Morgunblaðið - 18.12.1990, Page 61

Morgunblaðið - 18.12.1990, Page 61
MQRGUWIjABIÐ ÞRIÐJUDAGUK 18.; DESg^B^ ,1990 , Anna S. Snorradóttir „Það sem skiptir höfuð- máli í kennslu barna- skólanna er þrennt: í fyrsta lagi móðurmálið, í öðru lagi móðurmálið og í þriðja lagi móður- málið.“ músík og margir einangrist í um- hverfí sínu og lifi í trylltum hávaða- heimi með hiustunartæki í eyrun- um. Þessar aðstæður, þ.e.a.s. ann- ars vegar ólæsi eða „treglæsi" og svo heimur hávaðamengunar, svipta böm og unglinga í raun réttri öllum hæfíleikum til þess að njóta og umgangast sumt af bestu ávöxtum mannlegrar sköpunar á sviði tónlistar og bókmennta. í stuttu máli: Þegar út í alvöru lífsins kemur skortir fjölda unglinga þann menningarlega grundvöll, sem nauðsynlegur er til þess, annars vegar að njóta lífsins.og hins vegar til þess að standa sig vel í starfi á vettvangi atvinnulífsins og má nefna, hvílíkur ijötur um fót það er, að geta ekki tjáð sig skýrt og umbúðalaust í mæltu og rituðu máli. Hvaðertilráða? Erfitt held ég að reynist að taka bömin frá sjónvarpinu, en þá kemur til kasta heimilanna að brydda upp á lestri heima, sem er svo skemmti- legur eða spennandi, að bamið vel- ur það fram yfír að sitja eitt við kassann. Ég er að láta mér detta í hug, að sá tími komi að böm verði leið á argandi músum á skjánum og vilji heldur hlusta á góða sögu sagða eða lesna. Spuming vaknar strax, hvort foreldrar yfirleitt hafí tíma til þess að setjast niður og lesa fyrir bamið sitt. Þetta er mikið vandamál og verst, að gamla fólk- ið, sem hefir nægan tíma, er nú sett inn á stofnanir og getur ekki liðsinnt ungum heimilum eins og algengt var hér fyrr á árum, þegar afi og amma voru oft nærri og lásu fyrir börnin. Margar góðar greinar Síðan þessar ltnur voru settar á blað snemma á haustdögum hafa margar góðar greinar birst um þetta mál. Meðal þeirra var grein í DV eftir Guðna Kolbeinsson þar sem segir, að fullorðið fólk þurfi og eigi að tala miklu meira við böm en gert er, segja sögur, fara með þulur, vísur og bænir. Ég man þetta ekki orðrétt og hefí ekki blað- ið handbært, en þetta vakti athygli mína. Og kannski liggur galdurinn í þessu, og kannski er þetta það eina, sem við eigum í fórum okkar til að hjálpa málþroska bamanna, kenna þeim að meta sögur og ljóð og síðar að lesa sjálf. Og einu má heldur ekki gleyma, en það er for- dæmið. Bam, sem aldrei sér for- eldra sína setjast með bók eða sökkva sér niður í lestur, er ekki líklegt til að fá ást á bókum og bóklestri. Nýjasta sem ég hefi séð á prenti og snertir þetta efni eru framúrskarandi góðar greinar Heimis Pálssonar í Morgunblaðinu, sem hníga í sömu átt, en þar gaf að lesa margar skarplegar athuga- semdir. í sjónvarpi má læra margt í sjónvarpi er hægt að læra margt t.d. um aðrar þjóðir, landa- fræði, náttúrufræði, um fugla og margs konar dýr svo að eitthvað sé nefnt. En þar lærír enginn að lesa. Það er því lífsspursmál, eins og oft var sagt hér á árum áður, að lestrarkennslá skólanna sé sett í heiðurssæti og hafi algeran for- gang fram yfir allt annað a.m.k. fyrstu árin. Allt þarf að snúast um móðurmálið þar til vissa er fengin fyrir því, að barnið sé orðið vel læst og hafi eignast vin í einhverri bók og helst sem flestum. Þá mun framhaldið koma af sjálfu sér. Það gefur augaleið og ætti ekki að þurfa að hafa um það mörg orð, að það er vita gagnslaust að kenna bami landafræði eða náttúrufræði af bók- um, sem það getur illa eða ekki lesið. Höfundur er fyrrverandi blaðamaður ogkennari. H p pierre cardin SAMEIGINLEGA BJÓÐUM VK> MESTA ÚRVAL LANDSINS - - GILBERT ÚRSMIÐUR JÓN OG ÓSKAR LAUGAVEGI 62, S. 14 100 LAUGAVEGI 70, S. 2 49 30 GRÍSKU HARMLEIKIRNIR í stórfenglegri heildarútgáfu. Snilldarþýðing Helga Hálfdanarsonar. Leikverk þeirra Æskílosar, Sófóklesar og Evrípídesar eru klassísk, lesin enn og sett á svið víða um heim. Það er íslenskum bókmenntaunnendum mikill fengur að geta gengið að þeim öllum í svo glæsilegu riti. Þýðandinn, Helgi Hálfdanarson, hefurfyrir löngu skipað sér sess sem einn okkar bestu bókmenntaþýðenda. Bókin sem er 1198 bls. fæst einnig í fallegri gjafaöskju. SYRTLUR - erlendar fagurbókmenntir í nýjum bókaflokki. Með þessum bókaflokki kynnum við athyglisverðar erlendar fagurbókmenntir frá undanförnum árum og áratugum í vönduðum kiljum. Fyrstu bækurnar eru: Blekspegillinn - sögur eftir Argentínumanninn Jorge Luis Borges, Heimur feigrar stéttar eftir Nadine Gordimer frá Suður-Afríku, Undirleikarinn eftir rússnesku skáldkonuna Nínu Berberovu og Utz eftir Englendinginn Bruce Chatwin. Eitt frægasta skáldverk allra tíma, Karamazovbræðurnir eftir Dostojevskí. \ Mögnuð saga um afbrýði, hatur og morð, en jafnframt kærleika, bróðurþel og ást. [ heild tekst verkið á við allar þær stærstu spurningar sem varða mannlega tilveru: Tilvist guðs, mátt hins illa og möguleika kærleikans. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi úr rússnesku en hún hefur hlotið afbragðsdóma fyrir þýðingar sínar á öðrum verkum Dostojevskí. og menmng Bœkur eru ódýrari Laugavegi 18. Sími 15199 - 24240. Síðumúla 7-9 Sími 688577. 1c < -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.