist bókband.
Guðmundur Ólafsson