Morgunblaðið - 29.11.1990, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 29. NÖVEMBER 1990
John Major tekur við embætti forsætisráðherra Bretlands
Þykir raunsær, hagsýnn og
sveigjanlegri en forverinn
Lundúnum. The Daily Telegjaph.
JOHN Major hefur á undraskömmum tíma hafist til æðstu metorða
í breskum stjórnmálum og í gær gekk hann á fund drottningar til
að taka við stöðu forsætisráðherra. Ærin verkefni blasa við honum,
stríð virðist yfirvofandi við Persaflóa og staðan í breskum efnahags-
málum er erfið nú um stundir. Leiðtogakjörið þykir hafa sýnt og
sannað að Major er líkt og Margaret Thatcher maður baráttuglað-
ur þó hann sé af flestum talinn mun sveigjanlegri og hag sýnni en
„Járnfrúin".
Kjör Johns Majors er að sönnu
sögulegt. Hann tekur við embætti
flokksleiðtoga og forsætisráðherra
af Margaret Thatcher, sem þykir
einn merkasti forsætisráðherra
Bretlands á þessari öld. Hann er
aðeins 47 ára gamall og yngri
maður hefur ekki sest að í embætt-
isbústað forsætisráðherra að Dow-
ningstræti tíu frá því jarlinn af
Rosebery komst til valda árið 1894.
Staða Majors var í upphafi barátt-
unnar ekki sérlega sterk. Hann
átti við öfluga andstæðinga að etja.
Michael Heseltine nýtur virðingar
í Ihaldsflokknum og styrkur hans
var mikill eins og í ljós kom í fyrstu
umferðinni er hann hlaut 152 at-
kvæði. Þá hefur Douglas Hurd ut-
anríkisráðherra sýnt og sannað að
hann er mjög hæfur maður og
margir þingmenn höfðu á orði að
hann væri einmitt leiðtoginn sem
þörf væri á í ljósi óvissunnar við
Persaflóa. Enginn vafí leikur á því
að Thatcher studdi Major en sá
stuðningur hefði getað reynst
tvíbentur ekki síst þar sem þær
raddir tóku að heyrast að Thatcher
ætlaði sér með þessu að tryggja
áframhaldandi áhrif sín í breskum
stjómmálum. Hurd og Heseltine
höfðu báðir meiri reynslu af setu
í ríkisstjóm en engu að síður hlaut
Major skýrt og afdráttarlaust um-
boð til að taka við íhaldsflokknum
og forsætisráðuneytinu. Sigurinn
er ekki síst sögulegur fyrir þær
sakir að hann sigraði báða þessa
öflugu frambjóðendur í fyrstu til-
raun, skilaboðin frá þingflokknum
voru skýr og vel skipulögð barátta
Majors skilaði tilætluðum árangri.
Skjótur frami
Fyrir einu og hálfu ári var John
Major gjörsamlega óþekktur utan
Bretlands og ekki verður sagt að
London. Reuter.
MARGARET Thatcher yfirgaf
bústað breska forsætisráðherr-
ans í Downingstræti 10 í hinsta
sinn í gær er hún hélt á fund
Elísabetar drottningar til þess
að biðja formlega um lausn frá
störfum.
„Við fömm nú héðan eftir yndis-
lega dvöl í hálft tólfta ár og ánægð
yfir því að konungdæmið er mikið
betur á sig komið en þegar við
fluttum inn,“ sagði Thatcher við
fréttamenn er hún og eiginmaður
hennar Denis lokuðu dymm for-
sætisráðherrabústaðarins í síðasta
sinn.
„Nú hefst nýr kapítuli og ég
óska John Major velfamaðar í
starfi og vona að gæfa heimsins
gangi í lið með honum. Hann hefur
allt til að bera til þess að verða
stórkostlegur forsætisráðherra og
ég er viss um að það mun fljótlega
sýna sig,“ bætti Thatcher við.
Heimildarmenn segja að hún hafí
hringt í nokkra þingmenn er bar-
áttan um íeiðtogasætið stóð sem
hæst og hvatt þá til að kjósa Major.
hann hafi verið sviðsljósi fjölmiðla
í heimalandi sínu. Það var Margar-
et Thatcher sem fyrst veitti Major
athygli og hann á ævintýralegan
feril sinh vissulega henni að þakka.
Á það hefur hins vegar verið bent
að þau embætti sem Thatcher fól
Major vom erfið og ekki líkleg til
að afla honum vinsælda. Honum
tókst hins vegar að leysa þau þann-
ig af hendi að hann kallaði ekki
yfir sig óvildarmenn og lenti ekki
í illvígum deilum á leið sinni upp
metorðastigann.
Major varð nánasti aðstoðarmað-
ur þáverandi fjármálaráðherra
Bretlands, Nigels Lawsons, 1987
og hafði það starf einkum með
höndum að glíma við ráðuneytis-
stjóra sem sífellt leituðust við að
fá auknar fjárveitingar til þeirra
málaflokka er undir þá heyrðu.
Hann hafði áður verið formaður
þingflokksins, sem þykir góður
skóli, og gegnt ýmsum minniháttar
embættum á vettvangi félagsmála
en Major var fyrst kjörinn á þing
árið 1979 er Margaret Thatcher
varð forsætisráðherra.
í júlí í fyrra gerði Thatcher
breytingar á ríkisstjórn sinni og
kom það mönnum gjörsamlega í
opna skjöldu er uppvíst varð að
John Major hefði tekið við embætti
utanríkisráðherra af Sir Geoffrey
Howe. Major gegndi þessu emb-
ætti aðeins í þrjá mánuði og sjálfur
hefur hann sagt að honum hafi
tæpast gefíst tími til að átta sig á
hvar í veröldinni Burkina Faso
væri áður en hann var kallaður á
fund forsætisráðherrans og til-
kynnt að honum byðist að taka við
fjármálaráðuneytinu af Nigel Law-
son.
Varla jafn hægrisinnaður og
Thatcher
Þótt fullvíst sé að Thatcher hafí
talið John Major heppilegasta
manninn til að taka við stjórn
íhaldsflokksins og fullyrt hafi verið
að stjórnmálaskoðanir þeirra fari
saman í flestum meginatriðum
þykja bæði yfirlýsingar og gjörðir
Majors gefa til kynna að hann sé
ekki jafn afdráttarlaus hægri mað-
ur og forsætisráðherrann fyrrver-
andi. í embætti ijármálaráðherra
þótti hann jafnan sýna varfærni
og sveigjanleika og ferill hans allur
þykir hafa leitt í ljós að hann sé
fyrst og fremst maður raunsær og
hagsýnn. Það þykir hafa komið í
ljós að fyrsta fjárlagafrumvarp
hans hafí verið skynsamlegt en er
það var lagt fram höfðu menn uppi
efasemdir um að nýi íjármálaráð-
herrann væri það hörkutól sem
þyrfti til að gegna þessu embætti.
I haust tókst Major síðan að telja
Thatcher á að skipta algjörlega um
stefnu er forsætisráðherrann féllst
á að miða bæri gengi sterlings-
pundsins við meðalgengi helstu
Evrópumynta, taka að nokkru leyti
þátt í EMS-samstarfinu. Ræðu
hans á síðasta flokksþingi breskra
íhaldsmanna var vel tekið sem þyk-
ir heyra til tíðinda þegar fjármála-
ráðherra á í hlut. Hann þykir frjáls-
lyndur og víðsýnn á vettvangi trú-
mála og hefur jafnan lýst yfír and-
stöðu við dauðarefsingar.
EB-málin
I öðrum aðildarríkjum Evrópu-
bandalagsins binda menn ótvíræð-
ar vonir við John Major en færð
hafa verið rök að því að ósveigjan-
leiki Margaret Thatcher á þessum
vettvangi hafi orðið henni að.falli.
Um miðjan næsta mánuð kom leið-
Thatcher yfírgefur Downingstræti 10
Reuter
Margaret Thatcher ræðir við blaðamenn er hún yfirgefur Downing-
stræti 10 í gærmorgun. Að baki stendur eiginmaður hennar, Denis.
Stjórnmálaólgan í Búlgaríu:
Stjóm Andrejs Lúkan-
ovs hyggst segja af sér
Sofíu. Reuter.
STJÓRN Andrejs Lúkanovs, forsætisráðherra Búlgaríu, sem er
skipuð fyrrum kommúnistum, tilkynnir afsögn sína bráðlega til
að bráðabirgðastjórn geti tekið við, að sögn búlgörsku fréttastof-
unnar BTA í gær. Stjórnin hafði sætt harðri gagnrýni vegna alvar-
legs matvæla- og eldsneytisskorts í landinu. Hún hefur verið und-
ir miklum þrýstingi að segja af sér frá því efnt var til allsherjar-
verkfalls í landinu á mánudag.
Fréttastofan hafði eftir nánum
samstarfsmanni Zhelyns Zhelovs,
forseta Búlgaríu, að samkomulag
milli helstu stjómmálaflokka
landsins væri í sjónmáli. Sam-
kvæmt því segði stjóm Andrejs
Lúkanovs af sér og forsetinn skip-
aði nýja stjórn til bráðabrigða.
Fréttastofan sagði að nýi forsætis-
ráðherrann kæmi hvorki úr Sósíal-
istaflokki Lúkanovs, sem hét áður
Kommúnistaflokkurinn, né helsta
stjómarandstöðuflokknum, Sam-
ERLENT
bandi lýðræðisafla. Ekki var ljóst
í gær hvort boðað yrði til nýrra
kosninga.
Allsheijarverkfallið varð til þess
að forystumenn Sósíalistaflokksins
efndu til viðræðna við stjórnarand-
stöðuflokkana um það hvemig
binda mætti enda á ólguna í
landinu.
Sósíalistaflokkurinn vann yfir-
burðasigur í fijálsum kosningum í
júní eftir að harðlínukommúnistan-
um Todor Zhívkov hafði verið
steypt fyrir ári. Flokkurinn hlaut
210 þingsæti af 400 og Samband
lýðræðisaflanna 145. Hann er eini
fyrrum kommúnistaflokkurinn í
Áustur-Evrópu sem haldið hefur
völdum eftir frjálsar kosningar.
Almenn óánægja með bágan efna-
hag landsins varð hins vegar til
þess að fylgi flokksins minnkaði
verulega samkvæmt skoðanakönn-
unum og hefur hann verið sakaður
um að hafa ekki sagt skilið við
kommúnismann. Ef marka má
kannanimar nýtur nú Samband
lýðræðisaflanna mestra vinsælda
og hefur flokkurinn ítrekað hafnað
tilboðum Lúkanovs um myndun
samsteypustjórnar undir forystu
hans. Samband lýðræðisaflanna
ákvað á föstudag að taka ekki
þátt í störfum búlgarska þingsins
eftir að vantrauststillaga á stjórn
Lúkanovs hafði verið felld.
Reuter
Búlgarskar námsstúlkur afhenda lögreglumönnum blóm á mótmæla-
fundi í Sofíu í gær. Óeirðalögreglan í borginni átti í átökum við
mótmælendur, sem kröfðust þess að stjórn landsins, sem er skipuð
fyrrum kommúnistum, segði af sér.
Líbería:
Vopnahlé í borgarastríðinu
Óljóst hvort Taylor fellst á yfirráð bráðabirgðastjórnar
Bamako, Abidjan. Reuter.
CHARLES Taylor, leiðtogi upp-
reisnarmanna í Líberíu, féllst í
gærkvöldi á tafarlaust vopnahlé
í borgarastríði sem staðið hefur
frá áramótum.
Samkomulag um vopnahlé í
Líberíu náðist eftir tveggja sólar-
hringa samningaumleitanir leið-
toga 16 vestur-afrískra ríkja sem
aðild eiga að efnahagsbandalagi
Vestur-Afríku (ECOWAS).
Dawda Jawara, forseti Gambíu,
sagði að fullt samkomulag hefði
náðst um framkvæmd vopnahlés
og friðaráætlun fyrir Líberíu. Hins
vegar er óljóst hvort Taylor fellst
á yfirráð bráðabirgðastjórnar sem
tók við völdum í Monróvíu, höfuð-
borg landsins, í síðustu viku. Þá
þykir óvíst að vopnahléð haldi þar
sem leiðtogar ýmissa uppreisnar-
hópa hafa ekki fallist á pólitíska
lausn deilumála.