Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
Dé Longhi Momento
Combi er hvort
tveggja í senn
örbylgjuofn og grillofn
Landbúnaður í læðingi
Ofninn sameinar kosti beggja aðferða,
örbylgjanna sem varðveita best
næringargildi matarins - og grillsteik-
ingarinnar, sem gefur hina eftirsóttu
stökku skorpu.
ver<) aðeins
29.400
27.930 stgr.
DeLonghi
Dé Longhi erfallegur
fyrirferdarlítill ogfljótur
jFOnix
HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420
Síðari grein
eftirÞorvald
Gylfason
i
Efnahagsvandi landbúnaðarins
hér heima er- sömu ættar og efna-
hagsvandi Austur-Evrópu í veiga-
miklum atriðum. Kjarni vandans er
sá á báðum stöðum, að framleiðslan
hefur verið rofin úr sambandi við
markaðinn, þannig að framleiðend-
ur hafa getað farið sínu fram án
eðlilegs aðhalds af hálfu neytenda.
í Austur-Evrópu birtist efnahags-
vandinn í viðvarandi vöruskorti
vegna þess, að stjórnvöld héldu
verðlagi niðri „með handafli“. Hér
heima hefur landbúnaðarvandinn
hins vegar birzt í óhóflega háu
matarverði, sem hefur bitnað mjög
á afkomu heimilanna, og í offram-
leiðslu, sem hefur ýmist verið seld
til útlanda fyrir brot af kostnaðar-
verði eða jafnvel verið fleygt á ösku-
hauga.
Þennan vanda er hægt að leysa
með því að gefa markaðsöflunum
lausari taum í landbúnaði til að
tryggja það, að framleiðendur hafi
hag neytenda að leiðarljósi eins og
í öðrum atvinnugreinum yfirleitt.
Þannig er hagsmunum bæði neyt-
enda og bænda bezt bor gið til
lengdar. Markaðsvæðingu Austur-
Evrópuríkjanna undir forustu nýrra
ríkisstjórna þar eystra er einmitt
ætlað að knýja fram hagræðingu í
atvinnulífmu þar til hagsbóta fyrir
almenning, bæði fólk og fyrirtæki.
Slík hagræðing krefst þess að sjálf-
sögðu, að óhagkvæm fyrirtæki víki
fyrir öðrum hagfelldari atvinnu-
rekstri. Þetta er það, sem fólkið vill
í Austur-Evrópu, hvort sem gömlu
valdhöfunum líkar það vel eða illa.
II
Sams konar hagræðing verður
að eiga sér stað í íslenzkum land-
búnaði (og reyndar líka í landbún-
aði annarra Evrópulanda). Það þarf
að gera þrennt til að ieysa landbún-
að okkar úr læðingi: (a) afnema
útflutningsuppbætur sem fyrst; (b)
afnema niðurgreiðslur landbúnað-
arafurða í áföngum; og (c) afnema
núgildandi bann við innflutningi
AffiYGLBVERÐAR
BÆKUR
BILDUDALSKONGURINN
ATHAFNASAGA PÉTURS J. THORSTEINSSONAR
ÁSGEIR JAKOBSSON
Þetta er saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem
var frumherji f atvinnulffi þjóðarinnar á
síðustu áratugum nítjándu aldar og fyrstu
áratugum þeirrar tuttugustu; saga manns,
sem vann það einstæða afrek að byggja upp
frá grunni öflugt sjávarpláss; hetjusaga
manns, sem þoldi mikil áföll og marga
þunga raun á athafnaferlinum og þó enn
meiri f einkalíflnu.
SONUR SÓLAR
RITGERÐIR UM DULRÆN EFNI
ÆVAR R. KVARAN
Ævar segir hér frá faraónum Ekn-Aton,
sem dýrkaði sólarguðinn og var langt á
undan sinni samtíð. Meðal annarra rit-
gerða hér eru t.d.: Sveppurinn helgi; Haf-
steinn Björnsson miðtll; Vandi miðilsstarfs-
ins; Bréf frá sjúklingi; Miðillinn Indriði
Indriðason; Máttur og mikilvægi hugsun-
ar; Er mótlæti í líflnu böl?; Himnesk tóniist;
Hefur þú lifað áður?
SKUGGSJA
I BÓKAB ÚÐ OLIVERS STEINS SF
MYNDIR UR LIFI PETURS EGGERZ,
FYRRVERANDI SENDIHERRA
GAMAN 0G ALVARA
PÉTUR EGGERZ
Pétur Eggerz segir hér fyrst frá lífi sfnu sem
lítill drengur f Tjarnargötunni í Reykjavík,
þegar samfélagið var mótað af allt öðrum
viðhorfum en nú tfðkast. Sfðan fjallar hann
um það, er hann vex úr grasi, ákveður að
nema lögfræði og fer til starfa f utanríkis-
þjónustunni og gerist sendiherra. Pétur
hefur kynnst miklum fjölda fólks, sem
hann segir frá í þessari bók.
KENNARI Á FARALDSFÆTI
MINNINGAR FRÁ KENNARASTARFI
AUÐUNN BRAGISVEINSSON
Auðunn Bragi segir hér frá 35 ára kennara-
starfi sínu í öllum hlutum landsins. Hann
greinir hér af hreinskilni frá miklum fjölda
fólks, sem hann kynntist á þessum tfma,
bæði til lofs og lasts. Hann segir hér ffá
kennslu sinni og skólastjórn á fimmtán
stöðum, m.a. á Akranesi, Hellissandi, Bol-
ungarvík, Ólafsflrði, Skálholti, Kópavogi
og í Ballerup í Danmörku.
Þorvaldur Gylfason
landbúnaðarafurða og taka upp
tolla i staðinn og lækka þá síðan
smátt og smátt. Jafnframt þarf að
gera sérstakar ráðstafanir til að
auðvelda bændum aðlögun að nýrri
frjálslyndri landbúnaðarstefnu. Allt
þetta hafa íslenzk stjórnvöld reynd-
ar viðurkennt eftir langa mæðu
með því að bjóðast nú loksins til
að draga úr stuðningi við landbúnað
í áföngum á næstu árum. Það eru
lofsverð áform, en við skulum láta
verkin tala.
Þessum áformum um markaðs-
væðingu landbúnaðarins hér heima
er ekki stefnt gegn bændum, ekki
frekar en markaðsvæðingu efna-
hagslífsins í Austur-Evrópu nú er
stefnt gegn verkafólki, sem tilskip-
anabúskap gömlu valdhafanna var
ætlað að vernda — í orð i kveðnu
að minnsta kosti. Nei, öðru nær.
Bændur hafa þvert á móti goldið
mikið fyrir miðstýringu og með-
fylgjandi óhagkvæmni í íslenzkum
landbúnaði um langt skeið ásamt
neytendum, meðan ýmsir milliliðir
hafa makað krókinn, jafnvel þótt
stjórnvöld hafi haldið því fram, að
miðstýringunni væri ætlað að bæta
hag bænda fyrst og fremst. Kjarni
málsins er sá, að ofvernd gegn heil-
brigðri samkeppni í efnahagslífinu
bitnar iðulega ekki aðeins á almenn-
ingi, heldur einnig að lokum á þeim,
sem ætlunin var að vernda. Þetta
þekkir austur-evrópskt verkafólk
af langri og biturri reynslu. Þess
vegna meðal annars var gömlu
valdhöfunum steypt af stóli þar
eystra.
III
Hvernig stendur annars á því,
að við íslendingar búum við lang-
frumstæðustu landbúnaðarstefnu í
allri Vestur-Evrópu þrátt fyrir
ítrekaðar aðvaranir hagfræðinga
og margra annarra árum saman?
Ein ástæðan er ugglaust sú, að
skipting landsins í kjördæmi hefur
tryggt bændum og tryggir þeim enn
miklu meiri áhrif á úrslit alþingis-
kosninga en íbúum höfuðborgar-
svæðisins.
Þessi skýring er þó varla einhlít,
enda búa margar aðrar þjóðir við
ójafna kjördæmaskipan. Nei, vand-
inn virðist líka vera fólginn að
nokkru leyti í landlægu virðingar-
leysi meðal stjórnmálamanna gagn-
vart hagsmunum almennings. Þetta
virðingarleysi hefur tekið á sig
ýmsar myndir að undanförnu. Það
væri efni í aðra grein. Stjómmála-
mennirnir ættu að huga að því, að
lítilsvirðing er venjulega gagn-
kvæm.
Höfundur erprófessor í hagfræði
við Háskóla Islands.
Hafnimar og
/»• / 1 •• •
fjarlogm
eftirSturlu
Böðvarsson
Samkvæmt lögum skal ríkissjóð-
ur veita styrk til hafnargerðar er
nemi ákveðnum hundraðshluta af
framkvæmdakostnaði. Hafnar-
stjórnir gera tillögur um fram-
kvæmdir og sækja um fjárveitingar
til Alþingis. í umboði samgönguráð-
herra gerir Hafnamálastofnun til-
lögur um framlög til hafnargerðar,
sem fjárveitinganefnd Alþingis
leggur fyrir þingið.
Samkvæmt íjárlögum ársins
1990 leggur ríkið kr. 475 millj. til
hafnargerðar. Eftir uppgjöri Hafna-
málastofnunar verður skuld ríkisins
við hafnirnar vegna framkvæmda
kr.^ 280 millj. í lok þessa árs.
í fjárlagafrumvarpi því, sem er
til afgreiðslu Alþingis eru ekki bein
framlög til hafnargerðar, en þess í
stað gert ráð fyrir því að leggja á
notendur hafnánna sérstakan skatt
að upphæð kr. 560 millj. og 315
millj. renni til framkvæmda. Ætla
má að vegna þjóðarsáttar verði
ekki lagðir á nýir skattar. Hinn
fyrirhugaði skattur vegna hafnar-
gerðar verður því væntanlega ekki
lagður á.
Það liggur því fyrir að framlög
til bafnargerðar verða að koma inn
sem sérstakur liður í ríkisútgjöld-
um. Samkvæmt tillögu Hafnamála-
stofnunar sem kynntar voru á árs-
fundi Hafnasambands sveitarfélaga
í Keflavík í október sl. er gert ráð
fyrir að ríkissjóður þurfi að leggja
fram kr. 800 millj. til hafnargerðar
árlega 1991-1994.
A þetta er minnt og þingmenn
Sturla Böðvarsson
„Þjóð sem byggir að
mestu afkomu sína á
sjávarútvegi getur ekki
látið hafnirnar mæta
afgangi.“
hvattir til þess að standa vörð um
framlög til framkvæmda í höfnum
landsins svo bæta megi aðstöðu
útgerðar og auka öryggi sjómanna.
Þjóð sem byggir að mestu af-
komu sína á sjávarútvegi getur
ekki látið hafnirnar mæta afgangi.
Um það ætti einnig að gera þjóð-
arsátt og efla sjávarútveginn til
hagsældar fyrir alla landsmenn.
Höfundur er formaður stjórnar
Hafnasambands sveitarféiaga og
bæjarstjóri í Stykkishólmi.