Morgunblaðið - 29.11.1990, Page 40

Morgunblaðið - 29.11.1990, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 f 4 l 'rJ' '< -V—i/í. V >-4. > v ' ■ (•::________ Siðferðis- og mannréttindabrot -■ x KAFFINLAUST •• KVOLDKAFFI ...og þú sefur betur. 4>jm Ó. Johnson & Kaaber hf sími 24000 eftir Garðar Björgvinsson Síðastliðið vor lauk Alþingi störf- um, með siðferðis- og mannrétt- indabrotum. Ég ætla ekki að fara að rekja hér öll þau fáránlegheit, sem gerð voru að lögum sl. vor, varðandi fisk- veiðistefnuna næstu ár. Eftirfar- andi staðreyndir sanna hins vegar að núverandi stefna í stjórnun fisk- veiða er komin í blindgötu. 1. Það var gert að lögum, að Pennavinir Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á ljósmyndun, ferðalög- um, kvikmyndum, tónlist og íþrótt- um: Benice Ferguson, P.O. Box 86, Cape Coast, Ghana, West Africa. Austur-þýsk 29 ára kona með áhuga á frímerkjum, mynt, póst- kortum, skordýruafræði o.fl.: Uwe Kunick, Paulinenstrasse 13, Leipzig, DDR-7050, German Democratic Republic. Fimmtán ára vestur-þýsk stúlka með margvíslega áhugamál: Katrin Donocik, Op den Kamp 19, 2000 Norderstedt, West Germany. Frá Ghana skrifar 21 árs stúlka með áhuga á íþróttum, matargerð og ferðalögum: Magareth Ansah, P.O. Box 1440, Tema, Ghana. iólin eru tími gleðinnar. Þess vegna köllum viö lágu fargjöldin okkar til Skandinavíu, Jólafargjöld SAS flýgur í gegnum Kaupmannahöfn til allra helstu borga Skandinaviu. Helgarfargjald Helgarfargiald Kaupmannahöfn 32.050 28.010 Stokkhólmur 37.630 32.880 Oslo 30.750 26.860 Malmö 35.820 Bergen 30.750 26.860 Jönköping 37.630 32.880 Kristiansand 30.750 26.860 Nörrköping 37.630 32.880 Stavanger 30.750 26.860 Kalmar 37.630 32.880 Gautaborg 32.050 28.010 Váxjö 37.630 32.880 Vásterás 38.720 33.970 Flugvallaskattur er ekki innifalinn í verði. Allar nánari upplýsingar veitir SAS og ferðaskrifstofurnar. Laugavegi 3, sími 62 22 11 allir þeir bátar undir 10 lestum, sem hafin var smíði á fyrir gildistöku laganna, ættu að vera með fullgilt haffærisskýrteini fyrir 18. ágúst sl. Þessi grein laganna felur í sér mannréttindabrot, að tímasetja vinnu einstaklinga í lýðfijálsu landi, setja saklaust fólk í sjálfheldu og segja: Þú verður, ellegar verður þú gerður að öreiga, settur á hausinn, ef þú stendst ekki raunina. Þessi grein laganna á ekkert skylt við fiskverndunarsjónarmið, þvert á móti er verið að flýta því að þessir bátar fari á veiðar. 2. Það er siðferðisbrot af hálfu ríkisstjórnarinnar að taka ekkert tillit til viðvörunar frá Páli Guð- mundssyni og öðrum ágætum mönnum Siglingamálastofnunar, um að slík tímasetning á vandaðri iðnaðarvinnu, sem gæti varðað mannslíf, sé ekki samboðin stjórn- völdum í siðmenntuðu þjóðfélagi og það er ljóst að í mörgum bátanna, sem framleiddir voru á þessum tíma, má finna bæði vinnufúsk og sannanlegan hættulegan frágang á ýmsu, sem ég fullyrði að á eftir að valda slysum. Ég spyr hver er þá ábyrgur? í stjórnarskránni stendur að allur sjávarafli skuli vera eign allra landsmanna, en nú hefir það gerst að stjórnvöld hafa komið því til leiðar að þessi sameiginlega auð- lind gangi kaupum og sölum. Hvað er þetta annað en bæði mannrétt- inda- og siðferðisbrot? Ég hef beðið ýmsa ágæta menn í sjávarútvegsráðuneytinu að rökstyðja það, hvers vegna einmitt 18. ágúst, sem var 3 mánuðir frá gildistöku laganna, var valinn sem lokadagur í ijárhagslegu sjálfstæði nokkurra fjölskyldna í þessu landi. Enginn gat gefið svar. Fyrir um 5 vikum hafði ég sam- band við Guðna Ágústsson alþingis- mann og bað hann að rökstyðja þessa ákvörðun alþingismanna, um að velja þennan ákveðna dag og tíma. Ég virði Guðna fyrir svarið, sem var á þessa leið: í mínum huga var miðað við.áramót og ég er sann- færður um að flestir voru þeirrar skoðunar. En vegna of mikillar tímapressu viðurkenni ég, að ég las lögin ekki nógu ýtarlega. Garðar Björgvinsson „Getum við yfirleitt treyst þessum mönnum fyrir ákvarðanatöku, sem varðar framtíð og sjálfstæði þjóðarinnar?“ Hvað er það annað en siðferðis- brot hjá þeim alþingismönnum, sem slík verk vinna, að taka sig ekki saman og mótmæla og krefjast endurskoðunar á slíkum vinnu- brögðum. .Getum við yfirleitt treyst þessum mönnum fyrir ákvarðana- töku, sem varðar framtíð og sjálf- stæði þjóðarinnar? Það eru alþingis- kosningar að vori. Ég hvet alla landsmenn til þess að fara að hugsa rökrétt. Ég hvet alla landsmenn af heilum hug að ígrunda vandlega, hvort ekki sé tímabært að fara að yfir- fara hugarfar þjóðarinnar í heild, því hættur steðja að, svo sem lævís- legar vangaveltur um inngöngu í EB og fleira, sem stefna mun þjóð- inni í glötun, ef ekkert verður að- hafst af viti. Höfundur er útgerðarmaður. Góðar konur og glötuð sál kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: Óvinir — ástarsaga, „Enemies, a Love Story“ Leiksljóri Paul Mazursky. Handrit Roger L. Simon, Maz- ursky, byggt á skáldsögu Isaacs Bashevis Singer. Kvikmynda- taka Fred Murphy. Tónlist Maurice Jarre. Útlitshönnun Pato Guzman. Aðalleikendur Anjelica Huston, Ron Silver, Lena Olin, Margaret Sophie Stein, Alan King. Bandarísk. 20th Century Fox 1989. Silver fer með hlutverk land- flótta pólsks gyðings í New York á ofanverðum fimmta áratugnum. Maðurinn er í margflókinni sálar- kreppu og það sem verra er, hann sér enga útgönguleið. Kona hans (Huston) og börn féllu í hendur nasistum og eru talin af, vinnu- kona þeirra (Stein) ómenntuð sveitakona, skaut yfir hann skjóls- húsi, uppá hlöðulofti í föðurgarði, hvar hann mátti hírast í stöðugum ótta framundir stríðslok. Að laun- um giftist hann konunni, sem sér ekki sólina fyrir honum. Það er ekki gagnkvæmt, hugur hans er hjá viðhaldinu (Olin), sem einnig er landflótta, pólskur gyðingur, eini griðastaður þeirra er undir rekkjuvoðunum. En hún er ákveð- in og kröfuhörð og á endanum giftist hann henni líka. En einsog það hálfa sé ekki nóg þá birtist nú Huston, hans ektakvinna nr. 1. Látum þetta nægja um hremm- ingar mannsins í þessari af- bragðsgóðu tragikómedíu Mazur- skys, sem er trú texta samnefnds snilldarverks Singers. Fangar með ólíkindum vel þjáningar hins landflótta menntamanns, sem er svo úrræðalaus í sinni afskaplegu tilvistarkreppu að hún verður oft- ar en ekki tragikómísk. Persón- urnar eru tærar og óaðfinnanlega leiknar af hárréttum manngerð- um. Konurnar þijár dýrka allar sinn dæmda mann, hver á sinn hátt. Stein túlkar hina einföldu og óframfærnu, pólsku dreifbýlis- konu, áttavillta á Coney Island, af innlifun, útlit og leikur renna saman í minnisstæða persónu- sköpun. Hennar sálarangist á sér einnig rætur í að vera ekki sömu trúar og hennar samferðamenn, kristin meðal gyðinga, óupplýstur sveitamaður meðal menntaðra borgara. Olin er sú kvennanna sem heldur Silver gangandi með geislandi fjöri og brothættri lífs- orku, þessi hæfileikaríka og kyn- þokkafulla, sænska leikkona er sniðin í hlutverkið. Huston er engu síðri sem hin eina og sanna eigin- kona Silvers, heimt úr þeirri helju sem hefur svo átakanlega brenni- merkt líf þeirra allra. Silver fer dável með mjög vandmeðfarið hlutverk söguhetjunnar, fer vel með rótleysið en fasið útilokar samúð með persónunni. Allt yfir- bragð myndarinnar er einstaklega vandvirknislegt, útlitið óaðfinnan- legt. Tvímælalaust ein besta mynd ársins, sem enginn kvikmyn- daunnandi ætti að láta framhjá sér fara. Efnið er vissulega rauna- legt en Singer og Mazursky eru engir bölsýnismenn og parísarhjó- lið er tekið að snúast á nýjan leik í myndarlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.