Morgunblaðið - 18.12.1990, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990
47
Sjávarútvegsráðherra neitar enn að afhenda kvótalista:
Oeðlilegt að afhenda
almenn vinnugögn
HALLDÓR Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra hefur enn hafnað
beiðni þingmanna um að fá í hend-
ur gögn um úthlutun kvóta til
smábáta. Kemur það fram í bréfi
sem ráðherra skrifaði Jóni Helga-
syni forseta efri deildar sl. föstu-
dag.
Jón Helgason kom í síðustu viku
bréflega á framfæri við sjávarút-
vegsráðherra beiðni fimm þing-
manna sem sitja í sjávarútvegsnefnd
efri deildar, um að fá afhentan um-
ræddan lista sem trúnaðarmál. I
svarbréfi Halldórs Ásgrímssonar
kemur fram að þær upplýsingar, sem
beðið sé um afhendingu á, séu vinnu-
gögn, sem varði tilraunaúthlutun á
aflamarki til smábáta. Þessi tilrau-
naúthlutun hafi verið send útgerðum
smábáta en frestur til að gera at-
hugaseindir sé enn ekki liðinn og
því séu ekki nægilegar upplýsingar
fyrirliggjandi til að byggja á endan-
legar tillögmFum úthlutun.
„Er augljóst að vinna við væntan-
Iega úthlutun er á mjög viðkvæmu
stigi, og með öllu óeðlilegt að al-
menn vinnugögn varðandi hana séu
afhent aðilum utan ráðuneytisins á
því stigi. Ljóst er og að umbeðinn
listi gefur allskostar ófullnægjandi
og stundum villandi mynd af for-
sendum tilraunaúthlutunarinnar
varðandi einstaka báta vegna þess
að fjölmörg önnur vinnugögn er
máli skipta liggja ekki fyrir varð-
andi marga bátana. Ráðuneytið telur
sér því ekki fært að verða við fram-
angreindri beiðni þingmanna um
afhendingu listanna," segir síðan í
bréfinu.
Halldór Blöndal alþingismaður,
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
17. desember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 108,00 89,00 99,01 18,018 1.783.915
Þorskur(óst) 80,00 70,00 79,22 2,244 177.759
Smáþorskur(ósL) 71,00 71,00 71,00 0,495 35.145
Smáþorskur 84,00 82,00 83,05 0,743 61.704
Ýsa 121,00 90,00 111,91 9,091 1.017.386
Ýsa (ósl.) 115,00 69,00 92,52 6,962 644.154
Smáýsa (ósl.) 54,00 54,00 54,00 0,472 25.488
Karfi 45,00 25,00 40,69 1,119 45.530
Ufsi 30,00 30,00 30,00 0,725 21.750
Ufsi (ósl.) 20,00 20,00 20,00 0,058 1.160
Steinbítur 65,00 60,00 62,67 0,531 33.280
Steinbítur(ósL) 60,00 60,00 60,00 0,613 36.780
Lýsa (ósl.) 54,00 30,00 38,68 0,260 10.056
Langa 70,00 70,00 70,00 1,403 98.210
Langa (ósl.) 56,00 56,00 56,00 0,193 10.808
Lúða 445,00 300,00 374,42 0,907 339.604
Gellur 260,00 260,00 260,00 0,099 25.740
Keila 46,00 46,00 ‘ 46,00 0,146 6.716
Keila (ósl.) 44,00 35,00 41,24 2,126 87.685
Skötuselur 150,00 150,00 150,00 0,008 1.200
Samtals 96,60 46,213 4.464.070
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavik
Þorskur 115,00 70,00 91,48 72,948 6.673.320
Þorskur(ósL) 104,00 61,00 96,39 10,576 1.019.390
Ýsa 141,00 . 73,00 115,77 14,556 1.685.180
Ýsa (ósl.) 115,00 86,00 99,77 7,264 724.747
Karfi 72,00 34,00 48,44 33,852 1.639.729
Ufsi 48,00 38,00 46,44 27,575 1.280.622
Steinbítur 100,00 55,00 72,17 1,238 89.351
Langa 73,00 50,00 72,33 0,930 657,269
Lúða 415,00 270,00 362,46 0,502 181.955
Lýsa 50,00 45,00 47,13 0,717 33.795
Skarkoli 103,00 50,00 89,75 0,028 2.513
Kinnar 290,00 290,00 290,00 0,035 10.179
Keila 47,00 38,00 45,79 0,943 43.178
Hnýsa 6,00 6,00 6,00 0,039 234
Gellur 400,00 400,00 400,00 0,029 11.840
Blandað 44,00 20,00 25,80 0,091 2.348
Blandað 59,00 59,00 59,00 0,061 3.599
Undirmál 79,00 45,00 72,84 10,648 775.635
Samtals 415,00 6,00 78,25 182,033 14.244.886
Olíuverö á Rotterdam-markaöi, síöustu tíu vikur,
5. okt. -14. des., dollarar hvert tonn
425“
GASOLÍA
300
275
250
225“
200“
175“
■i—I—I—I—I—I—I—I—I—I—h
5.0 12. 19. 26. 2.N 9. 16. 23. 30. 7.D 14.
sem mest hefur beitt sé fyrir að
kvótalistarnir verði afhentir, sagði
við Morgunblaðið að þessi svör ráð-
herra kærnu honurn ekki á óvart.
„Halldór Ásgrímsson rr búinn að
bíta það í sig að við eigum ekki rétt
á þessum upplýsingum þó svo að iög
um stjórn fiskveiða geri ráð fyrir
mjög mikl.u samráði við sjávarút-
vegsnefndir og þó svo að hann hafi
reynslu fyrir því að við bijótum ekki
trúnað. Þessar upplýsingar eru opin-
berar og engin ástæða til að halda
þeim leyndum, og við munum halda
áfram að vinna í málinu þar til við
fáum þær í hendur,“ sagði Halldór.
Á myndinni er stjórn Skógræktarfélags Kópavogs og aðilar úr stjórn
Sunnuhlíðar, sem veittu jólatrénu viðtöku.
Færðu Sunnuhlíð jólatré
ári frá stofnun heimilisins fært
hjúkrunarheimilinu jólatré að gjöf,
sem staðsett er í garðinu sunnan
við Sunnuhlíð til yndisauka fyrir
sjúklinga.
Við athöfnina söng barnakór
undir stjórn Vigdísar Ezradóttur við
undirleik Þórunnar Björnsdóttur.
SKOGRÆKTARFELAG Kópa-
vogs færðu Sunnuhlíð jólatré
sem kveikt var á við hátíðlega
athöfn sunnudaginn 9. desember
sl.
Baldur Helgason formaður skóg-
ræktarfélagsins flutti ávarpsorð, en
skógræktarfélagið hefur á hveiju
Heimsmeistaraeinvígið í Lyon:
Karpov lenti í svikamyllu
Skák
Karl Þorsteins
Vonir áskorandans Anatoiy
Karpovs um endurheimt heims-
meistaratitilsins eru hverfandi
eftir glæsilegan sigur heimsmeist-
arans, Garrí Kasparovs, í tuttug-
ustu einvígisskákinni á laugar-
daginn. Staðan í einvíginu er núna
11—9 fyrir Kasparov sem nægir
tvö jafntefli í síðustu fjórum skák-
unum til þess að halda heims-
meistaratitlinum.
Byijunin var spánskur leikur
og sautján fyrstu leikjunum var
leikið með hraði, enda komu þeir
allir fyrir í fjórðu einvígisskákinni
í New York. Kasparov breytti þá
loks útaf og í næstu leikjum not-
aði Karpov dijúgan tíma til um-
hugsunar. Hann var í vígahug
þrátt fyrir að hann stýrði svörtu
mönnunum. Hann ákvað að þiggja
peð af heimsmeistaranum sem
sjaldan veitir slíkar gjafir án nok-
kurrar þóknunar. Með hveijum
leiknum í áframhaldinu bætti
Kasparov líka vígstöðuna og stillti
öllu liði sínu til sóknar á kóngs-
væng. Biskupar miðuðu beint á
skjólið fyrir svarta kónginn, ridd-
ararnir voru tilbúnir til áhlaups
og einnig hrókarnir og drottning-
in. Samt kom riddarafórnin í 26.
leik öllum viðstöddum i opna
skjöldu. Líklega einnig Karpov
sem settur var í mjög aðþrengda
aðstöðu. Hann ákvað að drepa
ekki riddarann til baka heldur
ásældist biskup heimsmeistarans
sem líklega var gagnrýnisvert því
Kasparov lét sér fátt um finnast
og jók sóknarþungann um allan
helming, biskupnum fátækari.
Karpov var í gífurlegri tíma-
þröng undir lok setunnar og það
hagnýtti heimsmeistarinn til
fullnustu og hápunkturinn var án
efa þrítugasti og fjórði leikur
Kasparovs. Þá lét hann drottning-
una af hendi fyrir eitt einasta
peð, en í næstu fjórum leikjum
hirti hann til baka drottninguna
ásamt biskup og hrók andstæð-
ingsins og allt með skák sem
minnti helst á fullkomna svika-
myllu. Aðstaða Karpovs var von-
laus eftir það og hann gafst upp
eftir fertugasta og fyrsta leik
hvíts.
Heimsmeistarinn, Garrí Kasp-
arov, var að vonum ánægður með
sigurinn og kvaðst að lokum hafa
unnið skák í einvíginu á sinn
gamla máta. Eftir skákina dvöldu
skákmeistararnir nokkra stund á
sviðinu og skeggræddu möguleik-
ana í viðureigninni. Kasparov
kaus að fresta 21. einvígisskák-
inni sem átti að teflast í gær-
kvöldi. Hún verður tefld á mið-
vikudagskvöldið og Karpov stýrir
þá hyítu mönnunum.
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Spánskur leikur
1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3.
Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0
- Be7, 6. Hel - b5, 7. Bb3 -
d6, 8. c3 - 0-0, 9. h3 - Bb7,
10. d4 - He8, 11. Rbd2 - Bf8,
12. a4 — h6, 13. Bc2 — exd4,
14. cxd4 - Rb4, 15. Bbl - c5,
16. d5 - Rd7, 17. Ha3 - f5!?
Þannig tefldi Karpov einnig í
fjóðu einvígisskákinni í New York.
Þá svaraði Kasparov með 18. exf5
- Rf6, 19. Re4 - Bxd5, 20.
Rxf6 - Dxf6, 21. Bd2? - Dxb2!
22. Bxb4 — Bf7! og svartur stend-
ur til vinnings. í tímahraki náði
Kasparov þráskák og jafntefli var
samið eftir rúmlega fjörutíu leiki.
Kasparov er ekki fyrstur til þess
að leika hróksleiknum í næsta
leik. Þannig tefldi Timman í 9.
einvígisskákinni gegn Karpov í
Kuala Lumpur fyrr á árinu. Þá
svaraði Karpov með 18. — f4.
18. Hae3 - Rf6?! 19. Rh2!
Riddaraleikurinn gefur línurnar
varðandi áframhaldið. Svartur
getur núna unnið peðið strax eft-
ir 19. — fxe4, 20. Rxe4 — Rbxd5
en eftir 21. Hg3 er kóngsstaðan
ótrygg.
19. - Kh8, 20. b3 - bxa4, 21.
bxa4 — c4, 22. Bb2 — fxe4, 23.
Rxe4 - Rfxdö, 24. Hg3 - He6,
25. Rg4 - De8.
og svo 27. Rf6!?. Þá gengur ekki
27. - Rxf6?, 28. Hxe8 - Rxe8,
29. Dd2! og hvítur hótaði bæði
30. Dxh6 og 30. Dxb4. En 27. —
Dd8! er sterkara mótsvar. Eftir
28. He8 — Dxe8, 29. Rxe8 —
Hxe8, 30. Bcl er staðan mjög
tvíeggjuð. Að lokum er 27. Rxd6
sá möguleiki sem fyrst kemur í
hugann. Eftir 27. — Dxel+! (Ekki
27. - Dd7? 28. Dg4! - Dc7, 29.
Re8 og vinnur) 28. Dxel — Hxd6,
29. De4 — Rd3 er staðan mjög
flókin og einnig eftir 28. De5 —
c3, 30. De4! - Hh6, 31. Hg6.
Af þessari samantekt er ljóst að
sóknarfæri hvíts eru mjög hættu-
leg þrátt fyrir að rakinn vinriingur
sé hvergi sjáanlegur. Staðan á
taflborðinu er svo flókin að
ómögulegt er að_ reikna öll af-
brigðin til enda. Ég er þess full-
viss að Karpov hefur fremur
treyst á innsæi sitt en útreikninga
þegar hann lék peðsleikinn.
27. Rf5 - cxb2, 28. Dg4 - Bc8,
29.Dh4+
Kasparov fellur ekki í gildruna
29. Rxg7? — Hxe4! Þrátt fyrir
að hvítur sé manni undir er engin
vörn sjáanleg fyrir svartan.
29. — Hh6, 30. Rxh6 — gxh6,
31. Kh2! - De5, 32. Rg5 -
Df6, 33. He8! - Bf5.
m'wkwm..
mm...
ýffifr//// V///////// '//*£r^y/ «
m 'wm,. wrn mm o
wm. H 'wm a wm
-m
&J
ý/,^=-Æk.iÉlt
26. Rxh6!
Ótrúlegur leikur! Það skiptir
engu þótt peðið sé tryggilega
valdað, Kasparov drepur það
samt.
26. - c3?
Karpov átti tvo valkosti.
Annaðhvort að drepa riddarann á
h6 eða ýta c-peðinu og loka þann-
ig skálínunni al — h8 og setja
um leið á biskupinn á b2. Líklega
valdi Karpov síðri kostinn. Eftir
26. — Hxh6! á hvítur fjölmarga
möguleika. 27. Rg5 er þá svarað
með 27. — Dh5! en ekki 27. —
Dd7? 28. Dg4! - Dxg4, 29. Rf7+
— Kg8, 30. Rxh6+ — gxh6, 81.
Hxg4+ - Kf7, 32. Bg6+ Kg8,
33. Bg5+ - Kf7, 34. Be6+ og
næst 35. Bxd5+ og vinnur. 27.
Rc5!? kemur einnig vel til álita
34. Dxh6!!
Stórkostlegt! Staðan minnir á
svikamyllu. Kasparov lætur
drottninguna af hendi fyrir eitt
peð, en vinnur þvingað til baka
drottningu, biskup og hrók and-
stæðingsins og allt með skák.
Urslitin eru ráðin.
34. - Dxh6, 35. Rf7+ - Kh7,
36. Bxf5 - Dg6, 37. Bxg6+
37. Hxg6! - Hxe8, 38. Hg4
mát hefði fullkomnað verkið. Það
er fullkomlega ástæðulaust að
gagnrýna leik heimsmeistarans
enda þarf aðeins einfalda liðstaln-
ingu til þess að fullvissa sig um
úrslitin. Aðeins tímahrak kemur
í veg fyrir uppgjöf Karpovs.
37. - Kg7, 38. Hxa8 - Be7, 39.
Hb8 - a5, 40. Be4 - Kf7, 41.
Bxd5+
Svartur gafst upp. Eftir 41. —
Rxd5, 42. Hxb2 er taflið vonlaust.