Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 33
M.QRGtfNÖLAÐJE> F]IMMI|UyPAGURíNPV/PMBER) J990 Reuter John Major, forsætisráðherra Bretlands, ásamt konu sinni, Normu, við embættisbústað forsætisráðherra að Downingstræti 10 í Lundún- um. togar EB-ríkjanna saman í Róm til að ræða framtíðarþróun banda- lagsins á efnahags- og stjómmála- sviðinu, neyðaraðstoð við Sovétrík- in, Persaflóadeiluna ofl. Major þyk- ir hafa gefið til kynna að hann sé hlynntur tilslökunum í Evrópumál- unum en hann hefur verið varfær- inn í yfírlýsingum sínum. Embætt- ismenn í Bmssel segja hann hæf- ari og liprari samningamann en Thatcher en þegar grannt er skoð- að hefur hann enn ekki lýst yfír afdráttarlausri andstöðu við það hvernig Thatcher hélt á þessu málaflokki. Hann hefur sagt að ekki komi til greina að fórna sterl- ingspundinu á altari evrópskrar einingar og lagt til málamiðlun í deilunni um sameiginlegan gjald- • miðil EB-ríkjanna. Sjálfur sagði Major í gær að Bretar myndu taka fullan þátt í því starfí sem við blasti á vettvangi Evrópubanda- lagsins og ætluðu sér þar ákveðið forystuhlutverk. Forsætisráðherranum nýja hefur helst verið fundið það til foráttu að hann sé fremur litlaus. Hann þykir ekki sérlega sannfærandi í sjónvarpi þótt hann sé sagður hafa tekið framfömm á þessum vett- vangi. Styrkur hans þykir jafn- framt felast í þessu. í huga almenn- ings er hann fölskvalaus, geðugur í hvívetna og laus við tiltekna „fjöl- miðlaímynd“. Hann nýtur velvildar úti í þjoðfélaginu og styrkur hans innan íhaldsflokksins er ótvíræður nú þegar hann hefur tekið við embætti forsætisráðherra á tíma- mótum í stjómmálasögu Bretlands. Vonast til að John Major verði þjálli en Thatcher London. Reuter. . —' LEIÐTOGAR vestrænna ríkja létu í gær í Ijós vonir um að John Major forsætisráðherra Bretlands tæki ekki jafn harða afstöðu til samvinnu Evrópubandalagsríkjanna (EB) og Margaret Thatcher, forveri hans á stóli forsætisráðherra. George Bush Bandaríkjaforseti ræddi við Major í síma og sagðist hlakka til þess að eiga samstarf við hann og viðhalda því sérstaka sam- bandi sem verið hefur í millum Bandaríkjanna og Bretlands. Tos- hiki Kaifu forsætisráðherra Japans sagðist vona að Major myndi stjórna í anda Thatcher. Talsmaður Helmuts Kohls, kansl- ara Þýskalands, sagði kanslarann gera ráð fyrir því að Major yrði þjálli en Thatcher í Evrópumálun- um. í sama streng tók talsmaður franska utanríkisráðuneytisins. Talsmaður ítalska utanríkisrðau- neytisins sagði að enda þótt menn teldu að Major væri hlynntari nánu Evrópusamstarfí en Járnfrúin yrðu menn að bíða léiðtogafundarins í Róm í desember til þess að fá vísbendingar um framhaldið. Bandaríska blaðið New York Ti- mes birti í gær ritstjórnargrein um leiðtogaskiptin í Ihaldsflokknum breska og endurspeglar hún afstöðu ýmissa stórblaða um heim allan. „Stjórnarferli Margaret Thatcher kann að vera lokið en með því að velja John Major sem eftirmann hennar er tryggt að stefna hennar lifir áfram,“ sagði blaðið. Bresk blöð ráðlögðu Major hins vegar mörg hver að láta Thatcher ekki ráða um of ferðinni í aðgerðum stjórnarinnar. Niðurstöður leiðtogakjörsins féllu í góðan jarðveg á fjármála- heiminum. Sterlingspundið hækk- aði strax á gjaldeyrismörkuðum í Asíu og Evrópu. Þvert á spádóma lækkuðu hlutabréf hins vegar í London. Sérfræðingar spáðu að pundið ætti eftir að hækka meira í kjölfar breytinganna á bresku stjórninni. Yfirmaður norsku leyniþjónustunnar: Njósnir Sovétmanna stöðugt umfangsmeiri Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttaritara Morgunblaðsins. STARFSEMI sovésku leyniþjónustunnar í Noregi er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Hún leitast oft við að komast í tengsl við norska áhrifamenn og leggur mikla vinnu í að afla uppljóstrara. Þetta sagði Svein Urdahl, nýskipaður yfirmaður norsku leyniþjónustunnar, á fundi með norskum varnarmálayfirvöldum í Ósló á mánudagskvöld. Urdahl hélt því fram að frásagn- ir norskra fjölmiðla af breytingun- um í Sovétríkjunum hefðu fengið fólk til áð halda að starfsemi sov- ésku leyniþjónustunnar hefði minnkað en það væri mikill mis- skilningur. „Eina breytingin sem við höfum orðið varir við er að starf- semin er nú meiri en nokkru sinni fyrr,“ hafði dagblaðið Aftenposten eftir Urdahl í gær. Urdahl sagði einnig í ávarpi sínu, sem bar yfirskriftina „Leyniþjón- ustan á tímum glastnostt‘, að starf- semi sovésku leyniþjónustunnar væri mest í mið-austurhluta lands- ins. Hún legði mesta áherslu á sam- vinnu við blaðamenn, stjómmála- menn og kaupsýslumenn. Sömu sögu væri líklegast að segja um önnur aðildarríki Atlántshafs- bandalagsins. Urdahl viðurkenndi að norska leyniþjónustan hefði eng- in svör við því hvers vegna njósna- starfsemi Sovétmanna væri svo viðamikil í Noregi. Hann sagði ennfremur að pólska leyniþjónustan hefði ekki lagt niður starfsemi sína í landinu. Pólskir útsendarar stunduðu enn viðamikl- ar njósnir. Einnig væri vitað að í tékkneska sendiráðinu væru menn sem hefðu einkum haft það hlut- verk að stunda njósnir. Margt benti þó til þess að sú starfsemi hefði lagst niður fyrir um ári. Sama væri að segja um búlgarska sendiráðið. Urdahl lagði í ræðu sinni áherslu á að matvælaskorturinn í Sovétríkj- unum gæti leitt til mikillar ólgu þar í landi og jafnvel nýrrar byltingar. Hann spáði því einnig að sovéskir flóttamenn myndu flykkjast yfir landamærin til Noregs eftir áramót. FOX Laugavegi 23, sími 621666 íraksstjórn: Úrslitakostir SÞ leiða til gjöreyðingarstríðs Kínverjar hyggjast ekki beita neitun- arvaldi gegn beitingu hervalds Bagdad, Brussel, París, SÞ. Reuter. ÍRAKAR sögðu í gær að Bandaríkjastjórn leiddi gjöreyðingarstríð yfir heimsbyggðina með því að beita sér fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar settu þeim úrslitakosti, sem yrðu sniðgengnir með öllu. Tillaga um að beita megi íraka hervaldi kalli þeir ekki hersveitir sínar í Kúvæt heim verður borin undir atkvæði í dag. Kínveijar gáfu í skyn í gær að þeir hygðust ekki beita neitunarvaldi við atkvæða- greiðsluna. Fulltrúi Saddams Husseins ír- aksforseta sagði að George Bush Bandaríkjaforseti ætti að beita sér fyrir friðsamlegri lausn deilunnar í stað þess að sækjast eftir heimild til hernaðaraðgerða. „Bush er að leiða gjöreyðingarstríð yfir heims- byggðina," sagði hann Qg bætti við að Irakar myndu sniðganga með öllu fyrirhugaða ályktun SÞ. Bandaríkjamenn geta reitt sig á stuðning ellefu ríkja af fimmtán, sem aðild eiga að Oryggisráði SÞ. Af þeim fimm þjóðum sem hafa neitunarvald eru Kínveijar þeir einu sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við ályktunina. Qian Qichen, ut- anríkisráðherra Kína, gaf þó í skyn í gær að þeir myndu ekki beita neitunarvaldi við atkvæðagreiðsl- una i dag. Ekki var tilkynnt í gær hvort írökum yrði gefínn frestur til 1. eða 15. janúar til að kalla hersveitirnar í Kúvæt heim. Bandarískir og sov- éskir embættismenn sögðu þó að miðað yrði við 15. janúar. Sjötíu ítalskir gíslar í írak héldu heimleiðis frá Bagdad í gær ásamt fyrrum biskupi grísku rétttrúnaðar- kirkjunnar í Jerúsalem, Hilarion Capucci, sem hafði fengið þá lausa. Saddam hefur einnig fallist á að frelsa alla belgíska gísla í landinu í tilefni af heimsókn Baldvins Belgíukonungs til Alsírs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.