Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 51 gerðir og þjónustu, sem m.a. er greitt fyrir með fiski. Þannig fá þeir afla í gegnum vinnslustöðvar sínar og fiskmarkaði. Þa_ð er ekkert sem réttlætir að við íslendingar getum ekki gert það sama. Danir hafa lýst því yfir að það sé stefna þeirra að verða miðstöð sjávarút- vegsviðskipta á Norður-Atlants- hafssvæðinu árið 2000, ekki aðeins með afla, heldur unnar afurðir, tæki, búnað og ráðgjöf á sjávarút- vegssviði. Allt bendir til að þeim takist þetta. Hvað ætlum við að gera? Sitja hjá upptekin af innbyrð- is deilum um skiptingu takmark- aðra auðlinda, í stað þess að stækka þær? A síðasta ársfundi Utflutnings- ráðs benti Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Útflutningsráðs, á að íslendingar ættu að setja sér það markmið að verða miðstöð slíkra viðskipta, eins konar miðstöð á Norður-Altlantshafssvæðinu eins og Rotterdam er miðstöð olíuvið- skipta í Evrópu. Til að slíkt megi verða þurfa íslenskur sjávarútvegur Dg tækjaframleiðendur að tileinka sér meiri alþjóðahyggju. Það væri gott og mjög tímabært skref til aukinnar alþjóðahyggju í sjávarút- vegi að breyta þessum lögum. Hvesu umfangsmikil viðskipti er um að ræða? Þetta er erfitt að meta, því ekki liggur fyrir nákvæm skráning á veiðum eða ferðum erlendra fiski- skipa, utan fiskveiðilögsögu ís- lands. Þjóðir sem stunda reglulegar veiðar utan við lögsögunar er helst- ar Færeyingar, Norðmenn, Græn- lendingar og Sovétmenn. Einnig er vitað um óreglulegar veiðar eða ferðir fiskiskipa frá ýmsum öðrum þjóðum s.s. Belgíu, Frakklandi, Spáni, Bretlandi, Búlgaríu, Póll- andi, Þyskalandi, Rúmeníu og Jap- an. Við höfum reynslu af viðskiptum við Grænlendinga, en þeir hafa ver- ið á undanþágu nú um nokkurt skeið sem veitir þeim leyfi til að landa hér á landi rækju 6 mánuði á ári. Á árinu 1988, þegar þessi viðskipti fóru fram á ísafirði, er talið að þau hafí numið hátt í 200 millj. kr. á verðlagi þess árs. í það minnsta eru þau það mikil að Isa- fjörður og Hafnarfjarðarbær hafa bitist um þau. Miðað við reynsluna af þeim viðskiptum má ætla að hér sé um upphæðir að ræða sem hlaupi á hundruðum milljóna króna. Einhverjir telja eflaust að hér geti ekki orðið um svo mikil við- skipti að ræða. Sé það reyndin má á móti benda á, að þá eru skipin fá og því lítil áhætta að breyta lög- unum. Nokkur dæmi eru um viðskipti erlendra skipa sem hafa slæðst inn fyrir „múrinn“ á síðustu árum og keypt. vörur og þjónustu. í mörgum tilvikum hefur það komið mönnum á óvart hversu umfangsmikil við- skiptin voru. Mörg fyrirtæki á landsbyggðinni munar töluvert um þau viðskipti, sem þau hafa nú af þeim skipum sem hingað koma annaðhvort í leyfisleysi eða á und- anþágu. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi fengið undanþágu til að selja erlendu skipi olíu, með því skilyrði að það taki ekki lengri tíma en 6 klst. Japanskur verksmiðjutogari kom inn til hafnar fyrir nokkrum árum og keypti fyrir tugi milljóna olíuvörur, varahluti, kost og margt fleira og svona mætti lengi tína til. Landssamband iðnaðarmanna hefur fengið ófonnlegar fyrirspurn- ir frá sovéskum útgerðarfyrirtækj- um um hvort þeir megi koma með 10-15 fyrirfram nafngreind skip inn til tilfallandi þjónustu. Margir telja eflaust að slík viðskipti séu ekki æskileg, vegna greiðsluerfiðleika Sovétmanna. Útgerðarfyrirtæki í Sovétríkjunum eru hins vegar mörg hver ágætlega stödd og hafa leyfi til að ráðstafa sjálf hluta þess gjald- eyris sem þau afla, auk þess sem þau gætu komið afla í verð hér heima. í það minnsta ætti það að vera viðskiptaleg ákvörðun ís- lenskra fyrirtækja hvort þau vilja eiga slík viðskipti hverju sinni, fremur en að því sé miðstýrt með um 70 ára gömlum lögum. Höfundur er verkfræðingur hjá Landssambandi iðnaðarmanna. SIEMENS Við bjóðum gott úrval af símtækjum lf| frá Siemens. Siemens tryggir gœði, endingu og fallegt útlit! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 MASTERHECES 01' 20thCENTURY m/.VTING QVEDtÁ Q1 |K’ * '.'j jW -rtAT’.ni i ^rtBOOkor»aci [_jb\kin(.S®?h rmEPaWORLD ISKIINGÍii r—Tiit—— Living wori.1) ERLENDAR GJAFABÆKUR í JÓLAPAKKANN Verð á tilboðsbókum Complete book of Sportfishing 2.990 World Atlas of Skiing 1.990 Living World 2.990 Pictorial Guide to Cat Care 1.490 Pictorial Guide to Dog Care 1.490 Stargazers Companion 1.490 World of Wine 2.990 Masterpieces of 20th Century P. 1.990 World Guide to Automobile M. 2.590 New York 2.990 Lore of Flight 2.990 Complete Course in Magic 1.990 Encyclopedia of White Magic 1.590 Encyclopedia of Black Magic 1.590 Great Book of Wine 2.990 French Family Cooking 1.290 Larousse Dict. of Painters 3.990 Great Book of Baking 1.990 Classic Poster Book, Psychedelica 990 Cont. Atlas of China 1.990 Encyclopedia of World Airlines 2.990 Eatcare Metsölulisti New York Times IflEST SELDU KILJURDRR Skáldsögur Vikur á listanum Dawn eftir V.C. Andrews. Skólastúlka í Virginíu verður fyrir skelfilegum ásóknum Daddy eftir Danielle Steel. Reasonable Doubt eftir Philip Friedman. The Dark Half eftir Stephen King. The Captive eftir Victoria Holt. 5 The Great and Secret Show eftir Clive Barker. 2 Sorceress of Darshiva eftir David Eddings. 4 The Bad Place eftir Dean R. Koontz. 1 Oldest Living Confederate Widow Tells All eftir Allan Gurganus. 9 Defcon One eftir Joe Weber. 3 The Secret Diary of Laura Palmer eftir Jennifer Lynch. 8 So Worthy My Love eftir Kathleen E. Woodiwiss. 20 The Minotaur eftir Stephen Coonts. 8 Exiles, Strak Trek Next Generation eftir Howard Weinstein. 3 Poodle Springs eftir Raymond Chandler og Robert B. Parker. 1 IIKVHUfOft í wrslnnnm EymonÉson EYMUNDSSON AUSTURSTRÆTI - VIÐ HLF.MM - MJÓDD - KRINGLUNNI - EIÐISTORGI 91-18880 91-29311 91-76650 91-687858 91-611700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.