Morgunblaðið - 29.11.1990, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990
35
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Þjóðarsátt og
skattheimta
Verðbólgan hefur verið á
hraðri niðurleið frá því
heildarkjarasamningarnir voru
gerðir í febrúarmánuði sl., þjóð-
arsáttin svonefnda. Þær fómir,
sem launþegar hafa fært, hafa
skilað þessum árangri og hag-
ræðing í rekstri fyrirtækja. Það
er þjóðarnauðsyn að halda bar-
áttunni við verðbólguna áfram.
Aðilar vinnumarkaðarins hafa
nú framlengt samningana og
það verður að neyta allra til-
tækra ráða til að tryggja að
markmið þeirra náist.
Helzta ógnunin við þjóðar-
sáttina stafar frá ríkisstjóm-
inni. Því valda áform ráðherr-
anna um aukna skattheimtu.
En ráðherrar og alþingismenn
verða að skilja, að þjóðin mun
ekki líða frekari álögur. Hún
hefur nú ákveðið að herða mitt-
isólina fram til september á
næsta ári og það er ekki til of
mikils ætlazt, að opinberir aðilar
geri það sama. Það er reyndar
skylda ríkisstjómarinnar að
veija þjóðarsáttina af öllu afli.
Stundarhagsmunir stjórnmála-
manna vegna kosningánna í vor
verða að vikja fyrir þjóðarhag,
svo og sérhagsmunir hvers kon-
ar þrýstihópa.
Það er ekki traustvekjandi,
að einmitt dagana, sem unnið
var að framlengingu þjóðarsátt-
arinnar, krafðist hver ráðherr-
ann á fætur öðrum aukinnar
skattheimtu. Sjálfur forsætis-
ráðherrann lýsti því yfir á þingi
Framsóknarflokksins, að hann
teldi aukna skattheimtu nauð-
synlega til að standa undir vel-
ferðarkerfinu. Fjármálaráðherr-
ann hefur lagi fram tillögur í
ríkisstjórninni um sérstakan
hátekjuskatt. Menntamálaráð-
herrann hefur krafízt hærri
skatta til að standa undir -út-
þenslu menntakerfísins.
Þá hafa ráðherrarnir lýst
hugmyndum um auknar skatta-
álögur til ýmissa sérverkefna.
Forsætisráðherra vill leggja á
sérstakan skatt til að standa
undir kostnaði við aukna þróun-
araðstoð íslendinga. Umhverf-
isráðherrann telur aukna skatt-
heimtu óhjákvæmilega til að
kosta framkvæmdir vegna
mengunarvarna og náttúru-
verndar.
Ekki bætir það úr skák, að
alþingismenn, hvar í flokki sem
þeir standa, hafa hug á auknum
útgjöldum til að koma sér í
mjúkinn hjá háttvirtum kjós-
endum fyrir kosningarnar í vor.
Þar er um auðugan garð að
gresja, en látið skal nægja að
benda á áform þeirra um stór-
aukin útgjöld vegna vegamála
á næsta ári.
Á Alþingi er fyrir dyrum af-
greiðsla fjárlagafrumvarpsins
fyrir 1991. Ef að líkum lætur
mun það hækka verulega í með-
förum þingmanna. Áð þessu
sinni verða þeir að sitja á sér
og samþykkja hvorki aukin út-
gjöld með nýjum álögum né
auknar lántökur. Þeir verða að
velja á milli verkefna. Aukin
fjárframlög á einu sviði kalla á
niðurskurð á öðru. Rammi fjár-
lagafrumvarpsins er þegar of
víður, þar sem gert er ráð fyrir
4 milljarða króna halla á ríkis-
sjóði á næsta ári. Sá halli þýðir
í raun auknar lántökur með til-
heyrandi kostnaði.
Þjóðhagsstofnun spáir um
1,5% hagvexti á næsta ári.
Hann er of lítill til að standa
"undir verulegri kaupmáttar-
aukningu, sem verður megin-
krafa launafólks er þjóðarsátt-
arsamningarnir renna út í sept-
emberbyijun. Og það sem verra
er. Spáð er litlum hagvexti það
sem eftir lifir aldarinnar. Stöðn-
unin í íslenzkum þjóðarbúskap,
sem staðið hefur undanfarin
misseri, mun halda áfram, ef
ekki kemur til ný stóriðja eins
og álverið á Keilisnesi. Þetta
þýðir að kaupmáttur mun auk-
ast lítið næstu árin. íslendingar
munu halda áfram að dragast
aftur úr öðrum vestrænum þjóð-
um í lífskjörum.
Jafnframt heldur ríkisbáknið
áfram að þenjast út og er svo
komið, að það er ein helzta
ástæðan fyrir kaupmáttarrýrn-
un og versnandi afkomu al-
mennings. Þessu verður að
linna. Hið opinbera verður að
sníða sér stakk eftir vexti,
stöðva útþensluna og hvers kon-
ar sóun. Ríki og sveitarfélög
hafa allt sitt á þurru. Nægir að
benda á, að 1,8 milljarðar króna
renna í staðgreiðslunni beint til
þeirra af þeim 4,6 milljörðum,
sem 2,83% kauphækkunin um
mánaðamótin færir launþegum.
Af því sem eftir er verða þeir
svo;að greiða 24,5% virðisauka-
skatt, tolla og óendanlegan
fjölda annarra skatta og gjalda.
Það eru ekki miklar líkur á
því, að atvinnulífið geti staðið
undir mikilli kaupmáttaraukn-
ingu, ef hagvaxtarspáin stenst.
Það er aftur á móti unnt að
færa launþegum aukinn kaup-
mátt með niðurskurði ríkis-
báknsins og þar með minni
skattheimtu.
Yerk eftir Sigurð
málara á uppboði
30. LISTMUNAUPPBOÐ Gallerí Borgar í samvinnu við Listmunauppboð
Sigurðar Benediktssonar hf. verður haldið fimmtudaginn 29. nóvember.
Uppboðið fer fram í Súlnasal Hótels Sögu og hefst kl. 20.30. Þar verða
boðnar upp tvær myndir eftir Sigurð Guðmundsson málara.
Um 80 verk verða boðin upp, nær
öll eftir þekkta íslenska myndlistar-
menn. Af yngri höfundum má nefna:
Kristján Davíðsson, Tryggva Ólafs-
son, Ágúst Petersen, Valtý Péturs-
son, Jónas Guðmundsson, PéturFrið-
rik, Hring Jóhannesson, Karólínu
Lárusdóttur og Alfreð Flóka.
Mörg verk gömlu meistaranna
verða boðin upp. Þar má nefna mynd-
ir eftir Jóhannes S. Kjarval, Gunn-
laug Blöndal, Brynjólf Þórðarson,
Mugg, Jón Engilberts, Nínu
Tryggvadóttur, Ásgrím Jónsson,
Þorvald Skúlason, Kristínu JÓnsdótt-
ur og Þórarin B. Þorláksson.
Þá verða boðnar upp tvær olíu-
myndir eftir Sigurð Guðmundsson
málara. Myndirnar, sem eru af ung-
um stúlkum, eru málaðar 1852 og
eru báðar merktar. í frétt frá List-
munauppboðinu segir, að það verði
að teljast einstæður viðburður að nú
séu boðnar til sölu tvær myndir eftir
Sigurð. Myndir þessar koma úr
einkasafni í Danmörku, en sam-
kvæmt fréttatilkynningunni hefur
aldrei verið seld mynd eftir Sigurð í
uppboðshúsum þar. Þá sé ekki vitað
til að myndir Sigurðar hafi gengið
kaupum og sölum hér á landi. „Sig-
urður Guðmundsson var einn af okk-
ar fyrstu listamönnum og fékk hann
viðumefnið „málari". Hann var einn
helsti hvatamaður að stofnun Þjóð-
minjasafnsins ojg íslenski þjóðbún-
ingurinn er hannaður af honum,“
segir í tilkynningunni.
Stúlkuandlit Sigurðar Guðmundsson.
Tilraunastöðin að Keldum.
A
Háskóli Islands;
Ný og fyllri lög um til-
raunastöðina að Keldum
MEÐAL nýmæla í nýjum Iögum um Tilraunastöð Háskóla íslands
í meinafræðum að Keldum er að stöðinni er sett sjórn skipuð af
Háskólaráði til fjögurra ára í senn eftir tilnefningu frá lækna-
deild og raunvísindadeild Háskólans, landbúnaðarráðherra og
fundi starfsmanna. Nýju lögin, sem samþykkt voru á Alþingi 4.
maí 1990, koma í stað laga frá 28. febrúar 1947.
Með nýju Iögunum gilda nú þau
ákvæði um forstöðumann Til-
raunastöðvarinnar að hann skal
ráðinn til sex ára í senn en áður
var hann æviráðinn og jafnframt
skal hann vera prófessor í lækna-
deild.
Fyrsti fundur stjómar Til-
raunastöðvar Háskóla íslands var
haldinn 23. október í ár. Stjórnina
skipa: Þórður Harðarson, prófess-
or, tilnefndur af læknadeild, Guð-
mundur Eggertsson, prófessor,
tilnefndur af raunvísindadeild,
Brynjólfur Sandholt, yfirdýra-
læknir, Eva Benediktsdóttir, ör-
verufræðingur, tilnefnd af land-
búnaðarráðherra, og Eggert
Gunnarsson, dýralæknir, tilnefnd-
ur af fundi starfsmanna.
Ólafur Ragnar Grímsson á fundi með Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta í Moskvu;
Verðum að hætta vopnakapphlaup-
inu til þess að fá mat handa fólkinu
- sagði Sovétleiðtoginn á fundinum með sendinefnd alþjóðlegra þingmannasamtaka
ÓLAFUR Ragnar Grimsson fór fyrir sendinefnd alþjóðlegu þing-
mannasamtakanna Parliamentarians for Global Action (PGA) sem
afhenti Mikhail Gorbatsjov Sovétforseta á mánudagsmorgun áskorun
rúmlega tvöþúsund þingmanna um bann við tilraunum með kjarna-
vopn. Morgunblaðið átti samtal við Ólaf Ragnar um fundinn með
Gorbatsjov og ferð það hér á eftir.
„Þetta vom mjög ítarlegar umræð-
ur og mun lengri fundur en við áttum
von á. Við urðum greinilega varir
við það þennan tíma sem við vorum
í Moskvu að það er mikil ólga og
óvissa á öllum sviðum. Og í rauninni
fannst okkur eins og við værum vitni
að lýðræðislegum sköpunarkrafti þar
sem viðfangsefnið væri að búa til
og skapa nýtt stjómkerfi með allri
þeirri óvissu, allri þeirri spennu og
allri þeirri togstreitu sem því er sam-
fara. Kannski er þarna um að ræða
raunverulegt byltingarástand í bæði
jákvæðri og raunverulegri merkingu
þess orðs.“
„Þennan dag sem við vorum í
Moskvu var kynnt nýtt fjárlagafrum-
varp og síðdegis gerði Gorbatsjov
þinginu ítarlega grein fyrir ferð sinni
á Ieiðtogafund RÖSE til Parfsar.
Næsta dag átti hann að mæta á þingi
rússneska lýðveldisins til þess að
ræða grundvallarbreytingar á stjóm-
skipun Sovétríkjanna. Við hittum
hann mitt í slíkum önnum að í raun
er ekki hægt að gera sér í hugarlund
þær byrðar og það mikilvæga hlut-
í frétt frá undirbúningsnefnd seg-
ir að hugmyndir um eflingu Odda-
staðar hafi fengið góðar undirtektir
og vænta megi stuðnings margra,
einstaklinga og félagasamtaka, við
samþykkt Héraðsnefndar Rangár-
verk sem slíkur maður gegnir þegar
stórir hlutir á öllum sviðum stjórn-
málanna, í utanríkismálunum, í efna-
hagsmálunum og í sjálfu stjórnkerf-
inu, standa á honum og enginn veit
hvað verður næsta dag hvað þá held-
ur naéstu viku. Þess vegna fannst
mér í raun og vem mjög merkilegt
að hann skyldi gefa sér jafn mikinn
tíma til að ræða við okkur og vera
jafn opinn og hispurslaus og í raun
og vem hress, ef má nota það hvers-
dagslega orð.“
„Gorbatsjov gerði í upphafi grein
fyrir því að í hans huga væri afdrátt-
arlaust samhengi milli afvopnunar-
málanna og efnahagskreppunnar í
Sovétríkjunum. Hann benti á það að
Þjóðverjar, ítalir og Japanar, sem
hefðu beðið ósigur í síðari heimsstyij-
öldinni, væra nú með blómlegan hag-
vöxt og mikla velferð og velmegun
fyrir íbúana. En stórveldin tvö,
Bandaríkin og Sovétríkin, glími nú
við hrikalega erfiðleika. - Og við
verðum að hætta vopnakapphlaupinu
til þess að fá mat handa fólkinu. Við
verðum að hætta framleiðslu kjarn-
vallasýslu um að efla í Odda miðstöð
fræða og fræðslu á sviði náttúra-
vísinda og sögu. Stjóm Hins íslenska
náttúrufræðifélags hefur ákveðið að
leggja málinu lið og eiga samvirinu
við verðandi Oddafélag.
Míkhaíl Gorbatsjov
orkuvopna til þess að geta boðið því
betri lífskjör. Fólki fínnst lítið til
koma einhverrar tryggingar í
vígbúnaðarmálum í formi kjamorku-
vopnaforða ef daglegt líf er óbæri-
legt, sagði hann.“
Undir miklum þrýstingi frá
hernum
„Hins vegar lét Gorbatsjov það
koma mjög hreinskilnislega fram að
hann væri undir miklum þrýstingi.
Herinn vildi hafa vígbúnað. Og hann
rakti það mjög nákvæmlega að sú
tilraunasprenging sem framkvæmd
var fyrir nokkrum vikum síðan [á
Novaja Zemlja] hefði ekki verið fyrir
hans vilja en þrýstingurinn hefði
verið svo mikill af hálfu þeirra sem
ekki hefðu fengið að sprengja um
langan tíma að það hefði f raun og
vera orðið að láta undan honum þó
það hefðu ekki verið nein efnisleg
rök fyrir því.“
„Hann rakti líka að fyrir fjórum
árum síðan hefði hann einhliða hætt
tilraunum með kjarnorkvuopn.
Sovétríkin hefðu í 18 mánuði ekki
Ólafur Ragnar Grlmsson
sprengt eina einustu tilrauna-
sprengju. Á sama tíma hefðu Banda-
ríkin haldið áfram að sprengja hjá
sér. Og menn hefðu kannski haldið
að honum hefði ekki verið alvara en
sæju kannski núna betur að margar
af þeim hugmyndum sem hann hefði
verið með fyrir mörgum árum síðan
og verið taldar pólitískur áróður
hefðu þá eins og nú verið settar fram
með svo mikilii alvöra að það væri
erfitt að undirstrika nægilega ræki-
lega hve hún væri mikil."
Metur Nóbelsverðlaunin mikils
„í samtalinu var mikið rætt um
útbreiðslu kjamorkuvopna til ann-
arra landa. Hvort fleiri lönd myndu
koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þar
var mikið rætt um írak og Persaflóa-
svæðið. Það var alveg greinilegt að
hann gerði sér grein fyrir því að
ýmis ríki, írak, Pakistan, Indland,
Argentína og fleiri ríki, gátu með
litlum fyrirvara komið sér upp kjarn-
orkuvopnum og farið að beita þeim
gegn þessu nýja öryggiskerfi sem
Félag stofnað til efling-
ar Odda á Rangárvöllum
ODDAFÉLAG verður stofnað á fullveldisdaginn, 1. desember næst-
komandi. Stofnfundurinn hefst klukkan 14 í Odda á Rangárvöllum
og verður síðan framhaldið á Hvolsvelli.
Bandaríkin, Sovétríkin og ríki Sam-
einuðu þjóðanna væru að reyna að
koma upp. Og ef ætti að búa til sam-
eiginlegt vald, sameiginlegt fjölþjóð-
legt hervald sem beitti refsingum
gegn ríkjum eins og írak yrði það
ekki gert með árangri nema öll þróun
kjarnorkuvopna í heiminum öllum
yrði stöðvuð. Menn yrðu að gera_ sér
grein fyrir því að ríki eins og Irak
gætu komið sér upp kjarnorkuvopn-
um með skömmum fyrirvara.“
„Mér fannst einnig merkilegt,
sérstaklega í ljósi þessarar óskar sem
hann setti fram í gær um að fresta
Nóbelsverðlaunaathöfninni í Ósló, að
það var greinilegt að hann taldi að
með því að hafa verið veitt friðar-
verðlaun Nóbels, sem hann augljós-
lega mat mjög mikils, hvíldi mikil
siðferðileg skylda á hans herðum
vegna þess að slík viðurkenning
væri ekki hversdags atburður fyrir
forystumenn í stjórnmálum. Það
hlýtur þess vegna að vera ærin
ástæða fyrir því að hann fer fram á
að athöfninni verði frestað. Ástæða
sem kannski endurspeglast í því að
óvissan er bara svo mikil. Það veit
enginn hvað verður í næstu viku.“
Glímt við framtíð ríkisins
„Við ræddum þarna við ýmsa
þingmenn sem sögðu að lýðveldin
væru farin að taka það sjálfstæðar
ákvarðanir að ráðamenn í Kazak-
hstan hefðu sjálfir tekið um það
ákvörðun á þingi lýðveldisins að loka
tilraunastöðinni með kjamorkuvopn
sem þar er. Einn þeirra hafði rætt
við Borís Jeltsín forseta rússneska
lýðveldisins viku áður um að svipuð
samþykkt yrði borin upp á rússneska
þinginu. Þannig að lýðveldin myndu
loka sprengistöðvunum þar sem
kjarnorkusprengjurnar hafa verið
sprengdar í tilraunaskyundi. Og í
raun og veru væru engin takmörk
fyrir því hversu langt lýðveldin gætu
gengið í sjálfsstjórnárþróun sinni.
En þó skynjaði maður að öllum stóð
ógn af því ef slitnaði í sundur án
þess að menn vissú hvað tæki við.
Fjárhagserfiðleikar Hveragerðisbæjar;
Björgunaráætlun að
komast í framkvæmd
Tel að þeim takist að vinna sig út úr vandanum, segir
Húnbogi Þorsteinsson skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytis
BÆJARSTJÓRN Hveragerðis hefur unnið áætlun til að vinna bæjarfé-
lagið út úr fjárhagserfiðleikum, sem staðið hafa um nokkurt skeið
og að sögn Hallgríms Guðmundssonar bæjarstjóra er nú verið að
hrinda þeirri áætlun í framkvæmd. „Við eigúm í töluverðum greiðslu-
erfiðleikum og höfum átt í töluvert langan tíma. Síðustu vikur og
inánuði hefur verið reynt að vinna þannig að þessu máli að á því
finnist varanleg lausn,“ segir Hallgrímur og kveðst vera vongóður
um að takist að leysa vandann, þótt vissulega kosti það átak af hálfu
bæjarfélagsins. Húnbogi Þorsteinsson skrifstofustjóri í félagsmála-
ráðuneytinu kveðst telja að Hvergerðingum muni takast að vinna sig
út úr vandanum á eigin spýtur.
„Við höfum sótt um lán hjá Lána-
sjóði sveitarfélaga til þess að skuld-
breyta vanskilum okkar og við höfum
rætt við stærstu lánadrottna okkar
um greiðslu lána að einhverju leyti
og skuldbreytingu. Þetta hefur geng-
ið mjög vel og við geram ráð fyrir
því að stjórn lánasjóðsins taki afstöðu
til þessa máls núna fyrstu daga des-
embermánaðar," segir Hallgrímur.
Hann segir tekjur Hveragerðis-
bæjar vera á bilinu 130 til 140 millj-
ónir króna. Heildarskuldir eru um
220 milljónir. Hann segir skuldastöð-
una sem slíka ekki skapa verulega
örðugleika, heldur fyrst og fremst
þau 'vanskil sem bayarfélagið er í
núna, bæði af lánum og skammtíma-
skuldum sem verið er að reyna að
grynnka á.
Og sú staðreynd að Gorbatsjov skyldi
sitja daglangt í æðsta ráðinu, þingi
Sovétríkjanna, í umræðunum um
fjárlögin og fara svo næsta dag í
rússneska þingið til þess að ræða
um hvort Sovétríkin ættu að vera til
áfram og þá í hvaða mynd sýnir að
þarna er verið að glíma við sjálfa
framtíð ríkisins. Bandarísku þing-
mennirnir sem voru með mér spurðu
sína sovésku gestgjafa hvort það
væri virkilega svo að Gorbatsjov
sæti í þinginu og hlusti á umræður
og tæki þátt í þeim dag eftir dag.
Þeir sögðu að Georg Bush forseti
kæmi í Bandaríkjaþing einu sinni á
ári. Að vísu væri þar annað stjórn-
skipulag en þessi valdamikli maður,
með gífurleg vandamál á herðunum
sæti bara í þinginu. Svarið var mjög
athyglisvert. Það var að þetta þing,
þing Sovétríkjanna, væri eina heim-
ilsfang þess lýðræðis sem verið væri
að þróa. -Það er hér í salnum sem
eina staðfesting lýðræðisþróunar er
í raun og veru því burðarásamir út
í þjóðfélaginu eru ekki til. Og með
því að vera hér er hann að taka þátt
í þeirri lýðræðislegu sköpun. Þó það
séu deilur og fyrirspurnir, framm-
íköll og annað af því tagi þá væri
hann ekki í neinum tengslum við
lýðræðið væri hann ekki hér, var
sagt. Þetta era viðhorf líkt og í
frönsku stjórnarbyltingunni fyrir 200
árum síðan þegar sjálft þingið var
eini vitnisburðurinn um það að hin
lýðræðislega bylting væri að eiga sér
stað.“
Dobrynín þótti síldin góð
„I samtölum við þingmenn og aðra
forystumenn sem við ræddum við
skynjaði maður vel hinn mikla efna-
hagsvanda sem Sovétmenn eiga við
að stríða. Mér fannst skemmtilegt
til dæmis að ég hitti Anatolíj Dobryn-
in [fyrrum sendiherra í Washington
og einn helsta ráðgjafa Gorbatsjovs]
á ganginum í Kreml áður en við fór-
um inn til Gorbatsjovs og þá barst
það í tal að sendiherra íslands hafði
sent honum síldarkvartél að gjöf i
fyrra. Ég minnti Dobrynin á það og
hann svaraði að það hefði verið for-
láta síld. Og bætti við að Rússar
væra meðal fárra þjóða sem kynnu
að meta góða síld. Mé'r varð nú á
orði að þeir ættu að sýna það í verki
með því að halda áfram síldarkaup-
um héðan. En þá sagði hann að gjald-
eyrisskorturinn væri slíkur að það
væri í raun tekist á um hvern ein-
asta dollar og hvert einasta mark
sem notað væri,“ sagði Ólafur Ragn-
ar.
Hallgrímur segir tekjur bæjarfé-
lagsins hafa verið tiltölulega litlar
um langan tíma. „Slík sveitarfélög
verða auðvitað að læra að sníða sér
stakk eftir vexti.“ Hann segir hluta
af vandamálinu vera, að stór fyrir-
tæki í bænum hafi verið í greiðsluerf-
iðleikum, sem hafi vitaskuld ekki
létt róðurinn.
„Ég held hins vegar að skýringar-
innar sé að leita í því, að á undanförn-
um árum hafi skort nokkuð á að
menn geri sér grein fyrir langtíma-
áhrifum stórra peningalegra ákvarð-
ana. Þá er ég ekki endilega að tala
um síðasta kjörtímabil, þetta er mjög
almennt, að menn framreikna ekki
hvaða þyngd er á ákvörðunum þegar
til lengri tíma er litið,“ segir Hall-
grímur.
Hann segir að nú sé verið að fram-
reikna greiðslubyrði bæjarins til
nokkuð langs tíma, ársins 2000.
„Við teljum okkur hafa komist að
ákveðinni niðurstöðu og það er sú
upphæð sem við höfum beðið Lána-
sjóð sveitarfélaga að lána okkur. Á
móti ætlum við að skera niður rekst-
ur hér á næsta ári og leggja tölu-
verða upphæð til greiðslu, þannig
að þetta verði ekki bara leyst með
lánafyrirgreiðslu og ég held að með
þessu móti eigum við að komast úr
þessum erfiðleikum af sjálfsdáðum,
en þetta mun að sjálfsögðu taka
dálítið á meðan verið er að gera
þetta.“
Húnbogi Þorsteinsson segir
Hveragerðismenn hafa rætt við ráðu-
neytið. „Ég hef alla trú á því, miðað
við þau áform sem þeir eru með, að
þeir geti upp á eigin spýtur komist
út úr sínum vandamálum."
Hann segir mjög mikið samband
vera milli ráðuneytisins og sveitar-
stjórna víða um landið, bæði vegna
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og í sam-
bandi við ráðleggingar og samráð
af ýmsu tagi. Hann segir ráðuneytið
ekki grípa inn í fjármál sveitarfélaga
nema að því sé ákveðinn aðdrag-
andi. Slíkt er gert samkvæmt ákvæð-
um í sveitarstjórnarlögum. „Til þess
að eitthvað slíkt gerist þurfa sveitar-
félögin að tilkynna ráðuneytinu um
það að þau geti ekki staðið í skilum
og það er auðvitað alvarleg aðgerð.
Um hana þurfa að vera tvær umræð-
ur í sveitarstjórn og síðan þarf að
fara fram rannsókn á fjárreiðum
sveitarfélagsins. Víst getur dæmið
verið það slæmt, eins og það var á
Hofsósi, að það þurfi að koma til
þess að taka fjárráðin af sveitarfé-
lagi og skipa því fjárhaldsstjórn, en
venjan er nú sú að aðrar aðferðir eru
reyndar áður.“
Húnbogi segir að ekki hafi komið -
til slíkra aðgerða gagnvart öðram
sveitarfélögum en Hofsósi, en núna
er verið að gera úttekt á málum
Suðureyrarhrepps, sem beðist hefur
ásjár félagsmálaráðuneytisins.
Stefán frá Hvítadal
Ivar Orgland:
Ivar Orgland
Stefán frá Hvíta-
dal og Noregur
BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út doktorsrit Ivars Org-
lands, Stefán frá Hvítadal og Noregur, í þýðingu Steindórs Steindórs-
sonar frá Hlöðum.
Útgefandi kynnir bók og höfund
þessum orðum á kápu:
„Bók þessi er að stofni til dokt-
orsrit Ivars Orglands frá 1969 í
íslenskri þýðingu Steindórs Stein-
dórssonar frá Hlöðum. Hún flallar
um Noregsdvöl Stefáns frá Hvíta-
dal 1912-15 og vinnubrögð sem
hann lærði þar í landi. Stefán nam
af norskum stórskáldum eins og
Wergeland, Vinje, Ibsen, Sivle,
Hamsun og Wildenvey. Kenndu slík
áhrif þessu gáfaða unga skáldi, er
síðar varð bóndi í afskekktri sveit
vestur í Dölum, að slá nýja tóna á
íslenska skáldhörpu sem brautryðj-
andi í íslenskum kveðskap. Ivar
Orgland rekur þessa farsælu þróun
í ljóðagerð Stefáns af skilningi og
alúð og leiðir rök að því að honum
beri sess meðal ágætustu skálda
okkar. Bókin er einnig ítarleg heim-
ild um stefnur og strauma í íslenskri
bókmenntasögu á tímamótum þeg-
ar ungir fullhugar leystu gamla
snillinga af hólmi í upphafí nýrrai
aldar.
Stefán frá Hvítadal og Noregrn
skiptist í ellefu meginkafla, auk
formála, inngangs, viðauka, at-
hugasemda og skýringa og nafna-
skrár. Bókin er 360 bls. að stærð
unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar
Kápu gerði Sigurður Örn Brynjólfs-