Morgunblaðið - 18.12.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 18.12.1990, Síða 1
96 SIÐUR B 288. tbl. 78. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Danmörk: Schluter myndar stjórn með Venstre Þess hefur verið minnst undanfarna daga í Rúmeníu að ár er liðið frá byltingunni sem varð einræðisherran- um Nicolae Ceausescu að falli. Hér þrífa konur legsteina í grafreit í borginni Timisoara þar sem hvíla jarðneskar leifar þeirra sem féllu fyrir skotum öryggissveita 16. desember 1989. Sjá „Ræða við stjórnarandstöðu ..“ á bls. 42. Ihaldsflokknum og níu frá Venstre. „Hún er byggð á afar veikum grunni og eina keppikefli ráðherr- anna er að sitja sem fastast," sagði jafnaðarmaðurinn Finn Thorgrim- son, leiðtogi danska alþýðusam- bandsins, um nýju stjórnina. Ýmsir stjórnmálaskýrendur létu í ljós efa- semdir nm að stjórn með svo fáa þingmenn að baki sér gæti orðið kraftmikil eða langlíf en ekki varð vart við nein viðbrögð á verðbréfa- mörkuðum landsins í gær. Kaiipmaimahöfn. Frá N.J. Bruun, frétlaritara Morgunblaðsins. Reuter. POUL Schliiter, leiðtogi íhaldsfiokksins í Danmörku, myndaði í gær nýja minnihlutastjórn með Venstre, flokki Uffe Ellemann-Jensens utanríkisráðherra. Stjórnin hefur aðeins stuðning 61 þingmanns af 179 og verður því að treysta á aðstoð annarra flokka. Schliiter sagði að lögð yrði áhersla á samvinnu við jafnaðarmenn, sigurvegara kosninganna sl. miðvikudag. Schlúter hefur verið forsætisráð- herra nokkurra minnihlutastjórna borgaraflokka frá 1982 en að þessu sinni gekk flokkur Radikale venstre úr skaftinu við stjórnarmyndun, að sögn vegna ósigurs í kosningunum. Flokkurinn tapaði þremur þingsæt- um. íhaldsflokkur Schlúters tapaði fimm þingsætum og hefur nú 30 þingmenn. Venstre bætti við sig sjö ' þingmönnum og hefur nú 29 þing- menn. Einn þingmaður frá Færeyj- um og einn frá Grænlandi munu einnig styðja stjórnina þannig að 'hún hefur 61 þingmann á bak við sig. Þrátt fyrir mikla fylgisaukningu jafnaðarmanna í kosningunum héldu borgaraflokkarnir naumlega meirihluta á þingi en aldrei hefur verið rætt'í alvöru um samsteypu- stjórn allra borgaraflokka. Tals- menn Mið-Demókrata og Kristilega þjóðarflokksins sögðu í gærmorgun að þeir myndu ekki vinna gegn stjórnarmyndun Schlúters. Schlúter skýrði frá myndun nýju stjórnarinnar í gær eftir að hann hafði rætt við Margréti drottningu. Hann sagði að Elhmann-Jensen yrði áfram utanríkisráðherra og ráðherraembætti yrðu 19, tveimur færri en í síðustu stjórn. Að sögn Schlúters verða tíu ráðherrar úr * I grafreit í Timisoara Reuter Fulltrúaþing Sovétríkjanna: Gorbatsjov vill aukin völd til að fást við myrkraöflin Moskvu. Reuter. MIKHAIL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, fór fram á það við fulltrúaþing Sovétríkjanna sem saman kom í Moskvu í gær að honum yrðu fengin aukin völd í hendur svo takast mætti að tryggja einingu Sovétríkjanna og ráða niðurlögum myrkraaflanna sem nú færu hamförum í landinu. Gorbatsjov viðurkenndi einnig að sljórnvöldum hefðu orðið á I alvarleg mistök undanfarin finun ár, eða síðan perestrojku var hleypt af stokkunum. Ýmist hefðu ákvarðanir dregist á lang- | inn eða þeim verið hraðað um of. En ekki mætti heldur gleyma ávinningum umbótastefnunnar sem fælust einkum í auknu lýð- ræði. Fulltrúaþingið hófst á nokkuð óvæntan hátt þegar einn þing- manna, Sazhi Umalatova, sakaði Gorbatsjov um að auðmýkja Sov- étríkin í augum heimsbyggðarinnar með því að biðja um matvælaað- stoð. Hún lagði til að vantrausts- tillaga á forsetann yrði tekin á dag- skrá en var því vísað frá með 1.288 atkvæðum gegn 426. Gorbatsjov leggur ýmsar stjórn- kerfisbreytingar fyrir þingið. Hann vill að fulltrúar lýðveldanna fímmt- án setjist í ríkisstjórn landsins sem myndi líklega leiða til þess að ríkis- stjórn Nikolajs Ryzhkovs forsætis- ráðherra yrði að segja af sér. Stofn- að verði svokallað Óryggisráð sem fari með stjórn öryggismála og lög- gæslu. Þar eigi sæti yfirmenn ör- yggislögreglunnar KGB, innanrík- is-, varnarmála-, og utanríkisráðu- neytis. Ennfremur verði stofnaðar tvær eftirlitsnefndir sem sjái um að ákvörðunum forsetans verði framfylgt. Loks vill Gorbatsjov að sam- þykktur verði nýr sáttmáli um ríkja- sambandið. Slíkur sáttmáli verði borinn undir atkvæði í hveiju lýð- veldanna fyrir sig. Sjálfstæðis- hreyfingar í Eystrasaltsríkjunum hafa verið á móti slíkum hugmynd- um meðal annars vegna þess að þar býr mikill fjöldi Rússa sem flust hefur þangað undanfarna áratugi og getur t.d. í Lettlandi ráðið úrslit- um í slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu. Enginn fulltrúi Litháens var á þing- inu í gær og sögðust þingmenn frá Eistlandi og Lettlandi einungis ætla að hlýða á ræðu Gorbatsjovs áður en þeir færu heim. De Maiziere segir af sér: Dulnefnið benti til tónlistarkunriáttu Segist aldrei hafa unnið fyrir Stasi Bonn. Reuter. LOTHAR de Maiziere sagði í gær af sér embætti ráðherra án ráðuneytis í þýsku ríkisstjórninni vegna ásakana um að hann hefði í átta ár verið uppljóstrari fyrir austur-þýsku öryggislög- regluna Stasi. De Maiziere sem var forsætisráðherra Austur- Þýskalands fyrir sameiningu Þýskalands lætur einnig af varafor- mennsku í Kristilega demókrataflokknum, stærsta stjórnmála- flokki landsins. De Maiziere sagðist vera sak- laus og hann myndi halda þing- sæti sínu og vinna áfram að þvf að hreinsa mannorð sitt. Hins vegar hefði rannsókn sem hann bað um á skjölum Stasi ekki nægt til að afsanna sakargiftirnar og því léti hann af störfum. „Ég vil hvorki íþyngja ríkisstjórninni né flokknum með þessari óljósu stöðu,“ sagði de Maiziere á frétta- mannafundi. Hann er hæst setti stjórnmálamaðurinn úr austur- hluta Þýskalands sem orðið hefur að segja af sér vegna meintra tengsla við Stasi. Búist hafði ver- ið við því að hann tæki við emb- ætti dómsmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn sem líklega verður mynduð á næstu vikum. Wolfgang Scháuble, innanríkis- ráðherra Þýskalands, sagði í gær að rannsóknin á Stasi-skjölunum hefði leitt í ljós að maður sem gekk undir dulnefninu „Czerny" hefði unnið fyrir Stasi frá árinu 1981 og hann gæti hafa verið áhrifamaður innan lútersku kirkj- unnar. De Maiziere starfaði mikið fyrir kirkjuna og veitti henni lög- fræðilega aðstoð. Þýsku vikuritin Der Spiegel og Stern héldu því fram í síðustu viku að dulnefnið sem virðist sótt til austurríska slaghörpuleikarans og tónskálds- ins Carls Czernys vísaði veginn til de Maizieres sem lagt hefur stund á lágfiðluleik. Einnig sagði Der Spiegel að í Stasi-skjölunum kæmi fram að „Czerny“ hefði Hús Lothars de Maizieres við Treptower Park númer 31 í.Berlín. Þar bjó Stasi-uppl|óstrarinn „Czerny“ sainkvæint upplýsingum Der Spiegel. Fyrrum yfirmaður uppljóstrarans segir einnig að „Czerny“ og de Maizi- ere séu einn og sami maðurinn. búið í Treptower Park 31 en það var einmitt heimilisfang de Maizi- eres. I útgáfu sinni frá því í gær beinir Der Spiegel hins vegar sjón- um innávið og rannsakar á fjórtán blaðsíðum réttmæti ásakana sem fram komu fyrir nokkrum dögum um að helsti sérfræðingur blaðs- ins í varnar- og öryggismálum, Diethelm Schröder, hefði unnið fyrir Stasi. Niðurstaða blaðsins er ekki einlilít og þar segir reynd- ar að sífellt erfiðara verði að gera sér grein fyrir hvort um réttar ásakanir sé að ræða í málum sem þessum eða ófrægingarherferð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.