Morgunblaðið - 29.11.1990, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 29.11.1990, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 Minning: Vigfús Guðmunds- son frá Selfossi Hinn 22. nóvember lést í sjúkra- húsi í Reykjavík Vigfús Guðmunds- son lengst bifreiðarstjóri á Aðalbóli á Selfossi. Verður hann jarðsunginn frá Selfosskirkju í dag. Vil ég minn- ast þessa vinar míns hér nokkrum orðum þegar hann er nú horfinn sjónum okkar. Vigfús Guðmundsson fæddist í Neðridal í Biskupstungum 16. sept- ember 1903. Þar bjuggu þá foreldrar hans um skeið,_ þau Guðmundur Vig- fússon af ætt Öfeigs ríka Vigfússon- ar í Fjalli og Þórunn Runólfsdóttir frá Skálmarbæ í Álftaveri. Árið 1911 brugðu foreldrar hans búi og fluttu til Reykjavíkur. Fór þá Vigfús til vandalausra, fyrst 2-3 ár að Hlíð í Hrunamannahreppi til Karls Bern- höft og konu hans, Þóreyjar Eyjólfs- dóttur, en síðan fór hann aftur í Tungurnar og var 9 ár á Felli hjá föðursystur sinni, Sigrúnu Vigfús- dóttur, og manni hennar, Sveini Erlendssyni. Vel fór um Vigfús á báðum þessum stöðum, en hann taldi að með réttu hefði hann byrjað að vinna fyrir sér sjö ára gamall. Skóla- fræðslu fékk hann enga, þótt fræðsl- ulög væru þá komin, en enginn fékkst þá farkennarinn í Tungurnar. En þrátt fyrir þennan menntunar- missi komst Vigfús vel til manns. Hann sagði mér að mjög ungur hefði hann verið sendur til fjalls en fjall- kónginum hefði þótt hann vera lítill fyrir mann og vildi gera hann aftur- reka. „Þá fékk ég í fyrsta sinn að reyna hvernig það er að standa einn uppi í veröldinni. Ég einsetti mér að láta ekki minn hlut eftir liggja — og reif kjaft. Og þá fóru aðrir að leggja mér lið . ..“ Það þarf ekki að rekja þetta lengra. Vigfús lét Fallegt útlit, góð tæknileg hönnun og mikil tóngæði eru helstu kostir vestur-þýsku ELTA- 2613 hljómtækjastæðunnar. ,Þegar velja á saman verð og gæði... ..kemur fátt annað til greína en ELTA-2613 hljómtækjasamstæðan“ • 2x40 watta magnari • 6 banda tónjafnari • FM og MW útvarp • Tvöfalt segulband • 3ja geisla CD-spilari • Þráðlaus fjarstýring Jólatilboðsverð kr. 29.990,- stgr. Éx BLÁFELL Faxafeni 12, Reykjavík, sími 91-670420 Glerárgötu 30, Akureyri, sími 96-22550 ekki aftra sér oftar frá því að fram- kvæma það sem aðrir töldu honum ekki fært. Vigfús hélt til Reykjavíkur haust- ið 1922. Hann stundaði þar fyrst akstur með hestum en tók bílpróf árið 1925 og fór að keyra um vorið hjá BSR. Þar var hann á Gamla- Ford og lenti strax í langferðum, fór þá austur að Selfossi og jafnvel aust- ur íTljótshlíð. Hann fór þá að keyra ýmsan varning fyrir Egil Thorarens- en kaupmann á Selfossi, fékk sér brátt Chevrolet-vörubíl og haustið 1928 var hann kominn austur fyrir fullt og allt og hélt heimili sitt í Tryggvaskála. Þetta voru uppgangs- ár og Vigfús keyrði fyrir Egii efni í nýbyggingar eins og Flúðaskóla, Brautarholtsskóla, Laugarvatns; skólann og Mjólkurbú Flóamanna. Á þeim tíma kom líka Laxárbrúin. Flutningavegirnir lengdust 0g miklu víðar voru framkvæmdir um sveitir. Mikill vinskapur varð með þeim Agli Thorarensen sem entist meðan báðir lifðu. Ferðimar voru ærið mis- jafnar og var mikið bæði á Vigfús og bíla hans lagt. Frægt dæmi var það er hann flutti „þurrkarann mikla“ frá Reykjavík út í Þorláks- höfn. Þurrkari þessi var 11 m langur og vó hálft sjöunda tonn. En Fúsa sjálfum var sagt að hann væri rúm- lega þijú tonn svo hann ákvað að leggja þetta á tveggja og hálfs tonns bíl. Allt gekk þetta vel niður að Hrauni og varð þá að leggja á Þor- lákshafnarsandinn óvegaðan í kola- myrkri. Lá þá við að Fúsa féllust hendur en áfram var þó haldið og var þetta kvöld síðast fært út í Höfn þann veturinn. í annan tíma var Vigfús að flytja hey suður. Þá dett- ur grindin í bílnum sundur á miðri leið. En Fúsi komst til Reykjavíkur og fór að gera við, Egill hringdi í hann og var orðinn óþolinmóður. En Fúsi kvaðst hafa svarað: „Það er nú von að ég hafi tafist, því bíllinn datt í sundur. Afturparturinn liggur uppi á Fjalli en ég keyrði á framhjól- unum og húsinu til Reykjavíkur." Fúsi sagði að þessu hefðu þeir trúað fyrir austan. „Þeir héldu að það væri hægt að komast allt bara ef mótorinn væri í lagi.“ Vigfús varð fastamaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna og Kaupfé- lagi Árnesingafrá 1931-1933. Hætti hann þá þessu mikla veraldarvolki enda heilsan farin að bila. Næstu sex árin vann hann á bíl sínum hjá Vegagerð ríkisins sem þá var komin með útibú á Selfossi undir stjórn Jóns Ingvarssonar. En mestu þátta- skil í lífi Vigfúsar urðu 19. desem- ber 1931 er hann gekk að eiga Guð- rúnu Jónsdóttur frá Melshúsum á Eyrarbakka. Bjó hún honum af- bragðs gott heimili, fyrst í austu- rendanum á Ingólfi, síðan í Þórs- hamri við Austurveg en á stríðsárun- um b'yggðu þau Vigfús og Guðrún mikið íbúðarhús ennþá austar í plássinu. Það nefndu þau Aðalból og heyrði ég tvennt nefnt húsinu til framdráttar: Það var allt á einni hæð sem var þá nýlunda á Selfossi og það hýsti fyrstu veturna hluta af bamaskólanum. Þeim Vigfúsi og Guðrúnu varð TAKTU ÞÁTT í LEITINNI AÐ JÓLA-BOMBUNNI! Við felum þrjár 5.000 kr. jóla-bombur í jafn mörgum verslunum í Hamraborginni hvern laugardag í desember. Gerðu jólainnkaupin spennandi. Komdu í Hamraborgina og ef til vill verður heppnin með þér. Opið alla laugardaga til kl. 16.00. HAMRABORG II Allt á einum stað" Eftirtalin fyrirtæki standa að þessari auglýsingu: Bakhúsið •Blómahöllin «Bræðraborg lúnaðarbanki íslands Bj^gjan hárgftiðslustofa og snyrtiv&ruverslun Doja tískuverslun Filman Gíeraugnaverslun Benedikts Mannyrðaverslunfti Mólí ískndsbanki Klukkan Kópavogs Apótel# Mamma Hósa Nóatún* Óli Prik • Ratvís Sevilla Skóverslun KópavogB Sólarland Sportbúð Kópavogs *Sveinn Bakari TMefaxbúðin Tónkirg Veda 4>ókaverslui* Verslunin Inga Vídeómarkaðurim# VÍS - Vátryggingafélag íslands fimm sona auðið. Elstur er Eggert sem lærði bifvélavirkjun og er nú slökkviliðsstjóri á Selfossi. Næstur er Guðni, seinast umsjónarmaður á Nesjavöllum í Grafningi en búsettur í Reykjavík. Þá er Þór, hagfræðing- ur að mennt, nú skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Næstur er Jón skipstjóri hjá Eimskip, búsettur í Reykjavík. Yngstur sona þeirra er Örn mjólkurfræðingur í Reykjavík. Konu sína missti Vigfús 18. júlí 1950. Seinni kona hans er Jóhanna Stefánsdóttir frá Haga í Gnúpveija- hreppi. Börn þeirra eru Guðmundur Stefán og Guðmunda. Bjó Jóhanna Vigfúsi ágætt heimili á Seltjarnar- nesi síðustu áratugi og voru þau þar seinast í íbúðum aldraðra, þar sem vel fór um þau. Ég hygg að bestu ár Vigfúsar Guðmundssonar hafi verið árin frá 1930-1950. Hann var í blóma lífsins og færðist oft mikið í fang. Stéttvís var hann og vissi að hann hafði unnið sig úr fátækt og átti því að geta hjálpað öðrum. Brann þá á honum að breyta mætti þjóðfélaginu í meiri jafnaðarátt og skipaði sér því lengst til vinstri í stjórnmálum. Fór svo að Vigfús varð merkisberi verkalýðshreyfingarinnar á Selfossi en hann var kjörinn fyrsti formaður Verkalýðsfélagsins Þórs á fram- haldsstofnfundi þess 5. janúar 1941. þá var mikil Bretavinna hafin í Kal- daðarnesi. Verkamönnum á Selfossi og í Sandvíkurhreppi öllum fannst sem Eyrbekkingar fleyttu þar ijóm- ann og félagið var stofnað til að vernda hag heimamanna. Var Vig- fús einnig fyrsti fulltrúi félagsins á Alþýðusambandsþingi árið 1942. Vigfús taldi sjálfur að séra Gunnar Benediktsson sem þá bjó á Eyrar- bakka hefði teflt sér fram til form- annskjörs. „Hann hefur verið í verk- alýðsfélagi og er svolítið félagsvan- ur,“ sagði Gunnar. En formanns- stöðunni gegndi Vigfús til ársins 1944. Þá var hann líka kominn í hrepps- nefnd og var einn þeirra síðustu er gegndu hreppsnefndarstörfum í Sandvíkurhreppi hinum eldri. Þang- að var Vigfús kosinn 1942 og sat fram að hreppaskiptum, 1. janúar 1947. Faðir minn sat öll þau ár í hreppsnefnd með honum og minntist hann oft á það hve skemmtilegur félagi Vigfús hefði verið, bæði sam- vinnuþýður og sanngjarn. Þá var oddviti Björn Sigurbjarnarson bank- aféhirðir í Fagurgerði og færði fund- argerðirnar sjálfur með sínu forn- yrta lagi. Ekki hefur Vigfús atvinnu sinnar vegna getað mætt á öllum fundum og því bókaði Björn eitt sinn er ekki náðist í alla hreppsnefndar- menn: „Vigfús er á víðavangi." í svo snjallri og stuttri bókun fólst fullgild afsökun. Vigfús vann stuttan tíma hjá hernum. „Þetta var ekkert nema þrældómur og peningar", sagði hann mér. En þegar hann nefndi orðið „peningar" rifjaðist upp fyrir mér lítil orðræða sem ég heyrði sem barn. Bíll kom akandi framhjá Sandvík utan úr Kaldaðarnesi. Heimamenn stóðu úti á stétt og einhver sagði: „Þetta er hann Vigfús, hann er víst orðinn milljónamæringur." Þetta voru stór orð í þá tíð og mörgum áratugum síðar spurði ég Fúsa hvað hæft væri í þessum orðum um þáver- andi formann Verkalýðsfélagsins Þórs á Selfossi. Hann kvaðst halda að hér væri átt við stóra akkorðið sem hann tók á því að tyrfa kringum herspítalann mikla í Kaldaðarnesi. Torfið átti að taka í Breiðumýri við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.