Morgunblaðið - 29.11.1990, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990
59
\
Morgunblaðið/Sverrir
Björk Guðmundsdóttir ásamt Tríói Guðmundar Ingólfssonar.
DÆGURJASS:
Björk með Tríói Guð-
mundar Ingólfssonar
Sykurmolarnir hafa verið í fríi
undanfarna mánuði og á þeim
tíma hafa meðlimir hljómsveitarinn-
ar fengist við sitthvað. Björk Guð-
mundsdóttir, söngkona hljómsveit-
arinnar, hefur m.a. sungið gömul
dægurlög með Tríói Guðmundar
Ingólfssonar og fyrir skemmstu
kom út plata með þeim.
Platan ber heitið Gling-gló, og
eins og áður kom fram syngur Björk
á henni gömul íslensk dægurlög,
þ. á m. Gling-gló, Kata rokkar,
Tondeleió og Litla tónlistarmann-
inn, en á geisladisksútgáfu plötunn-
ar verða tvö erlend lög sem hljóðrit-
uð voru á tónleikum í Hótel Borg
fyrr í vetur. Smekkleysa gefur út.
Björk og tríóið kynntu plötuna á
blaðamannafundi í Púlsinum. Þar
lásu Stefán Jónsson leikari og
Margrét Kristín Blöndal tónlistar-
maður upp trúarleg ljóð Haraldar
C. Geirssonar, en Smekkleysa gaf
fyrir skemmstu út ljóðabók hans,
Hin nýja sýn. Að lokum fluttu Björk
og tríóið nokkur lög, en útgáfutón-
leikar plötunnar verða í Islensku
óperunni 6. desember nk.
BLUS A BORGINNI
TREGASVEITIN
OG
BLÚSHLJÓMSVEITIN
MAGNÚS FRÁ
AKRANESI
í kvöld kl. 21.00.
Hard Rock ostborgari
aó hætti hússins
Velkomm á Hard Rock Cafe,
sími 689888
l^iðadjós til
auBugraUf*
Sanaya
Roman
LYKILL AD
pebsónulegum
STfRKOG
AWLEGUM proska
NYALDARBÆKUR
Bolholti 6, símar 689278 og 689268
Þá eru þær
komnar
á íslensku!
Miblaðar ráðleggingar frá Ijósverum
að handan.
LIFÐU I GLEÐI
(Living with Joy)
Ritub af Sanaya
BOK EMMANUELS
(Emmanuels Books)
Rituö af Pat Rodegast
Bækur sem leibbeina, gleðja og hjálpa.
Þær eru innbundnar og kosta kr. 2.490,-
Fást í öllum helstu bókaverslunum