Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBI>AÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
33
Halldór Árnason
„Ríkissjónvarpið hefur
hlutleysis- og upplýs-
ingaskyldu að gegna og
mun vonandi fjalla eft-
irleiðis með faglegri
hætti en gert hefur ver-
ið í þessum þáttum, um
hagsmuni og valkosti
Islendinga í samskipt-
um við önnur ríki.“
ir séu fyrir hendi sem gætu gert
aðild óaðgengilega fyrir norskan
sjávarútveg.
í fyrrgreindum þætti var sagt
að breytingar þær sem gerðar
voru á sjávarútvegsstefnu banda-
lagsins 1983 ættu að tryggja að
önnur ríki fái ekki veiðiheimimldir
hér við land, ef ísland gengi í EB.
Fyrir 1983 byggðist sjávarútvegs-
stefna EB á Rómarsáttmálanum.
Ekki mátti mismsuna aðildarríkj-
unum og'því gátu fiskiskip veitt
hvar sem var innan lögsögu EB-
ríkja. Árið 1983 komu aðildaríkin
sér hins vegar saman um að afla-
kvótum skyldi úthlutað til einst-
akra ríkja bandalagsins; í fyrsta
lagi miðað við afla þeirra síðustu
árin, í öðru lagi miðað við mikil-
vægi sjávarútvegsins í viðkomandi
ríki og í þriðja lagi skyldi tekið
mið af aflatapi vegna almennrar
útfærslu landhelginnar í 200 sjóm-
ílur, en í raun er kvótanum skipt
miðað við afla ríkjanna árið 1982.
Stjórnandi þáttanna segir að ef
íslendingar gangi inn í bandalag-
ið, þá megi vænta þess að fyrsta
atriðið tryggi að þeir haldi hlut-
deild sinni í aflanum hér við land,
ekki sé um það að villast að sjávar-
útvegurinn sé mjög mikilvægur á
íslandi og að síðasta atriðið myndi
vart hafa áhrif á aflakvóta. Reynd-
ar fylgi sá ókostur síðasta atriðinu
að við getum ekki farið fram á
veiðiheimildir við strendur annarra
aðildarríkja!
Þessi niðurstaða er vafasöm,
svo ekki sé meira sagt, enda verð-
ur hún ekki áreiðanlegri en þær
veiku forsendur sem hún byggir
á. Það er ekki nægilegt eða ráð-
legt í jafn mikilvægu máli eins og
þessu að gefa sér að sjávarútvegs-
stefna EB verði óbreytt á komandi
árum og þessi niðurstaða er hæpin
þó svo ólíklega færi að sjávarút-
vegsstefna EB yrði óbreytt. í því
sambandi má nefna svokallað
kvótahopp þ.e. skráningu fiski-
skipa í öðrum bandalagsríkjum til
þess að veiða úr kvótum þeirra,
en landa aflanum í heimahöfn.
Einnig er líklegt að sjávarútvegs-
fyrirtæki í EB, sem njóta mikilla
opinberra styrkja, myndu kaupa
upp íslensk sjávarútvegsfyrirtæki
vegna þess að fiskimið þeirra hafa
verið lögð í rúst með gengdar-
lausri ofveiði.
Nauðsynlegt er að skoða þróun
sjávarútvegsstefnunnar og reyná
að sjá fyrir hvernig hún kann að
breytast og afleiðingar þess.
Margt bendir til þess að sjávarút-
vegsstefna EB muni breytast á
komandi árum. F., mlega verður
hún endurskoðuð að tveimur árum
liðnum og samkomulag aðild-
arríkja EB um hana rennur út
árið 2002 og tekur þá eldra fyrir-
komulag aftur við, hafi aðildam'k-
in ekki náð samkomulagi um ann-
að. Ekki er síður mikilvægt í þessu
sambandi að nokkur dómsmál sem
bíða úrskurðar eru líkleg til að
valda róttækum breytingum á
sjávarútvegsstefnunni þ.e. að ríkj-
akvótum verði hætt eða að meira
tillit verði tekið til sjávarútvegsins
í bandalagsríkjunum í heild, þann-
ig að Spánveijar og Portúgalir fái
stærri hlutdeild af heildarkvótum
bandalagsins.
Peter 0rebech er einn af virt-
ustu lögfræðingum Norðmanna í
hafrétti. Hann hefur rannsakað
áhrif þess á norskan sjávarútveg
ef Norðmenn gengju í EB. hann
telur að áhrif einstakra ríkja á
sjáv arútvegsmál bandalagsins
muni minnka á komandi árum og
rikjakvótar og skiptingu fiskimiða
milli einstakra ríkja verði hætt.
Einstök aðildarríki geti aðeins
haft undanþágur frá sameiginlegri
sjávarútvegsstefnu bandalagsins
til ársins 2002; eftir það taki fjór-
frelsi innri markaðar EB við og
óheimild verði að mismuna með-
limum bandalagsins eftir þjóðerni,
einnig í sjávarútvegi. Þessi þróun
sé í fullu samræmi við þróun band-
alagsins í átt til meiri efnahags-
legrar og pólitískrar einingar —
Bandaríkja Evrópu. Þessi niður-
staða 0rebech er í samræmi við
niðurstöður SAS, sem Magnús
Gunnarsson kynnti í ræðu á síð-
asta aðalfundi Samtaka fiskvinnsl-
ustöðva og Morgunblaðið hefur
margsinnis gert að umtalsefni.
Ýmis önnur atriði í þætti Ingi-
mars Ingimarssonar og málflutn-
ingi Gunnars H. Kristinssonar er
vert að gagnrýna en það væri of
langt mál að fara út í þá sálma.
Hér er um of mikilvægt málefni
að ræða til þess að kastað sé til
þess hendinni með einhliða mál-
flutningi.. Ríkissjónvarpið hefur
hlutleysis- og upplýsingaskyldu að
gegna og mun vonandi fjalla eftir-
leiðis með faglegri hætti en gert
hefur verið í þessum þáttum, um
hágsmuni og valkosti Islendinga í
samskiptum við önnur ríki.
Höfundur er starfsmaður
Samstarfsnefndar
atvinnurekenda í sjávarútvegi.
IXIORDMENDE
• /
á jólatilboðsverði
IMORDMEIMDE
Galaxy-36 er 14" vandaö
litasjónvarp með þráðl. fjarstýringu,
sjálfvirkri stöðvaleit, 40 stöðva
minni, beintengingu o.m.fl.
Jólatilboð aðeins 31.900,- eða
IMORDMEIMDE
Galaxy-51 er 20" vandað
litasjónvarp með þráðl. fjarstýringu,
sjálfvirkri stöðvaleit, 40 stöðva
minni, beintengingu o.m.fl.
Jólatilboð aðeins 44.900,- eða
59.900,-
stgr.
IMORDMEIMDE
Color-3035 er 25" vandað
litasjónvarp með skörpum Black
Matrix skja, þráðl. fjarstýringu,
sjálfvirkri stöovaleit, 40 stöðva
minni, beintengingu o.m.fl.
Jólatilboð aðeins 66.900,- eða
59.900,-,
IMORDMEIMDE
Spectra SL-63 er 25" vandað
litasjónvarp með skörpum Black
Matrix glampalausum skjá, stereo,
barnalæsingu, þráðl. fjarstýringu,
sjálfvirkri stöðvaleit, 40 stöðva minni,
tveimur beintengingum o.m.fl.
Jólatilboð aðeins 99.900,- eða
89.900,-,
IMORDMEIMDE
Prestige 72 pip er 29" litasjónvarp
með einstaklega vönduðum Super
Planar myndlampa, Black Matrix
glampalausum skjá, mynd í mynd,
stereo, bamalæsinqu, práðl.
fjarstýringu, sjálfvirkri stöðvaleit, 40
stöðva minni, beintengingu o.m.fl.
Jólatilboð aðeins 159.900,- eða
145.900,-.
r
EUROQARD
********* T -0
MUNALÁN
greiöslukjör til allt aö 12 mán.