Morgunblaðið - 18.12.1990, Page 1

Morgunblaðið - 18.12.1990, Page 1
96 SIÐUR B 288. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Danmörk: Schluter myndar stjórn með Venstre Þess hefur verið minnst undanfarna daga í Rúmeníu að ár er liðið frá byltingunni sem varð einræðisherran- um Nicolae Ceausescu að falli. Hér þrífa konur legsteina í grafreit í borginni Timisoara þar sem hvíla jarðneskar leifar þeirra sem féllu fyrir skotum öryggissveita 16. desember 1989. Sjá „Ræða við stjórnarandstöðu ..“ á bls. 42. Ihaldsflokknum og níu frá Venstre. „Hún er byggð á afar veikum grunni og eina keppikefli ráðherr- anna er að sitja sem fastast," sagði jafnaðarmaðurinn Finn Thorgrim- son, leiðtogi danska alþýðusam- bandsins, um nýju stjórnina. Ýmsir stjórnmálaskýrendur létu í ljós efa- semdir nm að stjórn með svo fáa þingmenn að baki sér gæti orðið kraftmikil eða langlíf en ekki varð vart við nein viðbrögð á verðbréfa- mörkuðum landsins í gær. Kaiipmaimahöfn. Frá N.J. Bruun, frétlaritara Morgunblaðsins. Reuter. POUL Schliiter, leiðtogi íhaldsfiokksins í Danmörku, myndaði í gær nýja minnihlutastjórn með Venstre, flokki Uffe Ellemann-Jensens utanríkisráðherra. Stjórnin hefur aðeins stuðning 61 þingmanns af 179 og verður því að treysta á aðstoð annarra flokka. Schliiter sagði að lögð yrði áhersla á samvinnu við jafnaðarmenn, sigurvegara kosninganna sl. miðvikudag. Schlúter hefur verið forsætisráð- herra nokkurra minnihlutastjórna borgaraflokka frá 1982 en að þessu sinni gekk flokkur Radikale venstre úr skaftinu við stjórnarmyndun, að sögn vegna ósigurs í kosningunum. Flokkurinn tapaði þremur þingsæt- um. íhaldsflokkur Schlúters tapaði fimm þingsætum og hefur nú 30 þingmenn. Venstre bætti við sig sjö ' þingmönnum og hefur nú 29 þing- menn. Einn þingmaður frá Færeyj- um og einn frá Grænlandi munu einnig styðja stjórnina þannig að 'hún hefur 61 þingmann á bak við sig. Þrátt fyrir mikla fylgisaukningu jafnaðarmanna í kosningunum héldu borgaraflokkarnir naumlega meirihluta á þingi en aldrei hefur verið rætt'í alvöru um samsteypu- stjórn allra borgaraflokka. Tals- menn Mið-Demókrata og Kristilega þjóðarflokksins sögðu í gærmorgun að þeir myndu ekki vinna gegn stjórnarmyndun Schlúters. Schlúter skýrði frá myndun nýju stjórnarinnar í gær eftir að hann hafði rætt við Margréti drottningu. Hann sagði að Elhmann-Jensen yrði áfram utanríkisráðherra og ráðherraembætti yrðu 19, tveimur færri en í síðustu stjórn. Að sögn Schlúters verða tíu ráðherrar úr * I grafreit í Timisoara Reuter Fulltrúaþing Sovétríkjanna: Gorbatsjov vill aukin völd til að fást við myrkraöflin Moskvu. Reuter. MIKHAIL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, fór fram á það við fulltrúaþing Sovétríkjanna sem saman kom í Moskvu í gær að honum yrðu fengin aukin völd í hendur svo takast mætti að tryggja einingu Sovétríkjanna og ráða niðurlögum myrkraaflanna sem nú færu hamförum í landinu. Gorbatsjov viðurkenndi einnig að sljórnvöldum hefðu orðið á I alvarleg mistök undanfarin finun ár, eða síðan perestrojku var hleypt af stokkunum. Ýmist hefðu ákvarðanir dregist á lang- | inn eða þeim verið hraðað um of. En ekki mætti heldur gleyma ávinningum umbótastefnunnar sem fælust einkum í auknu lýð- ræði. Fulltrúaþingið hófst á nokkuð óvæntan hátt þegar einn þing- manna, Sazhi Umalatova, sakaði Gorbatsjov um að auðmýkja Sov- étríkin í augum heimsbyggðarinnar með því að biðja um matvælaað- stoð. Hún lagði til að vantrausts- tillaga á forsetann yrði tekin á dag- skrá en var því vísað frá með 1.288 atkvæðum gegn 426. Gorbatsjov leggur ýmsar stjórn- kerfisbreytingar fyrir þingið. Hann vill að fulltrúar lýðveldanna fímmt- án setjist í ríkisstjórn landsins sem myndi líklega leiða til þess að ríkis- stjórn Nikolajs Ryzhkovs forsætis- ráðherra yrði að segja af sér. Stofn- að verði svokallað Óryggisráð sem fari með stjórn öryggismála og lög- gæslu. Þar eigi sæti yfirmenn ör- yggislögreglunnar KGB, innanrík- is-, varnarmála-, og utanríkisráðu- neytis. Ennfremur verði stofnaðar tvær eftirlitsnefndir sem sjái um að ákvörðunum forsetans verði framfylgt. Loks vill Gorbatsjov að sam- þykktur verði nýr sáttmáli um ríkja- sambandið. Slíkur sáttmáli verði borinn undir atkvæði í hveiju lýð- veldanna fyrir sig. Sjálfstæðis- hreyfingar í Eystrasaltsríkjunum hafa verið á móti slíkum hugmynd- um meðal annars vegna þess að þar býr mikill fjöldi Rússa sem flust hefur þangað undanfarna áratugi og getur t.d. í Lettlandi ráðið úrslit- um í slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu. Enginn fulltrúi Litháens var á þing- inu í gær og sögðust þingmenn frá Eistlandi og Lettlandi einungis ætla að hlýða á ræðu Gorbatsjovs áður en þeir færu heim. De Maiziere segir af sér: Dulnefnið benti til tónlistarkunriáttu Segist aldrei hafa unnið fyrir Stasi Bonn. Reuter. LOTHAR de Maiziere sagði í gær af sér embætti ráðherra án ráðuneytis í þýsku ríkisstjórninni vegna ásakana um að hann hefði í átta ár verið uppljóstrari fyrir austur-þýsku öryggislög- regluna Stasi. De Maiziere sem var forsætisráðherra Austur- Þýskalands fyrir sameiningu Þýskalands lætur einnig af varafor- mennsku í Kristilega demókrataflokknum, stærsta stjórnmála- flokki landsins. De Maiziere sagðist vera sak- laus og hann myndi halda þing- sæti sínu og vinna áfram að þvf að hreinsa mannorð sitt. Hins vegar hefði rannsókn sem hann bað um á skjölum Stasi ekki nægt til að afsanna sakargiftirnar og því léti hann af störfum. „Ég vil hvorki íþyngja ríkisstjórninni né flokknum með þessari óljósu stöðu,“ sagði de Maiziere á frétta- mannafundi. Hann er hæst setti stjórnmálamaðurinn úr austur- hluta Þýskalands sem orðið hefur að segja af sér vegna meintra tengsla við Stasi. Búist hafði ver- ið við því að hann tæki við emb- ætti dómsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn sem líklega verður mynduð á næstu vikum. Wolfgang Scháuble, innanríkis- ráðherra Þýskalands, sagði í gær að rannsóknin á Stasi-skjölunum hefði leitt í ljós að maður sem gekk undir dulnefninu „Czerny" hefði unnið fyrir Stasi frá árinu 1981 og hann gæti hafa verið áhrifamaður innan lútersku kirkj- unnar. De Maiziere starfaði mikið fyrir kirkjuna og veitti henni lög- fræðilega aðstoð. Þýsku vikuritin Der Spiegel og Stern héldu því fram í síðustu viku að dulnefnið sem virðist sótt til austurríska slaghörpuleikarans og tónskálds- ins Carls Czernys vísaði veginn til de Maizieres sem lagt hefur stund á lágfiðluleik. Einnig sagði Der Spiegel að í Stasi-skjölunum kæmi fram að „Czerny“ hefði Hús Lothars de Maizieres við Treptower Park númer 31 í.Berlín. Þar bjó Stasi-uppl|óstrarinn „Czerny“ sainkvæint upplýsingum Der Spiegel. Fyrrum yfirmaður uppljóstrarans segir einnig að „Czerny“ og de Maizi- ere séu einn og sami maðurinn. búið í Treptower Park 31 en það var einmitt heimilisfang de Maizi- eres. I útgáfu sinni frá því í gær beinir Der Spiegel hins vegar sjón- um innávið og rannsakar á fjórtán blaðsíðum réttmæti ásakana sem fram komu fyrir nokkrum dögum um að helsti sérfræðingur blaðs- ins í varnar- og öryggismálum, Diethelm Schröder, hefði unnið fyrir Stasi. Niðurstaða blaðsins er ekki einlilít og þar segir reynd- ar að sífellt erfiðara verði að gera sér grein fyrir hvort um réttar ásakanir sé að ræða í málum sem þessum eða ófrægingarherferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.