Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 50
50___'__________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990_ Þjónusta við erlend skip í íslenskum höfnum eftir Guðmund Guðmundsson Á síðustu misserum höfum við orðið vitni að því að fiskvinnsla hér á landi á orðið í vök að veijast gagnvart útflutningi á ferskum fiski. Hún er af mörgum ekki talin samkeppnishæf lengur. Um það bil 21% af afla landsmanna er nú flutt út sem ferskur fískur og með sama áframhaldi verður allur afli lands- manna fluttur út árið 1997. Þetta orsakar að innlenda fiskvinnslu er farið að vanta hráefni og er jafnvel farin að kaupa, í gegnum Bretland, físk frá Kanada. Samdráttur í físk- vinnslu er vandamál fleiri atvinnu- greina en vinnslunnar sjálfrar. Ein þessara atvinnugreina er fram- leiðsla iðnfyrirtækja á vélum og tækjum fyrir sjávarútveg. Án físk- vinnslu hér á landi á þessi tækja- framleiðsla fyrir sjávarútveg sér vart mikla lífsvon, þetta er því sam- eiginlegt vandamál þessara atvinn- ugreina. Fiskvinnslan er í raun að lenda í svipaðri stöðu og sumar iðn- greinar hafa verið að stríða við um árabil, t.d. innlendar skipasmíðar, þar sem menn eru famir að leita til útlanda, þó atvinnugreinin sjálf telji sig geta ótvírætt sýnt fram á þjóðhagslega hagkvæmni. Innlendir tækjaframleiðendur hafa náð góðum árangri við útflutn- ing á undanfömum ámm, einfald- lega vegna þess að þeim hefur tek- ist vel_ á kröfuhörðum heimamark- aði. Árangur þessara fyrirtækja sannar að hér er ekki um neinn bílskúrsiðnað að ræða, þetta em stærðir sem skipta þjóðarbúið máli. Útflutningur þessi dróst hins vegar vemlega saman á árinu 1989 frá því sem áður var, vegna samdráttar í sjávarútvegi í nálægum viðskipta- löndum. Útflytjendur hafa því þurft að sækja á ijarlægari markaði, þar sem markaðssetning er áhættusam- ari, erfíðari og dýrari. Á sama tíma og þessar atvinnu- greinar standa frammi fyrir þessum erfíðleikum er ónýttur útflutnings- markaður við bæjardymar hjá okk- ur, sem gæti nýst þeim báðum. Markaðssetning á þessum markaði er mjög ódýr, nánast eitt penna- strik. Þessi markaður er erlend skip, sem eru að veiðum fyrir utan fisk- veiðilögsögu íslands. Þjónusta við erlend skip Ýmsar þjóðir stunda árstíða- bundnar veiðar fyrir utan fískveiði- lögsöguna. Þjónusta við þau erlendu skip, sem þessar veiðar stunda, fer nú fram í nágrannalöndum okkar og virðast vera töluverð viðskipti. íslensk iðnfyrirtæki hafa oft reynt það á undanfömum ámm að vara þeirra er flutt t.d. til Færeyja, þar sem hún er seld erlendum útgerðum vegna þess að sérstaklega er óskað eftir viðkomandi vöm. Ætla má að í mörgum tilfellum myndu þessi skip snúa sér hingað ef hindranir væm ekki í veginum. Margt bendir því til að um töluverð viðskipti geti verið að ræða s.s.: viðgerðir og endurbætur á skipum, búnað og tæki um borð, viðgerðir og kaup á veiðarfæmm, kost, vatn, ís, læknis- þjónustu, áhafnaskipti (sem þýðir viðskipti við hótel og flugfélög), hafnargjöld, olíu og olíuvömr, vara- hluti, almenna verslun, skemmtun og menningu. Það sem íslensk fyrirtæki geta keypt af erlendum skipum er afli þeirra, þar sem hann færi annað hvort í vinnslu, á fiskmarkað eða í bræðslu eftir tegund afla, verði og gæðum hveiju sinni. Hér er því um mikilvægt tæki- færi fyrir fískvinnslu í landinu að ræða, ekki síður en fyrir iðnaðar- fyrirtæki, ferðaþjónustu, verslun og bæjarfélög og er því sameiginlegt hagsmunamál þessara aðila. Hvaða hindranir eru í veginum? í gildi em hér á landi tæplega 70 ára gömul lög, sem heita „Lög um rétt til fiskveiða í landhelgi" (1. nr. 33/1922). Samkvæmt þessum lögum hafa íslenskir ríkisborgarar einir heimild til að reka fiskveiðar og vinnslu í íslenskri landhelgi og á landi og skv. lögunum má aðeins stunda veiðarnar með skipum í eigu íslenskra ríkisborgara. Erlendum fiskimönnum, er reka kynnu físk- veiðar utan landhelgi, er heimilt að leita skjóls við strendur landsins til að bjarga sér undan óveðri. Þá er einnig í þessum lögum lagt bann við því að útlendingar hafíst við hér við land eða í landhelgi til að stunda þaðan fískveiðar utan landhelgi. Vandamálið er tvíþætt. í fyrsta lagi að ákvæðið, sem skv. orðanna Fyrirþásemspá í verð og gæði hljóðan bannar útlendingum „ein- göngu" að hafast hér við til að stunda héðan fiskveiðar og verkun afla, utan landhelgi, hafa yfirvöld sjávarútvegsmála túlkað svo, að það feli einnig í sér bann við að þau geti sótt hingað til lands eftir þjónustu. Túlkun ráðuneytisins er byggð á veikum gmnni, því hvergi er minnst á það í lögunum að út- lendingum sé bannað að sækja hér þjónustu. Lögin em skýr hvað seinna atrið- ið varðar, að erlendum skipum er ekki heimilt að landa eða verka afla innan landhelgi eða í höfnum. Þetta ákvæði laganna þarf að end- urskoða því ólíklegt er að erlend skip komi hingað til lands nema að þau komi þeim afla, sem er um borð hveiju sinni, í verðmæti. Lögin þarf að orða skýrár svo taki af öll tvímæli um hvort bannað er að þjónusta erlend skip eða ekki. Það er algjörlega ófært að yfirvöld sjávarútvegsmála geti túlkað þessi lög eftir hentistefnu á hveijum tíma. Til undirstrikunar á hversu úrelt lögin em, þá fjalla þau um rétt til veiða innan „landhelgi" og kveða aðeins á um að útlendingum sé bannað að hafast við við land eða í landhelgi til að stunda veiðar utan landhelgi. Landhelgi íslands er að- eins 12 mílur sbr. lög nr. 41/1979, en efnahagslögsagan (fiskveiðilög- sagan) er hins vegar 200 mílur. Túlkun sjávarútvegsyfírvalda á lög- unum miðar við aö þau gildi um fískveiðilögsöguna, en löggjafar- valdið virðist ekki hafa séð ástæðu til að breyta þeim við útfærslu físk- veiðilögsögunnar, enda eflaust reiknað með að þau væru óþörf eftir útfærsluna. Rök fyrir breytingu laganna Hafa þarf í huga að lögin vom sett þegar landhelgi og fískveiðilög- saga íslands var aðeins 4 sjómílur. Aðstæður em því allt aðrar nú, og mikilvægustu nytjastofnar okkar halda sig að mestu innan núverandi fískveiðilögsögu: Upphaflegur til- gangur laganna var að gera erlend- um veiðiskipum erfítt fyrir með veiðar úr okkar fiskistofnum, sem þeir áttu auðveldan aðgang að á þeim tíma. Þrátt fyrir þetta mark- mið laganna, sóttu erlend skip mikla þjónustu tjl innlendra hafna fyrr á tímum. Eftir útfærslu físk- veiðilögsögunnar í 200 mílur kemur upp ný staða, þar sem semja þarf um skiptingu .þeirra stofna s.s. karfa, loðnu og rækju, sem tíma- bundið leita út fyrir lögsöguna og eru þar með nýttir af fleiri þjóðum. Til þess að styrkja samningsstöðu sína gagnvart þessum þjóðum (Grænlendingum, Norðmönnum, Færeyingum og fl.) virðist sjávarút- vegsráðuneytið farið að túlka lögin á áðurgreindan hátt. Ef túlkun ráð- uneytisins er rétt, hvers vegna töldu stjórnvöld ekki ástæðu til að fram- fylgja lögunum hér áður fyrr, þegar allir fískistofnar okkar voru í hættu vegna veiða útlendinga? Ráðuneytið telur að þessi túlkun hafí borið árangur hvað varðar karfastofninn milli íslands og Grænlands, sem fískifræðingar telja að megi veiða um 70-80 þús. tonn af á ári. Grænlendingar hafa framselt til Evrópubandalagsins veiðiheimildir upp á um 40 þús. tonn á ári af þessum stofni. EB- löndunum tekst aðeins að ná um 5 þús. tonnum, að sögn sjávarútvegs- ráðuneytisins, á meðan þeir fá ekki aðstöðu til útgerðar hér á landi. Fái þeir aðstöðu hér á fkndi minnki íslenski karfaaflinn að sama skapi. Þessi túlkun ráðuneytisins er hæp- in. íslenski karfaaflinn hefur verið um 90 þús. tonn og allur sá afli er veiddur innan fískveiðilögsögu íslands. Veiðar á karfa utan lögsög- unnar við austurströnd Grænlands ALLT HRilNT FYRIR JOLIN Nú er rétti tíminn að koma með allan jólaþvott til okkar. Jóladúkar, skyrtur, gardínur og allt annað sem þarf að vera hreint um jólin. Láttu okkur létta undir með þér og sjá um þvottinn. FÖNN VILL HAFA ALLT Á HREINU! Skeifunni 11 | Símar: 82220, 82221 og 34045 > Guðmundur Guðmundsson „ Að breyta þessum lög- um eða í það minnsta túlkun sjávarútvegs- ráðuneytisins á þeim, er einf öld leið fyrir okkur til að auka út- fiutningstekjur okkar. Þessi erlendu skip eru þarna úti hvort sem okkur líkar betur eða verr.“ eru einfaldlega mjög erfiðar og hæpið að þar næðist meiri afli þrátt fyrir að þau skip fengju þjónustu hér á landi. Ýmislegt fleira má benda á, sem styður það að lögun- um skuli breytt efnislega og þau gerð skýrari: — Þessi lög og túlkun sjávarút- vegsráðuneytisins samrýmist á eng- an hátt nútíma viðskiptaháttum. Það skýtur skökku við að nú eftir útfærslu efnahagslögsögunnar, og á tímum fríverslunar og afnáms hafta, séu þessi lög túlkuð til hins ýtrasta. Utanríkisráðuneytið hefur bent á að umrædd lög þarfnist end- urskoðunar og tímabært sé að af- létta barininu, ekki síst vegna vænt- anlegra samninga EFTA og EB. — Að breyta þessum lögum eða í það minnsta túlkun sjávarútvegs- ráðuneytisins á þeim, er einföld leið fyrir okkur til að auka útflutnings- tekjur okkar. Þessi erlendu skip eru þarna úti hvort sem okkur líkar betur eða verr og í mörgum tilfellum eru þau ekki að sækja i stofna, sem við nýtum okkur. í þeim tilfellum þar sem um stofna er að ræða sem við nýtum, þá hlýtur að vera betra fyrir okkur að fá þann afla inn til íslenskrar vinnslu og fískmarkaða, en að eftirláta nágrannaþjóðum okkar hann. Grænlendingar landa rækju hér 6 mánuði á ári og Sovét- menn af og til á undanþágu og ekki er séð nema að það komi sér vel fyrir innlendar rækjuverksmiðj- ur. — Innlendar fískvinnslustöðvar skortir nú hráefni og svo er komið að þær eru famar að leita eftir því erlendis. Eðlilegt er við síkar að- stæður að þær hafí leyfi til að kaupa afla af erlendum skipum og koma honum í verð hér innanlands annað- hvort með vinnslu, bræðslu eða með sölu á íslenskum fískmörkuðum. — Ef erlend skip ætla að fá und- anþágu til að koma til hafnar geta þau aðeins sótt um það á skrifstofu- tíma ráðuneytisins. Auk þess sem það að þurfa að sækja um sérstakt leyfi, er óeðlilegt og orsakar að erlend skip leita annað. — íslenskum skipasmíðastöðv- um er heimilt að taka að sér sér- stök verkefni fyrir erlenda útgerð- armenn, án þess að sækja um leyfí eins og fordæmi eru fyrir. Hins vegar er þeim ekki heimilt að þjón- usta erlend skip, sem leita til þeirra ef þau koma beint af veiðum. Ef þau fara hins vegar í heimahöfn fyrst, er þeim velkomið að koma til viðgerða. Danir, Norðmenn og Færeyingar hafa samið við Sovétmenn um við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.