Morgunblaðið - 18.12.1990, Side 9

Morgunblaðið - 18.12.1990, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 9 HÁÞRÝSTIHREINSIDÆLUR JÓLAGJÖF HEIMILISINS Meö þessum handhægu tækjum eru fáanlegir ýmsir aukahlutir sem margfalda möguleikana í notkun. Ódýr alvörudæla sem hentar mjög vel til heimilisnota. Stg.verð með vsk. kr.26.500.- Skeifan 3h - Sími 82670 HELSTU UTSÖLUSTAÐIR: ELLINGSEN Ánanaustum Reykjavík SÁPUGERÐIN FRIGG Lyngási 1 Garðabæ SOLUFELAG GARÐYRKJUMANNA Smiðjuvegi 5 Kópavogi SKAPTI HF Furuvöilum 13 Akureyri VIÐERUM í KIRKJUHVOU gegnt Dómkirkjunni Fjölbreytt úrval gjafavöru: Kertastjakar, krossar, helgimyndir (ikonar) biblíur, bækur og kirkjumunir. Einnig mikið af jólavöru á hagstæðu verði. Kirkjuhvoli, gegnt Dómkirkjunni, Rvík., sími 21090. SENDUM í PÓSTKRÖFU UM ALLT LAND. Ryszard Kapuscinski Óvissan um Sovétríkin Um allan heim velta menn því nú fyrir sér, hver verði framvinda mála í Sovétríkj- unum. Upplausnin þar er orðin svo mikil að ekki verður til þaka snúið. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að herinn muni fylla upp í tómarúmið. Aðrir benda á, að tómið sé orðið svo mikið að herinn geti ekki bjarg- að neinu stjórnkerfi. Það sé ekki lengur á valdi hersins að glíma við vandann. Yfirmaður öryggislögreglunnar KGB talar eins og almenningur bindi nú vonir við að hún haldi um stjórnartaumana. í Stak- steinum í dag er vitnað í bandaríska viku- ritið Newsweek og viðtal við pólskan blaðamann um ástandið í Sovétríkjunum. Hættanfyrir umheiminn Pólski blaðamaöurinn Ryszard Kapuscinski ávann sér heimsfrægð fyrir frásagnir sínar af stjórnarbyltingum og óöld í ríkjum þriðja heimsins. Nú er hann að skrifa bók um Sovétríkin og hefur ferðast um þau í eitt ár við efnisöflun. Hami segir i samtali við blaðamann Newsweek, að hann líti á Sovétríkin sem þriðja lieims land. Þau séu vanþróuð og geti ekki þróast af eigin rammlcik. Þar sé þjóð- skipulagið að rotna. Þegar Kapuscinski er spurður, hvaða hættu þessi þróun hafi fyrir önnur ríki, segir hann, að fyrst verði að miimast þess að í Sovétríkjunum sé mikið magn kjam- orkuvopna. I öðm sæti sé hungrið, en gegn hætt- uirni vegna þess hafi Evr- ópa þegar snúist. „Þegar ég ferðaðist um Sovétrík- in,“ segir haim „sá ég endalausa komakra og raðir af uppskemvélum, sem stóðu ónotaðar. Vél- amar vom ekki i notkun af því að það vantaði eldsneyti. Hungur blasir við núna. Oftar en einu sinni var þannig komið fyrir mér, að ég var matarlaus, eða ég gat ekki fundið amiað en brauð. Síðan 1914 hefur þetta þjóðfélag hvað eftir annað kynnst hungurvof- uimi og milljónir matuia hafa fallið fyrir lienui. Hún veldur því ofsa- hræðslu, kvíða og von- leysi.“ Þá er spurt, hvort ástæða sé til að óttast straum flóttamanna frá Sovétrikjunum. Pólski blaðamaðurinn svarar: „Hættan er fyrir hendi. Þegar rætt er við for- ystumenn þjóðfylkinga í Eystrasaltslöndunum, Ukraínu, Hvíta-Rúss- landi, Rússlandi og Mið- Asíulýðveldunum leggja þeir áherslu á tvennt sem inótar hugmyndir þeirra. I fyrsta lagi halda þeh’, að losi þeir sig undan sovéskum yfirráðum inuni dollarar dembast yfir þá með vestrænni aðstoð.í öðru lagi viija þeir geta gefið út vega- bréf sjálfir, náð í vega- bréf og farið á brott. Haldi þróunin áfram með saina hætti og hingað til mun Evrópa þurfa að glíma við mikinn flótta- mannastraum þaðan og allt sem honum fylgir." Spurt er hvort lýðveld- in geti orðið sjálfstæð ríki. Kapuscinski segir að það sé ails ekki víst. Eins og málum sé nú háttað séu Sovétríkin stór svört hola en þau gætu breyst í hundrað litlar svartár holur. Öll orka þjóðanna beinist að því að bijótast úr Sov- étrikjunum. Allir vifji segja skilið við alla. Þetta. sé orðin geðveikisleg árátta en enghm viti hvað eigi að gera næst. Ekki sé um neinar upp- byggilegar tillögur eða áætlanu- að ræða. Efna- hagskerfinu hafi verið háttað þannig í 70 ár, að öll lýðveldin hafi verið hvert öðru háð. Þekkingar- skortur Kapuscinski segir, að lýðræðisleg sjónarmið sé aðeins að finna meðal fámennra hópa í fremstu röð. Ef litið sé framhjá priitlum hópum í Moskvu, Leníngrad, Kíev og nokkrum háskólabæj- um veki undrun hve memiingarstig þjóðfé- lagsins sé lágt. Með mcimingu sé vísað til þekkingar á umheimin- um og félagslífi. Grodda- háttur, kaldhæðni og spilling blasi hvarvetna við. Fólkið viti ekki neitt, hafi aðeins þekkingu á nánast umhverfi sinu í mesta lagi þjóðerni sínu. Stalínisminn hafi kemit þessu fólki að spyija ekki neinna spuminga, þar sem menn hafi verið dæmdir í þrælkunarbúö- ir fyrir að gera það. Þess vegna sé ekki um neina sjálfsgagnrýni að ræða. Fólkið lifi í þeirri trú, að allt sem það og þjóð- flokkur þess geri _sé gott allt annað slæmt. Astand- ið sé þó ekki svona í Eystrasaltslöndunum, því að þau séu liluti af Evrópu. Erfitt sé að segja hvernig samskiptum hersins og Gorbatsjovs verði háttað. Haldi eitt- hvað aftur af hernum og ákvörðunum um að setja herlög í landinu öliu sé það fordæmið frá Pól- landi, þar hafi komið í ljós, hve slík valdbeiting sé áhrifalaus. Spurnhig: Það er þá ekki á döfhmi að Gorb- atsjov verði steypt? Svar: „Það er ekki vandamálið sem hami glímir við. Vandi hans er sá, að smátt og smátt — ekki opinberlega og ekki harkalega — er hann að missa völd. Hann gæti komist í álíka stöðu og páfinn i Vatíkaninu, gef- ið út frímerki og simit einhveiju slíku. Hann gefur út fjölda tilskipana sem hafðar eru að engu og ekkert gerist." Þegar spurt er hvað Vésturlönd eigi að gera bendir Kapuscinski á, að í áratugi hafi meim ótt- ast þetta stórveldi komm- únismans og viljað að það hyrfi úr sögunni. Þegar að þeim sögulegu tíma- mótum kunni að vera komið hafi enginn áhuga á að það hverfi, þar sem meim óttist Iirikalegar afleiðingamar. Innan og utan Sovétríkjanna ríki sú skoðun að það eigi að leyfa þessari þróun að halda áfram. Memi eigi að sýna þolinmæði og horfa á ríkið sökkva hægt og sígandi. Kapuscinski telur að í Sovétríkjunum skapist svipað ástand og þegar ríki þriðja lieimsins voru að hljóta sjálfstæði. Það myndist ákveðin forréit- indasvæði, svo sem þar sem vestræn fyrirtæki láti að sér kveða eða þar sem háskólar starfi. Utan þessara svæði búi sauð- svartur almúginn við sult og seyru. HLUTABRÉFASJ ÓÐUR VÍB H F. Skattalegt hasræði og áhættudreifíng Þann 30. nóvember sl. var stofnað nýtt almennings- hlutafélag, Hlutabréfasjóður VÍB hf., HVÍB. Tilgangur HVIB er að gera einstaklingum og öðrum fjárfestum kleift að dreifa áhættu við kaup á hlutabréfum og njóta skattafrádráttar um leið. 11. desember hófst almenn sala hlutabréfanna og liggur útboðsrit frammi í afgreiðslu VÍB í Ármúla 13a og útibúum Islandsbanka um land allt. Verið velkomin í VIB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30. Telefax 68 15 26. Simsvari 68 16 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.