Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 18.12.1990, Qupperneq 58
,po r p?. 58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1990 Minning: * ___________ Asthildur Thor- * 'steinsson — Agústa Brynjólfsdóttir Fædd 1. desember 1946 Dáin 5. desember 1990 Fædd 10. september 1972 Dáin 6. desember 1990 Vertu sæl litla systir mín sumarið er horfið langt á braut. Allir söngfuglar þess, öll gullvængjuð ský þess. (Jóhann Jónsson) Ég kynntist Ásthildi 1959 þegar ég var fjórtán ára og hún þrettán. Mér verður hugsað til þess er .ég leit út um gluggann, þar sem ég bjó í Vesturbænum og sá hana labba fram hjá og við tókum tal saman. Það var upphaf ævilangrar vináttu okkat'._ Foreldrar Ásthildar, Friðþjófur og' Túlla, voru ákaflega elskulegt fólk og alltaf gott að koma til þeirra. Gott var líka að koma inn á hlýlegt og fallegt heimili Ásthildar. Hún veitti mér mikinn stuðning á þeim erfiða tíma er maðurinn minn lést í fyrra, þá va_r hún mér eins og besta systir. Ég gleymi því ekki hvað Ásthildur var hrifín af barna- börnunum sínum, Sunnu, og hvað hún var stolt þegar Ágústa átti Emelíu litlu. Eins og ég kynntist Ágústu var hún ljúf og gott að tala við hana. Dugleg var hún með barnið sitt þrátt fyrir ungan aldur. Lífið verður aldrei eins án þeirra. Elsku Diddo, Maggi, Svala og Emelía, ég og fjölskylda mín send- um ykkur innilegar samúðarkveðj- ur. Hvíli elsku Ásthildur og Ágústa mín í friði. Anna, Gauti og Sævar • Miðvikudagskvöldið 5. desember síðastliðinn var óvenju fagurt í Reykjavík. Nýfallin mjöllin lýsti upp umhverfið. Við hjónin vorum á heimleið og höfðum á orði hve jóla- legt væri um að litast enda skammt til hátíðarinnar miklu þegar mann- kyn fagnar fæðingu frelsarans, hátíðar ljóss og friðar, hátíðar barn- anna eins og oft er sagt með sanni. Við ókum austur Suðurlandsbraut og sáum í fjarska, inn við Elliðaár, mikinn og ógnvænlegan ljósagang og augljóst var að þar hafði orðið slys. Þar nær dró mættum við tveimur sjúkrabifreiðum sem voru um það bil að yfirgefa vettvang. Og við hugsuðum bæði það sama. Þarna hafði þessi sami snjór sem rétt áður hafði fyllt hugi okkar jóla- stemmningu og friði orðið orsök enn eins hræðilegs atburðar í umferð- inni. Ekki vissum við þá hversu átak- anlega þessi atburðarás átti eftir að snerta elskulega vini okkar sem við höfðum þekkt í mörg ár. Daginn eftir fréttist að mæðgur hefðu lát- ist í umferðarslysi. Ekki veit ég hvers vegna, en strax óttast ég um afdrif Ásthildar og Ágústu sem ég fékk síðan staðfest um hádegisbil þennan sama dag. Og hvílík sorg. Skammt er stórra högga á milli hjá þessari elskulegu fjölskyldu, réttur mánuður síðan þær mæðgur fylgdu föður Ágústu til grafar og nú er enn höggvið í sama knérunn. Minningarnar hrannast upp og valda sársauka. Aðeins fimm dögum áður hitti ég Ágústu framan við Litlu-Grund þar sem hún hafði unnið um einhvern tíma og þar í nepjunni minntumst við föður hennar sem svo nýlega hafði kvatt þennan heim eftir mjög skamma legu á sjúkrahúsi. Ágústa var svo fullorðinsleg og sterk. Þarna stóð lífsreynd falleg ung kona sem framtíðin virtist brosa við. Við kvöddumst og báðum t Eiginmaður minn, ÁGÚST H. KRISTJÁPJSSON fyrrverandi lögregluþjónn, Akralandi 3, lést 14. desember. Jóna Guðrún Jónsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR, Einigrund 36, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 14. desember. Jarðarförin fer fram frá Seljakirkju, Reykjavík, föstudaginn 21. desember kl. 10.30. Guðmundur Júlíus Einarsson, Magnús Einarsson, Helga Steinarsdóttir, Garðar Þröstur Einarsson, Ása Karlsdóttir, Sverrir Einarsson, Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir, Guðrún Margrét Einarsdóttir og barnabörn. Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTINN VIGFÚSSON, Skálagerði 5, Reykjavík, andaðist mánudaginn 3. desember á hjartadeild Landspítalans. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jóna Kristjánsdóttir, Haukur Már Kristinsson, Guðrún Sigurðardóttir, Jóhanna S. Kristinsdóttir, Sigmundur Þór Friðriksson, Birna H. Kristinsdóttir, Jakob Kristinsson og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, SVAVA SVEINSDÓTTIR, sem lést sunnudaginn 9. desember sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. desember nk. kl. 13.30. Magnús G. Kristjánsson, Ásgeir H. Magnússon, Jóna Sigurðardóttir, Jón Hákon Magnússon, Áslaug G. Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR STÍGSDÓTTUR, ferframfrá Kópavogskirkju miðvikudaginn 19. desemberkl. 10.30. Sigurður Ingi Sigmarsson, Fanney Stefánsdóttir, Magnea Sigmarsdóttir, Karl Martinsson, Guðlaug Sigmarsdóttir, Hafliði Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐVEIG MAGNÚSDÓTTIR, Hringbraut 99, Reykjavík, verður jarðsungin frá nýju kapellunni, Fossvogi, fimmtudaginn 20. desember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Hulda Sergent, Artines Sergent, Hrafnhildur Jakobsdóttir, Magnús Ólafsson, Bragi Jakobsson, Sigurbjörg Nielsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Minningarathöfn- um móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNI BJÖRNSDÓTTUR, frá Þórshamri, Skagaströnd, Bræðratungu 19, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 14. desember, verður í Fossvogskapellu fimmtudaginn 20. desember kl. 11.30. Jarðsett verður frá Hólaneskirkju á Skagaströnd föstudaginn 21. desember kl. 14.00. Björn Kristjánsson, Lovísa Hannesdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Gunnar Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, t GUNNAR NÍELS SIGURLAUGSSON frá Grænhóli, Hlégerði 2, Kópavogi, er lést 11. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. desember kl. 13.30. Fanney Sigurlaugsdóttir, Tryggvi Sigurlaugsson. t Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar, tengdaföður og afa, VALDIMARS RANDRUPS. Sérstakar þakkir til starfsfólks á elliheimilinu Grund. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Við þökkum þá samúð og vinarhug, sem okkur var sýndur við fráfall sonar okkar og bróður míns, ÞÓRIS AÐALSTEINSSONAR. Aðalsteinn Þórðarson, Sigríður Þórisdóttir, Ólöf Aðalsteinsdóttir. fyrir kveðjur, hún til dóttur minnar en þær höfðu þekkst lengi og ég bað fyrir kveðjur heim til hennar, bað að heilsa mömmu hennar og systkinum, þeim Magga og Svölu litlu, og síðan gengum við hvor sína leið. Og nú eru aðeins minningarnar einar eftir. Góðar minningar og væntumþykja sem ná út yfir gröf og dauða og alla leið inn í himin Guðs sem gaf og tók. Og samt skiljum við ekki hvers vegna og enn síður tilgang Guðs. En hann veit og hann leggur líkn með þraut, því verðum við að trúa. Ásthildi Thorsteinsson kynntist ég fyrir mörgum árum gegnum sameiginlegan vin og fyrrum eigin- mann hennar, Árna Ágúst Einars- son, sem hún reyndist sem besti vinur. Það kom best í ljós þegar hann lést fyrir tveimur og hálfu ári. Þá var söknuður hennar sár og einlægur. Og nú er allt svo hljótt. Líf þess- ara kæru mæðgna orðnar minning- ar einar saman og börnin þeirra líta fram til hátíðar barnanna, móður- laus en í góðum höndum ættingja og vina. Hugur okkar dvelur hjá þeim og bænir okkar fylgja þeim fram á veginn. Hann sem öllu ræð- ur verndi þau og varðveiti og gefi þeim blessunarrík jól og bjarta framtíð. Á kveðjustund er sjaldnast mikið sagt en því meira hugsað og því sárari sem kveðjustundin er því meiri er tilhlökkunin að hitta ást- vini aftur. Megi góður Guð hugga og milda söknuð ættingja og vina sem syrgja ástkæra móður, ömmu og systur, í Guðs friði.' Guðjón Jónasson og fjölskylda Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á þyí vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og ska! þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú régla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.