Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 49
49 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKU'íl/iHVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 18. DESÉMBER 1990 Utanríkismál * Tengsl Islands við Frakk- land hagstæð vegna EB? í SLENDIN G AR og Frakkar þurfa að efla með sér verslun og viðskipti. Nánari tengsl þess- ara landa yrðu ekki síst hagstæð fyrir Island vegna áhuga íslend- inga á traustum viðskiptum al- mennt við ríki Evrópubandalags- ins. Þetta kom fram hjá Jacques Mer, sendiherra Frakklands á Islandi, er hann flutti framsögu og svaraði fyrirspurnum á stjórnarfundi Fransk-íslenska verslunarráðsins 5. desember sl. Jacques Mer taldi verslun millí Frakklands og íslands alltof litla. Viðskipti landanna hefðu verið lengi svipuð, en þó mætti geta þess að útflutningur íslendinga til Frakk- lands hefði tvöfaldast á allra síðustu árum. Hann sagði Frakka jafnt sem aðrar Evrópubandalagsþjóðir vera þessa dagana upptekna af mögu- leikum á viðskiptum við þjóðir Austur-Evrópu. Hann taldi þetta þó aðeins timabundið ástand og sagði að sjálfur ynni hann að því að vekja áhuga franskra fyrirtækja á íslenska markaðnum. Jaques-Mer taldi frönsk fyrirtæki hafa litla af- sökun fyrir að vanrækja ísland vegna þess hve markaðurinn hér væri smár. „Ekki láta t.d. Bretar og Japanir þetta atriði á sig fá, heldur gera þeir góð vipskipti á íslandi," sagði hann. Sendiherrann taldi öflugt starf félaga eins og Fransk-íslenska verslunarráðsins geta leitt til hag- stæðra viðskipta á nýjum mörkuð- um. Auk þess sem sterkari við- skiptatengsl milli íslands og Frakk- lands geti leitt til áhrifa á fleiri sviðum, sem m.a. gætu verkað já- kvætt á stöðu íslands gagnvart evrópskum viðskiptaþjóðum. Fransk-íslenska verslunarráðið var stofnað 29. ágúst sl. Markmið þess er að vinna að eflingu við- skiptatengsla landanna tveggja. Bæði íslensk og frönsk fyrirtæki starfa innan ráðsins. Formaður er Magnús Gunnarsson framkvæmda- stjóri Sölusambands íslenskra físk- framleiðenda. Fyrirtæki Hans Peter- sen með umboð fyr- ir Canon HANS Petersen tók nýlega við umboði og dreifingu á Canon myndavélum og myndbandsupp- tökuvélum á Islandi. I fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Canon hefur verið leið- andi fyrirtæki á ljósmyndavöru- markaðinum ásamt því að bjóða mikið úrval myndbandsupptöku- véla. Canon býður fjölbreytt úrval af myndavélum, allt frá einföldum og ódýrum vélum upp í háþróaðar myndavélar fyrir atvinnumenn. í fréttatilkynningunni segir að mynda- vélar frá Canon hafí undanfarin ár fengið ýmsar alþjóðlegar viðurkenn- ingar. Á þessu ári var Canon EOS 10 myndavélin valin myndavél ársins í Þýskalandi og Canon Epoca var valin merkasta nýjungin í myndavél- um. Baldvin Einarsson hjá Beco myndavélaviðgerðum mun áfram sjá um viðgerðir á Canon myndavélum. / •• BILDSHOFÐI JÓLASENDINGAR Frá 17. desember til jóla lengjum við afgreiðslutíma millilandaafgreiðslu Flugleiða Frakt að Bfldshöfða 20. Opið verður á virkum dögum sem hér segir: Kl. 9.00 - 12.00 og 13.00- 18.00. Einnig er tekið við innanlandsfrakt í afgreiðslunni að Bfldshöfða. GLEÐILEG JÓL BÍLDSHÖFÐI - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA frásagnarlist VEGURINN UPPÁ FJALLIÐ eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Kjarngott mál, Ijóslifandi persónur, verðug viðfangsefni og hlý kímni eru sem fyrr aðalsmerki höfundar. Þessar nýju smásögur Jakobínu sæta tíðindum. SVEFNHJÓLIÐ eftir Gyrði Elíasson. Þetta er önnur skáldsaga Gyrðis en hann hlaut Stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar 1989. Þessi saga er í senn kátleg, ævintýraleg og ógnvekjandi. skrifuð af þeirri málsnilld sem höfundur hefur þegar getið sér orð fyrir. HELLA eftir Hallgrím Helgason. Óvenjuleg saga um unglingsstúlku í litlu þorpi úti á landi. Lýsingar höfundar á löndum sínum eru bæði fyndnar og glöggar og auga hans fyrir náttúrunni einstakt. Með Hellu er sleginn nýr tónn í íslenskum bókmenntum. MÝRARENGLARNIR FALLA eftir Sigfús Bjartmarsson. Þetta eru fyrstu sögur Sigfúsar Bjartmarssonar sem áður hefur vakið mikla athygli fyrir Ijóðabækur sínar. Fimm samtengdar sögur úr íslenskri sveit sem snúast um hringrás mannlífs og náttúru. Orðfærið er auðugt og sérkennilegt, sprottið úr þeim heimi sem sögurnar lýsa svo eftirminnilega. jjji.,.-*. Bœkur eru ódýrari Laugavegi 18. Sími 15199 - 24240. Síðumúla 7 - 9 Sími 688577.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.