Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 Bretland: Útgáfu vikublaðs- ins Listener hætt St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Fríniannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. STJÓRN JJROútvarpsins tilkynuti í síóustu viku, að útgáfu vikublaðs- ins Listener yrði hætt. Bresk vikublöð, svipuð Listener, eiga í mikl- um erfiðleikum um þessar mundir. BBC-útvarpið hefur gefið Listen- er út vikulega í samfellt 61 ár. Blað- ið var upphaflega hugsað sem út- gáfa á fyrirlestrum, sem fluttir voru í útvarpinu. Það hefur alla tíð verið einn megin efnisþáttur blaðsins. I því voru þó einnig greinar um stjórnmál, listir og bókadómar. Blaðið fékk til liðs við sig marga þekkta breska rithöfunda þessarar aldar. Má þar nefna Graham Greene, Evelyn Waugh, Malcolm Muggeridge og George Orwell. Listener náði mestri útbreiðslu árið 1949 og seldist þá í um 153 þúsund eintökum á viku. En síðan hefur lesendum stöðugt fækkað og nú selst Listenerí 16.500 eintökum á viku. BBC sagði að tapið á rekstri blaðsins væri um 100 milljónir ÍSK á ári. Sl. ár hafa BBC og /7’U-sjónvarp- ið gefið Listener út sameiginlega. Nýlega tilkynnti ITV, að það legði ekki meira fé í rekstur blaðsins. BBC treysti sér ekki til að gefa blaðið út á eigin ábyrgð. Önnur bresk vikublöð af svipuðu tæi eru The Spectator, The New Statesman og Punch. Þau hafa öll átt í verulegum erfiðleikum að und- anförnu vegna mikils tapreksturs. The New Statesman, sem hefur alla tíð verið vettvangur ritfærra manna í Verkamannaflokknum breska, sameinaðist fyrir nokkru blaðinu New Society. Þrátt fyrir sameininguna er miirill taprekstur á blaðinu og það selst ekki nema í ríflega 20 þúsund eintökum á viku. The Spectator hefur rétt við á seinni árum, en selst þó ekki nema í ríflega 30 þúsund eintökum og Punch, sem er gamanblað fyrst og fremst, selst í tæplega 40 þúsund eintökum á viku. Eigandi The Spectator, Conrad Black, sem einnig á The Daily Tel- egraph, borgar tapið á því. En önn- ur vikublöð hafa ekki svipaðan bak- hjarl. Bresku vikublöðin eru fórn- arlömb þróunar á breska blaða- markaðnum. Sjónvarp og útvarp hafa fyrir löngu hnekkt einokun breskra dagblaða á fréttaflutningi. Smám saman hafa blöðin verið að færa sig inn á svið vikublaðanna með ítarlegum fréttaskýringum og efni, sem ekki er tengt fréttum. Enginn höfundur slíks efnis er leng- ur reiðubúinn að binda sig við eitt vikublað. Til viðbótar þessu hefur orðið meiri samdráttur á breskum auglýs- ingamarkaði en í áraraðir. Fyrstu fórnarlömb þess samdráttar eru þeir, sem veikastir standa, í þessu tilviki þessi tegund vikublaða. Reuter Presti spáð sigri í forsetakosningum á Haítí Forsetakosningar fóru fram í þriðja sinn á þremur árum á Haítí á sunnudag og útlit var fyrir í gær að vinstrisinnaður prestur, Jean-Bertrand Aristide, færi með sigur af hólmi. Ringulreið einkenndi kosn- ingarnar en þær fóru þó friðsamlega fram en óttast hafði verið að þær enduðu með fjöldamorðum líkt og í kosningunum 1987. A myndinni greiða nokkrir Haítímenn atkvæði í höfuðborginni, Port-au-Prince. Þing Afríska þjóðarráðsins í S-Afríku: Hóta að hætta viðræðum við de Klerk eftir 30. apríl Jóhannesarborg. Reuter. AFRÍSKA þjóðarráðið (ANC) í Suður-Afríku lýsti því yfir á sunnudag að það hygðist hætta viðræðum við stjórn hvíta minnihlutans í landinu eftir fjóra mánuði ef hún hraðaði ekki umbótum. Samtökin kröfðust þess einnig að endi yrði bundinn á átök blökkumanna í landinu. ERLENT Þing Afríska þjóðarráðsins fór fram í Jóhannesarborg um helgina ■ og er þetta í fyrsta skipti í þrjá ára- tugi sem leiðtogar þess koma saman í Suður-Afríku. Stjóm F.W. de Klerks, forseta Suður-Afríku, fékk frest til 30. apríl ti! að uppfylla skil- yrði samtakanna, ella tækju þau upp vopnaða baráttu að nýju. Þingið krafðist þess meðal annars að allir pólitískir fangar í landinu yrðu látnir lausir, að þeir sem dæmdir hafa ver- ið í útlegð fengju að snúa heim og endi yrði bundinn á átök í byggðum blökkumanna, en stjómvöld eru sök- uð um að hafa kynt undir þeim. Fréttaskýrendur sögðu að stjóm de Klerks ætti að geta uppfyllt flest skilyrðanna. Forsetinn hefur þegar lofað að láta pólitíska fanga lausa og gera útlögum kleift að snúa heim fyrir 30. apríl. Samtökin ákváðu einnig að skipu- leggja fjöldamótmæli til að knýja á stjómvöld um að binda enda á átök stríðandi fylkinga blökkumanna, sem hafa kostað meira en þúsund manns lífið í grennd við Jóhannesarborg frá því í ágúst. Þau sökuðu öryggissveit- ir stjórnarinnar og forystumenn Ink- atha-frelsisflokksins, helstu and- stæðinga sína úr röðum blökku- manna, um að hafa komið átökunum af stað. Samtökin hvöttu einnig til þess að þjóðir heims afléttu ekki refsiað- gerðum sínum gegn Suður-Afríku. Oliver Tambo, forseti samtakanna, sem kom til landsins í síðustu viku eftir þriggja áratuga útlegð, hafði lagt til að samtökin endurskoðuðu afstöðu sína til refsiaðgerðanna. Mikill meirihluti fundarmanna var andvígur því að þeim yrði aflétt. Þingið fordæmdi þá ákvörðun leið- toga Evrópubandalagsins á laugar- dag að aflétta banni við fjárfesting- um í S-Afríku. Brottrekst- ur Palest- ínumanna fordæmdur Washington^ Jerúsalem. Reuter. RÍKISSTJORNIR Bandaríkjanna og Frakklands fordæmdu um helgina þá ákvöcðun ísraela að vísa fjórum Palestínumönnum á brott frá Gazasvæðinu og sögðu hana brjóta í bága við Genfarsátt- mála um réttindi íbúa hertekinna svæða. ísraelar sögðust hafa vísað mönn- unum brott í þeirri von að það yrði til þess að draga úr ofbeldisverkum araba í ísrael. Mennirnir voru sakað- ir um að hafa verið í fylkingarbrjósti í bönnuðum samtökum heittrúðra múslima, Ilamas, sem sögðust bera ábyrgð á dauða þriggja ísraelskra verkamanna er voru stungnir á hol .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.