Morgunblaðið - 29.11.1990, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 29.11.1990, Qupperneq 67
MORGUNBLÁÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDÍÖÚR 2I: NOVESÍíBER '■ íó'óö 6?— j ÓLYMPÍULEIKARNIR í BARCELONA 1992 Hótelkostnaðursérstakra gesta svimandi hár: Herberai í skipi á 1,2 milljónir Ráðgjafanefnd Ólympluleik- anna í Barcelona hefiir sent frá sér verðlista varðandi hótel- kostnað sérstakra gesta á vegum ólympíunefnda, svo sem ráðherra, formanna íþróttasambanda og sérsambanda. Dýrasta herbergið, sem boðið er upp á í skipi með fullu fæði í 18 daga, kostar tæp- lega 1.200 þúsund (65.000 nótt- in). Ódýrari herbergi kosta um 750 þúsund (41.800 nóttin) eða um 460 þúsund (25.800 nóttin). Um þijá verðflokka er einnig að ræða á 5 stjörnu hótelum. Dýr- asta herbergið með morgunmat í 17 daga kostar um 662 þúsund (38.900 nóttin), en einnig er hægt að fá gistingu fyrir 466 þúsund (41.800 nóttin) eða 342 þúsund krónur (25.800 nóttin). Umrædd herbergi er ekki hægt að panta einstakar nætur — ólympíunefnd- ir þjóða verða að greiða fyrir þau meðan á leikunum stendur, en þeir verða 24. júlí til 10. ágúst 1992. Frestur til að panta umrædda gistingu rennur út 15. desember n.k. Helming verðsins verður að greiða fljótlega eftir áramót, 25% fyrir 1. janúar 1992 og 25% fyrir 1. maí 1992. „Höfum ekki ráð á þessu“ Gísli Halldórsson, forseti íslensku ólympíunefndarinnar, sagði að íslenskir ráðamenn hefðu yfirleitt sótt Ólympíuleika og verðið hingað til verið viðráðan- legt — nóttin í Seoul fyrir tveimur árum hefði verið á um 12.000 krónur. „Þetta er hins vegar veruleg breyting frá því sem verið hefur,“ sagði Gísli. „Ég legg þetta fyrir forsætisráðherra, en ljóst er að við höfum ekki ráð á þessu og ólympíunefndin mun ekki panta herbergi á þessu verði.“ KNATTSPYRNA / ENGLAND Arsenal réðiekki við Sharpe LEIKMENN Manchester United komu, sáu og sigruðu á Highbury í London í gærkvöldi í ensku deildarbikarkeppninni. Lee Sharpe, sem tók stöðu fyr- irliðans Neil Webb, var hetja United, sem vann stórsigur, 6:2 og skoraði þrjú mörk. Arsenal hafði leikið sautján leiki í röð án taps og ekki fengið á sig mark á heimavelli síðan í sept- ember. Arsenal hafði ekki fengið svo mörg mörk á sig á heimavelli 145 ár og David Seaman, markvörður Arsenal, hafði aðeins fengið á sig tvö mörk á heimavelli í vetur, það síðara í september! Alex Ferguson gerði breytingu á leikkerfi United fýrir leikinn - hann lét lið sitt leika með tvo útherja. Neil Webb var settur á bekkinn og stöðu hans tók Sharpe, sem lék á vinstri kantinum. Miðheij- inn Brian McClair var færður út á hægri kantinn þannig að Mark Hughes var einn í fremstu víglínu. Þessi leikaðferð Frá Bob Hennessy í Englandi URSLIT Knattspyrna Deildarbikarinn, fjórða umferð: Arsenal—Manchester United.........2:6 Smith 48. og 68. — Blackmore 1., Hughes 44., Sharpe 45., 75. og 78. Wallace 82. Áhorfendur: 40.884. Aston Villa—Middlesbrough.........8:2 Ormondroyd 12., D.aley 60., Platt 79. (vsp) - Slaven 88. og 90.) 17.317. Coventry—Nottingham Forcst........5:4 Gallacher 14., 15. og 34., Livingstone 28. og 62. — Clough 35., 41. og 43., Parker 53. 16.304. Oxford—Chelsea....................1:2 Melville 38. — Durie 54. og 85. 9.789. Sheffield Wednesday—Derby.........1:1 Hirst 14. — Saunders 40. 25.649. (Annar leikur 12. desember). Körfuknattleikur Evrðpukeppni landsliða í körfuknattleik: A-riðill: Grikkland—Svíþjóð...............81:68 Búlgarfa—Rúmenia................87:7 6 ■ Búlgaría og Grikkland eru með sex stig eftir fjðra leiki, Svíþjóð fjögur og Rúmenia ekkert. B-riðill: Holland—Pólland.................7 0:86 C-riðill: Spánn—England...................96:79 ■lúgóslavía—Þýskaland..........120:87 ■ Júgóslavía er með 8 stig eftir fjóra leiki, Spánn sex, Þýskaland tvö og England ekk ert stig. D-riðill: Sovétríkin—Tékkóslóvakía........83:80 Frakkland—ísrael....'...........93:74 ■ Sovétríkin eru með fullt hús, átta stig eftir fjóra leikin, Frakkland og Tékkósló- vakia fjögur og Israel tvö stig. heppnaðist mjög vel og eftir aðeins 80 sek. var Clayton Blackmore bú- inn að senda knöttinn í net Arse- nal. Mark Hughes bætti öðru marki með þrumuskoti. Lee Sharpe skor- aði þriðja markið, 0:3, á síðustu mínútu fýrri hálfleiks. Leikmenn Arsenal fóru þá að sækja grimmt og skoraði Alam Smith tvö mörk, 2:3. Spennan var í hámarki og leik- menn Arsenal í sókn. Þeir voru of ákafir og vörn þeirra opnaðist. Sharpe bætti tveimur mörkum við á fjögurra mínútna kafla og Danny Wallace innsiglaði síðan stórsigur United, 2:6. Uppselt var á leikinn og komu sjö þúsund stuðningsmenn United til London. Tíu mín. tafir urðu á leiknum vegna troðnings áhorf- enda. Níu mörfc á Highfield Road Það var einnig sögulegur leikur á Highfield Road, þar sem Coventry lagði Nottingham Forest að velli, 5:4, en tveir leikmenn skoruðu þijú mörk í fyrri hálfleiknum. Leikmenn Coventry byijuðu leikinn með mikl- um látum og réðu varnarleikmenn Forest ekkert við þá. Eftir aðeins 35. mín. voru þeir búnir að skora fjögur mörk, en Forest náði að minnka muninn fyrir leikshlé, 4:3, með þremur mörkum frá Nigel Clo- ugh, og jafna síðan, 4:4, með marki frá Gary Parker snemma í seinni hálfleik. Steve Livengstone tryggði sigur Coventry, 5:4, með sínu öðru marki, en Kevin Gallacher skoraði þijú mörk fyrir Coventry. „Þegar Forest jafnaði sagði ég við strákana að taka sig á. Eitt mark til viðbótar myndi duga. Það gekk upp,“ sagði Terry Butcher, framkvæmdastjóri og leikmaður Coventry. Lee Sharpe, Man. United og Alan Smith, Arsenal, kljást um knöttinn. LYFJANOTKUN / A-ÞYSKALAND Yfirvöld út- veguðu lyfin MANFRED Höppner, fyrrum aðstoðarforstjori austur-þýsku íþróttaiyfjadeildarinnar, segir í viðtali við þýska blaðið Stern að flestar stjörnur Austur- Þyskalands í íþróttum hafi neytt ólöglegra lyfja. Hann sagði að íþróttafólkið hefði ekki verið neytt til að taka lyf- in, en gerð grein fyrir afleiðing- unum. Meðal þeirra sem Höppner segir að hafi tekið inn lyf eru Kristin Otto, sem vann til sex gullverðlauna í sundi á Ólympíuleikunum í Seoul. Ulf Timmermann, heimsmethafi í kúluvarpi, Heike Drechsler, Evrópumeistari í langstökki, kringlukastarinn Jiirgen Schult, auk tugþrautarmannanna Christian Schenk og Torsten Voss. Höppner tók sem dæmi að Voss hefði sett unglingamet árið 1982 eftir að hafa tekið inn 885 milligröm af túrínabol. Voss hefur neitað þessu. Einnig kom fram í viðtalinu við Höppner að skautadrottningin Kat- arina Witt og skíðastökkvarinn Jens Weissflog, hefðu aldrei tekið inn ólögleg lyf en þau hafa bæði legið undir grun. Forráðamenn þýskra íþróttamála sögðu I samtalið við DPA-frétta- stofuna að málið yrði rannsakað til hlýtar. Ulrich Feldhoff, formaður íþróttamálanefndar Þýskalands, sagði að þetta kerfi yrði upprætt með sameiningu íþróttasambanda Austur- og Vestur-Þýskalands. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Æfingaferð til Frakklands Næsta ár verður viðburðarríkt hjá landsliði íslands í knatt- spymu. Fyrirhugað er að leika fjölmarga vináttuilandsleiki hér heima og erlendis, auk leikja I Evrópukeppninni. Reiknað er með að undirbún- ingur landsliðsins fyrir Evrópu- leikinn gegn Albaníu 26. maí hefj- ist í mars. Þá er fyrirhuguð æf- ingaferð til Frakklands þar sem leikið verður við úrvalslið Bretagne-skaga og frönsk félags- lið. Englendingar hafa einnig ósk- að eftir að íslenska landsliðið leiki gegn B-liði Englands í mars eða apríl. Ákveðið er að leika við Möltu ytra 1. maí. Tékkar koma hingað og leika í Evrópukeppninni í byijun júní. 17. júlí verður vináttulandsleikur við Tyrki á laugardalsvelli. Þjálf- ari Tyrkja er enginn annar en Sepp Pioentek, fyrrum landsliðs- þjálfari Dana. Danir koma I kjöl- farið, 4. september, með sitt sterkasta lið og verða þessir leikir til undirbúnings íslenska liðsins fyrir leikinn gegn Spánvetjum á Laugardalsvelli 25. september. KSÍ er að vinna í því þessa dagana að fá leik 16. október við Svía, Portúgali eða B-lið Eng- lands. Sá leikur er hupaður sem undirbúningur fyrir síðasta Evr- ópuleikinn gegn Frökkum í París 20. nóvember. ÍÞRÚmR FOLK ALEX Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, segir að nýr George Best sé kom- inn til félagsins. Það er Ryan Gaggs, sem skrifar Frá Bob undir fimm ára Hennessy samning við félagið iEnglandi j (jag _ á sautján ára afmælisdegi sínum. Gaggs, sem er fæddur I Cardiff, skoraði fjögur mörk, 6:0, fyrir unglingalið United gegn Derby á mánudaginn. Nobby Stiles og Brian Kidd, sem léku með Best á árum áður, þjálfa ungl- ingalið United og segja þeir að eins efnilegur leikmaður hafi ekki komið fram síðan að Best kom frá Belfast um árið. ■ RON Atkinson skrifaði undir tveggja ára samning við Sheffield Wed. í gær og fær hann 300 þús. pund fyrir samninginn, eða 150 þús. pund á ári. „Ég er mjög ánægð- ur hjá félaginu og mér befur aldrei verið eins ánægður hjá neinu fé- lagi,“ sagði Atkinson. ■ ARSENAL hefur lánað QPR varnarleikmanninn Gus Cesar. Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum QPR, en félagið er einnig að reyna að fá sænska leikmanninn John Erickson frá AIK Stokkhólmi. KARFA Snæfell - IR 67:79 íþrðttamiðstöðin í Stykkishólmi, úrvals- deildin í körfuknattleik, miðvikudaginn 28. nóvember 1990. Gangur leiksins: 6:6, 8:15, 12:24, 22:26 28:34, 35:36, 39:38, 45:40, 47:51, 49 58’ 54:67, 61:73, 67:79. Stíg Snæfells: Bárður Eyþórsson 19, Hreinn Þorkelsson 16, Ríkharður Hrafn- kelsson 9, Brynjar Harðarson 8, Þorvarður Björgvinsson 8, Sæþór Þorbergsson 6 og Þorkell Þorkelsson 1. Stíg ÍR: Karl Guðlaugsson 27, Douglas Shouse 25, Hilmar Gunnarsson 16, Bjöm Bollason 5, Halldór Sveinsson 4, Bjöm Leós- son 2. Dómarar: Guðmundur Stefán Maríasson og Kristinn Óskarsson. Höfðu góð tök á leiknum. Áhorfendur: 250. ÍR-ingar sigruðu ÆT IR sigraði Snæfell í gær I botnslag A-riðils í úrvalsdeildinni í Stykkis- hólmi í gær, 67:79. Snæfellingar, sem léku án Sovétmannsins Gennadíj Pe- regoúd sem var sagt María upp I fyrradag, börð- Guönadóttir ust vel í fyrri hálfleik skrifar og höfðu nauma for- ystu í leikhléi 39:38. í seinni hálfleik voru ÍR-ingar mun sterkari og munaði þar mestu um Karl Guðlaugsson sem gerði sex þriggja stiga körfur I leiknum, fjórar þeirra í síðari hálfleik. Douglas Shouse var einnig dijúgur, gerði 25 stig. Milj- il taugaspenna setti svip á leikinn, einkum hjá heimamönnum, sem nýttu færi sín illa. „Seinni hálfleikurinn brást algjörlega. Sóknirnar voru' alltof stuttar og skotin ótímabær, auk þcss sem vömin komst aldrei I takt við leik- inn,“ sagði Hreinn Þorkelsson, þjálfari Snæfells. Hann sagði að fjarvera Pe- regoúd hefði ekki skipt máli en stefnt væri að því að fá erlendan leikmann sem fyrst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.