Morgunblaðið - 18.12.1990, Page 42

Morgunblaðið - 18.12.1990, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 Framkvæmdastjóri NATO: Eitt merkilegasta ár í sögu bandalagsins Briissel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FUNDUR utanríkisráðherra að- ildarríkja Atlantshafsbandalags- ins (NATO) hófst í gær. Manfred Wörner framkvæmdastjóri banda- lagsins, sagði í ávarpi í upphafi fundarins að árið sem nú væri að ljúka væri eitt það merkilegasta í sögu bandalagsins. Framtíðarsýn gærdagsins, væri raunveruleiki dagsins í dag, Þýskaland stæði sameinað innan NATO og óðum væri unninn bugur á skiptingu Evrópu. Á fundinum fjalla ráðherramir m.a. um framkvæmd ákvarðana leið- togafundar NATO í London í sumar en endurskoðun ýmissa þátta varnar- samstarfsins á að ljúka fyrir næsta vor. Ástandið við Persaflóa var og á dagskrá fundarins og lýstu ráðherr- arnir yfir því að skilyrðislaus heim- Evrópubandalagið: Endurskoð- kvaðning innrásarliðs íraka frá Kú- væt væri forsenda fyrir friðsamlegri lausn Persaflóadeilunnar. Búist er við því að ráðherramir ræði samskipti NATO og Evrópu- bandalagsins (EB) og hlutverk þess síðamefnda í framtíðarvörnum og öryggi Evrópu. Gianni De Michells, utanríkisráðherra Ítalíu og forseti ráðherraráðs EB, sagði við blaða- menn í Bmssel í gær að Vestur Evr- ópusambandið yrði í framtíðinni kjarninn í hinni evrópsku stoð sam- starfsins innan NATO. Lögð yrði áhersla á aðild þeirra aðildarríkja EB sem eru innan NATO að sam- bandinu í framtíðinni, þ.e. Danmörku og Grikkland. Ekki er ljóst hver staða Islands og Noregs verður ef aðild að EB verður forsenda fullrar þátt- töku í varnarsamstarfi Evrópuríkj- anna. Reuter Andstæðingar Iliescus forseta í mótmælagöngu í Timisoara á ársaf- mæli rúmensku byltingarinnar á laugardag. Á innfelldu myndinni stendur drengur við blómsveiga sem lagðir voru við grafir þeirra sem liðsmenn öryggislögreglu Nicolae Ceausescus, Securitate, skutu í byltingunni. Stjórnmálaólga á ársafmæli byltingarinnar í Rúmeníu: “nstSf1' Rseða við stj ómarandstöðu um þátttöku í ríkisstjórn Fjöldafundur í Timisoara krefst afsagnar Iliescus forseta Búkarest, Timisoara. Reuter, The Daiiy Telegraph. FULLTRÚAR Frjálslynda þjóðarflokksins (NLP) í Rúmeníu og ríkis- stjórnar Endurreisnarráðsins hófu í gær viðræður um möguleika á myndun samsteypustjórnar, að sögn útvarpsins í höfuðborginni Búk- arest. „Rætt var um að halda áfram viðræðum næstu daga. NLP hét því að ræða við aðra stjórnarandstöðuflokka til að finna mögulega leið til þátttöku flokkanna í ríkisstjórn," sagði útvarpið. Það hafði eftir Petre Roman forsætisráðherra að ísinn hefði verið brotinn og góðar líkur væru á árangri í viðræðunum. Stjórnarandstæðingar hafa efnt til fjöldafunda gegn stjórnvöldum undanfarnar vikur, verk- föll eru tíð enda mikill skortur á ýmsum lifsnauðsynjum. Óánægja með stefnu Endurreisnarráðsins er sögð fara hratt vaxandi. Árs- afmælis byltingarinnar gegn Nicolae Ceausescu var minnst á laugar- dag með fjöldafundum gegn stjórnvöldum og um 15.000 manna úti- fundur í borginni Timisoara krafðist í gær afsagnar Iliescus. Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NÁIÐ pólitískt samstarf, lýðræð- islegri uppbygging og sameigin- legur seðlabanki og gjaldmiðill eru viðfangsefni tveggja ráð- stefna um endurskoðun sáttmála Evrópubandalagsins (EB), sem settar voru formlega í Róm á laugardag. Skiptar skoðanir eru um markmið ráðstefnanna en samstaða er um að einhveijar breytingar verði að gera á upp- byggingu bandalagsins til þess, að það geti tekist á við ný verk- efni. 1 lokayfirlýsingu fundarins er stuttlega vikið að samningun- um við Fríverslunarbandalag Evrópu (EFTA) og þeirri ósk lýst að áþreifanlegur árangur náist í samningunum á sameiginlegum ráðherrafundi EFTA og EB á morgun. Á fundinum lýstu leiðtogarnir vilja sínum til að ná sem fyrst al- hiiða samkomulagi í GATT-viðræð- unum. ítrekaður er stuðningur EB við samþykktir Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna um Persaflóa og það áform bandalagsins kynnt að vinna að lausn vandamála Pa- lestínumannaþegarjafnvægi kemst á við Persaflóa. Til þess að hvetja til fulls jafnréttis í Suður-Afríku ákváðu leiðtogamir að aflétta sam- eiginlegu banni við fjárfestingum þar í landi og ítrekuðu það áform sitt að aflétta viðskiptabanni um leið og lög sem stuðla að aðskilnaði hafa verið numin úr gildi. Auk Romans og fleiri ráðamanna Endurreisnarráðsins tóku Rade Campeanu, formaður NLP, og fjórir menn aðrir úr forystusveit flokksins þátt í viðræðunum í gær. Campeanu neitaði að tjá sig um fundinn að honum loknum og talsmenn NLP sögðu að fyrst yrði hann að ráðfæra sig við aðra stjórnarandstöðuleið- toga. NLP er öflugastur sex stjórn- arandstöðuflokka sem mynduðu með sér bandalag á laugardag, Þjóð- arráðið um endurreisn lýðræðis. Meðal hinna eru m.a. Smábænda- flokkurinn og flokkur ungverska minnihlutans. Sameiginleg stefnu- yfirlýsing var einnig undirrituð af fulltrúum verkalýðssamtaka, ALFA, er segjast hafa um tvær milljónir félaga. Nýja bandalagið sagði að stjórn Romans hefði mis- tekist að koma á markaðsbúskap og krafðist afsagnar hans. Ilieseu forseti er fyrrverandi samstarfs- maður Ceausescus einræðisherra sem steypt var af stóli í desember á síðasta ári. Andstæðingar Iliescus segja hann og fleiri ráðamenn vera úlfa í sauðargæru; þeir hafi ekki kastað trú sinni á einræði kommún- ismans þótt þeir láti það í veðri vaka. Endurreisnarráðið vann mik- inn kosningasigur í frjálsum kosn- ingum í maí sl. Á sunnudagskvöld vísaði Roman á bug sögusögnum um misklíð milli hans og Iliescus, sagði stöðu sína trausta. Vitað er að mikill ágrein- ingur er innan raða Endurreisnar- ráðsins sem heidur landsfund í næsta mánuði. Um 50.000 stúdentar víða í landinu halda áfram setuverkfalli sínu gegpi stjórnvöldum og verka- menn í mörgum verksmiðjum lögðu niður störf í síðustu viku til að minn- ast byltingarinnar og mótmæla lé- legum kjörum. Borgarasamtökin, sem eru stærst allra andstöðuhópa er standa utan við stjórnmálaflokka, ákváðu að hætta við að boða til alls- heijarverkfalls af ótta við átök. „Við tókum þessa ákvörðun vegna þess að við vissum að óábyrgir aðil- ar og glæpamenn eru reiðubúnir að breyta sérhveijum götumótmælum í blóðbað," sagði Marian Munteanu, stúdentaleiðtogi sem jafnframt er leiðtogi samtakanna til bráðabirgða, á föstudag. Byltingarinnar minnst Mörg þúsund manns minntust á laugardag ársafmæiis uppreisnar sem varð 16. desember á sl. ári í borginni Timisoara í vesturhluta Rúmeníu en mótmælin þar urðu kveikjan að byltingunni gegn Ceau- sescu. Þau hófust er öryggislögregl- an, Securitate, handtók ungverska prestinn Laszlo Tökes, sem nú er orðinn biskup. Tökes réðst harka- lega á Endurreisnarráðið á laugar- dag og sagði að framfarir gætu ekki orðið fyrr en stjórnvöld, er væru að sundra þjóðinni, hættu að skrökva að henni og svíkja loforð sín. Um tíu þúsund manns söfnuð- ust saman í slagviðri og kulda á Sigurtorginu þar sem öryggisverðir Ceausescus skutu á mótmælendur fyrir ári. Síðar voru lagðir blóm- sveigar við grafir óbreyttra borgara senm féllu í byltingunni. Timisoara hefur um 300.000 íbúa og er orðin eitt helsta vígi andstæðinga Iliescus og liðsmanna hans. Doina Coriiea, andófskona sem sneri baki við Endureisnarráðinu, ávarpaði fólkið óg sagðist vona að einhvern tíma fengju Rúmenar leiðtoga sem ekki beittu þjóð sína ofbeldi. Nokkur hundruð manns stöðvuðu einnig umferð í miðborg Búkarest og hróp- uðu slagorð gegn Iliescu en lög- reglumenn, vopnaðir kylfum, ráku mótmælendur frá Háskólatorginu. FRJiMrtj Siaohmi SWfcgfiíSg TVIargit Saiuleino w w in \ i * l rasagnir ul gD&ú >11 \MIV U » »1/ VIÐ ERUM ALDREI ALEIN Dulmögnuð bók eftir Margit Sandemo höfund ísfólksins Prenthúsið Faxa(eni12, sími 678833 H/ lly'i' v V \)>

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.