Morgunblaðið - 18.12.1990, Side 31

Morgunblaðið - 18.12.1990, Side 31
sérstaklega fyrir aðila sem ræður yfir heilli deild á sviðinu, og hefur engan annan sér til fulltingis. Við erum ekki vissir um að mönnum sé þetta ástand ljóst, en þetta er staðreynd á fornleifadeild Þjóð- minjasáfnsins. í ljósi þessa má einn- ig spyrja hvernig þeim peningum, sem renna til fornleifarannsókna, er best varið. I ritverkinu íslensk þjóðmenning, 1. bindi, stendur að deiidarstjóri hafi fil.kand.-gráðu. Það er alveg rétt, en hann er ekki fil.kand. í forn- leifafræði. Hann er ekki fil.kand. í neinu sérstöku. Fil.kand. segir að- eins að viðkomandi hafi lokið 120 einingum í hvaða kúrsum sem er við sænskan háskóla. Það gæti allt eins verið stutt nám í 10 mismun- andi fræðum, og í óskyldum grein- um svo sem sanskrít eða viskipta- fræði. Viðkomandi lauk þessu fyrir 1976, en þá var þessu breytt í Svíþjóð og framvegis krafist loka- ritgerðar á þriðja stigi. Deildarstjór- inn hefur því aðeins lokið 2 stigum í fornleifafræði. Nu bregður svo við að í umsókn deildarstjóra til fornleifadeildar um rannsóknarleyfi í Flatey á Skjálf- anda dags. 29. júní 1990, segist deildarstjóri hafa lokið 3. stigi í fornleifafræði við Uppsalaháskóla. Hann tekur reyndar fram að loka- ritgerðin („Fridlysta fornlámningar i Borgarfjörðurs harad, Island“) sé í prentun. Þetta er alrangt. Engin slík ritgerð er eða hefur verið í prentun hjá Uppsalaháskóla. Hins vegar er deildarstjóri enn að vinna að slíkri ritgerð (upplýsingar fengn- ar frá fornleifafræðideild Uppsala- háskóla um mánaðamótin nóv./des. 1990). Deildarstjóri stundar því enn grunnnám í fomleifafræði við Upp- salaháskóla 21 ári eftir að hann hóf nám. Námið tekur venjulega 3-5 ár. Niðurlag í ljósi þess, sem hér að framan hefur verið sagt, viljum við skora á deildarstjóra að setja kröfur sínar skynsamlega fram í nánustu framtíð, sérstaklega meðan verið er að byggja upp íslenska fornleifa- fræði. Sömuleiðis teljum við hann tilneyddan að gangast að sam- þykktri tillögu meirihluta fornleifa- nefndar, sem óskað hefur eftir ráðningu annars deildarstjóra við fornleifadeild Þjóðminjasafnsins. Sú tillaga er bæði raunhæf og eðlileg enda eru það ekki aðeins nefndar- menn sem óskað hafa þess. Vera kann að mörgum þyki hart að orði kveðið og hart að sér vegið í grein þessari, en undirstrika ber að við höfundarnir höfum engan annan ásetning með grein okkar en að benda hreinskilnislega á það sem miður hefur farið í íslenskri forn- leifafræði á seinni árum og að ieggja til nokkuð sem gæti verið til bóta. Ekki hefur reynst unnt að ræða málin á málefnalegan hátt, og deildarstjóri fornleifadeildar, Guðmundur Olafsson, hefur oftlega látið allt annað í ljós en það sem nú er fram komið. Vegna greinilegs óöryggis með stöðu sína, sem alls ekki er til komið okkar vegna, hef- ur hann fengið ritaða og lögfræði- lega staðfestingu úr ráðuneyti á starfi sínu fram til ársins 2018. í öðru samhengi hefur hann lýst sig viljugan til að deildarstjórastaða hans væri skipt á milli manna til þriggja eða ijögurra ára í senn, til að dreifa ábyrgð og til að menn gætu lokið við verkefni sín. Allar slíkar yfirlýsingar falla um koll þegar deildarstjórinn lýsir því yfir, að hann sé mótfallinn fjölgun deild- arstjóra og raunhæfs mannafla á fornleifadeild. Lítilsvirðing hans á einstaklingsframtaki fólks með brennandi áhuga á að efla íslenska fornleifafræði og neikvæðni hans í garð bestu eiginleika nýrra forn- minjalaga og í garð fornleifanefnd- ar, sem hann þó situr sjálfur í, er óskiljanleg. Ef íslensk fornleifa- fræði á að eflast og komast með tærnar þar sem aðrar þjóðir hafa hælana er ekki raunhæft að halda fast í viðteknar venjur og hindra framfarir. Höfundar eru fornleifafræðingar ogstunda doktorsnám við háskólimu í Gautaborg og Árósum. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 31 Unnið við sjóvarnar- garðinn á Eyrarbakka Eyrarbakka. FRAMKVÆMDIR við sjóvarn- argarðinn á Eyrarbakka hófust á ný fyrir skömmu. Garðurinn er hlaðinn úr stór- grýti og grafinn niður á fast, mjög traustvekjandi að sjá. Löngum var haft orð á því hve handbragð gömlu gijóthleðslumannanna væri meistaralegt, þegar menn virtu fyrir sér gamla sjóvarnargarðinn. Ekki er síðra handbragð þeirra er nú hlaða veggi með stórvirkum vinnuvélum. - Oskar Vinnuvél við hleðslu á sjóvarnargarði. M»gu„biaðið/óskar Magnússon S'&SS 67.950. ^3.765,- Kr' 139.900 - 13.9oo kr 1S-900'- kr 16-900'- kr S631'~ Kr' 4.900. Komið og kynnið ykkur jólatilboð Einars J. Skúlasonar hf. á tölvnm, prenturum og hugbúnaði Greiðslusamningar \æ\ m q Einar í. Skúiason hf. Grensásvegi 10, sími 686933 Gleðileg jól augljós 28.208

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.